Morgunblaðið - 02.03.1969, Síða 4

Morgunblaðið - 02.03.1969, Síða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARZ 1969 BlLALEIG AN FAUIRH f carrental service © 1^5 ilM'1-44-44 mmiR Hverfiseötu 103. Simi eftir lokun 31100. MAOIMÚSAR «iPHom 21 «mar21I90 eftir loVun slmi 40381 LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastraeti 13. Sími 14970 BÍLALEIGAN AKBBAUT Mjög hagstætt leigugjald. SÍMI 8-23-47 Sebannongs minnisvarðar Biðjið um ókeypis verðskra. ö Farirnagsgade 42 K0benhavn 0. TRÉSMIÐIR Höfum ennþá á gamla verðinn: HEFILHAUSA KÚTTARAHAUSA FRÆSIBAKKA FRÆSITENNUR KÍLTENNUR Z — JÁRN o. fl. r r ^ 1 r LUDVIG i STI R R j L Æ Laugavegi 15 Sími 1-33-33 EndurbyggiÖ eldhúsið með Husqvarna 0 Skrípi-orðið „pop- messa" „Gestur að sunnan" skrifar: „Heiðraði Velvakandi! Geta þessir ungu menn, sem ætla að frelsa kirkjuna úr fjötr- um Mnnar öldruðu sveitar í þjóð félaginu með því að flytja daegur- ið hrátt upp úr dönskum sorp- skólablaðaskrif sín í guðshúsi, ekki byrjað á því að frelsa móð- urmálið? Orðið „pop-messa“ er dæmigert um máltilfinningu og rökvísi þessa fólks. í fyrsta lagi er orðið frámuna- lega Ijótt, óþjált og fáránlegt. í öðru lagí er orðið útlent (tek- ið hrátt upp úr dönskum sorp- blöðum), og ætti að vera lítill vandi fyrir Mna menntuðu og glæsilegu (að ekki sé talað um hina „þjóðlegu" æsku landsins að finna íslenzkan búning handa þessu hugtaki. Hér er aðeins átt við þann hluta æskulýðs lands- ins, sem hefur Iag á að láta á sér bera og telur sig réttkjörinn fulltrúa allra annarra ungmenna I landinu. í þriðja lagi hefur orðið „messa" alveg sérstaka, ákveðna merkingu í íslenzku máli, en at- höfn sú, sem „pop-messa“ á að tákna, á ekki á nokkurn hátt skylt við messu. I fjórða lagi vita unglingarmr ekki einu sinni, hvað „pop þýðir, og þekkja alls ekki uppruna orðs- ins. Ég hef beðið marga unglinga um að skilgreina orðið „pop“ fyr ir mig, en engum hefur tekizt það. Það er hastarlegt, þegar ungl- ingar, sem fyrirfram eru á móti kirkjunni, fá aðgang að guðs- húsi safnaða, að þeim forspurð- um, til þess að flytja þar níð um þá stofnun, sem sumum er kær- ust allra. Það geta þeir gert ann- ars staðar. Það er hlægilegt, þegar mið- aldra karlar þykjast ætla að vera frjálslyndir, umburðarlyndir og „skilmngsríkir“ gagnvart æskunni og láta allt eftir henni, af ein- skærum ótta við að vera stimpl- aðir það, sem þeir eru: guðs- volaðir, miðaldra, æskulýðssnobb aðir sauðir". Hér setur nú Velvakandi bara amen eftir efninu, — en annars var bréfið lengra, og tók ekki betra við. — En sé bréfritara jafn illa við athöfnina og orðið, ættu þau að hæfa hvort öðru. 0 Popp-prestar eða ekki poppprestar „Kæri Velvakandi Ég hef ekki skrifað þér áður ég hef heldur ekki haft tilefni, en nú hef ég það. Þetta er út af ummælum séra Árelíusar Níels sonar um Pop-messuna, sem var haldin síðastliðinn sunnudag Hann segir í Vísi, að ekki verði aftur haldin Pop-messa í sínum messu- tíma, og að ræðumar, sem flutt- ar voru þar hafi verið hroka- fullar, (þó sagði hann eftir mess- una, að önnur ræðan hefði verið svo til eins og ræða, sem hann hélt sjálfur fyrir stuttu) og segir, að þetta hafi ekki verið nein messa. Ég vil spyrja, skilur séra Árelíus okkur unga fólkið? Veit hann, hvað við viljum? Við vilj- um ekki hafa kirkjuna, eins og hún er, ekki staðnaða, við viljum hafa hana áhrifamikla og láta hana taka afstöðu til ýmissa stærri mála. Láta hana aðlagast nútánanum. Eftir Pop-messuna á sunnudag var séra Árelíus spurð- ur, hvað prestar myndu segja um þessa messu. Hann svaraði „Þeir verða áreiðanlega ekki allir sam- mála en ég held, að hver prestur mundi hugsa sig tvisvar um áður en hann neitar svona stórum hóp um að sækja messu“. Þetta voru hans orð, og nú er hann búinn að neita þessum hópi um að sækja messur, því að fæstir gera það (þ.e.a.s, sækja messur) við núver andi ástand. Sem sagt hann vill aðeins hafa eldra fólkið og láta kirkjuna þar af leiðandi fjarlægj- ast okkur unga fólkið. Við erum framtíðin, ef okkur semur ekki við kirkjuna, þá lognast hún út- af í framtíðinni. Ég er ekki að segja, að allt hafi verið rétt, sem gert var £ pop-messunni, en eitt- hvað verður að gera, einhverju verður að breyta Ég vona, að þeir, sem stóðu að þessari messu, láti ekki orð séra Árelíusar á sig fá, heldur haldi áfram baráttunni og hafi pop-messur í hverjum söfnuði í Reykjavík og gaman væri að heyra álit fleiri presta á þessu máli. POP“. 0 Æskan þrýstir á prestana „Gu. Jó“ sferifar: „Kæri Velvakandi: Þar kom að þvi. Loks létu prestar undan þrýstlngnum frá „æskunni". Vonandi stafar þessi þrýstingur frá þeim, sem trúa á Guð og Jesúm Krist, en ekki frá Mnum, sem vilja öll trúarbrögð feig, og þá ekki sízt kristMna. Hins vegar mun þeim sumum þykja „fínt“ að blaðra um Búdd isma, sem þeir vita ekkert um, enda jafnmikill heiðindómur og Ásatrú og litlu framar í siðgöfgi og mannbætandi áhrifum, en þetta tvennt verður þó að teljast und- irstöðuatriði þess, að mannkynið geti iifað saman í sátt og sam- lyndi, en eyðist ekki af eigin vonzku. 0 Andlegt skran í tómann maga Það er gaman að vera á móti ÖIXu hinu „viðtekna". Þó skyldu menn athuga sinn gang, áður en öllu gömlu er afneitað, því að þá verður eftir tómarúm, sem alltof auðvelt er að fylla með andlegu skrani. Það sannar reynslan, ekki sízt nú á dögum, þegar annars frjálslynd æska getur iátið smit- ast af Miaó-fasisma löngu afgreidd um aldamóta-ainarkisma. Castro- dictatorism og öðrum álíka geðs- legum en gamalkunnum sjúkdóms einkennum rótslitinnar aldar. Raunverulegur kommúnismi er ekki í tizku lengur, nema þá þessi venjulegi rauðfasismi. — En allt er þetta drasl, sem hver og einn sxðmenntaður og lesinn maður hefur losað sig við um tvítugsaldur. 0 Andfýla En Ieiðinlegast er, þegar and- legrar stéttar menn gugna og bogna undan andblæstri, sem þeir ímynda sér í ástæðulausri skelf- ingu sinni, að sé ferskur andi nýrr ar kynslóðar, er þeim verði fyr- ir alla muni að þefa af og láta síðan blása í segl kirkjudeildar sinnar, þótt þar sé kannski bara um að ræða fúlan þef úr vitum þeirra, sem vilja kirkjunm illt. Hlustið til dæmis á klerkana, sem eru að reyna að tala um dæg- urmál og pólitík í ræðuhöldum sínum, einkum þegar þeir kom- ast í útvarp á sunnudagsmorgn- um. Þá sefur raunar allt ungt fólk út, en örfáir, árrisulir gaml- ingar liggja vakandi í fleti sínu, vantandi morgunkaffi frá sofandi og timbraðri tengdadóttur eða öðrum nákomnum, og neyðist til þess að hlusta á. Áróðurinn fer algerlega á skakkan stað 0 Prestar í tímans straumi Að slepptu kjaftæði um túna- slátt, gæftaleysi lóukomu og svo- leiðis trikkum, sem sumir prest- ar halda, að gæði boðskap þeirra lífi og „inntaki", þá er vinsælt að þrugla í hálfkveðnum vísum um Víetnam og Grikkland. Það á að sýna, að þeir hrærist í tím- ans straumi, þótt þeir vanræki boðskap frelsarans. Það er líka OK að rövla um Grikkland. Allt vinstra sinnað dót hugsar með sér: Honum er þó ekki alls varn- að, helv. . . klerkinum, en hvað um það, hann er klerkur samt Lítið þakklæti fær hann úr þeirri átt, en sleppur kannski við gagnrýni á prenti um skeið Segði hann hins vegar, sem satt er, að í rikjum kommúnismans ríkti miklu meiri andleg og Ifk- amleg kvöl, þá myndu allir lands ins laumu-, kvart-, hálf- og heil- kommúnistar rísa upp á aftur- lappirnar og fordæma hann fyrir pólitískan óróður, og enginn svo kallaður íhaldsmaður mundi rísa upp honum til varnar. — Þetta vita klerkar og haga sér eftir þvL Svei þessu öltu saman. Gu. Jó“. Velvakandi hefur engu við öll þessi ósköp að bæta, nema því, að einu sinni á skólaárum hans (fyr- ir mörgum öldum, að dómí nú- verandi skólaæsku) var sá „frasi“ vinsæll meðal þeirra, sem þá, eins og nú, hafa leyst öll vandamál heimsins í einu vetfangi, að „Búddhatrú væri afslappandi, Ása trú uppstrammandi, marxismi myrðandi, en kristindómur niður- lægjandi", (hér töluðu að sjálf- sögðu otfurmenni) Annars er það mesta furða, hve Velvakanda hafa borizt mörg bréf um þessi mál, og kannske er hér loksins komin sú raunsanna „rökræða í þjóðfélaginu“, sem þeir hafa helzt verið að óska eftir, sem kjósa yfirleitt heldur að rök- ræða með handvélbyssum en tal- færum. — Það væri svo sem eftir öðru, að Velvakandi gamli yrði heizti vettvangur slíkra rökræðna Margt fær hann að þola. En vegna bréfafjölda, sem ber vott um mikinn áhuga, inun Velvakandi reyna að láta bréf um þessi efni ganga fyrir öðrum fram eftir næstu viku. 0 Friðarbær Miklar umræður hafa farið fram um nafn á skemmtistað unga fólksins, og menn þar ekki á eitt _sáttir. Þegar unga fólkið sjálft kaus um nafnið voru skoðanir einnig mjög skiptar, þótt Tóna- bær hafi hlotið flest atkvæði. — Einn bréfritari Velvakanda sting ur upp á því að skemmtistaðn- trm verði valið heitið Friðarbær með þeirri ósk og trausti til æsk- unnar að það yrði réttnefni. Væntanlega á æskan það traust hans skilið hvert svo sem nafn staðarins verður, en meðal gár- unganna gengur gamla Lido nú undir nafninu Villingaholt. Nú er rétti tíminn til að panta giugga í húsin, sem byggjíist eiga í sumar. Góðir gluggar eru aðalatriðið í hverju húsí. Helztu kostir Cafda, ^CfLUCGAj^ eru: 1. Þar skyggja engir póstar á og útsýnið nýtur sín fullkomlega. 2. Hægt er að snúa þeim alveg við um 189° og hrcinsa þá og mála algjörlega innan frá. Þetta sparar mikið fé og fyrirhöfn og húsmóðirin er alltaf ánægð með sinn hreina glugga. 3. Hægt er að hafa gfugga opna i hvaða stöðu sem er án þess að eiga á hættu, að rigni inn um þá. 4. Loftræsting er mjög góð. 5. Þeir eru algjörlega vatnsþéttir. 6. Þeim fylgja þéttilistar, sem gera þá vindþétta. 7. 1 árs áhyrgð fylgir giuggtmum. 15 ára reynsla í smíði Þegar haía verið smíðaðir um 10000 timburvebzlunoí völundur hf.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.