Morgunblaðið - 20.12.1968, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 20. DESEMBER 1968
19
Heilbrigðisþáttur
TVISVAR tveir eru fjórir.
Styzta leið milli tveggja
punkta er bein lína. Speigli er
haldið að viitum manns —
engin móða, ekkert líf. Önd-
unin hætt. Líf og öndun fara
saman. Allt sjálfsagðir hlutir.
Samt gegnir furðu, hvað það
gleymist oft, þegar menn eru
sjúkir, að aðgæta hvort önd-
unin sé í lagi. Fóik virðist
einkennilega tomæmt á þessi
auigljósi grundvallarsannindi:
Engin fruma í líkamanum
getur starfað eðlilega, ef hún
fær ekki það súrefni sem hún
þarfnast.
Lítum á venjulegt kerti. Það
er sama hversu gott er í því
efnið, það er engin leið að
láta það loga án súrefnis. Og
sé súrefni ófullnægjandi ósar
á kertinu. Það er fullt af
fólki, sem kallast lifandi, sem
ósar á — sem er veikt, af því
að frumurnar í líkama þess fá
ekki nægitegt súrefni. Það er
sama, hversu til fæðis er vand
að eða bætiefnum sóað, það
ósar á þessum mannkertum
svo lengi sem frumurnar í
líkamanum fá ekki nægilegt
súrefni til að vinna rétt úr
öðrum efnum orkuna, sem
þær þarfnast til að gegna hlut
verki sínu til fullnustu. Heil-
intn þarfnast þess ekki síður
en önnur líffæri. Útivist og
góð öndun er undirstaða
góðra afkasta . einnig þar
Þetta sannaðist á Aþeninigum,
sem voru mestir atgervismenn
til líkama og sálar á seinni tíð.
Svo geta menn sjálfir reiknað
út, hvort hollara muni lítilli
þjóð á þessum tíma, að moka
í sig róandi lyfjum til að
deyfa einkenni frá sveltandi
og hálfkæfðum heilafrumum
eða að hreyfa sig meira og
anda betur.
Til þess að frumurnar fái
sitt súrefni greiðlega, er ýmis-
legt, sem þarf að vera í lagi.
í fyrsta lagi þarf loftið að
vera gott, nægilegt súrefni
í því og ekki eiturefni, sem
spilla því.
Þessu sýna menn lítilsvirð-
ingu á margvíslegan hátt. í
borgum spilla þeir lofti með
útblæs'tri bifvéla og ólofti frá
verksmiðjum. í heimahúsum
sofa þeir við lokaðá glugga í
yfirhituðum herbergjum. Og
verst af öllu, þeir svæla heils
una út úr símum eigin líkama
með tóbaksreyk, sem inniheld
ur mörg skaðleg efni: nikotin,
sem dregur saman æðar og
slævir blóðrás, kolsýring
(kolmonoxyd), sem dregur úr
hæfni bióðsins til súrefnis-
flutninigs og síðast, en ekki
sízt ýms tjöruefni, ’sem sann-
að er, að valda oft krabba-
meini. Samt reykir fólk, sem
telur sig hafa fulla greind og
full't vit. Súrefnið úr loftinu
þarf að komast niður í lung-
un, gegnum himnur þar og
yfir í blóðið, sem skilar því
í vökvann, sem . frumurnar
fljóta í og þaðan áfram inn í
frumuma. Þar er umbreyting-
arverksmiðjan, sem vinnur
orku, sem fæst fyrir svonefnd
an bruna súrefnisins. Allt
verður þetta þó fyrir svo ótrú
lega margbrotinni efnaþörf að
undrun sætir, og margt er þar
torskilið enn. Það gegnir yfir-
leitt furðu, hversu allt er
samstillt í þessari miklu efna-
verksmiðju, sem hefur ótrú-
lega hæfni til að gera við bil-
anir í sjálfri sér, ef undirstöðu
lögmál náttúrunnar eru skil-
in og virt.
Heilbrigðisfræðin mun vafa-
lítið gefa önduninni meiri
gaum eftir því sem stundir
líða. Til þess bendir vaxandi
áhugi á aukinni líkamsbreyt-
ingu. Hreyfing er einmitt
öruggasta leiðin til bættrair
öndunar, betri súrefnisflutn-
ings og þar með fullnægjandi
orkuvinnslu frumunnar. Sú
orkuvinnsla er frumskilyrði
góðrar heilsu. Þessvegna verð
ur fleira sagt um þetta efni
í næsta þætti.
Physicus.
Skíðulyftan
ó ísnfirði gefur
út nlmanak
fsafirði, 16. des. — Skíðalyft-
an á ísafirði hefur nýlega gefið
út mjög smekklegt almanak til
ágóða fyrir starfsemina. I því
eru myndir frá fsafirði og ná-
grenni, teknar af Leo Jóhanns-
syní, Svanberg Jakobssyni og
Kristjáni Jóhannssyni.
Skíðalyftan á Seljalandsdal var
fekin í notkun í janúarmánuði
sl. og hefur hún tvímælalaust
stóraukið áhuga almennings á
skíðaíþrótt, eins og hin mikla að-
sókn að lyftunni hefur sýnt, og
einnig hefur lyftan stórbætt að-
stöðu keppnismanna til þjálfun-
ar.
Almanakið er prentað í Prent-
stofunni ísrún og hefur hinn góð
kunni skíðakappi, Árni Sigurðs-
son, prentari, séð um uppsetn-
ingu og frágang þess.
A'lmannakið hefur verið selt í
bænum og verið fáanlegt í bóka
verzlunum hér og verður sent
viða um land til sölu.
H. T.
Breyting ú skóln-
kostnoðnr-
lögunum
Á FUNDI neðri deildar á laug-
ardaginn mæltj Gylfi Þ. Gísla-
son, menntamálaráðherra, fyrir
frpumvarpi um breyting á lög-
um um skólakostnað.
Frumvarpið kveður á um að á
árinu 1969 skiuli framlög til
nýrra skólamannvirkja skiptast
á 4ra ára greiðslutímabil vegna
hverrar framkvæmdar.
f lögum um skólakostnað,
sem samþykkt voru á Alþingi í
apríl 1967, er ráð fyrir því gert
að framlög ríkisins til skóla-
mannvirkja skiptist á 2—3ja ára
greiðslutímabil vegna hverrar
framkvæmdar, en samkvæmt
fyrri lögum var um 5 ára
greíðslutímabil að ræða. Var
ætlunin, að fjárveitingar til
nýrra skólamannvirkja í fjár-
lögum fyrir árið 1969 væru
miðaðar við 3ja ára greiðslu-
tímabil. Við meðferð fjárlaga-
frumvarpsins hefur komið í ljós,
að það mundi valda óeðlilegri
röskun að stytta greiðslutíma-
bilið skyndilega úr 5 árum í 3.
Mundi það hafa í för með sér
meiri fækkun nýbygginga en
eðlilegt er, miðað við núverandi
aðstæður. Er því í frumvarpinu
gert ráð fyrir, að stytting
greiðslutímabilsins sé gerð í
áföngum, þannig að það verði 4
ár í sambandi við þá skóla, sem
byrjað verður að byggja á næsta
ári, en 3 ár frá og með árinu
1970.
Viceroy Filter.
I fararbroddi.
9.00 “Mætt á skrifstofuna”.
12.60 “Byggingaráætlun rædd á
leið til næsta stefnumóts”.
15.15“vi3 brúna með yfirverk-
fræðingi og eftirlitsmanni.
Viceroy fyrir alla”.
Ekki of sterk,
ekki of létt,
Viceroy gefur
bragðið rétt...
0
rétt hvaða tíma
dagsins sem er!
17.30“Áríðandi fundur um nýja
byggingaráætlun”.
_ J.NU11U Di\.t5Illlllllltígb SJOIIIGIKS j
eftir erilsaman dag—og ennþá
bragðast Viceroy vel”.