Morgunblaðið - 01.03.1969, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.03.1969, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1960 12 „Hvert leikhdsverk verður að höfða til skyn- semi og tilfinninga áhorfandans" — Rœtt við Cuðlaug Rósinkranz á 20 ára starfsafmœli hans, sem Þjóðleikhússtjóra í tilefni af 20 ára starfsaf- mæli Guðlaugs Rósinkranz sem Þjóðleikhússtjóra hittum við hann að máli og spjölluðum við hann um starf hans, Þjóðleik- húsiff og skoðanir hans á leik- hússtarfi. Fer viðtalið hér á eft ir: — Hver voru fyrstu afskipti þín af leikhúsmálum? — Áhugi minn fyrir leikhús- starfi vaknaði fyrst fyrir al- vöru þegar ég var við nám í Stokkhólmi. Ég stundaði þar nám í 4 ár upp úr tvítugu og á þeim tíma fékk ég mikinn áhuga á leikhúsum og sótti stöðugt leikhús og óperur. >ar var ég meðal annars einn af stofnenduim Kliubb-teatem, sam var leikflokkur ungs fólks sem vildi koma fram með eitthvað nýstárlegt eins og gengur og gerist hjá ungu fólki. Það vil'l alltaf eitthvað nýtt og.ferskt. Kunningjahópur minn var með ýmis tilþrif í þessa átt og því réðumst við í stofnun leik- flokksins. Við sem vorum í leik fiokknum unnum að ýmsum und irbúningi, en aldrei lék ég sjálf ur. Fyrsta verkið sem leik- flokkur okkar sýndi var Hopla wier leben og við leigðum sjálft Konunglega leikhúsið Dramaten í Stokkhólmi til þess að sýna okkar fyrsta verk. Það þótti ekki í neitt smátt ráðist að taka Dramaten á leigu, og það vakti mikla athygli. Leik- ritið þótti djarft og nýstárlegt í uppsetningu, en þetta var laust fyrir 1930. Þetta yoru mín fyrstu verulegu kynni af leikhússtarfinu. — Komstu síðan heim strax að loknu námi? — Já, og eftir að heim kom gekkst ég fljótlega fyrir end- urstofnun Norræna fé'lagsins og meðal starfs sem við tókum upp í því félagi var að setja á svið hluta úr Gösta Berlings sögu og þar léku aðalhlutverkið Sof- fía Guðlaugsdóttir og Gestur Pálsson. Nokkrum árum seinna, eða á stríðsárunum, fékk ég norsku leikkonuna frú Gerd Grieg til þess að setja upp Veizluna á Sólhaugum eftir Ib- _ sen og jafnframt fékk ég Pál ísólfsson til þess að semja tón- listina við verkið, en hún hef- ur oft síðan verið leikin hér- lendis af sinfóníuhljómsveitinni og í útvarpinu. Þessar sýning- ar gengu mjög vel. Árið 1947 fengum við í Nor- ræna félaginu hjónin Önnu Borg og Poul Roumert í heim- sókn til íslands til þess að leika í Dauðadansinum eftir Strindberg. Það verk gekk mjög vel um vorið og voru sýningar fram í júlímánuð. Á þessum árum var bygging Þjóðleikhússins langt komin, en hún hófst árið 1930. Höfðu framkvæmdir legið niðri nokk- uð lengi m.a. vegna þess að fjárfram'lög til byggingarinnar voru skert með afnámi fram- lags skemmtanaskatts, sem var tekinn til annarra þarfa og þegar stríðið hófst var bygg- ingin tekin í þjómustu hersins, sem vörugeymsla og íbúðir fyr- ir hermenn. Þá stóðu rör út um alla glugga á húsinu frá kamínum, sem hermennirnir höfðu til þess að hita upp hjá sér. Árið 1944 var Þjóðleikhúsbyggingin aft- ur afhent ríkisstjórn fslands og þá var aftur hafizt handa við byggingarframkvæmdir. Árið 1947 komst síðan skriður á þjóðleikhúsmálið og það ár voru samin lög og samþykkt um starfsemi Þjóðleikhússins. Við vorum þrír, sem sömdum lagafrumvarpið og auk mín voru það alþingismennirnir Sig urður Bjarnason frá Vigur og Gylfi Þ. Gtélason núverandi menntamálaráðherra. Þjóðleikhúsráð var stofnað árið 1948 og varð ég þá fyrsti formaður þess. Þjóðleikhús- stjóri var ég síðan skipaður 1. marz 1949 og þá tók Vilhjálm- ur Þ. Gíslason við formennsku þjóðleikhúsráðs og hefur verið þar formaður síðan. Þetta ár hóf ég undirbúning að mínu starfi hér og fór þá meðal annars til Norðurlanda til þess að kynna mér rekstur leikhúsanna þar. Ég var þá mest í Stokkhólmi og Kaup- manrnahöfn. Þetta var ströng ferð og t.d. sá ég yfir 30 sýn- ingar í þessari ferð. Þarna kynntist ég fyrst og fremst starfi leikhússtjóranna, sem tóku mér opnum örmum og veittu alla þá aðstoð sem þeir gátu látið í té og ég lærði mik- ið af þeim upplýsingum sem þeir gáfu mér um rekstur leik- húsanna. Síðar fékk Þjóðleikhúsið t.d. oft lánaða búninga og fleira frá þessum leikhúsum á meðan Þjóðleikhúsið var að koma sér upp síniu eigin búningasafni. Haustið 1949 voru síðan ráðn ir leikarar og starfsfólk við Þjóðleikhúsið og þá strax var hafizt hahda við æfingar á þrem opnunarleikritum, en þau voru Nýársnóttin eftir Indriða Einarsson, Fjalla-Eyvindur eft- ir Jóhann Sigurjónsson og ís- 'landsklukkan eftir Halldór Lax ness, en skömmu áður hafði ég fengið Halldór Laxness til þess að semja leikrit upp úr ís- landsklukkunni og Lárus Páls son vann síðan með Laxness við það að búa fslandsklukk- una í leikform. Það var einnig Lárus sem stjórnaði uppsetn- ingu verksins í fyrsta sinn. Sýningar hófust síðan á sum- ardaginn fyrsta, þann 20. apríl 1950 og þá var fyrst sýnd Ný- ársnóttin á opnunardag Þjóð- leikhússins. Síðan kom Fjalla- Eyvindur næsta dag og þann þriðja íslandsklukkan. Þessi 'leikrit gengu síðan á hverjum degi fyrir troðfulluhúsi fram til 1. júlí um sumarið er leik- árinu lauk. — Hvernig gengur starfið hjá þér almennt fyrir sig í Þjóð leikhúsinu, þetta hlýtur að vera umsvifamikið starf. — Það má segja það. Starf- ið varðar allan daglegan rekst- ur leikhússins, fjármál og skipulagningu starfsins svo og ráðningu starfsfólks. Skipu lagning starfsins er fyrst og fremst í því fólgin að velja leikritin. Það kostar geysileg- an lestur og mikla yfirferð, því varla er tekið meira til sýn inga en um 10 prs af því efni sem lesið er yfir. Mér til að- stoðar við leikritaval er leik- ritanefnd, en i henni eiga sæti: einn valinn af leikhúsráðinu og annar valinn af 'leikurum Þjóð leikhússins. Endanleg ákvörð- un um val leikrita er þó í mín- um höndum. Þegar leikrit hefur verið val ið er að ráða leikstjóra og skipa í hlutverk í samráði við leikstjórana. Að sjálfsögðu eru geysimik- il bréfaskipti í sambandi við reksturinn, því að ég sem bréf- lega við höfundana sjálfa eða umboðsmenn þeirra um sýning- arrétt og einnig er margt ann- að sem verður að sinna bréf- lega. Helzti tíminn ti'l þess að skrifa bréf er eftir venjulegan vinnutíma. Starfslið Þjóðleikhússins skiptist í 10 deildir og er for- stöðumaður fyrir hverri deild. Svo til daglega hef ég svo sam- band við hvern forstöðumann. Fast starfsfólk við leikhúsið er 65 manns, en svo er fjöldi af lausráðnu starfsfólki eftir því hvaða verk er verið að vinna við eða sýna. Starfsfólk sem kemur eitthvað við sögu í sýn- ingum getur komizt upp í 300 manns.yfir árið. — Hvaða höfuð sjónarmið ráða við val verkefna? — Þar sem leikhúsið er Þjóð leikhús og ætlað fyrir alla þjóð ina verður verkefnavalið að miðast við það að sem flestir fái tækifæri til að sjá verk við þeirra hæfi. Það er hið list- rænia og bókmenntalega sjón- armið sem fyrst og fremst er miðað við. Sýnd eru sígild verk erlendra og innlendra höf unda. Þá er það sem ég tel vera höfuðskyldu hvers leik- húss að fylgjast ve'l með öllu því bezta sem kemur nýtt fram í leikhúsheiminum og hefur fram að færa boðskap á list- rænan hátt og í listrænu formi. f þessu sambandi má til dæmis nefna af yngri nýjum höfund- um, sem hafa náð miklum vin- sældum, þá Arthur Miller, Eu- gene O’Neil, John Osbome og Max Friss. Þá hafa eldri ís- lenzkir höfundar skapað sér fastan sess í leikhúsinu eins og til dæmis Jóhann Sigurjóns son, Matthías Jochumsson, Jón Thoroddsen og Guðmundur Kamban. Af hinum yngri höf- undum innlendum höfum við mest sýnt eftir Laxness, en eft ir hann höfum við frumsýnt 4 leikrit og segja má að hann sé höfuðskáld Þjóðleikhússins. Alls höfum við frumflutt 26 ís lenzk leikrit frá upphafi eftir 17 unga höfunda. Af þessum 26 erú 15 höfundar sem hafa látið sýna sitt fyrsta verk hér í leikhúsinu. En alls höfum við sýnt 40 ísl. leikrit. Sum árin berst mikið af nýj- um leikritum til leikhússins eft ir unga höfunda, en mörg eru þannig að þau eru ekki hæf til flutnings hér og svo er tak- markað hvað við getum tekið af slíkum nýjum leikritum til flutnings. Það kostar mikið fé að setja leikrit á svið og sýna það og maður verður jafnan að hafa það í huga við verkefnaval hvaða áhuga verkið mun vekja hjá almenningi tíl þess að horfa á það. Það hefur ekki mikið gildi að sýna verk, sem sára- fáir fást til að horfa á. Hvert leikrit verður að vera þannig samið að það höfði til skynsemi og tilfinninga áhorfandans og slkapi þá spenimu s«m þairf tll þess að það lifi á leiksviði. Frá upphafi hefur það verið á stefnuskrá Þjóðleikhússins að flytja óperur og óperettur, eitt verk á ári eða svo og sú starfsemi hófst með flutningi á Framhald á bls. 16 Séff yfir hluta af sviffi Þjóffleikhússins þar sem veriff er aff æfa nýjasta verk leikhússins, Fiðiarann á þakinu, en þaff verk verffur frumsýnt 14. marz n.k. Guðlaugur Rósinkranz ræff- ir þarna við leikstjórana á Fiðlaranum, þau Stellu Clair og Renedikt Árnason. Fifflarinn á þakinu er eitt viffamesta verk sem Þjóffleikhúsiff hefur tekiff til meffferffar. Guðlaugur Rósinkranz, þjóðleik hússtj. á tröppum Þjóðleikhússins (Ljósm. Mbl.: Ól. K. Mag.)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.