Morgunblaðið - 01.03.1969, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 01.03.1969, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1969 - HEILAFLÓTTI Framhald af bls. 17 skólans séu að breyta Stúdenta- félaginu í stéttarfélag af nokk- uð óvenjulegu tagi. Félagið set- ur fram ótal kröfur á hendur þjóðfélaginu, og þær kröfurnar eru ekki bornar fram af lítil- læti þiggjandans: Peninga eftir þörfum, hlunnindi og réttindi eins og vð óskum. Skyldur okk ar við íslenzkt þjóðfé'lag ákveð um við seinna. Svipuð er hógværðin hjá ís- lenzkum stúdentum, sem stunda nám erlendis. íslenzkir náms- menn í Svíþjóð smyrja gikkinn á sinni kröfubyssu með eftirfar- andi: ,.Bregðist íslenzk stjómar- völd ekki fljótt og vel við kröf- um okkar, er fyrirsjáanlegt, að islenzkt námsfólk muni í sí- auknum mæli setjast að erlend- is. Barnlaus, ógiftur sænskur námsmaður fær þegar á fyrsta námsári sem svarar 140 þúsund krónum íslenzkum í lán og styrk og má þó hafa sem svarar 80 þúsund krónum ís'lenzkum í árs- tekjur án þess að námsaðstoðin sé skert. fslenzkt námsfólk í Svíþjóð getur fengið sömu námsaðstoð frá sænska ríkinu og sænskir námsmenn fá, með því skilyrði, að það skrifi undir yfirlýsingu þess efnis, að þeir hafi í hyggju að setjast að í Svíþjóð." Það hefur ekki þótt viðeig- andi að nefna landflótta eða föð urlandssvik, þó hópur íslenzkra manna með háskólapróf og sér- fræðingamenntun hafi getað selt starfsgetu sína hærra verði er- lendis en íslenzkt þjóðfélag hef- ur getað boðið þeim. En ef það á að verða næsta skrefið hjá íslenzkum stúdent- um, að þeir selji sig öðrum þjóð um áður en þeir taka hvíta kofl inn af húfunni, þá er hætt við Lögtaksúrskurður Eftir beiðni bæjarritarans í Kópavogi, fyrir hönd bæjarsjóðs Kópavogs úrskurðast hér með lögtök fyrir gjaldföllnum og ógreiddum fasteignagjöldum ársins 1969 til bæjarsjóðs Kópavogs. Gjöld þessi fél u í gjalddaga hinn 15. janúar sl. Samkvæmt 4. gr. laga nr. 51 1964 fari lögtök fram að liðnum 8 dögum frá birtingu úrskurðar þessa, hafi full skil -eigi verið gerð fyrir þann tíma. Bæjarfógetinii í Kópavogi, 4. febrúar 1969. N auðungaruppboð Auk áður auglýstra muna á lausafjáruppboði að Ár- múla 26 í dag, laugardag 1. marz nJc. kl. 13.30, verða seldir peningaskápar, skjalaskápar, skriifborð, skrifstofu- vélar, húsgögn o. fl. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð Eftir kröfu toUstjórans í Reykjaivík og lögmanna verða nokkur veðgkuldabréf og óveðtryggð kratfa, seld á opin- beru uppboði i borgarfóget aSkrifstofuinTi i, Skólavörðu- stíg 12, miðvikudagimn 5. marz n.k. kl. 15.00. Greiðsla við hamardhögg. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 72. og 74 .tfol. Lagbirtin.gaiblaðsin6 1968 og 2. tbl. þess 1969, á Súðarvogi 20, þimgl. eign Súðar- vogs 20 h.f. o. £1., fer fram eftir kröfu borgarsjóðs Reykja- vikur, á eigninni sjálfri, miðvikudaginn 5. marz 1969, kl. 14.00. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 72. og 74 .tbl. Lögbirtingablaðsins 1968 og 2. tbl. þess 1969, á Melavölkun við Rauðagerði, tailin eign Baldurs Guðmundssonar, fer fram eftir kröfu borg- arsjóðs Reykjavíkur á eigninni sjálfr.i, miðvilkudaginn 5. marz 1969, kl. 13.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. að fyrirvinna fræðslukerfisins, bændur, sjómenn, verkamenn og aðrir starfandi þegnar fari að ef ast um að bókvitið fylli þeirra aska. SNÍÐUM STAKK EFTIR VEXTI Þegar óvenjulega vel árar eins og 1965 og 1966, þá veldur það ekki vandræðum þó úr Rík- issjóði sé fleygt einhverjum krón um í fólk, sem vill ekki vinna þjóð sinni nýtilegri störf en setj ast upp í erlendum háskólum og sóa þar blómanum úr ævinni við að læra að hengja myndir á vegg og koma fyrir mublum í herbergi. En þegar framleiðslan og fram leiðslurverðmiætin rýrna veru- lega og hlutur þeirra, sem vinna við framleiðslustörfin er þrengdur svo mjög, að þeir hafa ekki lengur til hnífs og skeiðar, þá má það teljast ósvífni ef fólk í blóma lífsins heimtar að vera árum saman á annarra framfæri við einhvers konar háskóla- hobby, jafnvel út um öll lönd og álfur, hobby sem hefúr ekk ert eða óverulegt gildi fyrir ís- lenzkt þjóðfélag, eða nám, sem stefnir að því einu, að gera ís- lenzka hákólaborgara að út- gengilegum gripum í sænskum eða bandarískum sölumarkað. Margir af ráðamönnum þjóð- félagsins, hafa mikinn áhuga á að gjörbreyta starfsháttum og fyrirkomulagi ' landbúnaðarins. Aðrir vilja skipuleggja nýtingu fiskimiðanna. Allt skal gert til að auka afköst og afrakstur und irstöðuatvinnuveganna. En sjómenn og bændur segja: „Gleymið ekki að skipuleggja þá endemis vitleysu, sem allt fræðslukerfið er orðið. Skipu- leggið það í samræmi við þarfir og getu þjóðarinnar, en haldið ekki áfram að gera það að gróðr- arstíu fyrir auðnuleysingja og flóttamenn. Með allri tölvutækninni og IIORÐUR ÓLAFSSON hæstaréttarlögmaður skjalaþýðandi — ensku Austurstræti 14 símar 10332 og 35673 FÉLAGSLÍF Skíðamót Reykjavíkur verður haldið um helgina, 8. og 9. marz 1969 við Skíða- skála Í.R. við Kolviðarhól. — Dagskrá auglýst nánar eftir helgi. Skíðadeild t. R. sérfræðingunum, sem nú hafa sig mjög í frammi, ætti að vera auð- velt að áætla þarfir okkar litla þjóðfélags, fyrir sérmenntað og háskólagengið fólk, nokkur næstu árin fram í tímann. í okkar þjóðfélagi er ekki hægt að meina neinum, að afla sér þeirrar menntunar, sem hann getur veitt sér, og er fær um að taka við. En það hefur sín takmörk hvað lítið þjóðfélag get ur lagt í menntunarfjárfestingu, engu síður en til annara fjár- festinga. Það er því kominn tími til, að við gerum það upp við okkur, hverja er skynsamlegt að kosta, af almanna fé, til fram haldsmenntunar og hve marga hverrar tegundar. Önnur fram- haldsmenntun verður að vera einkamál þeirra, sem eftir henni sækjast, og af þeim kostuð. SUKK í BABYLON Glöggt dæmi um þann skaða, sem stjórnleysi og fyrirhyggju- leysi getur valdið, er það öng- þveiti í Kennaraskóla fslands, sem menntamálaráðherra hefur leitt til öndvegis í þeirri mennta stofnun. Skólastjóri Kennaraksólans hefur lýst því að nokkru opin- berlega, hvernig honum er mein- að að stjórna sínum skóla af viti, þar sem honum er uppá- lagt, að sjá nær 1000 nemend- um fyrir aðstöðu til menntun- ar í húsnæði, sem er ætlað 300 nemendum. Sennilega sjá það allir menn, nema hagfræðingar, að í 200 þús und manna þjóðfélagi, þar sem 800 barnakennurum er ætlað að annast barnafræðslu, að þar er engin knýjandi þörf fyrir kenn- araskóla sem útskrifa 200 barna kennara á hverju vori. Enda líð ur varla á löngu áður en slíkan skóla sæki úrvöl ein. Ástandinu í Háskóla Islands hefur verið lýst í blöðum og út varpi á undanförnum mánuðum. Eftir þeim lýsingum, sem enginn hefur mótmælt er ástandið verra þar en á nokkrum öðrum stað innan fræðslukerfisins og fer dagversnandi. Skyldunámið, 7 til 15 ára er okkur enn svo erfiður baggi, að við rísum ekki undir honum. í næsta nágrenni Reykjavíkur, t. d. í gósenlandinu Borgarfirði er ástandið ekki betra en svo, að börn á því svæði fá aðeins 80 kennsludaga á ári, þegar jafn- ialdrar þeirra í Reykjavík og stærri kaupstöðum fá 170 kennsludaga. Og ráðgert er 'að lengja þann tíma í 200 daga. Þannig er framlagi hins opin- bera misskipt milli yngstu þegn anna. Auk þess hefur þótt sæma að láta 3. flokks kennara ann- ast uppfræðsluna fyrir skatt borgara dreifbýlisins. Afleiðing þessa ranglætis kem Jörð til sölu Jörðin K rókur í Víðidal fæst til kaups og ábúðar nú þegar. Á jörðinini er íbúðarhús úr steini. Fjárhús fyrir 460 fjár. Hestihús yfir 20 hross. Fjós fyrir 5 kýr. Tún 25—30 ha. Hlöður fyrir ÖJI hey. Beitiland mikið og gott, allt girt með nýjum og nýlegmm fjárheldum girðirxgum. Upplýsingar gefur eigandi jacðarinnar, Skarphéðinn Skarphéðinsson, Skipasundi 84, Reykjaivík, sómi 38042. HÆTTA A NÆSTA LEITI eftir John Saunders og Alden McWilliams yöu might say robin Rondo and i GREW UP ON THE WRONG SIOE OF DIPFERENT TRACKS/ HOLO IT, DANHY/ OON’T MOVEJ THE LIGHT IS PERFÉCT! I SHAU.CALL TROY, SHAKE HANDS ■ WITH LIBERTY HIGH SCHOOL'S MOST OUT- STANDING DROPOUT/ Ég vissi ekki að þú ættir vini hér í bæ Danny. Þessi náungi er ekki einn af þeim vinum sem maður montar sig af Troy. (2. mynd) Það mætti kannski segja að við Robin Rondo höfum báðir vaxið úr grasi á skuggahlið götunnar, en ekki þó sömu götu. (3. mynd) Kyrr Danny, ekki hreyfa þig . . . ljósið er akkúrat mátu- legt . . . ég kalla hana Skylmingaþræll í sólskini. ur svo fram í því, að mikill fjöldi barna úr þorpum og sveit um með góða námshæfileika, fá ekki þann undirúbning í barna- skóla, að þeim sé fært að fara í undirbúningsdeildir til lands- prófs, og fylgjast þar með í því námi, sem jafnöldrum þeirra er ætlað. Menn hljóta að vera sammála um það, að engin sanngirni mæli með því, að úr ríkissjóði verði nú varið fé, til að lengja skyldu námið úr 8 árum í 9 ár, hjá þeim börnum, sem nú þegar njóta lengstrar árlegrar skóla- göngu, og bezta aðbúnaðar í skóla. Hitt lægi nær að reyna að jafna þann aðstöðumun til náms hjá börnum á skyldunáms stiginu, sem alltof lengi er bú- inn að vera svartur blettur á fræðslukerfinu. „HEILAVEFJUR KOSTA BÖND“. Þeir sem kjörnir eru til að ráða og marka stefnuna í fræðslumálum þjóðarinnar eru mætir menn sem vilja að skól- arnir verði gæfuleið unga fólks ins. Menntamálaráðherra er menntaður og ekki síður kunn- ugur skólamálum en þeir 14 til 25 ára gömlu nemendur, sem nú heimta að ráðherrann afhendi þeim það húsbóndavald, sem hon um ber að annast, og þjóðin ætlast til að hann beiti. Því það er sama lögmál sem gildir um þjóðarheimilið og einkaheimilið, að á hvorugum staðnum verður alin upp kynslóð, sem verður fær um, að taka við, að stjórna þessu þjóðfélagi, ef hún er ekki sjálf látin læra að hlýða og láta að stjórn. Menntamálin eru orðin það umfangsmikill þáttur í þjóðfélag inu, að yfirstjórn þeirra verður ekki sinnt að gagni í hjáverk- um. Það er því orðin knýjandi nauðsyn, að menntamálaráðherra embættið verði viðurkennt fullt starf fyrir einn mann, svo ráð- herra sé gert mögulegt að sinna því á þann veg, að óprúttnum skólastrákum líðist ekki að sýna embættinu óvirðingu. Enda blandast engum manni hugur um að það er fyrst og fremst þreyta og uppgjöf sem veldur því, en ekki auðmjúk virðing fyrir lýð- ræðinu, þegar menntamálaráð- herra segist vera þeirrar skoð- unar, að eðlilegt sé að láta nem- endurna hafa hönd í bagga með yfirstjórn skólanna. Og það er öfugþróun mála þegar skólapilt ar geta skikkað ráðherra og rektora, til að gera svo vel að mæta hér eða þar á tilsettum stað og stundu, til að hlusta þar á margendurteknar hótanir og kröfur þess unga fólks, sem gengur jafnvel svo langt að mis- bjóða hinum virðulegu gestum sínum með köpuryrðum og háði. Það er stjórnleysi, fremur en fjárskortur, sem stefnir fræðslu málum hjá okkur til stórvand- ræða, og það innan 2 til 3 árá. Og það verða vandræði sem eng in íslenzk ríkisstjórn ræður við, og enginn er fær um að gera sér í hugarlund, hve alvarleg- ar afleiðingarnar geta orðið fyrr en þær miklu hörmungar hafa tröllriðið þjóðfélaginu. Eitt af þeim vandamálum eru skipbrot þeirra, sem neyðast til að gefast upp á miðri námsbraut, ýmist vegna þess að framfær- andinn, aðstandendur og það op inbera, verður uppiskroppa með fóður, það er lán og styrki, eða þeir átta sig alltof seint á því, að hæfileikarnir, sem lagt var upp með í byrjun, nægja engan veginn til samkeppni á því at- hafnasviði, sem viðkomandi var narraður til að stefna að, með ábyrgðarlausum áróðri og án fyrirhýggju. Annað vandamál og ef til vill það alvarlegasta, það er offram- leiðslan á fólki, sem verður það sérhæft í sínu fagi, að það hvorki vill né getur snert á öðru starfi en því, sem það hefur próf upp á. Sá hluti þess fólks, sem ekki fær starf við sitt hæfi, eins og það er orðað, er á viss- an máta dæmdur til að flýja land, og leita starfs erlendis, eða verða nokkurs kona r Sölvar Helgason okkar tíma. Kristján HalUlórsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.