Morgunblaðið - 01.03.1969, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.03.1969, Blaðsíða 16
\ 16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 1. MARZ 1909 fólk í fréttunuml MYNDIR GEGNUMLÝSTAR Nýstárleg málverkasýning verður opnuð núna um mán- aðamótin í London. Er hún af röntgenmyndum af frægum mál- verkum eftir gamla meistara. Málverkin eru í eigu Breta- drottningar, Tate Gallery, Nati- onal Gallery, og nokkurra ein- staklinga. Mynd sú, sem við birt- um myndirnar af, úr safni Fyrir gegnumlýsingu. drottningar, og er frá 15. öld. Gegnumlýsing hennar leiddi spakmœli œ^vkunnar Eftir það, sem kom fyrir mig fyrir fjórum árum, líður mér eins og sjálfsmorðsflugmannin- um, sem komst heill á húfi heim. Barry Goldwater (er hann tók aftur sæti í Öldungardeildinni) í ljós, að listamaður sá, er byrj- aði á henni gerði upprunalega skyssu af henni, lauk við að mála útlínurnar og höfuðið. Sá, Eftir gegnumlýsingu. sem við tók af honum hefur síð- an bersýnilega breytt myndinni, málað yfir höfuðið, gert annað höfuð, og lokið við myndina eft- ir eigin geðþótta. Verður sýning- in öll hin forvitnilegasta. ☆ BÓK Karen Blixen, Den Af- rikanske Farm, verður kvik- mynduð á næstunni, aðallega í Kenýa, Robert Ardrey, sem skrifaði bækurnar African Genesis og Territorial Im- perative ,mun skrifa kvik- myndahandritið. Ardrey mælti með bók Blix ens við Julian Blaustein, am- eríska kvikmyndaframleið- andann, en þeir unnu saman að mynd Blausteins, Kharto- um 1963. Blaustein kom strax auga á tvær ástarsögur í bók- inni, eins og eðlilegt er með framleiðanda, sem eitthvað púður er í. Sú fyrri var ástar- saga hennar og Bretans, sem hún kynntist þar, og hin saga ás’tar hennar á Afríku og Af- ríkubúum. Blaustein var lengi að semja við Kungstedlund stofn unina í Kaupmannahöfn, sem sér um bókmenntalegan arf hennar (og tekur kvikmynda- fólki með mestu varúð). — Hann stakk upp á því við stofnunina, að Clara Svend- sen, sem var einkaritari Blix- ens í 18 ár og jafnframt góð- ur vinur skyldi vera til ráð- gjafar meðan tilbúningi kvik- myndahandritsins stendur. Blaustein og Ardrey aetla sér að taka með kafla úr ævi- sögu hennar í myndina, sem ekki voru prentaðir { bókina. Karen Blixen, sem dó fyrir sex árum síðán, giftist frænda sínum, barón Blixen-Finecke, frægum veiðimanni árið 1914, og þau fluttust til Afríku, og bjuggu á búgarði hans í Ken- ya. Þau skildu 1921, en hún bjó þar áfram, og stjórnaði búgarðinum til 1931. Maður- inn, sem hún elskaði, sem Blaustein nefnir Denys Fineh- Hatton, höfuðsmann, er nefnd ur í bókinni. Hann hafði menntazt í Eton, en settist að í Afríku og fór að bú>a. Síðar fór hann að fást við veiðiskap og skipulagði veiðiferðir prins ins af Wales 1928 og 1930, og ýtti þar með undir vinsældir veiða. Finch-Hatton fór nemma að fljúga, og dó 1931 í flugslysi. ☆ Jack Benny er orðinn 75 ára. Hann segir að lífspeki sín, sem aðeins sé 39 ára gömul, sé því að þakka, að hann vinni aðeins sex mánuði ársins, en skrifi hina sex. (Og eina ástæðan fyrir því, að ég vinn þó þetta, er sú, að ég spila svo illa golf.) ☆ Dr. Philip L. White hjá amer- ízka læknafélaginu, segir, að ef það sé rétt, að maður sé það, sem maður hefur í sig látið um dagana, þá jafngildi venjulegur Ameríkani um sjötugt eftirfar- andi: 150 nautgripum, 2,400 kjúkl- ingum, 225 lömbum, 26 kindum, 310 svínum, 26 ekrum af korni (maís), og 50 ekrum af ávöxt- um og grænmeti. Ennfremur 35.000 lítrum af vatni, 2,550 lítr- um af gini og 1,2 líter af ver- mouth. (P.S. Það er sennilega satt, þetta sem alltaf er verið að segja: refnilega, að Am- eríkanar vilji hafa martini, hana stélið sitt ÞURRT). ☆ AILEEN Brassil, sem við sjá- um hér hverfa frá Capetown í Suður-Afríku, hefur fulla ástæðu til að vera hýr. Aileen er á heimleið til írlands, eftir að hafa gengizt undir aðkall- andi hjartaaðgerð hjá Chris Barnard, þeim fræga hjarta- skurðlækni. Uppskurðurinn bjargaði lífi hennar. Móðir • Aileen í Dublin varð svo glöð yfir lífgjöf dóttur sinnar, að nú vonast hún til að geta gerzt innflytjandi til Suður- Afríku seinna á árinu. — Þjóðleikhússtjóri Framhald af bls. 12 óperunni Rigoletto eftir Ver- di vorið 1951. Aliir söngvarar, utan einn, voru íslenzkir í þeirri uppfærslu. Það þótti á- kaflega djarft og glæfralegt fyrirtæki að setja óperu á svið með íslenzkum söngkröftum og eitt vikublaðið krafðist þess að mér yrði vikið úr starfi vegna þessa. En reyndin varð sú að þessi sýning varð geysilega vinsæl og vel sótt, en alls sáu um 20 þúsund manns sýninguna og kom fólk í stórum hópum utan af landi til þess að sjá sýninguna. — Hvað um gestaleikina í Þjóðleikhúsinu? — Þeir hafa verið mjög marg ir. Fyrsti gestaleikurinn var sama vorið og Þjóðleikhúsið opnaði, en þá sýndi Stokkhólms óperan óperuna Brúðkaup Fí- garós eftir Mozart. Þessi gesta- leiksýning vakti mjög mikla hrifningu og var það í fyrsta sinn sem ópera var sýnd á ís- landi. Síðan hafa gestaleikir verið öðru hvoru og alls hafa verið hér 25 gestaleikir frá upp hafi, óperur, ballettar og leik- rit frá 17 löndum. Þjóðleikhúsið fór með sinn fyrsta gestaleik til útlanda ár- ið 1957 en þá var farið með Gullna Hliðið til Kaupmanna- hafnar og ósló. Á síðastliðnu vori var síðan farið með Galdra Loft til gestaleiksýninga í Hel- singfors, Stokkhólmi og Osló. Þessar sýningar vöktu mikla at hygli og ánægju áhorfenda og sannfærðu þá og gagnrýnendur um að hérlendis væri leiklist á háu stigi. Á komandi vori er síðan áætlað að fara með ís- landsklukkuna til Vesturheims og sýna meðal fslendinga þar. Nú, hér innanlands er farið svo til á hverju ári með leiksýn- ingar út um landið. Að sjálfsögðu hef ég ekki verið laus við gagnrýni á því hvað ég hef tekið til flutnings, því að skoðanír á list eru næst um því eins margar og menn- irnir sem sjá verkin. Engin al- gild regla er til um hvað sé list eða hversu mikið listgildi hvert verk hefur. Heiðarleg gagn- rýni er að sjálfsögðu gagnleg fyrir leikhúsið og verk þess. — Hvernig gengur fjárhags- legur rekstur? — Fjárhagurinn er erfiður eins og hjá flestum leikhúsum, eins og von er hjá svona stóru leikhúsi í litlu þjóðfélagi, því að leikhúsreksturinn sjálf- ur verður jafn dýr hvort sem hann er í stóru eða litlu þjóð- félagi. Við miðum við að sýna um 10 verk á hverju leikári og það kostar að sjálfsögðu mikið fé. Við fáum árlega nokkurn styrk frá hinu opinbera, en hann hefur alltaf verið of lít- ill til þess sem við vildum gjarnan gera og raunverulega þarf. Styrkurinn sem við fáum er 50 prs af skemmtanaskatt- inum en hann hefur verið um 8 milljómir króna um síðustu tvö ár. Þá hefur ríkissjóður lagt fram til viðbótar um 6 milljónir kr. hvort ár þannig að styrkurinn hvort s.l. ár hef ur verið um 14 milljónir króna. Fjárhagsafkoma hefur orðið lakari síðustu árin þar sem laun og kostn.aður við leikhús- ið hafa vaxið mikið, en að sama skapi hefur ekki verið hækkað verð aðgöngumiða. Þá hefur aðsókn nokkuð mik ið minnkað, sérstaklega fyrst eftir að sjónvarpið hóf starf- semi sína og fækkaði gestum Þjóðleikbússins t.d. um 25 þús und manns fyrsta starfsár sjón varpsirts, en þessi tala hefur náð sér. upp aftur og á síðasta ári var gestafjöldi kominn ná lægt 80 þúsund gestum yfir leikárið, og ég vona að aðsókn verði ekki minni þetta ár. Mest aðsókn yfir leikár var þegar My fair lady var sýnt, en þá fór gestafjöldinn upp í 107 þús und, sem var einsdæmi hvað fjölda snertir. Fjárhagslegur kostnaður við Þjóðleikhúsið á s.l. ári var 31,5 milljón krónur. Heildar- tekjur leikhússins voru aftur á móti 13,5 milljónir og styrkur- inn frá ríkissjóði er um 14 milljónir, þannig að mismunur- inn er um 4 milljónir. Skuld- ir leikhússins eru alls um 10 milljónir og standa í nokkurn veginn sömu tölu og við áramót in 1967—-’68. Fjárhagur sambærilegra leik húsa erlendis hefur á undan- förnum árum farið árlega versnandi, en fjárveitingar- valdið hefur stöðugt aukið fjár lög til þeirra. Þannig fær t.d. konunglega leikhúsið í Kaup- mannahöfn 90 prs af rekstrar- kostnaði sínum greiddan á fjár lögum danska ríkisins og nem- ur sú upphæð sem svarar 527 milljónum íslenzkra króna á ári. Dramaten í Stokkhólmi fær um 88 prs. af sínum rekstrar- kostnaði greiddan á fjárlögum Svía eða sem svarar 231 milljón íslenzkra króna á síð- asta ári. Það hefur verið rætt um það í Danmörku að leikhúsgestir fái frítt í Konunglega leikhús- ið og ríkið greiði þau 10 prs. sem á vantar og í Stokkhólmi kom Ingmar Bergmann fram með þá tillögu að aðgangseyr- irinn að Dramaten skuli vera 1 kr. sænsk, eða sama verð og far með strætisvagni í Stokk- hólmi kostar. Þessar skoðanir sem fram koma með þessum til lögum eru byggðar á því að leikhús séu jafn nauðsynlegar menningastofnanir eins og t.d. skólar eða listasöfn. Frá upphafi Þjóðleikhússins hafa um 1700 þúsund gestir sótt Þjóðleikhúsið og alls hafa verið sýnd í leikhúsinu 220 leikhúsverk og eru gestaleikir þá með taldir. Hafa þá um 7725 gestir séð hvert leikrit til jafn- aðar. — Nú starfa bæði ballqj,t- skóli og leiklistarskóli í Þjóð- leikhúsinu. — Já, leiklistarskólinn tók til starfa strax á öðru starfs- ári leikhússins og alls hafa um 80 nemendur útskrifast frá skólanum síðan. Flestir okkar yngri leikara sem starfa við Þjóðleikhúsið koma frá okkar skóla og margir leika annars staðar, eins og til dæmis hjá Leikfélagi Reykjavíkur. f leik- listarskóla Þjóðleikhússins eru nú 12 nemendur, en 160 eru í ballettskólanum. Ballettskólinn var’ stofnaður 1952 og hefur starfað hvert ár síðan. Ballet- skólinn hefur verið mjög nauð synlegur í sambandi við upp- færslu ballettsýninga, óper- etta, ópera og danssýninga, en marga af okkar beztu ballett- dönsurum höfum við misst til útlanda, því að þar hafa þeir fengið meiri möguleika til starfa. Nú starfa 7 íslenzkir bailettdansarar erlendis hjá ballettflokkum og hafa sumir getið sér mjög gott og víðfrægt orð. — Hvernig hefur samstarfið verið við hina ýmsu aðila sem vinna í sambandi við rekstur Þ j óðleikhússins? — Ég hef verið sérstaklega heppinn með starfsfólk, bæði leikara og annað starfsfólk. Ég hef átt einstaklega gott samstarf alla tíð við Þjóð- leikhúsráð, sem frá upphafi hefur að mestu leyti verið skipað sömu mönnunum, og þetta góða samstarf hefur að sjálfsögðu haft ákaflega mikið að segja fyrir mitt starf öll þessi ár. f þjóðleikhúsráði eru skipaðir fulltrúar einn frá hverjum stjórnmálaflokki og einn frá Félagi íslenzkra leik- ara. Það er oft talað um að það sé erfitt fyrir menn úr mismunandi fliokkum að vinna saman, en það er eftirtektar- vert að það hefur aldrei kom- ið upp neinn pólitískur ágrein- ingur í ráðinu, enda samstarf allt eins og bezt verður á kos- ið. — Hvernig hefur þér fallið þitt starf? — Það er starf sem ég hef allt frá fyrstu stund haft mik inn áhuga á, og þá að það sé erfitt og erilsamt, því að vandamálin eru oft margþætt hverju sinni og fljótt þarf að leysa úr, þá hef ég haft mikla ánægju af því, enda væri ekki hægt að vera í svona starfi nema það veiti manni ánægju. Sitthvað hefur oft bját- að á, eins og eðlilegt er en alltaf hefur það gengið furðuvel og á ég þar mikið að þakka öllu mínu samstarfs- fólki, sem ég hef verið ein- staklega heppinn með. Ef maður gengur upp í starfi sínu hefur maður ánægju af því en umfram allt verður alltaf að leysa vandamálin eftir beztu samvizku. á.j.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.