Morgunblaðið - 01.03.1969, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 01.03.1969, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1969 Ofsahrœðsla í jarðskjálfta — Grenjandi föngum sleppt Lissabon, 28. febrúar (NTB-AP) SNARPUR jarðskjálfti varð snemma í morgun í Portúgal, Spáni og Norður-Afríku og olli ofsahræðslu en virðist hafa vald ið litlu tjóni. Aðeins er vitað um að einn maður hafi heðið bana og 61 slasazt í Portúgal, þar sem jarðskjálftans gætti mest. í Lissabon hlupu þúsundir manna út á göturnar, margir í náttfötum einum klæða og með börn í fanginu. Rafmagnslaust varð og algert umferðaröng- þveiti skapaðist á öllum vegum sem liggja frá Lissabon, þar sem margir vildu flýja frá borginni I bifreiðum sínum. Margar konur, sem höfðu sveipað um sig ullarteppum, báðust fyrir á götum Lissabon. Tveir menn flúðu allsnaktir frá heimilum sínum. Fangar í fang- elsum í Lissabon og Oporto grenjuðu svo hátt að hleypa varð þeim út. Á Spáni meiddust fimm menn af völdum jarðskjálftans og í Marokkó fjórir. Tvær stúlkur bi'ðu bana í Sale skammt frá Rabat í Marokkó. Flestir íbúar Rabat, Casablanca, Tetuan og fleiri borga í Marokkó höfðust við úti á víðavangi í nótt. Nokk ur hús í útjaðri Rabat hrundu til grunna. Á Suður-Spáni urðu víða skemmdir á húsum. Nokk- urt eignatjón varð einnig í Gíbraltar. í Portúgal slasaðist enginn al- varlega. Jarðskjálfinn átti upp- tök sín um 230 km austur eif Lissabon. í Washington er sagt að hér sé um að ræða einhvern mesta jarðskjálfta sem orðið hafi sfðan í marz 1964, þegar gífur- legt tjón varð í miklum jarð- skjálfta í Alaska. Jarðskjálftinn í dag stóð aðeins í eina mínútu. 1 Sevilla á Spáni lézt maður nokkur úr hjartaslagi þegar hann sá nágranna sína flýja heimili sín í ofsahræðslu. í La- gos í Suður-Portúgal beið einn maður bana þegar heimili hans hrundi til grunna. í Lissabon varð að flytja um 300 sjúklinga frá Sao Jose-sjúkrahúsi þegar sprungur mynduðust á þaki þess. Mesti jarðskjálfti í sögu Portú gals er hinn frægi Lissabon- jarðskjálfti árið .1755 þegar 15 þús. manns létu lífi'ð. Jónas G. Rafnar, bankastjóri, Jóhannes Elíasson, bankastjóri, Ólafur Björnsson, formaður bankaráðs, Halidór E. Halldór sson, útibússtjóri að Grensásvegi, Helgi Eiríksson bankastjóri og Þormóður Ögmundsson, bankastjóri. (Ljósm Mbl. Ól. K. M.) Útvegsbankinn opnar úti- bu að Grensásvegi 12 ÚTVEGSBANKINN hefur opnað nýtt útibú að Grensásvegi 12 hér í borg. Þetta er annað útibú Út- vegsbankans hér í Reykjavík, hitt er Laugavegsútibúið, sem er til húsa á Laugavegi 105, á horni Laugavegs og Hlemmtorgs. Það var stofnað fyrri hluta árs 1957. Grensásútibú Útvegsbankans mun, á sama hátt og Laugavegs- útibúið hefur gert, veita alia al- Eshkol grafinn á Herzl-f jalli LEVI Eshkol, forsætisráðherra Israel í nær sex ár, var í dag lagður til hinztu hvíldar á hæð einni við Jerúsalem, sem ber nafnið Herzl-fjail, nefnt eftir manni þeim, er talinn er faðir nútíma Zíonismans. Miriam, ekkja Eshkols, og fjórar dætur þeirra hjóna, stóðu þögular álengdar er átta liðs- foringjar úr ísraelsher létu kis'tu Eshkol síga í gröfina kl. 8:30 í morgun að ísl. tíma. Sextíu hermenn stóðu heið- ursvörð, og hleyptu þrívegis af byssum sínum í heiðursskyni við hinn látna. Því næst lögðu 50 stúlkur úr Israelsher blómsveiga að leið- inu. Þúsundir manna höfðu safn- azt saman á hæðinni, sem snýr að fjöllum Júdeu. Yigal Allon, sem fer með vald forsætisrá'ð- herra, og Abba Eban, utanríkis- ráðherra, báru báðir hatta á höfði. Moshe Dayan, varnarmála Kvikmyndosýn- ing í Germanín Á KVIKMYNDASÝNINGU Ger- maníu í Nýja Bíó laugardaginn 1. marz (kl. 2 eh.) eru auk frétta myndar og myndar um heata- mennsku á Olympíuleikunum í Tókíó 1964, tvær mjög skemmti- legar myndir, önnur frá St. Pauli í Hamborg og hin frá há- skólaborginni Heidelberg. Sunnudagsmorgun í St. Pauli er full af kímni og gamansemi um þennan fræga skemmtistað í Hamborg. í fréttamyndinni er maðal ann ars kafli um alþjóðabókasýning- una í Frankfurt. Öllum er heimill ókeypis að- gangur. Levi Eshkol ráðherra, bar alpahúfu, stóð svo lítið bar á að baki sveit her- manna. Fjörutíu og sjö blómsveigar voru lagðir að leiði Eshkol, og var einn þeirra sendur persónu- lega frá Richard Nixon Banda- ríkjaforseta. Æðsti herprestur ísrael, Shlomo Goren, hershöfðingi, flutti svohljóðandi bæn: „Levi, sonur Devorah Eshkol, vér biðj- um yður í nafni borgara ísrael, ríkisstjórnar landsins, hers þess, a'ð fyrirgefa oss sérhverja þá yfirsjón, sem oss kann að hafa orðið á gagnvart yður.“ Áður en greftrunin sjálf átti sér stað fór fram hálfrar klukku stundar minningarathöfn fyrir framan Knesset, þing ísrael. Viðstaddir athöfnina voru sendimenn allra þeirra ríkja, sem ísrael hefur stjórnmálaáarft- band við. menna bankaþjónustu. Auk venjulegra sparisjóðs- og hlaupa reikningsviðskipta geta viðskipta menn fengið afgreiðslu á öllum greinum gjaldeyrisviðskipta, svo sem reglur segja til um. Þá ann- ast útibúið kaup og sölu á inn- lendum ávísunum, þ.á.m. hinum innlendu ferðatékkum, sem Út- vegsbankinn tók upp, sem nýj- ung á sl. ári. Útibúið mun að sjálfsögðu annast innlendar inn- heimtur og yfirleitt hverskonar fyrirgreiðslu innanlands og utan, sem bankar annast að jafnaði. Grensásútibúið mun einnig ann ast hina nýju bankaþjónustu, sem Útvegsbankinn tók upp á sl. ári í útibúum sínum að Laugavegi 105 og í Kópavogi, og nefnd hef ur verið GIRO þjónusta. Hefur þessi bankaþjónusta orðið mjög vinsæl víða erlendis, t.d. í Bret- lándi. Hún er fólgin í því, að úti búið t ekur að sér að annast greiðslu ýmissa fastar gjaldaliða svo sem reikninga fyrir rafmagn, sima, skatta, húsaleigu, trygg- ingargjöld, afborganir af föstum lánum og jafnvel greiðslu á samn ingsbundnum skuldum t.d. víxl- um o.s.frv. Skilyrði fyrir þessari þjónustu er að viðkomandi við- skiptamaður óski skriflega eftir henni og semji um hana við bankann, enda geri hann ráð- stafanir til að innistæða sé á reikningi hans fyrir greiðslunum á hverjum tíma. Þessi þjónusta er látin í té án annars endur- gjalds en útlagðs kostnaðar, þ.e. vegna bréfa og burðargjalds. Það er von forráðamanna bank ans, að með stofnun Grensásúti- búsins hafi verið stigið þýðingar mikið skref til bættrar þjónustu fyrir fólkið, sem býr eða vinn- ur í þessu borgarhverfi, og fyrir þau fyrirtæki sem þar starfa. Það er að sjálfsögðu einnig von forráðamanna bankans að þessi viðleitni verði vel metin. SVR-lerðum Ijölgað í Breiðholtshverli STRÆTISVAGNAR Reykjavíkur hafa nú aukið þjónustu sína við íbúa Breiðholtshverfis. Mánudaginn nk. verður fjölg- að ferðum á leið nr. 28 — Breið- holt, þannig að á tímabilinu frá Helgi Bergmonn sýnir 32 mólverk HELGI Bergmann listmálari sýn ir um þessar mundir 32 málverk í Málverkasölunni á Týsgötu 3. Er sýningin opin daglega kl. 1—6, en hún stendur til 7. marz. All- ar myndirnar á sýningunni eru til sölu og er hægt að fá þær með afborgunarskilmálum. Ekið ó kyrr- stæðn biíreið EKIÐ var á R-21840, sem er hvít Ford Cortina, þar sem bíll- inn stóð fyrir framan Nóatún 26 frá Mufckan 20 á fimmfcu- daigskvöld til klukkan 08 morg- U-nirun eftir. Skemmdist bíllinn talswert. RannsóknarlÖgreglan skorár á öikuitnanninn, sem tjóninu olli, svo bg vitni að gefá síg fram. kl. 13.00 til 19.00 verður ekið á 30 mínútna fresti. Akstur hefst frá Kalkofnsvegi 5 mínútur yfir heila og hálfa tíma. Brottfarartími á þessu tíma- bili frá Álfbakka við Víkurbakka á austurleið verður 5 mínútur yf ir heila og hálfa tíma. Á morgun og kvöldvakt verður enn um sinn ekið á 60. mínútna fresti, svo sem verið hefur. Útibússtjóri verður Halldór E. Halldórsson, sem um árabil hef ur starfað sem gjaldkeri útibús- ins í Keflavík og staðgengrll úti- bússtjórans þar. Gjaldkeri verður Ásgrímur Hilmisson og bókari Hafdís Alex andersdóttir. Stjórn á skipulagi og innrétt- ingum útibúsins annaðist Gunn- laugur G. Björnsson og yfir- smiður við innréttingarnar var Guðjón Guðmundsson, húsa- smíðameistari. Hlutofélag yfir- tók hraðfrysti- hús ó Siglufirði Siglufirði 28. febrúar ENDURBÆTUR hófust í dag á hraðfrystihúsinu ísafold, en ný- lega var stofnað hlutafélag um kaup og rekstur frystihússins. Hefur hlutafélagið nú yfirtekið frystihúsið og er áætlað að end- urbætur þær, sem gera þarf, kosti um 3 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að frystihúsið geti hafið fiskmóttöku í maímánuði. Hluthafar eru 5 og hlutafé um 1 milljón króna. Stefán. Aðalfundur Ingólfs í Hverogerði SJÁLFSTÆÐISFÉLAGIÐ Ing- ólfur í Hveragerði heldur aðal- fund sunnudaginn 2. marz kl. 4 e.h. að Hótel Hveragerði. Venju- leg aðalfundarstörf, lagabreyting ar og önnur mál. Eldur í íbúðarhúsi í Neskaupstað Neskaupstað, 28. febrúar SLÖKKVILIÐIÐ hér var kvatt út um klukkan hálf sjö í morgun, en þá hafði kviknað í út frá kynditæki í húsinu Mýrargötu 5. Þar býr Freysteinn Þórarinsson með fjölskyldu sína. Kona Freysteins hafði vaknað snemma morguns og varð strax vör við mikinn reyk. Vakti hún mann sinn og börn og föður sinn, sem býr hjá þeim. Er að var gáð var kyndiherbergið alelda. og hiti í ganginum, þar sem þau ætluðu út með börnin og urðu þau að hverfa frá og komust út gegnum syefnherbergisglúgga. Gát Freýsteínn látið slökkvilið- ið vita og kom það skömmu síð- ar. Var eldurinn slökktur á skömmum tíma. Nokkuð miklar skemmdir urðu á húsinu og er það óíbúðarhæft sem stendur. — Ásgeir. Garða- og Bessa- sfaðahreppur S J ÁLFSTÆÐISF’ÉLAG Garða- og Bessastaðahrepps minnir á fundinn í dag kl. 14 í samkoniu- húsinu Garðaholti. Greint yerð- ur frá aðalfundi kjördæmisráðs og Ólafur G. Einarsson ræðir skipulag Garðahrepps.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.