Morgunblaðið - 01.03.1969, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 01.03.1969, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1969 5 Frá sveit til sjávar Borgarafundur um mjólkurmál BORGARFUNDUR sá, sem félag ungra Sjálfstæðismanna, Heimdallur, efndi til um mjólkursölumálið hér í Reykja vík og nágrenni, hefir vakið verðskuldaða athygli. Það er ljóst af því, sem þar kom fram í ræðum manna, að Mjólkur- samsölunni er ábótavant um margt í rekstri sínum. Ræður framsögumanna hafa verið raktar hér í blaðinu, en þar komu fram .márgar og þungar ásakanir gegn Mjólk- ursamsölunni, en litlu einu var svarað af hálfu málsvara hennar á fundinum. Sérstaka athygli vöktu ummæli þriggja manna, er tóku til máls eftir frumræður. Þar lýsti bóndi, og forystumaður í samtökum bænda í Árnessýslu, afstöðu sinni og aðstöðu, einmitt í sambandi við mjólkurmál. Sjálfur er hann stór mjólkur- framleiðandi og hefir lagt inn mjólk hjá Mjólkurbúi Flóa- manna allt frá stofnun þess. Hann er jafnframt stjórnarmað ur í kaupfélagi, sem rekur neytendaverzlanir. Sem slíkur hefir hann farið fram á að fyr irtæki hans fengi að selja mjólk í verzlunum sínum, en svo mikið er ofurvald Mjólk- ursamsölunnar, að þetta var ekki hægt. Hann nefndi þetta sem dæmi um að það væri síð ur en svo hagur bænda að við halda einkasölufyrirkomulagi Mj ólkursamsölunnar. Húsmæður hafa gott af að trítla Þá talaði annar sunnlenzkur bóndi á fundinum, sem jafn- framt er þingmaður fyrir Fram sóknarflokkinn og í stjórn Mjólkursamsölunnar. Hann sagði að engin ástæða væri til að breyta fyrirkomulagi því, sem væri á rekstri Mjólk ursamsölunnar og það yrði ekki gert, svo lengi sem hann fengi einhverju um það ráð- ið. Hann sagði ennfremur að húsmæður hefðu bara gott af því að trítla eftir mjólk út í mjólkurbúðir, það væri heilsubótarganga fyrir þær í góða veðrinu! Raunar er þetta spegilmynd af afstöðu Framsóknar til þjónustumála yfirleitt. Þetta sýnir innræti þeirra og skiln- ing á þörfum íslenzkra hús- mæðra. Það er eins og þær hafi ekkert annað með tímann þarfara að gera, en trítla hing að og þangað eftir geðþótta framsóknar. Þessi einstæða afturhaldsstefna er það sem þjakar Mjólkursamsöluna og það sem eyðileggur starf henn ar, sem annars ætti að vera vinsælt þjóðþrifa- og þjón- ustustarf. íslenzkar umbúðir Þá vakti mikla athygli ræða landbúnaðarráðherra. Hann sagði að ekki þyrfti nein lagabreyting að koma til svo hægt væri að koma til móts við óskir neytenda. Aðeins þyrfti að vera fyrir hendi skilningur stjórnar og forystu manna samsölunnar. Henni hefði orðið á í messunni, en hún ætti auðvelt með að bæta um. Hann taldi að Mjólkur- samsalan þyrfti sjálf að hafa verzlanir, til þess með þeim að geta fylgzt með dreifing- unni, en hversu margar þær ættu að vera, væri matsatriði, en vissulega mætti stórlega fækka þeim. Hann sagði það sóun á fjármunum t.d. að hafa sóun á fjármálum t.d. að sam salan byggði eigin mjólkur- búð við hliðina á verzlun Slát- urfélags Suðurlands, það væri einnig sóun á fjármun- um að byggja eigin mjólkur- búð við hlið kaupfélagsbúð- arinnar í Garðahreppi og þannig mætti taka mörg dæmi. Þá talaði ráðherrann um mjólkurumbúðirnar og ís- lenzkan iðnað. Hann kvað ekki skipta öllu máli hvort athugun mjólkurumbúða- nefndarinnar, sem væri skip- uð mönnum úr fjórum ráðu- neytum, lyki nokkrum mán- uðum fyrr eða seinna, held- ur að með henni væri tryggð rétt niðurstaða. Og ráðherr- ann bætti við: „Þegar ég verð sannfærður um að innlendar umbúðir séu jafn góðar og erlendar og kosta ekki miklu meira, þá mun ég beita mér fyrir því, að þær verði teknar í notk- Biafrasöfnunin Tvískinnungur Framsóknar Enn einu sinni blasir við tvískinnungur Framsóknar, nú síðast í sambandi við launa málin og vísitölugreiðslurnar. Formaður Framsóknarflokks- ins og þingmenn flokksins eru fylgjandi vísitölugreiðslunum, en vinnumálasamband SÍS segir hins vegar að ekki sé hægt að greiða vísitöluupp- bótina. Það er rétt að minna á að Eysteinn Jónsson er vara formaður SÍS og ætti honum því að vera kunnugt hvernig ástand þess fyrirtækis er og hver geta þess er til að taka á sig auknar launagreiðslur. Það er rétt að vekja at- hygli á þessum tvískinnungi Framsóknarflokksins, sem ein kennist af því fullkomna á- byrgðarleysi, sem svo víða kemur fram hjá flokknum, án þess að nokkur afstaða sé tek- in til þessa máls hér á þessum dálkum. Að sjálfsögðu eru launamálin margslungin og í lengstu lög verður að vænta þess að samningar takist með aðilum í þessari deilu. Þar liggur við þjóðarheill. Hitt opinberar ábyrgðar- leysi Framsóknarflokksins, og þannig hefir hann leikið tveim skjöldum mörg undanfarin ár. Það merkilega hefir jafn- framt skeð, að fjöldi manns virðist ekki gera sér grein fyr ir því, að flokkur, sem þannig hagar sér, er marklaus með öllu, og á engan hátt treyst- andi til að leysa þau vanda- mál, sem fyrir hendi eru og alltaf gera vart við sig öðru hvoru í þjóðlífinu. Allir hugsandi menn, hvar í flokki sem þeir standa, munu gera sér grein fyrir því, að Framsóknarflokkurinn myndi ekkert gera jákvætt til lausn- ar vandanum í efnahagslífinu, þótt hann kæmist í stjórnar- aðstöðu. Það hefir sennilega aldrei verið ríkari ástæða til þess, en nú, að gjalda varhug við því, að leiða hann inn í stjórnar- íierbúðirnar. Þegar stjórn- málaflokkur vill láta líta á sig sem ábyrgan flokk og telja að hann geti komið einhverju jákvæðu til léiðar um stjórn landsins, er það frumskilyrði að hann sýni ábyrgðartilfinn- ingu, en leiki ekki tveim skjöldum og opinberi tvískinn ungshátt sinn í jafn viðkvæmu og þýðingarmiklu máli eins og hér er um að ræða. NÍGERÍA er stærst land Afríku. íbúar Nígeríu eru um 40 millj- ónir, er í munu vera um 250 kyn flokkar. Kynflokkarnir voru ali- ir sameinaðir undir eina stjórn, en hinn 30. maí 1967 lýstu íbúar eins héraðsins — Biafra — yfir sjálfstæði. Biafra er byggt kyn- flokki þeim, sem nefnist Ibóar. Þeir töldu sig hafa verið kúgaða og misrétti beitta svo herfiiega, að þeir ættu einskis úrkosta nema að segja skilið við Sam- bandsríkið Nígeríu. Stjórn sam- bandsríkisins lýsti því þá yfir, að hún myndi beita valdi til þess að hindra aðskilnaðinn. Borgarastyi'jöld brauzt út í júlí 1967 í Nígeríu. íbúar Biafra voru þá taldir vera 6-8 milljónir. Enginn veit með vissu, hve margir draga fram lífið í Biafra í dag. í stað þeirra, sem falla úr hungri, koma aðrir: — flótta- menn — aðallega konur og börn. Þeirra hlutskipti er verra en allra annarra, þar sem enginn hefur neinum beinum skyldum að gegna við þá. Flóttamenn verða oftast að heyja harða bar- áttu fyrir sjálfsögðustu mann- réttindum. En flóttamaður, sem verður jafnframt að berjast við (Frá Biítfrasöfnun) að bægja hungurvofunni frá, e: vonlítill maður. Enginn þarf fremur á hjálp að halda. í sept- ember 1968 voru flóttamenn Biafra taldir vera um 5 milljón- ir, eða rúmlega tveir þriðju allra þeirra, sem þá var álitið að væru innan landsiívæðis Biafra. Ef al- menningur í heiminum hjálpar ekki þessu fólki, gerir það eng- inn. Öll fjárframlög Biafra-söfnun- arinnar, 15.-16. marz renna óskipt til sveltandi fólks í Biafra! Vilt þú leggja fram þinn skerf? Vœgasta flensa í mörg ár í BRETLANDI hefur flensan í vetur verið sú vægasta, sem komið hefur upp. um árabil. sagði Ennals, heilbrigðismála- ráðherra Breta, nýlega. En þó er ekki alveg séð fyrir endann á henni ennþá. 202 létust úr henni í janúar á móti 3000 í fyrra, er gömlu stofnamir gusu upp. Allir álitu, að Hong Kong- stofniinn myndi geLsast um heiminn, eins og varð 1958, en það gerðist ekki. Ef til viill fáuan við einihvern t.íma varnarlyf, sem getfur var- anlega vörn gegn henrni, en in- flúenza er sérstakt vandamál, því að vírusinn er sivo hreyti- að vera mifclu verri skaðvaldar leguir, og nýju stofnam'ir kunna en þessi Hong Kong-flensa er nú. Takmarkað magn af móteitri var fáanleg í tæka tíð handa þeim, sem mesta þörf höfðu fyrir það, nefnilega fólk með krónásika sjúkdóma, börn, hjúkr umarkonur og lækna. Hong Komg-flensan hatfði fram að þessu breiðzt miklu hægar út en umdamfarandi stofn ar, og reynzt hættuminni þeim, sem tóku hana. Homig Komg-far- aildri var spáð eftir að veikin brauzt út í Homg Kong í júlx, en í Evrópu hatfa aðeins tvö lönd orðið fyrir barðinu á hemni, nefnilega Rússland og Holiand. Sérfræðimgár geta enga skýr- imgu geifið á þessairi hegðun veik innar aðra en þá, að veikin sé óútreikmanleg. Til sölu skemmtileg 4ra herb. enda- íbúð á 2. hæð á bezta stað í borginni. 1 herb. og geymsla í kjallara. Fagurt útsýni. — Tilb. sendist Mbl. fyrir mánu- dagskvöld merkt: „Góð út- borgun 6253“. HafiÖ þiö a rekizt a nokkurs Ef þið reykið vindla, ættuð þið áð hafa augun opin fyrir Henri Wintermans. Hollenzkir vindlar, rnildir og brag'Sgö'ðir og svo fallega lagáÖir, a<5 í löndum svo fjarri hvort öðru sem Bretland og Ástralia, seljast þeir meir en nokkur annar hoUenzkur vindill. Þegar þi<5 sjáið Henri Wintermans, settuð þið að kynnast honum. Þi8 sjáið ekki eftir þvi. Kynnizt Henri Wintermans Short Panatella Rétta stærðin fyrir alla. Hæfilega langur. Hæfilega gildur. Hæfilega bragíSmikill, Hæfilega mildur. Seldur x ð stykkja pökkum. Kynnizt Henri Wintermans Cigarillos (Við kölluðum þá áðxxr Senoritas) A stær'S við “King-Size” vindling, en gildai-i. Ekta hollenzkur smávindill, með hinu milda Henri ^ Wintermans bragði. Seldxxr í 10 stykkja pökkum. HENRI WINTERMANS HI2STN ALÞJOÐLEGI HOLLENDINGHE, Umboðsmenn: GLOBUS H/F.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.