Morgunblaðið - 01.03.1969, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1969
Danirnir kvaddir með markaregni 29-13
Isl. liðið lék sér að MK
31 e/ns og köttur að mús
í GÆRKVÖLDI lék landsliðið í
handknattleik sér að danska 1.
deildarliðinu MK 31 eins og
köttur að mús — og það í orðs-
ins fyllstu merkingu. Lokatölurn
ar 29 mörk gegn 13 — sem sýna
hið algera burst — gefa jafnvel
ekki nægilega góða hugmynd
um yfirburði ísl. liðsins, því þeir
voru á öllum sviðum, í vörn, í
sókn í markvörzlu í skottækni
og hvernig og hvar sem á var
litið. Samt var þetta einhvern
veginn svo auðvelt, að manni
fannst það aðeins á köflum sem
ísl. liðið næði sér verulega á
Strik.
★ ENGIN ÓHEPPNI
Ekki geta Danirnir kennt
dómurunum um ósigur sinn, því
Geir skoraði 7 mörk. Danir
eygðu varla skot hans fyrr én
knötturinn lá í netinu.
þó margir dómar þeirra væru
hiægilegir og brosað væri að
þeim í herbúðum beggja — þá
voru þeir í heild ekki Dönum
í óhag. Ekki var heldur lélegri
markvörzlu fyrir að fara hjá
Dönunum, því báðir markverð-
ir þeirra (sinn í hvorum hálf-
Jeik) voru meðal beztu manna
danska liðsins.
Á fyrstu 8 mín skoraði ísl. lið-
ið 4—0. í>etta braut mátt Dan-
anna verulega. Um miðjan hálf-
leik var staðan 7—2 og sýnt
FRI
vandanml
í DAG kl. 4 hefst ráðstefna sem
Frjál'síþróttasambandið eifnir til,
en á henni verða ræddir þ.rír meg
inþættir í starfi sambanddns.
Ráðstefnan stendur í tivo daga.
Til umræðu verða fjármál
sambandsins, útbreiðslustarfsem
in og skipulag þjálfunar. Fram-
sögumenn verða Björn Vilmund
arson, Sigurður Helgason og
Þorsteinn Einarsson. Ráðstefnan
er haldin í íþróttamiðstöðinni.
hvert stefndi. Yifirburðirnir voru
algerir.
Hálfleik lyktaði með 13—5
fyrir í®l. liðið og hafði Hjalti í
markinu lengst af staðið vel
fyrir sínu og varið sumt meist-
aralega vel — en meiddist lítil-
lega á auga er 10 mín voru eftir
af hálfleik og tók Emil Karlsson
við og stóð sig mieð mikilli
prýði til leiksloka, ef undan eru
skilin nokkur skot. En hann
bætti það upp með því að fanga
önnur erfið.
Þegar 12 mín. voru liðnar af
síðari hálfleik, var markamun-
urinn orðinn 10 mörk — og nú
sást ekki bros á vörum Dananna.
Þetta jókst svo jafnt og þétt. ísl.
liðið náði mörgum gó'ðum hrað-
hlaupum og skotin urðu betri og
betri. Síðast stóð keppnin um
það að komast í 30 mörk — en
það tókst ekki. Lokatalan var
29:13.
* YFIRBURÐALIÐ
ísl. liðið var algjör ofjarl hins
danska. Þeir kunna nú og vera
teknir að þreytast eftir 4 leiki,
en margir íslendinganna hafa
leikið í 3 leikjum móti þeim —
svo þar munar ekki miklu.
En þetta danska félagslið átti
enga möguleika í ísl. liðið. Þar
eru engir stjörnuleikmenn, en
samæfðir meðalmenn, sem geta
sýnt léttan og liðlegan leik, en
skortir allan kraft og getu móti
úrvalsliði eins og ísl. landsliðið
er orðið.
Skemmtilegasta leik í ísl. lið-
inu átti Stefán Jónsson en marg
ir skiluðu sínu vel t.d. Geir, Örn,
Einar Magnússon, Sigurður Ein-
arsson og markverðirnir en nýt-
ing skotanna var þó nokkuð
ábótavant.
Mörk ísl. liðsins skoruðu: Geir
7, Stefán 7 (1 víti), Einar Magn-
ússon 5, Örn 3, Björgvin 2 Ólaf-
ur Jónsson 2, Sig. Ein. 2 og Jón
Karlsson 1.
Mörk Dana: Lasse Dam og
Hommelgaayd 3 hvor, Kurt
Stripp 2, Petersen Krustrup,
Benny Nielsen og Max Nielsen
og Gjeldsted 1 hver.
Dómarar voru Valur Bene-
diktsson og Kristján Friðsteins-
son en þeir voru engan veginn
beztu menn á vellinum. — A. St.
Badmintonmót
KR 8. mnrz
AFMÆLISMÓT KR í badminton
sem ráðgert var 16. marz nk.
hefur nú verið fært fram og
verður 8. marz í KR-húsinu. Þar
verður keppt í einliða- og tví-
liðaleik og er mótið öllum opið.
Sigurvegarar Skallagríms í 3. flokki á íslandsmótinu 1968.
Körfuknattleikur úti á landi — I. grein:
Körfuknattleikur er í há-
vegum hafður í Borgarnesi
— og Jbe/r hafa átt íslandsmeistara
KORFUKNATT'LEIKURINN hef
ur alltaf átt sterk ítök í Borg-
nesingum, og þaú verða æ sterk-
ari böndin, sem tengja æsku
bæjarins við þessa uppáhalds-
íþrótt þeirra.
Það eru nú rétt rúm 10 ár síð-
an UMF Skallagrímur hóf reglu-
legar aefingar í körfuknattleik,
en lítið var um kappleiki og
mót að ræða fyrstu árin. Það
var ekki fyrr en kennararnir,
Guðmundur Sigurðsson 1960, og
Bjarni Bachmann 2 árum síðar,
koma til bæjarins og fara að
vinna að málinu, að veruleg
Sjö Valsmenn í
landsliöi gegn ÍBA
Á SUNNUDAGINN leika lands-
liðin í knattspyrnu sína æfinga-
leiki að vanda. Nú leggur A-
liðið land undir fót og heldur til
Akureyrar og leikur við 1. deild-
arlið Akureyringa. Verður leik-
ið á malarvellinum þar kl. 14.30.
Unglingaliðið leikur gegn liði
FH á Háskólavellinum kl. 2. Lið
in eru þannig skipuð:
A-liðið:
1. Sigurður Dagsson, Val,
2. Samúel Erlingsson, Val,
Firmakeppni TBR
í DAG kl. 2 fer fram úrslita-
keppni 16 ósigraðra fyrirtækja í
firmakeppni Tennis- og badmin-
tonfélags Reykjavíkur. Þau
firmu sem til úrslita keppa eru
þessi:
LetuTprent,
1 Sjóvátryggingaféi. fslands h.f ,
Samlag skreiðarframleiðenda,
Rakarast. Vil'helme Ingól'fss.,
Húsgagnahöllin,
Kolsýruhleðslan,
G. Bermann h.f.,
Arnarfell h.f.,
Offsetprent h.f.,
Sindri h.f.,
Sláturfélag Suðurlands,
Hellas, sportvöruverziun,
Klúbburinn h.f.,
J.P.-innréttingar,
Svefnbekkjaiðjan.
3. Þorsteinn Friðþjófsson, Val,
4. Halldór Einarsson, Val,
5. Guðni Kjartansson, ÍBK,
6. Björn Lárusson, ÍA,
7. Ingvar Elísson, Val,
8. Reynir Jónsson, Val,
9. Hermann Gunnarsson, Val,
10. Eyleifur Hafsteinsson, KR,
11. Ásgeir Elíasson, Fram.
Varamenn:
Einar Guðleifsson, ÍA,
Jólhannes Atla-on, Fram,
Sigurður Albertsson, ÍBK,
Halidór Björnsson, KR,
Hreinn Elliðason, Fram.
Unglingaliðið:
1. Hörður Helgason, Fram,
2. Sigurður Ólafsson, Val,
3. Magnús Þorvaldisson, Víking,
4. Jón Pétursson, Fram,
5. Rúnar Vilhjálmsson, Fram,
6. Marteinn Geirsson, Fram,
7. Pétur Carlsson, Val,
8. Björn Árnason, KR,
9. Ágúst Guðmundsson, Fram,
10. Snorri Hauksson, Fram,
lil. Þórir Jónsson, Val.
Skiptimenn:
Friðfinnur Finnbogason, ÍBV,
Þór Hreiðarsson, Breiðablik,
Bjarni Bjarnason, KR.
breyting til batnaðar á sér stað.
Faistri bæjakeppni mi'lli Bongar-
ness og Stykkiíhólms var komið
á að tiliblutan Guðmundar og
Sigurðar Helgasonar, þáverandi
skólastjóra í Stykkisihóimi. Hef-
■uir þessi bæjaikeppni síðan ver-
ið fastur árlegur liður í iþrótta-
samskiptum bæjanna. Fyrsta
keppnin fór fram í janúar 1960
og sigruðu Hólmarar þá 64:46,
og voru þeir ofjarlar Borgnes-
inga í íþróttinni næstu tivö árin.
Þá snéru Borgnesingar dæminu
við og sigruðu í keppninni þar
næstu 4 ár. Síðasti leikurinn í
þessari keppni var leikinn í janú
ar 1968, þá unnu Skallagríms-
menn nauml'ega 64:58.
íþróttahúsið í Borgarnesi, sem
jafnframt er sikólal'eikfimissalur-
inn, var byggt árið 1964 og var
körfum komið mjög fljótlega fyr
ir í húsinu. Óhætt er að full-
yrða, að þarna hefur fjöldi ungl-
inga leikið sér í körfuknattleik
í frítímum sínum. Fýrst í stað
voru einungis um eldri flokka
æfingar að ræða hjá Skal'lagrími
er félagið hóf körfuknattleiks-
æfingar fyrir alvöru árið 1958.
Um yngri flokka var ekki að
ræða nema þá sem æfðu í skól-
anum. 1962 voru hafnar æfingar
hjá 2. og 3. flokki karla svo og
hjá stúlkum, sem strax byrjuðu
aif kappi. Það mátti lílka etktki
seinna vera hjá félaginu, að
setja á fót æfingar fyrir yngri
pil'tana, því þegar flestir þeirra
gengu upp í Meistaraflokk fé-
lagsins, þá var sá hópur sem
fyrir var óðum að þynnast. Frá
þvi hefur bæjarkeppnisliðið stöð
ugt fengið nýtt blóð á ári hverju.
Nú æfa hjá félaginu 5 flokkar,
3 karla- og 2 kvennaflokkar,
samtals 15 tíma í viku.
Körfuknattleiksmenn Skalla-
grímB hafa ekki farið varhluta af
gestakomum til Borgarness. Ár-
lega heimsækir þá fj'öTdi liða,
enda góðir heim að sækja. Af
þeim liðum sem lagt hafa leið
sína í Borgarnes má t.d. nefna
öll Reýkjavíkurfélögin, ÍKF, ís-
firðingar, Sauðkræklingar, skól-
arnir að Reykjum í Hrútaifirði,
Reykholti og Hvanneyri, að
ógieymdum Hólmurunum sem
bregða sér niður í Borgarnes jft
á ári. Og merki Skallagríms hafa
margir flokkar félagsins borið
víða um land og þá endurgoldið
hei.msóknir til framangreindra
staða eða jafnvel haldið lengra.
Þar má nefna ferð félagsins á
Landsmót UMFÍ að Eiðum sl.
sumar, þar sem Skallagrímur
náði 3. sæti körfuknattleiks-
keppninnar.
En þó árangurinn sé ekki allt-
af í réttu hlutfalli við erfiðið,
þá una Borgnesingar sér vel við
Framhald á bls. 21.
Körfu-
bolti
í DAG og á morgun verður
Körfuknattleiksmóti íslands
fram haldið í íþróttahúsinu á
SeltjarnarnesL
í dag kl. 4 leika á Akureyri
1. deildarlið Þórs og Ármanns.
í kvöld kl. 8 leika í 1. flokki
ÍS og KFR. í 3. flokki leika KR
og KFR og í 2. fl. leika KR og
Skailagrímur, Borgarnesi.
Annað kvöld verða svo tveir
leikir í 1. deild. Fyrst eigast
við lið stúdenta og ÍR-ingar og
síðan KR og KFR.
Handbolti
á morgun
BREYTING hefur orðið á leikj
um í íslandsmótinu í handknatt-
leik sem ráðgerðir voru nú um
helgina. Á sunnudaginn kl. 2
fara fram þrír leikir í meistara-
flokki kvenna, tveir í 1. flokki
karla og einn í 2. fl. karla.
Leikirnir sem ráðgerðir voru
um kvöldið verða ekki þá, en
leikur KR og Hauka í 1. deild
verður strax á eftir leikjum
yngri fiokkanna um kl. 4.
Leik Víkings og Ármanns í 2.
deild og leik Fram og FH í 1.
deild var frestað til miðvikudags
kvölds kl. 20.15.