Morgunblaðið - 01.03.1969, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 01.03.1969, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1969 3 9 Hvað er ai borða í kvöld elskan ?" ## Camanleikritið ,,Yfirmáta ofurheitt" frumsýnt r Iðnó Litið inn á kvöldœfingu ÞAÐ eru aðeins þrír leikarar í nýjasta verki Leikfélags Reykjavikur, Yfirmáta ofur- heitt, eftir Bandaríkjamann- inn Murray Schisgal, sem verður frumsýnt annað kvöid. En samt sem áður gneistar leikritið af lífskrafti út í gegn og gamansemin er alltaf einu sporinu til eða frá. Við fylgd- umst með einni kvöldæfingu á Yfirmáta ofurheitt í Iðnó og brugðum okkur inn í heim leikaranna á sviðinu. Leikrit- ið gerist í New York á stál- bitabrú mikilli, þar sem Ijós- deplandi skýjakljúfar sitja æðrulausir hið ytra í kvöld- rökkrinu og dorma yfir nið- andi ánni. En líf b'orjgarinnar hylst aldrei til lengdar innan dyra og þráðurinn í Yfirmáta ofurheitt spinnur þráð um konuna, manninn, sambúð- ina, hugdetturnar, breyting- arnar, tilviljanirnar, mark- miðið, grundvöllurinn, rót- leysið og yfirleitt eitthvað af mörgu því sem brunar í æð- um mannlífsins. Yfirmáta ofurheitt er skemmtunarleikur, hnyttinn, og býr yfir miklu sem höfðar til íhugunar jafnt sem kæru- leysis. Hlutverkin á þessu verki Leikfélagsins eru öll í hönd- um ungs fólks', og er eitt kvenhlutverk og tvö karlhlut- verk. Guðrún Ásmundsdóttir leikur Ellen Manville, Þor- steinn Gunnarsson leikur Milt Manville og Pétur Einarsson leikur Harry Berlin. Eins og fyrr segir fer atburðarós leik- ritsins fram á brú og hefst á því að Milt og Harry hittast þar af tilviljun eftir að hafa ekki séð hvorn annan í mörg ár en þeir voru skólabræður. Hefst nú flæ’kjan og verður nokkur skipting inn á við og út á við í lífi beggja og konu Milt. Síðor verður Ellen kona Harry og gengur svo um hríð með miklum tilbrigðum í nokkra mánuði. Þar kemur þá að þvi að Milt. Þetta er óvingjarnlegt konu sína og er hann þá ekki sem ánægðastur með hlut- skiptí sitt. Hafa þau aðskildu nú orðið um sinn: Ellen: „Þú kvartaðír alltaf yfir að ekkert kæmi þér framar á óvart í okkar hjónabandi. Tókst hennj ekki að koma þér á óvart með neitt?“ Milt: „Hún kom mér á ó- vart. Hvort henni tókst ekki að koma mér á óvart. Strax og við vorum gift — það var ekki sama konan. Hún breytt- ist. Likamlega. Öll. Það fór meira að segja að vaxa á hana yf’irskegg. Án gamans. Mér er alvara. Ég þekkti hana ekki. Stundum hélt ég, þegar ég var kominn heim, að ég hefði farið í skakkt hús.“ Ellen: „Þetta er algengt líti á vis’sri kvengerð. Þú hefðir ekki átt að áfellast hana, hún þurfti á samúð að halda.“ „Hví skyldi ég fyrirverða mig?“ Mi'lt: ,,Hún þurfti á rak- kremi að halda, það var það sem hún þurfti." Eilen: ,,Ég hlusta ekki á þig 'Milt. Þetta er óvingjarniegt og ruddalegt. Eitthvað hefir veríð við hana að þú skyldir giftast henni.“ Og þannig skiptast á skin og skúrir eins og allsstaðar 'við mannanna veizluborð og síðar í samtali Helenar og Milt, eft’ir að Helen er búin að lýsa því fyrir Milt hve ómanneskjulegur Harry sé, þá spyr Milt að hennar beiðni: „Á hvað trúir þú Eilen?“ Ellen: „Ég trúi á hjóna- bandið Milt. Ég trúi á mann sem kemur heim klukkan 5 með dagablað undir hendinni og kjánalegt bros á andlitinu og kallar: „Hvað er að borða í kvöld elskan?“ Ég trúi á þefinn af barnapúðri og ó- hreinar bleyjur og að þurfa að fara fram úr um miðja nótt ti'l að velgja á pelanum barnsins. Ég get ekki við þessu gert. Svona er ég gerð. (Hugsar sig aðeins' um og æs- ist upp). En hvers vegna kenndu þeir mér hornafræði og lífefnafræði og steingerv- ingafraéði? Því skerptu þeir svo gneind mina, að mér er ómögulegt að búa með karl- manni. (Við Milt) Ég fyrirgef menntamálaráðuneytinu þetta aldrei. Aldrei.“ Og þannig gengur það fram og til baka í skynsamiegri af- stöðu, hárfínu skopskyni og hál'li skoðanamyndun mann- skepnunnar. Það voru ekki margir áhorfendur á æfing- unni þetta kvöld, en það voru reknar upp miklar hlátursrok- ur annað veifið af áhorfend- um sem fylgdust með kimnir á svip. Jón Sigurbjörnsson er leik- stjóri í Yfirmáta ofurheitt, en Úlfur Hjörvar þýddi leikritið. Leikmyndir gerði Jón Þóris- son. Yfirmáta ofurheitt er 295. verkefni Leikfélagsins. Bandariska leikritaská'ldið Murray Schis-gal hafði lagt hönd á margt áður en hann sneri sér að leikritum og það var eikki fyrr en árið 1963 að hann náði frægð í Bandarikj- unum og gat fyrir alvöru snú- ið sér að leikritun. Áður hafði hann lagt stund á tónlist, lög- fræði, félagsfræði, kenns'lu og um tíma lék hann í djass- hljómsveit. Þannig fór hann úr einu í annað „til þess að „Fuglarnir, sólin, sólin okkar....“ kynnas't lífinu." Fyrstu verk- in hans sem vöktu almenna athygli voru einþáttungarnir Tígrisdýrið og Hraðritararnir, sem hafa hlotið mörg verð- laun vestra og eru vinsæ-1 í starfi nýju leikhúsanna, sem nú eru að rísa upp út um öll Bandaríkin og leggja áherzlu á fjölbreytt verkefni. Yfir- máta ofurheitt heitir á frum- málinu LUV, sem er afbökun úr orðinu love, og svo sann- arlega er ástin afbökuð í Yfir- máta ofurheitt, og þó, ef til vill alls ekki. Yfirmáta ofurheitt var fyrst sýnt á Broedway árið 1964 og var það sýnt þar í 3 ár við miklar vinsældir. í Yfirmáta ofurheitt er hæðst að mörgu því sem hefur verið einkenn- andi fyrir leikstarfið á Broad- way lengi. Það er stöðug spenna í Yfir- máta ofurheitt, gamansöm og alvarleg, en enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Halldór Pétursson sýn ír 100 andlitsmyndir HALLDÓR Pétursson opniar í dag sýningu á 100 andlitsteikn- ingum í Hliðskjálf að Lauga- Náttúruverndor- sýningin n Akureyri Akureyri 28. febrúar. NÁTTÚRUVERNDARSÝNING sú, sem var í Reykjavík um dag- inn verður opnuð í Landsbóka- salnum á Akureyri klukkan 4 í dag, laugardag. Hún verður síðan opin frá kl. 4-10 síðdegis til sunnudagskvölds 9. marz. Náttúrugripasafnið á Akur- eyri og náttúruverndarnefndir Akureyrar og Eyjafjarðarsýslu standa að flutningi sýningarinn- ar hingað, en upphaflega er sýn- ingaerfnið komið frá Bretlandi fyrir atbeina British Council og Náttúruverndarnefndar Hins ís- lenzka náttúrufræðifélags. Sv. P. vegi. Sýningin verður opnuð kl. I Andlitstei'kninigarnar eru allar I varpi, en þainigiað hefur Halldór 2 og verður hún opin daglega aif þeikktum m'ö'nmuim hérlendis, sótt fyrirmynidir s&mar. til kl. 10 næsta hálfan mánuð- og allir eiga þeir það sameigin- Verð hver-ra-r myndar er 2 þús inn. | legt að haifa komið fram í sjón- und krónur. Listamaðurinn Halldór Pétursson með íslenzku ráðherrana að bikhjarli. (Ljósm. Mbl. ÓI.K.M.) STAKSTPIWIÍ Aumlegt yíiiklór Eysteinn Jónsson gerir til- raun til þess í viðtali við blað sitt í gær að skjóta sér undan ábyrgð á þeirri ákvörðun SÍS að greiða ekki auknar verðlags uppbætur á laun. Segir Ey-^*r steinn að máli þetta hafi ekki komið til ákvörðunar stjórnar Sambands ísl. samvinnufélaga heldur hafi það verið Vinnu- málasambandið sem ákvörðun- ina tók. Nú kann vel að vera, að formleg ákvörðun hafi ekki verið tekin í stjórn SÍS um málið, en hitt er alveg ljóst, að Vinnumálasambandið hefur í þessu efni einungis fram- fylgt fyrirmælum stjórnenda Sambandsins. Hafi ákvörðun verið tekin í framkvæmdastjórn SÍS var Eysteini Jónssyni í lófa lagið að krefjast fundar í stjórn SÍS til þess að fjalla um málið. Það hefur hann augsýnilega ekki gert væntanlega vegna þess, að hann hefur ekkert haft við ákvörðun stjórnenda Sambands- ins að athuga. Eysteinn er því jafn ábyrgur fyrir þessari ákvörðun og Helgi Bergs og aðr- ir stjómendur SÍS. Vísdómsorð Guðmundar J. Kommúnistablaðið skýrir í gær frá fundi, sem Verkamanna- félagið Dagsbrún hefur efnt til með atvinnulausum félagsmönn- um sinum um atvinnuleysið. Að sjálfsögðu er ekkert við slík fundarhöld að athuga. Þvert á móti er ástæða til að hvetja verkalýðsfélög til þess að ræða þessi mál ítarlega, skýra félags- mönnum sínum frá orsökum at- vinnuleysisins og gera grein fyr- ir því, hvað helzt sé til úrbóta. Hins vegar verður að krefjast þess af forustumönnum verka- lýðssamtakanna að þeir fari ekki með fleipur eitt á slíkum fund- um. Þannig hefur kommúnista- > blaðið það eftir Guðmundi J. á þessum fundi, að sjómanna- verkfallið „var meira og minna skipulagt af stjórnarvöldum til þess að fela úrræðaleysi og van- mátt þeirra aðgerða er fylgdu gengisfellingunni“. Hvernig í ósköpunum dettur manni eins og Guðmundi J. Guðmundssyni, varaformanni Dagsbrúnar, í hug að bera aðra eins speki á borð fyrir félagsmenn sina. Það er svo fjarstæðukennt að halda því fram, að ríkisstjórnin hafi sjálf skipulagt sjómannaverkfallið, að slíkum fullyrðingum verður einungis jafnað til þess er kommúnistar héldu því fram að framkvæmdir við álbræðsluna í Straumsvík væru e'n megin or- sök atvinnuleysisins! Guðmundur og nefndir Ennfremur segir kommiinista- blaðið í frásögn sinni af fundin- um: „Þá kom Guðmundur inn á nefndarskipun stjórnarvalda til þess að eyða atvinnuleysi og kvað reynsluna af því hafa orð- ið slíka, að með endemum væri“. Þetta eru afar fróðleg ummæli og eftirtektarvert mat Guðmundar J. á sínum eigin störfum og samverkamanna sinna. Guðmundur J. Guðmunds son á nefnilega sæti í Atvinnu- málanefnd Reykjavíkur og átti*. einnig sæti í atvinnumálanefnd þeirri sem borgin setti á stofn sl. haust. Ekki er vitað til þess, að hann hafi gert nokkurn ágreining í þessum nefndum. Ennfremur á nánasti samverka- maður Guðmundar J. og yfir- boðari, Eðvarð Sigurðsson, sæti í Atvinnumálanefnd ríkisins og er sömu sögu um þá nefnd að segja. Mönnum ber saman um að samstarfið innan hennar sé með ágætum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.