Morgunblaðið - 09.02.1969, Side 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. FEBRÚAR 1969.
- BÖKMENNTIR
Framhald af hls. 12
hvað varðar sölu bóka?
— Það held ég ekki. Ef við
tökum ljóðabækurnar fjórar sem
dæmi, þá fengu þær misjafna
dóma í blöðunum en seldust hins
vegar mjög áþekkt. Ég er að
sjálfsögðu fylgjandi því, að dag-
blöðin hafi bókmenntagagnrýn-
endur, sem skrifi um sem flestar
bækur, en þeir góðu menn verða
að hafa það hugfast að með
skrifum sínum mega þeir ekki
eyðileggja svo fyrir bókaútgef-
endum og höfundum með hvat-
víslegum og stundum vanhugs-
uðum dómum, að þeir drepi nið-
ur bókmenntaáhugann. Þeir gera
kröfur til vandaðra vinnubragða
útgefendans, og við hljótum því
að krefjast á móti að þeir vandi
vinnubrögð sín. Þeir geta ef til
vill ekki nema í fáum tilfellum
eyðilagt sölu á bók, en þeir geta
haft varanleg áhrif á unga höf-
unda, sem eru viðkvæmir fyrir
hvatvísi og jafnvel ósanngirni er
stundum birtist í ritdómum þeirra
Þeir vinna ekki bókmenntunum
gagn með því að fá útrás fyrir
persónulegt áiit sitt á viðkom-
andi bók, eða jafnvel viðkomandi
höfundi.
— Ég lit bjartari augum á út-
gáfu ljóðabóka, eftir þá reynslu
sem við höfum fengið að undan-
förnu, sagði Baldvin að lokum.
— Og ef hægt væri að tryggja
að bókasöfnin í landinu keyptu
einhvert ákveðið magn þeirra
bóka sem taldar eru hafa bók-
menntagildi, yrði útgáfa þeirra
vitanlega á allan hátt önnur og
öruggari. Ég geri mér þess ljósa
grein, að það er ekki hægt að
skylda bókasöfnin til að kaupa
ákveðnar bækur, en óneitanlega
væri æskilegt ef hægt væri að
finna einhvern sanngjarnan með
alveg. En auðvitað verður Ijóð-
ið sjálft ævinlega það sem mest
segir og bókin stendur og fell-
ur með.
SKÁLD ÞARF ÁKVEÐINN
TÍMA TIL AÐ SKAPA SÉR
NAFN
Sigfús Daðason hjá Máli og
menninigu, sagði, að foriagið
befði ekki gefið út neina nýja
ljóðabók á síðasta ári, en það
væri raunar undantekning, því
venjulega gæfi það út 2—4 ljóða-
bækur árlega.
— Upplag ljóðabóka uuigra
höfunda, er yfirleitt heldur lítið,
sagði Sigfús, —• hjá okkur
700—1000 eintök. Miðað við sum-
ar aðrar bækur, er þetta ekki
há tala, en segja má þrátt fyrir
allt að sala þessara bóka sé
nokkuð örugg. Það er ákveðinn
hópur manna sem kaupir og les
nútimaljóð. Flestar þessar bæk-
ur seljast alveg upp á nokkrum
árum, en eðlilega fer sala þeirra,
sem annarra bóka, mikið eftir
því hver höfundurinn er.
— Seljast ljóðabækur eldri
skáldanna betur?
— Já, það er áberandi hvað
Ijóðabækur þeirra seljast betur,
og yfirleitt .selst fyrsta bók höf-
undar verst. Ljóðabók virðist
þurfa ákveðinn tíma til að slá í
gegn, ef við getum orðað það
svo. Það fer ákveðinn tími í það
hjá skáldi að skapa sér nafn,
bækur þeirra vinna á smátt og
smátt.
— Telur þú að færri Ijóða-
skáld komi nú fram en áður?
— Nei, ég hef enga ástæðu til
að ætla það. Að vísu eru alltaf
nokkur áraskipti að þessu.
— Þegar ungur höfundur kem
ur með handrit sinnar fyrstu
ljóðabókar. Hvað ræður því
hvort hún er gefin út eða ekki.
— Fyrst og fremst hæfileikar
höfundarins. Ef við teljum að
eitthvað sé í bókina spunnið
reynum við að gefa hana út.
MENN EIGA AÐ HATA ÞAÐ
SEM ÞEIR EKKI SKILJA
Brautryðjandinn í útgáfu nú-
tímaljóðlistar og jafnframt mik-
ilvirkasti útgefandi þessarar
bókmenntagreinar er Ragnar
Jónsaon í Smára. Ragnar gaf út
nokkrar af bókum Steins Stein-
ars, sem af flestum er talinn
fyrsta íslenzka nútímaljóðskáld-
ið, og síðan hefur Ragnar gefið
út fjölmargar bækur nútíma-
ljóða, einkum hin síðari ár.
— Ég man eftir þvi, sagði
Ragnar, að bók Steins Steinars,
Tíminn og vatnið, var fyrst gef-
in út í 150 eintökum. En ljóðin
fóru eigi að síður víða og sköp-
uðu sér traustan sess. Það er
raunar athyglisvert, að þótt niú-
tímaljóðabækur séu yfirleitt
gefnar út í mjög takmörkuðu
upplagi, ná þær til ótrúlega
margra. Það er nokkuð stór hóp-
ur Bem fylgist vel með og gleyp-
ir þessi ljóð í sig. Minnsti hlut-
inn kaupir ef til vill bókina, en
það nær í hana hjá 'kunningjum
sínum, á bókasöfnum eða jafn-
vel les þær hjá okkur. Ef nýti-
legar setningar eru í þessum
bókum, eru þær komnar út með-
al hópsins fyrr en varir.
— Og er það eins úti á landi?
— Fólk nær sér einhvern veg-
inn í það sem það hefur áhuga á.
Þessar bækur eru lesnar í vax-
andi mæli úti á landi. Ég tel, að
leikferðir leikhúsanna hafi haft
mjög mikil menningaráhrif um
allt landið. Það hefur verið farið
með fyrsta flokks stykki í leik-
för og sýningarnar hafa verið
vel sóttar og áhorfendur tekið
þátt í þeim af lífi og sál.
— Stækkar hópurinn sem les
nútímaljóðlist?
— Hann stækkar já, en ekki
svo mjöig mikið. Útvarp og sjón-
varp eiga sinn þátt í því. Út-
varpið hefup ekki verið nærri
því eins duglegt að kynna bók-
menntir og tónlistina en það
verður að segjast eins og er, að
það hefur haff geysilega mikil
áhrif á músikmenntina í landinu.
Sjónvarpið hefur fyrsta flokks
aðstöðu til þess að kynna bók-
menntir og getur haft mikil k-
hrif. Við höfum þess dæmi. Ég
man t. d. eftir þvi að þær Herdís
Þorvaldsdóttir og Helga Bach-
mann hafa komið fram og lesið
ljóð. Það var framúrskarandi.
— Er unga fólkið í meiri hluta
í hóp þeim sem les nútímaljóð?
— Á því er enginn vafi. Unga
fólkið hefur hæfileika til að
gleypa það nýja í sig og það
hættir ekki fyrr en það hefur
náð eér í bækurnar og kynnt sér
þær. Unga fólkið er alltaf áhuga-
samara um bókmenntir en það
eldra. Þannig var þetta a.m.k.
í mínu ungdæmi. Það var unga
fólkið sem barðist duglegasi; fyr-
ir því að fá bækumar inn á
heimilin. Mesta spurningin er
því, h,vað sé hægt að gera til
þess að kveikja í þeim eldri —
fá þá í liðssveitina.
— Var bókmenntaáhugi í
„gamla daga“ meiri en núna?
— Hann var almennari. Ég
held, að fólkíð hafi verið opnara
fyrir bókmenntum og listum. Ég
ólst upp á Eyrarbakka og var
um fermingaraldur er Svartar
fjaðrir Davíðg og Barn náttúr-
unnar eftir Laxness komu út.
Það komu ef til vill ekki nema
3—4 bækur í þorpið, en þær fóru
í hvert hús og voru lesnar upp
til agna. Og alstaðar skildu
þær eitthvað eftir. Þannig var
málum einnig háttað með leik-
sýningar. Þær voru sóttar jafn-
vel af smákrökkum, og hlutu
þau vitanlega sinn þroska af því.
Já, það eru örugglega fleiri núna
sem snúast kringum glingur og
hégóma, eru börn þægindadýrk-
unarinnar.
— Hvað er al.gengasta upp-
lag nútimaljóðaibóka hjá for-
lagi þínu?
— Svona fjögur-fimm hundr-
uð, en eins og ég sagði áðan nær
þetta eigi að síður til ótrúlega
margra. Þetta þykir gott ef mið-
N auðungaruppboð
sem auiglýst var í 13., 15. og 17. tölublaði Lögbirtinga-
blaðsins 1968 á húseigninni Lindarbraut 2 A, Selltjamar-
nesi, þiinglesin eign Hafsteins Guðmumdsisonar, fer fram
á eigninni sjálfri eftir kröfu Innlheimtu rilkissjóðs, mið-
vikudaginm 12. febrúair 1969, kl. 4.30 e.h.
Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu.
N auðungaruppboð
sem auglýst var í 34., 36. og 38. tölublaði Lögbintinga-
biaðsins 1968 á húseigninni Kirkjubraut 10, Jnnri-Njarð-
vik, þinglesin eign Reynis Leóssonar, fer fram é eign-
inni sjálfri eftir kröfu Sveiins H. Vaildimarssonar, hrl.,
miðvi'kudagiinn 12. febrúar 1969, kl. 2.30 e.h.
Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósarsýslu.
N auðungaruppboð
sem auglýst var í 14., 16. og 17. tölublaði Lögbirtinga-
blaðsins 1967 á skreiðaT<hjöllum við Krýsiuivíkurveg, taiin
eign Bátafélags Hafnarfjarðar, fer fram á eigninmi sjálfri,
eftir kröfu Innheimtu rikissjóðs og bæj argja'ld'kerans í
Hafnarfirði, þriðjudaginn 11. febrúar 1969, kl. 5.00 e.h.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
N auðungaruppboð
sem auglýsit var í 19., 21. og 23. tölu'blaði Lögbirtinga-
blaðsins 1968 á frystiihúsi á Langeyrairimiöilum, Hafnar-
firði, þinglesin eign Fisks h/f, fer fram á eigniinini sjátfiri,
eftir kröfu Benedikts Sveinssonar, hdl., Lands'bainka
íslands, Arnar Þór, hrl. og Innheimltu rikissjóðs, þriðju-
daginm 11. febrúar 1969, kl. 2.00 e.h.
__________________Bæjarfégetinn í Hafnarfirði.
Nauðungaruppboð
sem auglýst vair í 34., 36. og 38. tötublaði Lögbirtimga-
blaðsins 1968 á lýsis- og fiskimjölsverkBmiðju við Hvai-
eyrarbraut 23, Hafnarfirði, þinglesin eign Lýsi og Mjöl
h/f, fer fram á eigninni sjálfri eftir kröfu Jnmheimitu
rikissjóðs þriðjudaginn 11. febrúar 1969, kl. 3.00 e.h.
Bæjarfógetinn í Hafnarfirði.
SOLEX
BLÖNDUNGAR
Höfum fyrirliggjandi SOLEX blöndunga
í ýmsar tegundir bifreiða.
Getum útvegað með stuttum fyrirvara
SOLEX blöndunga í flestar tegundir bif-
reiða.
HEKLA H.F.
varahlutadeild
Laugavegi 170.
að er við hvað gerist annars
staðar. 1 milljónaborgum eins og
t. d. Osló og Kaupmannahöfn eru
upplögin ekki mikið stærri á
bókum nýrra höfunda.
— Finnst þér ungu skáldin
standa sig nógu vel?
— Mér finnst alltaf að málar-
arnir standi sig betur. Sennilega
er það af því að þeir dvelja
meira utanlands. Það er athyglis-
vert að beztu skáldin okkar hafa
verið svo og svo mikið erlendis.
Meðan fólk er að þroskast þarf
það að fara um heiminn og
liggja við. Mér finnst að nokkr-
ar ljóðabækur vanti aðeins
herzlumuninn til þess að vera
góðar og hef það á tilfinning-
unni að ástæðan sé sú að höf-
undurinn hefur lítið verið er-
lendis. Það eru einhver blæ-
brigði sem vantar hjá þeim. Það
þarf að senda skáldin til útlanda
— loka fólkið sem fer til útanda
til þess eins að hanga í búðum
inni en senda skáldin.
— Eru að verða breytingar á
skáldskapnum?
— Mér finnst vera teikn á
lofti í öllum listgreinum. Hið
mannlega er að sækja fram og
ryðja því harðsoðna til hliðar.
Það er líka ágætt. Það er t. d.
mikill þáttur af stærð Laxness i
bókmenntunum að þjóðfélaigið
andar í gegnum hverja setningu
í bókum hans. Skáld verður að
finna til ábyrgðar í þjóðfélaginu,
því hún er sterkasta aflið á þess-
um sviðum, sem öðrum.
— En koma ekki færri nú-
tímaljóðskáld fram en t. d. fyrir
3—5 árum?
— Það held ég ekki. Ég er
með handrit eftir 2—3 höfunda,
sem ekki hafa gefið út bækur.
Hvað svo verður um útgáfu
þeirra er of snemmt að segja
nokkuð um.
Æskilegt væri að sjóiwarpið
tæki þátt í kynningu ungra höf-
unda og ryddi þeim að nokkru
braut. Slík kynning gæti verið
stutt og laggóð t. d. eitt kvæði
í senn, en væri þakkarvert oig
auk þess gagnlegt fyrir stofn-
unina.
— Hvernig stendur á þeirri
óvild og jafnvel hatri sem sumt
eldra fólk sýnir nútímaljóðlist-
inni?
— Maður á að hata það sem
maður skilur ekki, því að mað-
ur verður þá þeim mun glaðari
þegar skilningurinn kemur, og
skipt er um skoðun. Allt sem
kemur fram nýtt í listum færir
til áhugasviðið og menn óttast
þær breytingar, — þær geta
snert persónulegan hag manna
og móralinn sem þeir eru aldir,
eða hafa sjálfir alið siig upp i.
— Hvaða áhrif hefur svo and-
staðan á skáldin?
— Hún sfyrkir þau. Ef storm-
arnir væru ekki hér á íslandi
væri engin íslenzk þjóð til
lengur. Hún væri öll flutt burtu.
Andstreymið styrkir menn. Það
er eitt af náttúrulögmálunum.
Um daginn, þegar vitlausa veðr-
ið var í ham, hitti ég kunnan
•borgara niður á Skúlagötu. Hann
sagði: „Mikils fara þær þjóðir á
mis, sem þurfa ekki að berjast
við svona illviðri". Þetta er al-
veg rétt. Baráttan skapar hörku
og seiglu.
— Hefur þá ekki góðærið
haft neikvæð áhrif á skáldin?
— Menn bölsótast meira yfir
erfiðleikunum en áður. Þá mætti
fólkið erfiðleikunum af stórískri
ró. Þegar kólnaði í óupphituðum
húsunum flutti fólkið sig inn í
eitt henbergi og naut ylsins hvort
af öðru. Nú er það ekki lenigur
hægt, því menn verða að vera
að eltast við sprungna miðstöðv-
anofna út um allt hús. Þegar
minna fiskaðist og ver gekk,
tóku menn skertum kjörum af
þögn og karlmennsku.
Lætin núna stafa af því að of
margir hafa reist sér hurðarás
um öxl, ætlað sér um of í þæg-
indum og fjárfestingum.
Ég held, að góðærði hafi verið
slappandi fyrir listina, einkum
þó rithöfundana, og að erfið-
leikatímarnir verði fremur til
þess að listin í landinu glæðist
heldur en hitt.