Morgunblaðið - 01.03.1969, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 01.03.1969, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1969 17 Kristján Halldórsson kennari: Heilaflótti reynslu, flestir ofalin börn þjóðfélagsins. dekur- FRETTIR af stórkostlegum stú- dentaóeirðum er sú hrollvekja, sem óðum nálgast fyrsta sætið hjá fréttamiðlunartækjum allra landa. Þessum ört vaxandi hjörðum, ungra manna og kvenna í blóma lífsins, er allt í einu að verða það ljðst, að flestum þeirra er stefnt í blindgötu, sem endar með tveim afleggjurum, sem liggja sitt í hvora áttina. Annar afleggjarinn er mjór og þröng- ur, og þá leið komast aldrei fleiri en þeir, sem þjóðfé'lögin hafa þörf fyrir á hverjum tíma, og æskilegt er að þann hóp skipi mannvænlegustu ungmennin. Hinn afleggjarinn er öllum op inn og þar fjölgar mjög vegfar- endum með hverju ári. Og það er þessum hóp, sem er að verða það ljóst áður en lýkur námi, að flestir þeirra munu koma að lokuðum dyrum, þegar leitin að ævistarfinu byrjar. Og þá er það sem skelfingin grípur um sig, og stúdentauppreisnir hefjast. Unga fólkið, sem er langt kom ið með að ljúka 'löngu og oft erf- iðu námi, verður skyndilega grip ið heift og gremju til þess þjóð félags, sem því finnst, að hafi brugðizt. Það er búið að eyða mörgum beztu árum ævinnar í að sérhæfa sig til ákveðinna starfa, og þegar að því kemur að kveðja háskólann, þá blasir veruleikinn við. Það finnst hvergi neinn sem vill nýta mennt.un þess og kunnáttu. Vonleysi ungu menntamann- anna brýst svo út í ýmsum mynd um. Þeir sem njóta forustu ske- leggra leiðtoga finna sér næg á- hugamál til að berjast fyrir, jafn vel hugsjónir. Það skiptir svo ekki öllu máli, hvort hugsjónin er að bæta heiminn, samkvæmt kenningum „Svarta kversins“ hans Mac Cruse, eða kríja út jafn margar krónur í styrk, út á króann, sem fæddist í lausa- leik, og hinn, sem fæddur er ó löglegan máta. Aðalatriðið er að dreifa huganum frá þeirri ó- tryggu framtíð, sem við tekur, þegar náminu er loksins lokið. VEROMÆTUR ÚTFLUTNINGUR Á síðustu árum hefur „heila- flóttinn“ til Bandaríkjanna vald ið skelfingu hjá ráðamönnum margra landa. Árið 1966 flýðu nær 10 þús- und vísindamenn, verkfræðingar og læknar frá ýmsum löndum, til Bandaríkjanna, þar af 2700 frá Bretlandi einu. Á árinu 1968 var ákveðið að veita 17 þúsund „superheil- um“, innflutningsleyfi til Banda ríkjanna, af þeim 50 þúsundum, sem þá voru á ört vaxandi inn- flutningsbiðlista þar. Flestir af þeim, sem fá inn- flutningsleyfi í USA, eru full tíða menn, sem hafa lokið sér- fræðiprófum auk háskó'lanáms- ins. Launin, sem þeir fá, eru mjög há, ef þeir reynast eins og efni standa til, og þegar um af- burðamenn er að ræða eru eng- in takmörk fyrir hve vel er að þeim búið. Flestir af þessum inn- flytjendum fara til starfa hjá einkafyrirtækjum, en ef þeir reynast ekki vandanum vaxnir, er þeim ei'nfaldlega fleygt á dyr. En þrátt fyrir þetta miskunn- arleysi bandaríska vinnumark- aðsins, eru tugir þúsunda af menntamönnum frá öllum lönd- um heims, sem bíða í ofvæni eftir að fá að komast í sæluna. 3 MTLLJ. KOSTAR Að MENNTA HVERN OG EINN Ful'komin læknaþjrnusta er sá d'rasti munaður, sem fó’lk í Bandaríkjunum veitir sér. Og þar þykir sjálfsagt að hafa á boðstólum læknaþjónustu, sem hæfir fjárhagsgetu allra. Af þeim sökum hafa innflytjendur úr læknastétt orðið tiltölulega mjög fjölmennir, enda haft þá séraðstöðu, að þó þeir reyndust engir afburðameran, þá má allt- af notast við þá á einhverju lægra plani. Þessi læknaflótti til USA hef- ur valdið mikhim glundroða og erfiðleikum með heilbrigðisþjón ustu víða um heim. En þó mega margar Evrópuþjóðir vera þakk látar fyrir, að Bandaríkjamenn eru ekki of ginkeyptir fyrir að leyfa innflutning á háskóla- menntuðum mönnum, svörtum og gulum, t.d. væri heilbrigðisþjón usta í Bretlandi komin í algert öngþveiti, ef þeim tækist ekki nokkurn vegnn að fylla í skörð in hjá sér með læknum frá þró- unarlöndunum, aðallega frá Ind landi. Vísir að slíkum innflutn- ingi er hafinn hér á íslandi. Annar þáttur þessa máls er Bretum líka þungur í skauti. Tal ið er að menntun þessara 2700 háskólaborgara hafi kostað 40 millj. sterlingspund eða 9.000 millj. tól. kr. (Heildarverðmæti út flutningsafurða fslendinga árið 1968 var rúmlega 5.000 millj. kr.) ÁRÓðUR MEð ARANGRI Frá stríðslokum 1945 og fram til 1960, fullnægði framleiðslan á háskólamenntuðu fólki engan veginn hraðvaxandi vin-numark- aði fyrir slíkt fólk. Ráðamenn fræðslukerfa allra menningar- landa, settu því metnað sinn í að sem fyrst yrði fullnægt þeirri þörf, sem hagþróun og tækni- þróun velferðarríkjanna hefðu verið, og væru að skapa. Látlaus áróður fyrir aukinni menntun kvað við úr öllum átt- um. Einihverjum datt í hug að meta menntun til fjár, og þá varð fjandinn laus. Mennta- menn hrópuðu: „Menntun er fjárfesting. Menntun er eina fjárfestingin, sem máli skiptir." Auðvitað þorðu pólitíkusarnir ekki annað en byrja á sama blaðrinu, og sungu með sínu 'lagi: „Bara fylla alla ask þjó félgsins með menntun, þá mun öllum líða vel, og allir verða á- nægðir." Afleiðing þessa áróðurs kom fljótt í ljós. Bætt efnahagsaf- koma láglaunastéttanna gerði flestum foreldrum kleift að styrkja börn sín til framhálds- náms. Og efnahagsþróun margra ríkja gerði þeim fært, að auka mjög fjárframlög til menntamála. En þrátt fyrir óhemju fjárveit- ingar til nýrra skólabygginga, fór ástandið í framhaldsskólum mjög versnandi. Menntaskólar troðfylltust og stúdentaframleiðslan óx frá ári til árs. Ótal nýjar menntagrein- ar urðu til og sérfræðingar af ö’llum tegundum. Og allir háskól ar yfirfullir. Og nú er síðasti boðskapur fræðsliufcerfaistjór- anna sá, að sú þjóð, sem ekki fceppi að því að 30 prs., heldiur 50 prs. af hverjum aldursárgangi ljúki stúdentapófi, hennar bíði ekkert nema eymd hinna van- þróuðu þjóða og tómir askar. Á þeim tíma þegar aðalverk- efni háskólanna var að sjá rík inu fyrir fábreyttu embættis- mannaliði, þá voru stúdentar svo fámennir, svo lítið brot af þjóðinni, að litlu máli skipti, hvoru megin hryggjar þeir lágu. En nú er svo komið, að offjölg- un háskólastúdenta er að verða flestum menningarþjóðum álíka vandamál og kynþáttavandamál- ið er Bandaríkjamönnum. Háskólastúdentar eru fullorð- ið fólk, í blóma lífsins. Þeir eru farnir að þrá að komast út í at- vinmulífið og gerast virkir þátt- takendur í athafnalífi þjóðfélags ins. Á meðál stúdentanna eru gáfnaljósin, vonarpeningur hverrar þjóðar, fólkið með háu greindarvísitöluna, takmarka- lítið sjálfsálit, en sáralitla lífs- Eins og dekurbörn allra tíma, þá sjá þessir ungu menntamenn ekki, að þeir standi í neinni þakklætisskúld við einn eða •neinn, þó þeir séu búnir að vera ómagar á annarra framfæri, það sem af er ævinni. í þess stað æpa þeir og væla um meðaunk- un, vegna þess, að þeir fórni stór um hluta ævinnar við einhverj- ar ýmyndaðar þrautir, sem fylgi löngu námi. Það á víst að skilj- ast þannig, að þeir harmi það mest, að hafa ekki fengið að byrja brauðstrit almúgamanns- ins strx eftir fermingu. ÞEGAR ÓARTIN GRÍPUR BÖRNIN í útvarpinu 9. nóvember 1968 sagði einn af stúdentaráðsmönn um Háskóla Islands: „Við þurf- um að láta mikið meira til okk- ar taka. Okkar starf í vetur er að virkja áhuga stúdenta fyr- ir kröfum okkar. Að sjálfsögðu kjósum við fremur að nota frið- samlegar aðferðir til að fá fram okkar kröfur. En við höfum í bakhöndinni að nota önnur með ul, ef ekki duga friðsamleg." Það afl, sem gera má ráð fyrir að standi að baki hótunar þessa unga íslendings, er um 1000 stú dentar með áhuga, sem stúdenta- félagið ætlar að virkja í vetur. Það má segja, að nemendur Há- Framhald á bls. 20 Vorið ~ vekur ferðaþrá... Vorið er fegursti tími ársins í Evrópu; náttúran vaknar af dvala og allt iðar af lífi og fjöri. Þá hefst tími ferða- laganna og Flugfélag íslands býður yður sérstakan afslátt af flugfargjöld- um til 16 stórbórga í Evrópu. Vorfar- gjöld Flugfélagsins eru 25% lægri en venjuleg fargjöld á sömuN flugleiðum og gilda á tímabilinu 15. marz til 15. maí. Flugfélagið og IATA ferðaskrifstofurnar veita allar upplýsingar og fyrirgreiðslu. IATA Alþj óðasamvinna um flugmál FLUCFÉLAG ÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.