Morgunblaðið - 20.12.1968, Qupperneq 16

Morgunblaðið - 20.12.1968, Qupperneq 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1968 Jónas Guðmundsson: Bláa bandið - starfsemi þess fyrr og nú Vistheimilið í Víðinesi í FYRRI hluta þessarar grein- argerðar rakti ég í stórum drátt um ás'tæðumar fyrir því að Bláa bandið hætti rekstri Flókagötu- stöðvarinnar og afhenti hana geðsjúkrahúsi ríkisins, en það á, samkvæmt íslenzkri löggjöf, að fara með yfirstjóm ofdrykkju- vama hér á landi. Nú er hiinsvegar eftir að gera grein fyrir sítarfsemi Bláa Bands ins eftir að hætt var rekstri Flókagötugtöðvarinnar og verð- ur það nú gert hér í stórum dráttum. Þegar Bláa Bandið hafði starf að í tvö ár á Flókagötunmi, var augljóst, að sú starfsemi kæmi ekki að tilætluðum notum fyrir þá menn, sem dvelja þurftu lengi á hæli eða vistheimili vegna drykkjuskapar síns. Þeir komu aftur og aftur á Flóka- stöðina og sköpuðu þar aðeins erfiðleika en hlutu sjálfir lítinn eða engan bata. Okkur varð því ljóst strax 1957, að Bláa Band- ið þurfti að koma upp langdval- arheimili fyrir þetta fólk, og að það heimili yrði að vera í sveit, en þó í nálægð Reykja- víkur og að þar væri hægt að hafa með höndum starfsemi, sem vistmenn gætu unnið við, svo þeir vendust aftur á að Síðari grein ganga að reglubundnu starfi og lifa reglubundnu lífi um alllang an tíma. Eftir langa leit að slíkum stað barst loks jörðin Víðines á Kjal- arnesi í hendur okkar haustið 1958. Bærinn þar hafði brunnið og nokkuð af útihúsum, Oig bónd inn, sem þar hafði verið, hætti við uppbyggingu að nýju og seldi bú og býli. Bláa Bandið festi kaup á jörð inni fyrir 830 þúsund krónur og naut til þess 50 þúsund króna framlags sem A-A-samtökin söfn uðu í þessu skymi. Enginn styrk ur né lán fékkst til þessara kaupa hjá opinberum aðilum. f Viðinesi þurfti allt að byggja að nýju, hið eina, sem nothæft var þar, var 40 kúa f jós, sem hentaði ekki illa sem vinnu- salur eftir að því hafði verið breytt og um það bætt á marga lund. Þegar byrjunarstarfi þar var lokið var hægt að taka 7 vist- menn í Víðines. Reksturinn í Víðinesi var sam- eiginlegur Flókagötustöðinni fram til 1. júlí 1963. REKSTRARSTYRKIR OG LAN. í samningi þeim, sem gerður var 19. apríl 1963 milli þáver- andi heilbrigðismálaráðherra og stjórnar Bláa Bandsins, um af- hendingu Flókagötustöðvarinnar segir svo í 5. grein: „Heilbrigðismálaráðjjneytið og stjóm Bláa Bandsins eru ásátt um að Bláa Bandið haldi áfrauh rekstri vistheimilisins í Víðinesi og sérstakt samkomulag verði gert um það, hvernig framtíðar- stuðningi ríkisins við þá stofn- un verði fyrir komið“. Það samkomulag, sem gert var samkvæmt þessu samningsákvæði var ákveðið í ráðuneytisbréfi frá 11. ágúst 1964, en þar segir að ráðuneytið geti fallist á, að mán- aðarlegur rekstursstyrkur til hælisins verði næstu tvö ár kr. 40 þúsund á mánuði og um sama tímabíl verði samtökunum veitt- ar sem lán vegna Víðiness kr. 10.000.00 á mánuði með hæfilegu veði í Víðinesi, eftir nánara sam- komulagi“. Þessarar fyrirgreiðslu hefur Bláa Bandið notið síðan til rekst urs og uppbyggingar í Víðinesi þau 5 ár, sem liðin eru frá því að það hætti rekstri á Flóka- stöðinni, og hefur haft Víðines eitt með höndum síðan. Til fullniæginigar fyrirheiti ráðuneytisins um 10 þúsund krónur á mánuði, sem skyldu veittar í lánsformi, var félaginu veitt 500 þúsund króna lán með 7 prs. vöxtum á árinu 1967 og er það eina lánið, sem Bláa Band ið hefur fengið af opinberu fé til Viðinesshælisins síðan það hóf starf sitt þar 1959. Frá Reykjavíkurborg hefur Bláa Bandið fengið til starf- rækslu sinnar í Víðinesi 125 þús und krónur á ári, eða sem næst 10 þúsund krónur á mánuði, síð- an 1966 en engin lám hefur borg in veitt vistheimilinu. Þessi er þá hinn opinberi Þá hefur og á þessum tíma verið mikin aukin ræktun á jörðinni svo og garðávaxtaframleiðsla og skilar jörðin því nú síðustu tvö þrjú árin talsverðum hagnaði. Þá má og stunda frá Víðinesi hrogn kelsaveiði og smávegis útræði, ef fiskur gengur í sundin, og allt eykur þetta möguleikana á því að láta reksturinn þar bera sig, og störfin, sem vistmenn vinna að verða fjölbreyttari og þeim til meiri ánægju við að byggja upp líf sitt á nýjan leik. Samkvæmt reglugerð vistheim ilisins, tekur það vistmenn til langdvalar, það er að segja, eng inn er tekinn til styttn tíma í fyrsta sinn, en sex mánaða. Að þeim tima liðnum „útskrifast“ vistmaður, en skilyrði er þó, að hann hafi bæði atvinnu að að hverfa og húsnæði til að búa í þegar hann fer. Ef út af ber fyr ir slíkum vistmanni, má taka hann á ný og þá til þriggja mán aða. Vistmenn má lengst taka til tveggja ára. Vistheimilið í Víðinesi er rekið sem sjúkrahús en ekki sem Vistheimilið í Víðinesi 1967 stuðningur, sem vistheimilið í Víðinesi hefur notið síðan 1963, er það var skilið frá Flóka- götustöðinni. Það verður varla sagt, að fyrirgreiðslan hafi get- að verið mikið minni en þetta. Hvað reksturinn snertir hefur þetta verið nægilegt, en uppbygg ingu hælisins hefur ekki getað miðað það áfram sem bæði var æskilegt og nauðsynlegt, þvi rekstrareiningin þar er ennþá of lítil, til þess að reksturinn geti verið svo hagkvæmur sem vera þyrfti Aldrei hefur þessi aðstoð ver- ið ákveðin til lengri tíma í einu en tveggja ára, sem er mjög baga legt allra hluta vegna og rekst- ur allur og fjárfesting er þess vegna í sífelldri óvissu, því á þessum smávægilega styrk velt- ur tilvera vistheimilisins. En þrátt fyrir þá óverulegu aðstoð, sem opinberir aðilar hafa veitt til uppbyggingar í Víðinesi hef- ur þó þokast í vaxtarátt þessi síðustu 5 ár og geta nú dvalið i Víðinesi árlega 40 vistmenn í 20 vistplássum, því lágmarksdval artími vistmanna er 6 mánuðÍT. Árið 1967 dvöldu þar 44 vist- menn og voru 36 þeirra úr Reykjavík en 8 úr öðrum sveit- arfélögum. REKSTUR VISTHEIMILISINS Af því, sem nú hefur verið sagt, er Ijóst, að vistheimilið f Víðinesi hefur síðan það fór að starfa eitt sér, ekki þurft að kvarta hvað rekstrarstyrk snert- ir. Hann hefur verifS fullnægj- andi enda hefur núverandi ráðs- maður þar, Pétur Sigurðsson, sýnt mikla ráðdeild, dugnað og samvizkusemi í rekstrinum og þeim hjónum farizt öll stjóm á vistheimilinu prýðilega úrhendi. vinnuhæli. Vinnan er einn þátt- urinn í lækningu vistmanna, og allt unnið við það, að þeir geti gengið að reglubundnu starfi og vanist á ný á reglulegt líf. Gætt er mikillar reglusemi um fótaferð, máltíðir, hreinlæti, böð og annan aðbúnað vistmanna svo þeir venjist á ný á að lifa reglu bundnu lífi. Þeir eyða kvöldun- um og öðrum frístundum við lestur blaða og bóka, sjónvarp, útvarp eða spil, bingó eða ann- að, sem stofnað er til með sam- þykki og undir eftirliti ráðs- manns eða fyrir hans atbeina, eða tómstundavinnu að eigin vali. Á sumrum starfa vistmenn að margskonar útivinnu við hey- skap og garðrækt, húsbygginig- ar, veiðiskap, vegagerð o.fl. sem nauðsyn ber til að vinna. Vist- heimilið hefur komið sér upp stórum vinnuskóla og kéypt vél ar til steina og hellugerðar. Er nú hægt að steypa þar steina og hellur í allar byggi»gar sem þar verða reistar. Að steinagerð inni er aðallega unnið á vetr- um, svo og að uppsetningu á lín- um, taumahnýtingu, netabæting- um og fleiru, sem til fellur. Vist menn annast auk þess innanhús störf, s.s. ræstingu vistheimilis- ins og herbergja sinna, þjón- ustustörf í eldhúsi og borðstofu o.m.fl. Fyrir störf sín fá þeir smávegis þóknun, sem dugar þeim til tóbakskaupa og ann- arra smágreiðslna. Öll eru störf in létt og vinnuvélar til hjálp- ar. Læknir heimilisins hefur öll árin verið dr. med Gunnar Guð- mundsson. Hann sér um allt, er til heilsugæzlu vistmanna tekur, kemur reglulega á heimilið, en auk þess hvenær sem þörf kref- ur og hann er kallaður. Dr. Gunnar hefur unnið þetta sem einskomar þegnskýldustarf eins og raunar við allir, sem hlut höfum átt að máli við rekst ur þessarar stofnunar. Guðmundur Jóhannsson hefur gegnt félagsráðunautsstarfi við vistheimilið öll þessi ár og hald ið uppi A-A-deild í Víðinesi með vistmönnum þar. Þannig er í stórum dráttum starfsemin í Víðinesi. „GEYMSLUR“ í grein þeirri, sem varð til- efni þessa andsvars, segir á ein- um stað: „Hælin Víðines, Arn- arholt, Gunnarsholt eru þáttur út af fyrir sig og verða öll að teljast „geymslur" frekar en lækningahæli.“ Hér er enn veg- ið á ný að þessari starfsemi og farið með staðlausa stafi og kem ur engum á óvart, sem til mála- vaxta þekkir. Þessum þvættingi verður, að því er Víðines snert- ir, bezt svarað, einis og öllu öðru, með staðreyndum, en þær eru þessar: Síðan Víðimesheimilið hóf störf í árslok 1959 til 1. nóvember s.l. hafa dvalið þar 276 menn. Fyrstu árin voru vistpláss eins og áður segir 7 og síðar tókst að fjölga þeim upp í 15 og 1967 upp í 20 og það eru þau nú. Dvalartími hvers manns er í fyrstu 6 mánuðir svo aðeins er skipt um vistpláss tvisvar á ári og geta því átt þar athvarf 40 drykkjumenn árlega. Af þessum 276 vistmönnum hafa 58 komið tvisvar eða oftar en 218 dvalið þar aðeins einu sinni. Það er ákaflega létt verk að gera lítið úr, tortryggja og jafn- vel rægja þá litlu frjálsu starf- semi að ofdrykkjuvör*um, sem til er hér á landi, því vanda- málið er mikið og margþætt en stuðningur þess opinbera við það sáralítiil. Fólk hefur fyrir aug- um dag eftir dag sama fólkið, sem það veit að er verið að reyna að hjálpa, en það er alltaf eins ástatt fyrir því. Það hefur ekki tekizt að bjarga þvi þnátt fyrir þær tilraunir, sem gerðar hafa verið. En fæstir athuga það, að það eru miklu fleiri em þetta ógæfu sama fólk, sem á við ofdrykkju- vandamál að stríða. Fólk, sem það þekkir ekki, kann engin skil á og hefur jafnvett ekki hug- mynd um að sé til, en samt er oft komið á fremstu brún hengi- flugsins. Það er þetta fólk, sem leitar sér helzt hjálpar á stöð- um eins og í Víðinesi þar sem það getur fengið skjól og vernd og er laust við hnýsin augu og umtal óviðkomandi fólks. Og það er einmitt þetta fólk, sem hægt er að bjarga, ef í tíma er réttum tökum tekið á málefnum þess. Það er þetta fólk, sem er mikill meirihluti þeirra drykkjumanna, sem í Víðines koma. ÁRA NGURINN 1 VÍÐINESI Að vonum er spurt: Hver er árangurinn af þessari starfsemi? Það er erfitt að svara því með ákveðnum tölum því þótt vel gangi ef til vill nokkurn tíma, jafnvel nokkur ár eftir hælis- dvölina getur sótt í sama horf- ið síðar. í skýrslu Bláa Bandsins fyr- ir árið 1967 er vikið að þessu atriði. Þar segir svo meða’l ann- ars um árangurinn af starfsem- inni: „Nú í ár hefur verið ákveðið I að hafa þann hátt á eftirleiðis, að gera könnun á þvf, hvernig hinum einstöku vistmönnum reið ir af eftir að þeir fara frá Víði- nesi, og taka þá fyrir eitt og eitt ár í senn eftir að 3 ár eru liðin j frá því viðkomandi vistmaður dvaldi á vistheimilinu. Nú hefur sú athugun verið gerð hvað vist- menn þá snertir sem voru í Viði nesi árið 1964. Niðurstöður þeirr ar athugunar eru mjög athyglis- verðar. Innritaðir vistmenn á árinu 1964 voru 29 að tölu. Af þeim höfðu 13 áður dvalið í Víði- nesi og köllum við þá hér 1. flokk, en 16 voru þá í fyrsta sinn og köllum við þá 2. fíokk. Útkoman úr þessum tveimur flokkum er sú, að í 1. flokki hafa 31 prs. hætt eða fengið verulegan bata 38 prs. taldir vonlitlir og um 31 prs hafa ekki fengizt fullnægjandi upplýsing- ar. 1 2. flokki er útkoman sú, að 43,8 prs hafa hætt eða feng- ið verulegan bata, 18,8 prs eru taldir vonlitlir og um 37,4 prs. liggja ekki fyrir fullnægjandi upplýsingar. Heildanniðurstað- an af rannsókninni er sú að samkvæmt henni hafa „jákvæðir" vistmenm reynst 55,6 prs. en „nei kvæðir 44,4 prs. og eru þó tald- ir í þeim flokki þau 33,3 prs. vistmanna, sem ekki er fullkunn ugt um, hvernig reitt hefur af síðan þeir fóru frá Víðinesi. Samanborið við þær niðurstöð ur, sem kunnar eru annarsstað- ar frá mun þessi útkoma vera með því allra besta, sem gerist. Verið er að reyna að afla upp- lýsinga um þau 33,3 prs. vist- manna, sem ekki er kunnugt um enn, svo fullkomið yfirlit fáist Urn þetta ár. Árið 1968 verður svo gerð samskonar skýrsla um þá, sem voru í Víðinesi 1965.“ Þetta segir í skýrslunni. Ef það reyindist nú svo, að af 44 vistmönnum, sem komu í Víðines s.l. ár og koma væntanlega ár- lega hér eftir, fái hartnær helm ingurinn, 50 prs. svo mikla bót, að þeir ýmist hætta alveg drykkjuskap eða minnka hann svo mjög, að þeir geta sinnt störfum sínum og heimilum svo vel sé, þá skilaði rekstur þess margfaldlega því fé, sem til þess er lagt þjóðfélagslega skioð- að. Það er því algjör og til- hæfúlaus rógur, þegar því er kastað fram, að vistheimilið í Víðinesi sé eins konr- gety&l á ólæknanlegum drykkjusjúkling um. Reynslan sýnir allt annað. DRYKKJUSJÚK GAMALMENNI Rétt er þó að taka það fram, að vegna þess hve ofdrykkju- varnir hér ó landi eru lélegar og skipulagslitlar, er mikil á- sókn ólæknandi drykkjusjúkl- inga að vistheimilunum. Þarf því að hafa gát á að þeir ílendist þar ekki um of. Þess er því gætt vel í Víðinesi að taka glíka sjúkl inga ekki aftur og aftur, nema langur tími liði á miffl. Undantekning hefur þó verið gerð með drykkjusjúk gamal- menni, sem hvergi eiga athvarf. Þeim er leyfð þar lengri vist en öðrum. Vandamál drvkkjusjúkra gamalmenna þarf að taka föst- um tökum. Þau eiga ekkert at- hvarf á venjulegum ellibeimilum vegna drykkjuskapar síns. Fvrir þessi drykkjusjúku gamalmenni þarf að koma upp ellideild til þess að sinna þeirra máhim og höfum við mikinn hug á að gera það í Víðinesi, ef nokkur hiálp fæst til slíkra framkvæmda. Að þessu, sem nú hefur verið sagt. er það ljóst, að reksturinn í Viðinesi þolir mjög vel saman- burð við önnur drykkjumanna- hæli. Ég efast stórlega um að nokkurt drykkjumannabæli á Norðurlöndum geti lagt á bnrð- ið jafn góðan árangur og ”'7'íf5i- nes. ef upp væri gert »ci FVZKAR A wvnTCí- *. í grein þeirri, sem varð til- Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.