Morgunblaðið - 20.12.1968, Síða 24

Morgunblaðið - 20.12.1968, Síða 24
24 MORGUNBLAÐffi, FÖSTUDAGUR 20. DESEMSBER 1968 Athyglisverð bók Estelle Roberts: jVHÐILL í 40 AR. Saga af lífi og starfi eins fremsta miðils sem uppi hefur verið. Grágás. Keflavík. SUMIR þeirra, sem amast við spíritlsma, þykjast gera það af vísindalegum ástæðum, segja að þetta séu trúarbrögð en ekki vís- indi. Þeir, sem hins vegar amast við honum af trúarlegum ástæð- um, telja að hér sé um að ræða algertt trúleysi: Menn vilji vita en ekki trúa. En þar sem ekki sé unnt að vita neitt um hinztu leyndardóma, verði menn að ta'ka það allt með trúarinnar aug um, þó ekki sínum eigin 'heldur manna, sem lifðu á löngu liðn- um öldúm. Þeir telja sig vita það, að efalaust hafi þeir verið verið óskeikulir, sem stóðu að samningu kirkjuþingssamþykkta í grárri forne9kju. í>eir skildu skaparann. Og hinn „trúaði“ Jón Jónsson skilur trúfræðinga for- tíðarinnar. Af þessu verður að draga þá ályktun, að þessar trú- aPhetjur nútímans, sem aldar hafa verið upp í heimatrúboðs- félögum, slagi talsvert upp eftir guði. Þannig rekur eitt sig á annars horn. Og svo má ekki kalla þetta sálarrannsóknir, því að hinn trú- aði Jón Jónsson veit allt um sál- ina, sem hann (hiefur þó aldrei reynt að vita neitt um, og hinn vísindalegi og vantrúaði Jón Jóns son veit svo mi'kið, að engin sál er til, og gerir sér þess vegna ekkert far um að kynna sér mál- ið. Þeir, sem það gera, eru ann- að hvort frámunaleigir sivikarar eða einfeldningar nema hvort tveggja sé. Staðreyndirnar eru þó þær, að flest meiri hiáttar trúarbrögð, og þar með talinn kristindómurinn, stafa frá sams konar fyrirbærum og spiritisminn fjallar um og sál arrannsóknir eru að reyna að kynna sér. Þau stafa frá vitrun- um og ,,opinberunum“, sam- bandi við annars heims verur, æðri og lægri, er menn þykjast hafa komizt í kynni við. Sjálfur sagði Jesús, að „Faðirinn" væri i sér, og að þau orð, sem hann talaði, talaði hann ekki af sjálf- um sér, heldur var það hin æðri vera („Faðirinn") sem talaði fyr ir murun hans. Þessu þykjast kristnir menn trúa enn þann dag í dag. En þegar vitranamenn nú- tímans halda einuhverju líku fram, telja „kristnir" menn það Estelle Roberts. svik eða hégóma í stað þess að rannsa’ka málið betur. Hví skyldi það vera nokkur fjarstiæða, að það, sem hefur gerzt, geti gerzt aftur og aiftur? Hlví skyldi „fað- irinn“ hafa hætt að tala við mannkynið fyrir tvö þúsund ár- um? Ekki veit ég betur en ka- þólska kirkjan að minnsta kosti hafi ihaft nokkurt samfoand við engla og anda allan þennan tíma, þó að prótestantar hafi verið of stórir upp á sig til að virða þá viðtals og hent £ þá blekbyttu að dæmi Lúthers meistara síns, og haldið þá vera tóma djöfla, sem sæktust eftir samfoandi við sig. Þegar þess er gætt, að spíri- tisminn er í raun og veru jafn- gamall trúarbrögðunum og hef- ur ávallt verið aflvaki þeirra, væri það ekki nema eðlilegt, að „trúaðir" menn, sem væru það meira en að nafninu til, hefðu áhuga fyrir hon.um af vísinda- legum ástæðum, því að trú og vísindi eru tengdari hvort öðru Vöruskemman Grettisgötu 2 Nýjar vörur daglega, sama lága verðið. Hárþurrkur frá kr. 650, hárþurrkuhjálmar kr. 1170, herrasokkar kr. 39, barnasokkar kr. 25, crepesokkar kr. 25, nælonsokkar kr. 25, nær- föt kr. 30, svæfilsver kr. 35. Mikið úrval af herra-, dömu- og barnapeysum á kr. 50 til kr. 495. Arinsett úr kopar kr. 590. Alls konar gjafastyttur frá kr. 165 til kr. 750 og margt fleira. Glæsilegur bókumorkaður ú I. hæð Bambækur frá kr. 25 — kr. 85. Kaupið ódýra jólabók handa bömunum. Leikiangnmurkuður II. hæð Mikið úrval af leikföngum tekið upp daglega. Kynnið ykkur hið ótrúlega lága verð. Skómurkuður II. hæð Mikið úrval af inniskóm. — Gerið góð kaup. Vöruskemmun Grettisgötu 2 Klapparstígsmegin. en menn gera sér að jatfnaði ljó®t. Menn geta naumast trúað öðru en því, sem þeir halda að sé rétt. Þetta á líka við um vísindamenn. Á seinni hluta 19. aldar og fram ytfir aldamót gátu þeir ekiki trú- að á annað líf en það, sem þeir gátu séð og þreifað á, af því að þeir fundu því engan stað í heims mynd sinrii. Þess vegna var efnis hyggjan þeiirra trú. N'ú er hieims- mynd visindanna orðin ailt önn- ur, og hver veit nema þau kom- ist svo langt, að þau uppgötvi einhivem daginn þessa aðra ver- öld andanna, sem trúarbrögðin hafa löngum haldið fram að til sé. Margs ihafa menn orðið vís- ari af rannsóknum. Er ekki hugs- anlegt, ef farið væri að gefa þesisu meiri gaum en verið hetfur nú um sinn, að ýmislegt kynni að verða uppgötvað? Það er eins og sumir haldi, að fara eigi með trúarbrögð sem eins konar feimnimál, sem helzt ekki megi ræða um blátt átfram eða af sann leiksást, heldur eigi hver maður að prédi'ka sína kreddu með ein- hverjum hátíðlegum óskeikul- leik, sem ayndsamlegt sé að draga í efa. Hvar væru „vísind- in“ á vegi stödd með slík vinnu- brögð? Rétt er að viðurkenna, að nokkrir atf allra fremstu efnisvíS- inidamönnum Breta fengu á öld- inni sem leið lofsverðan áhuga fyrir sálarrannsóknum. Að vísu h'ófu margir þeirra í fyrstu rann sóknir á þessu sviði í þvi 'Sikyni að „tfletta ofan a'f svikum“, sem þeir héldu að brezkir miðlar hefðu í frammi. En flestir end- uðu með því að 'sannfærast um raunveruleik fyrirfoæranna og að þau störfuðu frá framliðnum mönmum. Meðal Breta hefur og þessu máli verið mestur gaumur gefinn, jafnvel atf kirkjunni, og þar hafa um áratugi verið starf- andi hinir merkustu miðlar. Ég er viss um, að hleypidóma- laust fólk, sem les með athygli sjálfsævisögu Estelle Robert®: Miðlll í 40 ár, mun ekki aðeins hafa atf því ánægju heldur og margvíslega fræðslu um, hvem- ig sálarrannsóknir eru stundaðar af almenmingi, og hvers menn geta orðið vísari, ef þeir fást til að getfa þessu máli gaium. Þessi völva hefur verið ein atf fremstu miðlum Breta um áratugi og vak- ið geysilega athygli með hæfi- leikum sínum. Segir þarna frá alls konar tegimdum dulrænna fyrixbæra: Skyggnilýsingum, dul- heyrn, hlutskyggni, huglæfcnimg- um og líkamningum. Frá bam- æsku hatfði frúin samband við eilífðarverumar, sá þær og tai- aði við þær, en foreldrarnir í- mynduðu sér út frá vísindalegum rétttrúnaði þeirra tíma, að hún hlyti að vera stórlega biluð. Hún fór tii miðla, sem sögðu henni að hún hefði óvenjulega hætfileika á því sviði og sögðu henni að fara heim til sín, setjast við borð og sjá, hvort ekki færi eitt- hvað að gerast. Þetta gerði hiún á hverjum degi í heila vibu, en ekkert gerðist. Þá ýtti hún bodð- inu upp að vegg og hét að koma ekki nærri slíku káki framar. En sjá: Er hún gekk snúðugt til dyra, elti borðið hana, og andinn Red Cloud, sem borðið hreyfði, birtist henni í skærri birtu og mælti: „Ég er kiominn til að þjóna heiminum. Ef þú þjónar mér mun ég þjóna þér.“ „A þessari stundu skynjaði ég segir völvan, að allt sem gerzt hafði í lífi mínu til þessa: mótlætið, stritið, sborturinn og þó sérstak- lega raddímar, sem ég heyrði — allt var þetta með ráðum gert og fyrirfram ákveðið . . . Nú hafði ég fengið óyggjandi sönn- un fyrir því,að hið eina og sanna lífsstarf mitt var í þann veginn að hefjast." Nú mundu þeir segja, sem amast við spíritisma, án þess að hatfa nærri honum kornið, að þetta, sem kom fyrir þessa merkilegu komu, hatfi efcki verið annað em brjáilæði og vit- leysa. En annað sögðu þúsund- imar, sem komu til hennar ár etftir ár til a'ð sækja til hennar sönnun fyrir ódauðleik ástvina sinna og þar með huggun og styrk til Mfsbaráttunnar, sem þeir sannfærðust um að háð væri tii einhverrar vonair. Annað segja þeir, sem margsinnis hafa hortft á svipuð fyrirbrigði hjá öðrum miðlum, þó að kannski væm þeir eigi gæddir eins rnikl- um hætfileikum og þessi kona. Hvað mundir þú segja lesandi góður, ef skrifborðið þitt tæki upp á því einhvern góðan ve<ður- dag að elta þig út að dyrum? Mundi ekki koma að þér etfi, hvort eittbvað kynni ekki að vanta í þá heimsmynd, sem efnis vísindin héldu lengi fram og enn eimir eftir atf í hugum alþýðu? Hvort við köllum það sálar- rannsóknir eða eimhverju öðru nafni, skiptir það mestu máli að gefa þessum atbuirðum gatum og kynna sér þá rækilega. Jafnvel ýmisir, sem ekki nema Jíitið hafa kymnt sér málið, hatfa sé'ð hluti eins og borð hefjast á loft og hendast af stáð, án þess að nokk- ur sýnileg hönd hreyfði við því. Þetta gerðist fyrir fimmtáu árum í Tilraumafélaginu svo nefnda, þegar allt var á tjá og tundri og jafnvel tveir fullhraustir karl- menn urðu að liggja ofan á Indriða til ða missa hann ekki út í loftið. Þá skildu ýmsir mestu gáfumenn landsins eins og Einar Kvaran og Haraldur Níelsson, 'hvað málið var merkilegt, þó að flón og fáráðlingar gedðu skop að eins og ávallt verður. í bók Estelle Roberts segiir frá fjöldamörguim sönnunum fyrir því, að látnir lifa. Þar segir og frá vitrunum og læknimgum lík- um þeim, sem gerðust á postula- tímanum, og er bókin enn merki legri fyrir þá skuld, að þama eir fyrirbrigðunum lýst frá reynslu mi'ðilsims sjálfs, auk þess sem hún tilfærir vitnisburði margra, sem ti'l hennar komu og fengu þar samnaniir sem nægðu þeiim. Völvan lifir í líku andrúmslofti og frumkristnin, þegar slíkar lækningar og opinberanir voru daglegt brauð, og postuiamir læknuðu í krafti Krists, sem vair þeirra léiðsögumaður. Og á engan hátt sýnist mér guðfræði Skýja-Rau'ðs (Red Cloud’s) verri en t.d. guðfræði Bartlhs: „Mundu, að ekikert er æðra í lífinu en að geta séð fegurð guðsríkis. Þú getuir séð hama í einföldu blómi, lit þess og lögun. Gakktu upp á fjall, horfðu á sólsetur, og hjarta þitt mun fylli- ast rósemd. Horfðu á litadýrðina, þegar sólin hvertfur hægt og hægt bak við fjallið. Reyndu áð skynja hina ólýsamlegu kyrrð og fegurð. Þá hetfurðu fundið guð. Farðu á fætur í momgumsárið, stattu í döggvotu grasi og horfðu á nýjan dag rísa. Hörtfðu á fugl hefja sig til flugs, setjast á grein og syngja í morgunkyrrðimni. Þá hefurðu fundið guð. Hlustaðu á hlátur bams og leik og sjá'ðu hvemig það hleypur til móður sinnatr. Þá hetfurðu líka fundið guð. Megi ég alltaf finna í veröld þinini fegurð guðs og vizku ríkis hans í líki þessa eimfalda orðs — kærleikur." Engan mun iðra þess að lesa þessa bók. Hún getur vakið fleiri menn til raunverulegrar trúar en heil hersing hversdagslegra guðfræðiriita. Þýðingin virðist vera lipur- lega af hendi leyst, en hana hef- ur Gylfi Gröndal annazt. Benjamín Kristjánsson. Glerverk Hjálmholti 6 auglýsir 2ja mm rammaglerið komið ásamt 3ja—4ra—5 mm rúðugleri. Sími 82935.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.