Morgunblaðið - 02.03.1969, Qupperneq 7

Morgunblaðið - 02.03.1969, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARZ 1969 Hundrað kall f rd kónginum Og nú röltum viö f rólegheit- um, niöur brekkurnar frá Eir- ikshólnum, niður í Eiríkshóls- grófirnar, þar sem einu sinni var verið á engjum í þá daga var allt graslendi nýtt, einkan- lega það sem greiðfært kallað- ist. Þeim þótti það þægilegra, gömlu mönnunum, að slá á því- líkum stöðum, en að vera si- fellt að berja þúfnakollana. Snemma vors er það alltaf öruggt að finna gnægð Vetrar- blóma í melbörðunum neðan Eiríkshólsgrófa, en Vetrarblóm- ið er einhver mesta skartjurt hériendis, sú sem fyrst blómstr ar og vekur manni vorsins von í brjósti. í þetta sinn erum við aftur stödd á gamalkunnum slóðum við austanverðan Hvalfjörð, Eir íksbóll liggur í þjóðbraut og þó eru það fáir, sem um hann vita, og aka þó tugþúsundir framhjá honum árlega. Það er sumar og sól. Nátt- úran er í essinu sínu og skart- ar skrautklæðum. Geldingahnapp ur prýðir græna þúfu og blóð- bergið ilmar. Lambagrasið smáa vekur upp gamlar minningar. menn löguðu sér te af blóðbergi hér áður fyrri. Við komum í agn arlítið daldrag. Þar er örlítið vott undir fótinn, líklega dýja- bleyta. Þar sjáum við dýr, sem vekur athygli okkar. Það er gljáandi svart á búkinn, fall- ega rákað, og teygir sig leti- lega áfram í grasinu og sól- skininu. Því liggur ekkert á. Þarna er á ferðinni Svarti snigill (Arion ater). Hann er stærsti snigill okkar, að land- sniglum til. Marga eigum við snigla í sjó og við fjörur, en þó nokkuð margar tegundir la.nd snigla eru til, og sumir þeirra hafa til skjóls raunverulega kuðunga. Ekki þurfa menn langt að ganga til að rekast á þessi litlu dýr, sem hamast við að lifa, og láta sennilega hverjum degi nægja sína þjáningu. En hugum nú aftur að Svarta snigli Hann er glæsilegastur allra land snigla hérlendis, ber yfir þá höf uð og herðar, og um hann hafa myndast þjóðsögur. Svarti snigill hefur oft verið Hann er föngulegur Svarti Snigillinn, og það sýnist auðvelt að grípa í hornin hans nefndur Brekkusnigill á ís- lenzku, þótt vísindin hafi eign- að annarri sniglategund það nafn á síðari tímum. En engin vafi er á, að þegar þjóðtrú talar um Brekkusnigil á hún við Svarta snigil. Brekkusnigill nútimans er svo miklu ósjálegri að engar þjóðsögur hefðu um hann myndast. Rekjum nú stundarkorn al- þýðutrúna um Svarta snigil eða Brekkusnigil, en það er auðvit- að sami snigillinn. Ef maður gat náð í fimmta horn brekkusnigilsins, kemur það fram, sem maður óskar sér. Skyldi bera gullhring að hausi snigilsins og segja: Brekkusnigill, brekkusnigill, réttu út miðhorn, ég skal gefa þér gullhring á hvert eitt þitt horn. Eftir annarri kreddu var nóg að hann rétti fram þrjú horn- in: Brekkusnigill boginn ég skal gefa þér uxa og kú, ef þú rekur út hornin þrjú. Þegar ég var að alast upp og vaxa úr grasi hafði þjóðtrúin tekið á sig allt annað gerfi. Nú var ekki lengur talað um að gefa sniglinum neitt, heldur þótti það öruggt, ef maður næði til að grípa í, þótt ekki væri nema eitt horn snigilsins, þá átti maður að rífa það af, setja í Svona getur Svarti snigill dregiö sig í hnút, þegar hann vill ekki að neinn nái i homin. umslag, senda það kónginum í Kaupmannahöfn, og innan tíð- ar myndi hann senda manni hundrað kall fyrir hornið. Þetta var einskonar happdrætti þeirra tíma. En fæstir náðu að grípa um horn snigilsins máski eng- inn. Svarti snigill er félagsvera. Sá ég eitt sinn að kvöldlagi í snarbröttum brekkunum ofan við Skólasel Menntaskólans í Reykjakoti, hvar hundruðir svartar snigla voru saman komn ir á fundi. Vafalaust hafa þeir verið að ræða aðkallandi efna- hagsvanda, hvernig skipting þeirra þjóðartekna skyldi fram (fara. Það lá við að maður beyrði masið í þeim. Pálma rektor þótti þetta merkileg tíð- indi, enda var hann þá Alþing- ismaður. Þótt lítið fari fyrir kuðungn- um á svarta snigli hefur hann kítínbrynju undir húðinni til hlífðar viðkvæmustu líffærun- um. 1 einni bóka sinna segir Dar- win frá atviki, sem bent gæti til þess, að sniglar hefðu eitt- hvert andlegt líf. Hann gaf gaum að tveimur, sem höfðu skriðið inn í líf- vana garð. Sá þeirra, sem var ævintýragjarnari og meir leit- andi, yfirgaf félaga sinn, skreið yfir steinvegg og fann þá snigla paradís. í staðinn fyrir að setjast þar að og lifa í vellystingum prakt uglega og setjast einn að krás- unum, sneri hann til baka, fór aftur yfir vegginn, og gat talið félaga sinn á að fylgja sér yfir í paradísina. Darwin fannst þetta benda til einhvers minnis, og einnig til þeirra mannlegu óska að deila með öðrum hamingj- unni. Látum við svo staðar num- ið að tala um Svarta snigil í Eiríkshólsgrófum að sinni Fr.S. ÚTI Á VÍÐAVANGI FRÉTTIB Hvítabandskonur Munið aðalfund félagsins að Hall veigarstöðum þriðjudaginn 4 marz kl, 8.30. Kaffidrykkja Áríðandi að konur fjölmenni Árshátíð Sjálfsbjargar verður í Tjarnarbúð laugardaginn 15. marz. Helga á Sæbóli 70 ára Nokkrir vinir hennar hafa ákveð ið að heiðra hana með samsæti að kvöldi afmælisdagsins, mánu- daginn 3 marz kl. 8.30 í Félags heimilinu í Kópavogi. Þeir, sem vilja taka þátt í samsætinu til- kynni það í síma 41616 eða 41391 Kvenféiagið Seltjörn, Seitjarnar nesi. Fundur verður haldinn í Mýr arhúsaskóla miðvikudaginn 5. febr. kl 830 Guðmundur Illugason verð ur gestur fundairns og segir frá Seltjarnarnesi í fyrri daga Kirkjukvöld • Háteigskirkju. Kirkjukvöld í Háteigksirkju kl. 8.30 Herra biskupinn Sigurbjörn Einarsson flytur erindi Kammer- kórinn syngur undir stjórn Ruth Magnússon. Auk þess verður al- mennur söngur og organleikur. Að gangur er ókeypis og öllum heim- ill meðan húsrúm leyfir. Sóknarnefndin. Kvennadeild Skagfirðingafélags- ins í Reykjavík heldur skemmti- fund í Lindarbæ mðivikudaginn 5. marz kl. 8.30 Á fundinum verða birt úrslit í skoðanakönnun, kvart- ett syngur, sýndar skuggamyndir Heimilt að taka með sér gesti Kvenfélag Hallgrímskirkju heldur samkomu í félagsheimili Hallgrímskirkju, þriðjudaginn 4. marz kl. 8.30 öldruðu fólki í söfnuðinum er sérstaklega boðið á fundinn. Guðrún Tómasdóttir söng kona sýngur við undirleik Ólafs Vignir Albertsosnar Kaffiveitingar Góukaffi kvennadeidlar Slysa- varnafélagsins í Reykjavík verð- ur sunnudaginn 2 marz í Tjarn- arbúð kl. 2 Hlaðborð með allskon- ar kræsingum. Nefndin heitir á fé- lagskonur að gefa kökur og hjálpa til á sunnudaginn. Snjóbíll Til sölu góður snjóbíll með 8 til 10 manna húsi. Góð vél, gott hús og ný belti. Skipti á bíl koma til greina Uppl. í s. 34526 á kvöldin. Til leigu 3—4 herbergi á götuhæð í Miðbænum. Gott fyrir tann lækna eða hárgreiðslust. Tilb. til Mbl. merkt „Mið- bær 6730“ fyrir 7. marz. Helma auglýsír Klæðum og gerum við Japanskar stretschbuxur, nýkomnar. Helma, sími 11877. við bólstruð húsgögn. — Bólstrarinn, Hverfisgötu 74 Sími 15102. Ung barnlaus hjón Sófasett óska eftix 2ja—3ja herb. íbúð til leigu í Rvík frá og með maí—júní. Uppl. í sma 33320. á gamla verðinu. Sjónvarps hornsófinn kominn aftur. Bólstrarinn, Hverfisgötu 74 Simi 15102. íbúð til leigu 3ja herb. íbúð í Vesturborg inni til leigu frá 1. apríl, góð umgengni skilyrði. — Tilb. sendist Mbl. fyrir 15 þ. m. merkt: „6255“. Tapað - fundið Kvengullúr tapaðist í Vest ur- eða Miðborginni. Finn- andi vinsamlegast hringi i síma 16229 gegn fundar- launum. Bíll Keflavík — Suðurnes Til sölu Willy’s station, model ’57 ásamt varahlut- um. Góður fjallabíll. Upp- lýsingar i síma 37234. Nýkomin ullarefni í dragt- ir, flauel í fermingarkjól- ana, margir litir. Verzl. Femina. 2ja—3ja herb. íbúð Fundizt hefur i óskast 1. apríl. Góðri um- gengni heitið. Uppl. í gíma 1515Á lítið telpnahjól, tvíhjól við Nýbýlalaug. Uppl. i síma 83067. Sængn rveradamask Breidd 1 m og 140. Hamrað léreft í náttföt o.fl., br. 1,15 Verzlunin Anna Gnnnlangsson, Laugavegi 37. Japönsku stretchbuxurnar komnar nr. J—12. Verzlunin Anna Gunnlaugsson, Laugavegi 37. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu Skrifstofuherbergi óskast í eða nálægt Miðbænum. Tilb. sendist afgr. Mbl. fyr- ir mánudagskvöld merkt: „Skrifstofa 6302“. ARABIA-hreinlætistæki Hljóðlaus W.C. — kassi. Nýkomið: W.C. Bidet Handlaugar Baðker Faetur f. do. W.C. skálar & setur. Fullkomin varahlutaþjónusta. Glœsileg vara. Verð hvergi lœgra Einkaumhoð fyrir ísland: HANNES ÞORSTEINSSON lieildv., Hallveigarstíg 10, sími 2-44-55. íbúðir óskast: Höfum kaupanda að 2ja herb. íbúð. Útb. kr. 400—600 þús. Höfum kaupanda að 3ja herb. íbúð. Útb. kr. 500—700 þús. ÍBÚDASALAN Ingólfsstrœti gegnt Gamla Bíói sími 12180 Sölumaður Heimasími Höfum kaupanda að 4ra herb. íbúð. Gísli ÓlaíSSOIl Útb. kr. 600—800 þús. 83974. Höfum kaupendur að sérhæðum. Miklar útborganir. Höfum kaupendur að einbýlishúsum í Reykjavík, Kópav. og Garðahreppi. Höfum kaupanda að verzlunarhús- næði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.