Morgunblaðið - 07.01.1969, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. JANÚAR 19&9.
Annast um skattaframtöl
Tími eftir samkomulagi.
Pantið tíma, sem fyrst eftir
kl. 7 á kvöldin. Friðrik
Sigurbjörnsson, lögfræð-
ingur, Harrast. s. 16941.
Ódýr matarkaup
Nýr lundi kr. 15 stk. Nauta
hakk kr. 130 kg. Saltaðar
rullup. kr. 98 kg. Kjötb.
Lvg. 32. Kjötmiðst. Laugal.
Laugardaga til 6
Opið alla laugardaga til kl.
6. e. h.
Kjötmiðstöðin, Laugalæk.
Unghænsni
Unghænur kr. 88 kg. Kjúkl
ingar kr. 180 kg. Kjúklinga
læri kr. 180 kg. Kjúklinga-
brjóst kr. 180 kg. Kjötb.
Lvg. 32. Kjötmiðst. Laugal.
Þorramatur - hákarl
svið, síld, súrsuð sviðasulta
svínas., lundab., hrútsp.,
bringukollar, hvalrengi. —
Kjötbúðin, Laugavegi 32.
Kjötmiðstöðin, Laugalæk.
Atvinna
Ungur maður nýkominn
frá námi í Englandi óskar
eftir atvinnu. Góð ensku-
kunnátta. Tilb. sendist Mbl
m. „Atvinna 6257“ f. 11/1.
Skrifborð óskast
Óska eftir að kaupa notað
skrifborð. Uppl. í síma
13368.
Tvítug stúlka
óskar eftir atvinnu strax,
helzt skrifstofustörfum, er
vön, margt annað kemur
til greina. Uppl. í síma
10958 eftir kl. 1.
Fósturbarn
Reglusöm hjón óska eftir
að taka barn í fóstur. Tilb.
sendisft afgr. Mbl. fyrir 15.
janúar merkt „Trúnaðar-
mál 6312“,
Óska eftir
að kaupa notað segulbands
tækL Uppl. í síma 33281.
Til sölu
góður Opel Reckord, 4ra
dyra, árg. 1964.
Bílasala Matthíasar.
Brotamálmar
Kaupi alla brotamálma
langhæsta verði, staðgr.
Nóatún 27, sími 35891.
Skattaframtöl,
bókhald, launauppgjöf.
Fyrirgreiðsluskrifstofan
Austurstræti 14, s. 16223.
Þorleifur Guðmundsson
heima 12469.
Kona óskast til að annast
fámennt sveitaheimili á
Suðurlandi. Ný húsakynni
og góðar aðstæður. Um-
sóknir sendist blaðinu fyrir
10. þ. m. merkt „6237“.
Tökum börn í gæzlu
hálfan eða allan daginn. —
Upplýsingar í síma 32838
—
SIRA
GÍSLA ÞULA
BRYNJÓLFS-
SONAR
EFTIR
SÆMUND
TÓMASSON
Sæmundur Tómasson
SÆMUNDUR Tómasson, trésmiður, Spítalastíg 3, hér í borg,
gerir það stundum til gamans sér að setja saman vísur og þul- (
ur til að stytta tímann. Þeaja þulu orti hann á dögunum, ei
hann beið þess,
að gestur góður gengi í bæinn,
sem gleði vekur, bætir haginn.
Fyrstan sá ég síra Gísla,
sem hefur jafnan margt að sýsla.
Út við strendur, upp um sveitir
af því margan fróðleik veitir
mér og öðrum marga tíma,
sem minna hafa við að glíma.
Fer hann þá um fjöll til dala
fróðleiksþránni til að svala.
Leitar hann með lygnum fjörðum
lýsir prestum, kirkjum, jörðum.
Áfram langar leiðir liggja,
líka þarf að mörgu að hyggja.
Efnið til að sækja í sarpinn m
sífelli örvar ferðagarpinn.
Austur sveitir löng er leiðin
þar liggur vegtir upp á Skeiðin.
Fyrir löngu „Binni bróðir“
buldrandi gelck þar um slóðir,
en sungið hátt af kræfum köllum
í kirkjunni á Ólafsvöllum.
Lengi ég ekki lopa þennan
læt nú Gísla taka pennann
og lýsa þar í léttu roáli
laust frá öllu orðaprjáli
ýmsu, oem hann auga á festi.
Það ágætlega sómir presti.
Að fræða aðra er feiki gaman
en fyrst er að draga efnið saman,
að þjóta um sveitir, þar um hlöðin,
þá sést margt að setja í blöðin
handa þeim, sem heima sitja
og harla fátt um lífið vita:
Aðeins það sem aðrir segja
en oftast verða sjálfir þegja.
Er þá ljúft ef eirthrver kemur,
eitbhvað, sem að gott sér temur
margan, garolan fróðleik finnur
og fimlega úr efni vinnur.
Oft er unun á að hlýða
en eftir því otft langt að bíða.
Úr því rættet aldrei fremur
en þá síra Gísli kemur.
Fagna ég honum fyrstur manna.
Flytur hann með sér gleði sanna.
FRÉTTIR
Kvenfélagið Seltjörn, Seltjarnarnesi
Aðalfundur félagsins verður hald
inn miðvikudaginn 8. janúar kl.
8.30 í Mýrarhúsaskóla. Aðalfundar
störf og önnur mál.
K.F.U.M, KFUK
Árshátíð
Árshátíð félaganna verður liaug-
ardaginn 11 jan kl. 8 i húsi fé-
laganrua við Amtmainnsstíg. Minnzit
verður 70 ára afmælis félaganna.
Aðgöngumiðar fást til fimmtudags
kvölds á skrifstofunni og eftir
skrifstofutíma hjá húsvörðum.
Hvítabandskonur
Fundurinn, sem átti að verða
þriðjud. 7. jan. ‘69, fellur niður
vegna inflúensufaraldursins.
Dregið hefur verið í jólahapp-
drætti Hvítabandsins (innanfélags-
happdrætti) og hlutu þessi númer
finninga:
73, Heimskringla (3 bindi). 107,
Hallveigarstaðaskeið. 223 Tvö svæf
ilsver (handsaumuð). 374, Mynd
(Sólveig Eggerz Pétursdóttir). 482
Jólaskeið 1968. 479 Mynd (Sólveig
Eggerz Pétursdóttir). 330, Borðref-
ill (handsaumaður). 265 Röggva-
púði. 183, Kaffidúkur (áteiknaður)
Ég þekki verkin þín — sjá, ég
hefi látið dyT standa opnar fyrir
þér, sem enginn getur lokað (Op-
inb. 3,8).
I dag er þriðjudagur 7. janúar
og er það 7. dagur ársins 1969. Eftir
lifa 358 dagar. EldbjargarmessaÁr
degisháfiæði kl. 8.36
Upplýsingar um læknaþjónustu í
borginni eru gefnar í síma 18888,
símsvara Læknafélags Reykjavik-
Uæknavaktin í Heilsuverndarstöð-
ii ni hefur síma 21230.
Slysavarðstofan í Borgarspítalan
um er opin allan sólarhringinn.
Aðeins móttaka slasaðra. Sími
8)212 Nætur- og helgidagalæknir er
t síma 21230.
Neyðarvaktin svarar aðeins á
virkum dögum frá kl. 8 til kl.
sími 1-15-10 og laugard. kl. 8-1.
Keflavíkurapótek er opið virka
daga kl. 9-19, laugardaga kl. 9-2
og sunnudaga frá kl. 1-3.
Borgarspítalinn í Fossvogi
Heimsóknartími er daglega kl.
15.00-16.00og 19.00-19.30.
Borgarspítalinn í Heilsuverndar-
stöðinni
Heimsóknartími er daglega kl. 14.00
-15.00 og 19.00-19.30.
skeiði, sem hefst miðvikudaginn
15. jan. láti vita í síma 36679 milli
kL 6—8 þriðjudagirm 7. jan.
Mæðrastyrksnefnd og Vetrarhjálp
hafa síðasta dag fataúthlutunar
að Þingholtsstræti 25, miðvikuda/g-
inn næsta, þann 8. janúar frá kl.
2—6. Ágætur fatnaður til að laga
ot sauma.
Kvenfélag Bústaðasóknar
Fundur verður í Réttarholtsskól-
anum miðvikudagskvöldið 8. jan-
úar kl. 8.30 Fjölbreytt dagskrá.
Æskulýðsfélög Bústaðasóknar,
yngri deild
Fundur 1 Réttarholtsskólanum
fimmtudagskvöld, 9. jan. kl. 8.15
Kvenfélag Laugarnessóknar
heldur fund fimmtudaginn 9.
janúar kl. 8.30 í fundarsal kirkj-
unnar. Munið breyttan fundardag.
VÍSUKORN
Málefnið sem mest er þráð
myndar stofna landsins.
Atriði þessu oft er stráð
utan hjónabandsins.
Loftur Auðunsson.
Meðan einhver yrkir brag,
og íslendingar skrifa,
þetta gamla þjóðarlag,
það skal aUtaf lifa.
Jón S. Bergmann
Næturlæknir í Hafnarfirði
aðfaranótt 8. janúar er Jósef Ól-
afsson sími 51820
Kvöldvarzla í lyfjabúðum í Reykja
vík vikuna 4 — 11. janúar er í
Holtsapóteki og Laugavegsapóteki.
Næturlæknir í Kefiavík
7.1 og 8.1 Kjartan Ólafsson
9.1 Arnbjörn Ólafsson
10.1, 11.1, og 12.1 Guðjón Klem-
enzson
13.1. Kjartan Ólafsson
Ráðleggingarstöð Þjóðkirkjunnar
Framvegis verður tekið á móti
þeim, sem gefa vilja blóð í Blóð-
bankann, sem hér segir: mánud.
þriðjud., fimmdud. og föstud. frá
kl 9-11 fh og 2-4 eh. Miðviku-
daga frá kl 2-8 eh. og laugardaga
frá kl. 9-11 f.h Sérstök athygli
skal vakin á miðvikudögum vegna
kvöldtímans
Bilanasími Rafmagnsveitu Rvík-
ur á skrifstofutíma er 18-222 Næt-
ur- og helgidagavarzla 18-230.
A.A.-samtökin
Fundir eru sem hér segir: í fé-
lagsheimilinu Tjarnargötu 3c:
Miðvikudaga kl. 21. Föstud. kl. 21
Langholtsdeiid, í Safnaðarheimili
Langholtskirkju, laugardaga kl 14.
RMR-8-1-20-VS-I-HV.
I.O.O.F. Rb 4 = 11817814 —
Gengið
Nr. 135 — 5. desember 1968.
Kaup Sala
1 Bandar. dollar 87,90 88,10
1 Sterlingspund 209,60 210,10
1 Kanadadollar 81,94 82,14
100 Danskar krónur 1.172,00 1.174,66
100 Norskar krónur 1.230,66 1.233,46
100 Sænskar kr. 1.698,64 1.702,50
100 Finnsk mörk 2.101,87 2.106,65
100 Franskir fr. 1.775,00 1.779,02
100 Belg. frankar 175,63 176,03
100 Svissn. frankar 2.045,14 2.049,80
100 Gyllini 2.429,45 2.434,95
100 Tékkn. krónur 1.220,70 1.223,70
100 V.-þýzk mörk 2.196,36 2.201,40
100 Lírur 14,08 14,12
100 Austurr. sch. 340,27 341,05
100 Pesetar 126,27 126,55
100 Reikningskrónur
Vöruskiptalönd 99,86 100,14
1 Reíkningsdollar
Vöruskiptalönd 87,90 88,10
1 Reikningspund
Vöruskiptalönd 210,95 211,43
Leturbreyting táknar breytingu
síðustu gengisskráningu.
84 Listaverkabók Gunnfríðar Jóns-
ódttru.
Frá kvennadeild Skagfirðingafé-
lagsins í Reykjavík
Þær félagskonur, 9em ætla að
taka þátt í næsta handavinnunám-
sá NÆST bezti
ÁSTU-GVENDUR var karl nokkur jatfnan nefndur, sem lögreglan
notaði oft til að lóga hundum og köttum hér í bænum.
Hann var ófríður maður og allsvakalegur.
Einu sinni fóru lögregluþjónar með hann til konu, sem hafði
beðið um að lóga fyrir sig uppáhalds ketti.
Þegar konan sá Ástu-Gvend, sagði hún:
„Nei, ég held ég hætti við að láta lóga kettinum. Maðurinn er
svo afskaplega Ijótur".
„Ég hélt nú, að þetta ætti ekki að verða neinn keliríiötúr",
varð þá Áistu-Gvendi að orði.
— Liggðu bara kyrr undir rúminu, elskan, innbrotsþjófurinn er ekki farinn enn!!