Morgunblaðið - 02.03.1969, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 02.03.1969, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARZ 1969 TJtgelajndi H.f. Arvafcur, Œteykjsuváfc, Enaiöfcvaeirnicliaisifgórí Haraldur Sveinsaon. 'Bitstjórar Sigurður Bjarniason Irá VigW. Matthías Jdhanrresstea. Eyjólfur Konráð Jónsson. EitsttjómarfuHteúi Þorbjöm Guðtnunösson-. Fréttaísitj'óri Björn Jólhannssons. Auglýsihgastjöri Árni Garðar Krigtin'sson. Eitstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími lft-liOiO. Auiglýsingar Aðalstræ'ti 6. Sínol 22-4-80. Asfcriftargjald fcr. ISO.OD á mánuði innanlands. í lausasjölu fcr. 10.00 eintákdð. ÆSKAN OG STJÖRNMÁLIN ^tundum heyrist því haldið ^ fram, að æskulýðurinn eigi ekki að skipta sér af stjórnmálum og jafnvel að það sé mannskemmandi að taka þátt í þeim. Sem betur fer er unga fólkið sjálft á allt annarri skoðun. Það gerir sér fulla grein fyrir því, að það hefur skyldur við þjóð sína, og þær skyldur eru fyrst og fremst í því fólgnar að vera vel á verði um þjóðarhag, hugsa um atvinnuvegi þjóðar innar, menntunaraðstöðu og menningarlíf, og svo framveg is. Fremst í fylkingu hinna ungu áhugamanna um þjóð- málin, lífshagsmunamál Is- lendinga, er Heimdallur, fé- lag ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík, og að undan- förnu hefur verið geysi þrótt- mikið starf í þeim félagsskap. Hver fundurinn hefur rakið "annan, þar sem hin margvís- legu málefni hafa verið tekin til meðferðar. Ungir Sjálfstæðismenn sýna nú, að nýr þróttur er að fær- ast í allt starf Sjálfstæðis- flokksins. Nýjar hugsjónir fæðast meðal æskumanna og síðan er þeim rudd braut. Það er einmitt þetta, sem nú er að gerast, og vissulega er mikil ástæða til að fagna því. Á öllum tímum hafa þeir menn verið taldir mætastir, sem eytt hafa starfsorku sinni til þess að vinna að hagsmuna málum þjóðar sinnar. Þess vegna er það heiður hverjum og einum að taka þátt í stjórn málum og reyna að koma áhugamálum sínum á fram- færi. Og þess ber líka að gæta, að lýðræðisþjóðfélag fær ekki staðizt án stjórn- málaflokka og starfsemi inn- an þeirra. Þess vegna eiga og verða stjórnmálaflokkar að vera öflugir, þótt hitt sé allt annað mál, að einstaklingar innan flokkanna geta haft mismunandi sjónarmið og skoðanir á einstökum málum, og ekkert við því að segja, þótt um þau sé deilt, heldur eiga stjórnmálaflokkarnir að vera vettvangur skoðana- skipta og jafnvel harðra deilna. En menn skipa sér í stjórn- málaflokka eftir grundvallar- skoðunum, og þess vegna eiga allir þeir heima í Sjálfstæðis- flokknum, sem virða persónu frelsi og rétt einstaklingsins til að ráða sjálfur athöfnum sínum, en vera ekki stjórnað af sterku ríkisvaldi eins og sósíalistar berjast fyrir, hvort heldur þeir eru kommúnistar eða sósíal-demókratar. HJÓNAGARÐAR CJtúdentar berjast nú fyrir ^ því, að byggður verði nýr stúdentagarður, sem ætlaður verði giftum stúdent um. Mjög hefur færst í vöxt á síðari árum, að fólk gangi í hjúskap ungt að árum, og er ekki nema gott eitt við því að segja. Hins vegar eru erfið leikar þess unga fólks, sem stofnað hefur til heimilis, en er enn við nám, oft miklir, og því er brýn nauðsyn að hrinda í framkvæmd hug- myndunum um byggingu hjónagarðs. En þessi hjónagarður gæti um leið orðið sumarhótel og bætt úr þeirri eklu, sem er á hótelrými. Móttaka erlendra ferðamanna mun, í framtíð- inni verða mikilvæg atvinnu- grein, og þess vegna er ekki sýnt, að bygging hjónagarðs- ins mundi, er fram líða stund ir, vera kostnaðarauki, heldur jafnvel tekjulind. AA-SAMTÖKIN Jj^yrir nokkru var í sjónvarp- inu mjög athyglisverður þáttur um vandamál drykkju sjúklinga, þar sem m.a. var nokkuð greint frá starfsemi hinna svonefndu AA-sam- taka, sem eru félagsskapur manna, sem ekki hafa stjórn á áfengisneyzlu sinni og styðja hver annan til þess að sigrast á þessum erfiðleikum. AA-samtökin vinna í kyrr- þey, og hér á landi hafa þau unnið geysimikið og merki- legt starf, þótt lítið hafi á því borið. Þessi samtök kæra sig ekki um mikla auglýsinga starfsemi, en óhjákvæmilegt er þó að vekja athygli á störf um samtakanna, til þess að hvetja þá, sem við ríka drykkjuhneygð eiga að stríða, til þess að leita aðstoðar þeirra, sem í samtökunum starfa og skilning hafa á þessu vandamáli. vhj UTAN ÚR HEIMI Harönar Berlínardeilan aftur? ALLT útlit er fyrir, að slitn- að hafi upp úr viðræðum vesbur-þýzkra og austur- þýzkra stjórnvalda um heim- ild fyrir Vestur-Berlínarbúa til þe»s að heimsækja vini og ættingja í A-Berlín. Þessi heimild, gem verða skyldi fyr- ir hendi ekki bara um næstu páska heldur einnig lengra fram í tímann, var skilyrði vestur-þýzkra stjórnarvalda fyrir því, að kjör næsta for- seta Sambandslýðveldisins Þýzkalands yrði ekki látið fara fram í V-Berlín 5. marz n. k. eins og fyrirhugað hafði verið. Nú eru því allar líkur á því, að forsetakjörið fari þar fram, eing og upphaflega var áformað. Það er þó ekki sú staðreynd, sem mestu máli kann að skipta. heldur hitt, að forsetakjörið kann að leiða til þess, að austur-þýzk stjórnar- völd grípi til enn frekari gagn ráðstafanna, en þegar er orð- ið. Þetta kann svo aftur að verða til þess, að Berlínardeil an, sem aldrei hefur dáið út, blossi upp næstu daga á heift- arlegan hátt. Berlín er og verður einn viðkvæmasti þátt- ur heimsstjórnmálanna. — Þegar ég geng til náða á kvöld in, hugsa ég af ásettu ráði ekki um Berlín. Ef ég gerði það, myndi ég aldrei sofna, var eitt sinn haft eftir Dean Rusk fyrrverandi utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna. Þess-i orð segja mikla sögu. Tvisvar sinnum hefur Ber- línardeilan náð því marki, að heimsfriðurinn var í hættu. Það var árið 1948, er Berlín varð einangruð, þannig að halda varð uppi samgöngum við hana með loftbrúnni frægu og árið 1961, eftir að Berlínarmúrinn var reistur. í bæði skiptin voru það ekki Vesturveldin, heldur Sovét- ríkin og Austur-Þýzkaland, sem hleyptu deilunni af stað. En frá árinu 1963 hafa Bandaríkin, Bretar og Frakk- ar ekki sætt neinum teljandi vandræðum af hálfu Austur- Þjóðverja eða Rússa á landa- mærum A-Þýzkalands. En tak markanir á ferðalögum V- Þjóðverja og V-Berlínarbúa jukust stöðugt. Stjórnmála- mönnum og blaðamönnum þaðan var vísað til baka, eft- ir því sem austur-þýzkir Sové/.kar herþotur yfir Vest- ur-Berlín. Byggingin er þin|g- húsbyggingin í V-Berlín. landamæraverðir ákváðu og strangari ákvæði um vega- bréf og áritanir á þau tóku gildi í júní í fyrra fyrir V- Þjóðverja yfirleitt, sem ferð- ast vildu yfir austur-þýzkt land. En þess var jafnan gætt að grípa ekki til harkalegri aðgerða en -svo, að þær sam- svöruðu áhættunni. Stjórnar- völd í Moskvu og Austur- Berlrn gættu þess að halda sér innan þeirra takmarka, sem John F. Kennedy hafði lýst yfir 1961 og fól í sér þrjú aðalatriði: • Rétt bandamanna til þess að hafa herlið í Ber- lín. • Rétt bandamanna á opn- um leiðum til Berlínar. • Að unnt yrði að halda tilveru borgarinnar (V- Berlínar) uppi efnahags- lega o. s. frv. í apríl 1965 sýndu kommún- istar, hvernig þeir gátu vald- ið vandræðum, án þess að þeir stigju nokkru sinní lengra en takmarkanir Kenne dys Bandaríkjaforseta fólu í sér. Þá eins og nú fóru fram I forsetakosningar í V-Berlín. Þegar ves’tur-þýzka sambands þingið kom þá sarnan 7. apríl í þinghúsinu í V-Berlín, þutu sévézkar þotur af gerðinni MIG 19 og 21 yfir þök borg- arinnar, fóru í gegnum hljóð- múrinn með ægilegum gný og skutu hvellskotum. En sam- tímis létu sOvézkir flugforingj ar loftöryggisstjórn banda- manna vita nákvæmlega um stefnu MIG þotanna til þess að forðasft árekstra á flugleið- unum til V-Berlínar. Þannig þóttist Moskva hafa haldið sér innan takmarkanna. Síðan þetta gerðist hafa Austur-Þjóðverjar og Rússar lagt ýmsar hindranir á ferð- ir til og frá V-Berlín og haft í frammi margs konar truflan- ir en aldrei þó alvarlegri en svo, að þeir töldu sig hafa haldið sér innan þeirra tak- marka, sem Kennedy heitinn hafði aett. Margt bendir til þess, að stjórnarvöldin í A-Berlín og Moskvu hyggist fara eins að nú. Spurningin er samt sú, hversu teygjanleg þolinmæði Vesturveldanna er. Kommún- istar kunna að grípa til slíkra aðgerða, sem í orði kveðnu gætu talizt innan framan- greindra tákmarka, en fælu í sér slíka ágengni í raun og veru, að ekkj yrði unnt að þola þær. Þá yrði að grípa til gagnaðgerða, sem síðan yrði svo aftur svarað og þá væri Berlínardeilan í algleymingi að nýju. Nýr þáttur í starfi HGH MBL. hefur fyrir nokkru borizt fréttatilkynning frá Herferð gegn hungri, þar sem m.a. er skýrt frá því, að samtökin hefji um þessar mundir nýjan þátt í bar- áttunni fyrir setningu löggjafar um aðstoð við fátæku þjóðirnar. í fréttatilkynningunni segir svo: Svo sem kunnugt er hefur Her ferð gegn hungri beitt sér mjög fyrir því undanfarið, að sett verði löggjöf um aðstoð af ís- lands hálfu við fátæku þjóðirn- ar. Fyrir tilstilla HGH birtist í haust áskorun 128 ungra manna til Alþingis og ríkisstjórnar um að sett yrði slík löggjöf. Áskor- un þessi var send ríkisstjórninni og öllum alþingismönnum og ýmsum öðrum. Nýr þáttur þess- arar baráttu fyrir setningu lög- gjafar um aðstoð við fátæku þjóð irnar er nú að hefjast. Er hann fólginn í því, að nú á næstunni og ef nauðsyn krefur allt til þess að Alþingi lýkur störfum sínum í vor, munu birtast í blöðumí út- varpi og sjónvarpi áskoranir frá HGH til Alþ. og ríkisstj. um setn ingu slíkrar löggjafar. Áskoran- ir þessar munu birtast sem aug- lýsingar, þar sem erfitt er að fá þær birtar með öðrum hætti og er þeim bæði ætlað að stuðia að setningu umræddrar löggj afar og vekja almenning til enn frek ari umhugsunar um þetta mál og stuðnings við það. Framkvæmdanefnid HGH er ljóst, að íslenzka þjóðin á við nokkra efnahagsörðugleika að etja um þessar mundir. Engu að síður teljum við, að hér á landi sé fyrir hendi meðal almennings ríkur skilningur á því, að þjóð- in leggi sitt af mörkum til efl- ingar atvinnulífi þjóða, sem eru fátækar og eiga við svo stórkost lega erfiðleika að etja, að hjá þeim eru erfiðleikar íslendinga sem hégóminn einn. Afstaða al- mennings vegna hungursneyðar- innar í Biafra sýnir glöggt, að þjóðin telur sig skuldbundna til að koma til liðs við þá, sem verst eru settir, þrátt fyrir eigin erfið- leika. Þær samþykktir, er stjórn málaflokkarnir allir og þing Al- þýðusambands fslands hafa gert um nauðsyn þess að komið verði á slíkri löggjöf, sýna einnig vel- vilja til og skilning á þessu máli. Afstaðan ein er þó ekki fullnægj andi, hugurinn verður að koma fram í verki. Því berst HGH fyr- ir því, að umrædd löggjöf verði sett. Framkvæmdanefnd HGH mun síðar gera grein fyrir öðrum þeim ráðum, er gripið kann að verða til síðar til þess að vinna að framkvæmd þess máls. Dannebrog undirbýr hótíðnhöld AÐALFUNDUR félagsins Danne brog var haldinn í Norræna hús inu föstudaginn 14. febrúar sl. í stjórn félagsins voru 'kosin: Formaður, Börge Jónsson, vara- formaður, Bjarne Eliassen, gjald- keri, Aksel Jansen, ritari, frú Hanna Gíslason, meðstj., Jes Jessen. Varastjórn: Frú Brethe Niel- sen, frú Else Jansen, Fyrsta verkefni hinnar ný- kjörnu stjómar verður að und- irbúa ásamt með Det Danske Selskab, hátíðahöld í tilefni af 70 ára afmæli Friðriks konungs IX.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.