Morgunblaðið - 01.03.1969, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 01.03.1969, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 19G9 19 Albert Guðmundsson, íormaður K.S.I. * Axel Einarsson, formaður H.S.I. Ég er sannfærður um, að þessi fundur verður til mikils gagns fyrir íþróttahreyfinguna og for- ystu þeirra mála hér í Reykjavík. Ég tel að Reykjavíkurborg eigi að losa sig undan þeim kvöðum er hún hefur komið sér í um íþróttamálin. Þetta verður a'ð ger ast ón þess þó að það skaði á nokkurn hátt íþróttahreyfinguna. — Hvort ég telji gagn af slík- um fundi? Ég tel tvímælalaust að svo sé og það er lofsvert að slíkt fram- tak og forysta komi frá ungum mönnum. Að mínu áliti mætti vera meira fjallað um málefni iþróttahreyfingarinnar á opin- berum vettvangi. — Abótavant í Reykjavík? Lengi má finna eitthvað sem maður kysi að betur færi, eða öðru vísi væri staðið að. Það sem mér verður efst í huga er þó það, áð starfandi félög ná ekki nægi- i'ega til fjöldans. Að mínu áliti þyrfti að koma til miklu nánari samstarfs milli allra þeirra aðila sem fjalla um æskulýðsmál og íþróttahreyfingin gæti á þann tiátt orðið virkari og sterkari afl tii þess að leysa þau miklu verk- efni, sem fyrir hendi eru, í sam- bandi við æskulýðsmál. Þetta mætti t.d. leysa með samstarfi þessara aðila við byggingar tóm- stundaheimila æskufólks, þar sem að unga fólkið getur í senn haft aðstöðu til íþróttafðkana, leikja og dansa. Um slík hús höfum við fyrirmyndir frá Norð urlöndunum, einkum frá Sviíþjóð, þar sem mál þessi hafa verið leyst á skynsamlegan hátt og erv til fyrirmyndar. í dag kl. 13.30 efnir Heimdallur til fundar í „Bláa salnum“ að Hót el Sögu um það mál sem er eitt brýnasta hagsmunamál íslenzkrar æsku í dag, ÍÞRÓTTAMÁLIN. Eins og svo oft hefur komið fram í skr ifum og umræðum um þessi mál, þá er það ýmislegt sem að þeim málum er fundið. Heimdallur er félag UNGS fólks er hefur áhuga fyrir því að berjast fyrir hagsmunamálum sínum og því ekkert eðli- legra en að einmitt Heimdallur boði til slíks fundar. Þar sem fundur þessi er sá fyrsti af þessu tagi þá hittum við nokkra íþróttamenn og áhugamenn og spurðum þá álits á gildi slíks fundar og hvað þeim fyndist fyrst og fremst að í íþróttamálum borgarinnar. Jón Ásgeirsson, íþróttafréttaritari Ég svara þessu neitandi. Ég á ekki von á því að þau mál sem nú eru efst á baugi hjá íþrótta- mönnum sjálfum og forystumönn um íþróttahreyfingarinnar og leysa þarf verði leyst frekar þó svona fundur sé haldinn. Ekki svo að skilja að borgaryfirvöldin leggi ekki við eyrun, því það tel ég víst, þó það fari að sjálf- sögðu eftir þvi, hverjir tali og um hvað. Einnig vegna þess, að ég tel að borgarstjóri og hans lið hafi fyrir því gilda ástæðu ef ekki er aðhafst svo sem íþrótta hreyfingin óski eftir. Hins vegar er eins víst, að báðir aðilar hafi af því nokkra ánægju að hittast og skiptast á skoðunum og þvi þá ekki að halda svona fundi? En spurningunni eins og hún er orðuð, svara ég neitandi. Það er brýnast að brýna fólkið í landinu til þess að iðka íþróttir og það er verðugt verkefni fyrir borgaryfirvöldin og íþróttafor- ystuna, og þetta þarf að gera strax. A tímum kyrrestu, sér- hæfingar, i'ðnvæðingar, sérhlífni, einhæfni og leti verður að hvetja fólk til að hreyfa sig og þjálfa til að auka afkastagetu líkam- ans. Það er of dýrt fyrir lítið þjóðfélag að hafa ekki nema u.þ.b. helminginn af starfandi fólki með fulla afkastagetu. En svo er nú orðið í flestum sið- menntuðum löndum heims. Þessu hafa borgaryfirvöldin og íþróttaforystan gleymt en við svo búið má ekki standa. Það eru almenningsíþróttirnar, „public helth“, sem er brýnasta verkefnið, á því er enginn vafi. Atli Steinarsson, íþróttafréttaritari Það er athyglisvert framtak hjá Heimdalli að beita sér fyrir fundi um íþróttamálefni höfuð- borgarinnar, og ég tel varla vafa leika á því, að hann ætti að geta orðið íþróttalífinu til framgangs. Allar umræður um þessi mál hljóta að stuðla a'ð því, því það er yfirlýstur vilji borgaryfirvald anna að vinna sem bezt að þess- um málum, og sannarlega hefur mikið verið gert, svo jafnvel má tala um byltingu í þessum efn- um á sl. 10—15 árum. Mitt álit er, að æðstu stjórn- endur borgarinnar þurfi einmitt að hlýða á raddir þeirra, sem eru iðkendur íþróttanna hverju sinni, til þess að öðlast þann skiln ing, sem nauðsynlegur er til þess að vega og meta óskir unga fólks ins í þessum efnum, og geta beint því fjármagni, sem fyrir hendi er hverju sinni, til lausnar þeim vanda sem mestur er. Ég held að ráðgjafar í þessum efn- um sem ö'ðrum, hversu góðir sem þ§ir eru, veiti æðstu stjórnend- um borgarinnar ekki jafn góðan skilning á vandamálum líðandi stundar, og einmitt svona fund- ur getur gert. Þegar fjallað er um það, hverju sé ábótavant í íþróttamálunum í höfuðborginni, kemur að sjálf- sögðu margt fram í hugann. Með miklu og síauknu alþjóðlegu sam starfi íslenzkra og erlendra íþróttamanna á undanförnum ár- um, hafa óskir ísl. íþróttafólks vissulega orðið stórar í sniðum, og miðast að sumu leyti við þá fullkomnu a'ðstæður, sem aðeins stórþjóðir geta veitt þegnum sín- um. En það er þó furðulegt hve margt hefur aflaga farið í fram- kvæmdum íþróttamálanna hér. Og hér vil ég nefna nokkur dæmi: 1. Það er furðulegt að höfuð- borgin skuli ekki eiga löglegan handbolta- og körfuboltavöll með áhorfendasvæði fyrir ca. 500 manns. Og þessi handvömm hef- ur átt sér stað á sama tíma og ótal íþróttasalir hafa verið reist- ir og mörg íþróttahús félaga, og þeim hreinlega settur stóllinn fyrir dyrnar að skapa slíka að- stöðu. Og nú þarf að leita í önnur sveitarfélög í slíka höll, því of dýrt og óþarfi er a'ð nota 3000 manna höll fyrir öll mót. 2. Það er furðulegt að bæjar- yfirvöldin skuli ekki hafa haft forgöngu um byggingu skauta- svæðis með frystikerfi, annað- hvort utanhúss eða innanhúss. í stað þess hefur verið stólað á Guð og gæfuna með veðurfar til að skapa svell á Melavellinum fyrir mikið fé. En nú er sýnt að Melavallarins er þörf ef fram- hald verður á vetrariðkun knatt- spyrnu, sem sjálfsögð er. Framhald á bls. 2) r •_• Agúst Ogmundsson, Ég vona að á fundi þessum komi fram, allt það sem liggur íþróttamönnum á hjarta. Ég vona að íþróttafólk notfæri sér þetta einstæða tækifæri til að hitta íþróttaforystuna. Einnig er ég handknattleiksmaður mjög ánægður með það framtak sem Heimdallur sínir með þess- um fundi og er ég þess fullviss að hann hafi mikil áhrif á gang þessara mála. Það sem ég tel að sé mest ábótavant er það samband sem forystumenn Reykjavíkurborgar í íþróttamálunum hafa við íþróttahreyfinguna. Ég tel að það verði að bæta verulega, til a'ð gert verði eitthvað í þessum mál- um. Mér finnst að Reykjavíkur- borg eigi að reyna að fá íþrótta- félögin til að vinna meira að æskulýðsstarfseminni s. s. opnum húsum í félagsheimilunum. Annars er það ýmislegt sem að er og vona ég a'ð þessi fundur verði til þess að allra augu opn- ist nú fyrir gildi íþróttahreyfing arinnar. Hermann Gunnarsson, knattspyrnumaður Ég álít að almennir fundir um íþróttamál séu nauðsynlegir hér í höfuðborginni. Því miður man ég ekki eftir því, að slíkur fund ur hafi verið haldinn en von- andi verður þessi hafður til eftir breytni í framtíðinni. Auglýst hefur veri'ð að helztu forsvars- menn íþróttamála ásamt borgar- stjóra muni mæta á fundinum og tei ég það vel. Aðalatriðið er auðvitað, að hlustað verði á sjón armið íþróttamannanna, sem þar munu leggja orð í belg, því ef það hefði verið gert fyrr, er ég sannfærður um að „endaleys- an“ í Laugardalnum hefði ekki hafizt. Það fjármagn sem undanfarin ár hefur runnið til íþróttamann- virkja hefur, að mínum dómi hreinlega verið sóað í tóma vit- leysu, sbr. Laugardalsmannvirk- 1. Höllin: Við eigum hand- knattleiksmenn á heimsmæli- kvarða. Mjög gott landslið í körfuknattleik og vel frambæri- legt hvar sem er. En, þeir geta vel leikið í sínum íþróttagrein- um á löglegum völlum, þótt ekki sé fleiri milljóna „kúlusukk" yfir höfðum þeirra. Auðveldlega hefði mátt byggja tvö til þrjú gó'ð íþróttahús með löglegum leikvöllum og áhorfendapöllum í stað „Hallarinnar". Vandfund- in er í Evrópu slík íþróttahöll, en við erum vist svo efnaðir! Nokkrir skólar eru í vandræð- um með leikfimikennslu vegna húsnæðisskorts. Ef til vill hefði mátt hafa íburðinn minni og sinna þörfinni! 2. Laugardalsvöllur: Hann var vígður árið 1957 og ekki leið á löngu þar til hefjast átti handa við að byggja yfir áhorfenda- stúkuna. Árið 1969 á verkið að hefjast! Þar sem fólki'ð er, þarf ekki yfirbyggða stúku. 3. Sundlaugin: Hún reis á skömmum tíma og með mikl- um glæsibrag. Sundmót sækir lítili hluti fólks, því miður, ef miðað er t.d. við knattspyrnu- leiki, en engu að síður þótti nauðsynlegt að reisa þar yfir- byggða stúku fyrir milljónir króna, því hún verður svo lítið notuð. Vonandi munu hinir vísu hafa haldgóð rök gegn þessum sleggjudómum mínum. Þrátt fyrir þessa gagnrýni á fram- kvæmd íþróttamála verður fundurinn á Hótel Sögu vænt- anlega til þess, a’ð íþróttamönn- um sjálfum verði veitt meiri þátttaka í áætlunum um gerð íþróttamannvirkja í framtíð- inni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.