Morgunblaðið - 02.03.1969, Page 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 2. MARZ 1969
Það sem hún sá, var líkast
skugga af barni. Andlitið var
eitthvað svo lítið og tært, hör-
gula hárið svo slétt, og neglurn
ar á fingrunum svo óhugnanlega
hreinar, og ljósrauðar og hvítar.
Hana langaði ekki að horfa á
þetta lengur.
Gildvaxin systir klappaði á
handlegginn á henni og ýtti
henni hægt út í ganginn. Þetta
var mjög langur gangur með ein
hverjum gulum blómum í , og
steinkrukku á borði úti í end-
anum. Hávaxinn maður í regn-
kápu stóð við borðið og horfði
út um gluggann. Hún vildi ekki
ónáða hann, en hinsvegar varð
hún að ganga rétt hjá honum.
En eitthvað kom henni þetta
dökkhærða höfuð kunnuglega
fyrir sjónir. Og hún fann, að
hún var farin að horfast í augu
Við Blake McCall.
— Hvernig líður honum Símoni
sagði hann.
Hún varð alveg orðlaus, svo
mjög hnykkti henni við, og trúði
ekki því sem hún heyrði. Þetta
voru orð, sem húnn hafði áður
sagt og hún hafði ástæðu til að
tortryggja. En nú reið á að láta
ekki þetta núverandi eymdará-
stand hafa áhrif á sig, heldur
reyna að varðveita óbeitina á
honum óskerta.
Með hendur í vösum og horf-
andi niður á gólfið, sagði hún
honum hvað læknirinn hafði
sagt, og reyndi eftir föngum að
hafa hemil á tilfinningum sín-
um.
Þau gengu út saman og án
þess að hugsa um nokkra sér-
staka stefnu gengu þau út á göt-
una. Hún kom auga á einhverja
götu, sem hún kannaðist við og
sá, að þaðan hafði hún komið.
Hann tók að tala lágt um sína
eigin bernsku í Kanada og síð-
an um son sinn.
Loksins þorði hún að líta á
hann og furðaði sig á þessari
óvæntu viðkvæmni hans og
hreifst af fallegri röddinni. Það
var óhugsandi, að þetta væri
sama röddin, sem gat verið svo
hvöss og kuldaleg. í flugvél-
inni var hann vanur að snúa
höfðinu ofurlítið til annarrar
hliðar, með augun hálflokuð, rétt
eins og til að bíða eftir svörum,
sem hann gæti síðan rifið í tætl
ur.
En nú var hann öðruvísi. Þol-
inmóður, rólegur og ótrúlega
nærgætinn.
Þau gengu áfram og reyndu
að forðast umferðina, þegar far-
ið var yfir gatnamót. Hún fann,
að hún var sjáfl að verða ró-
leg og fann til líkamiegrar
þreytu, sem þó var ekki óþægi-
leg, en samt óskaði hún, að þessi
45
%•
0WX#***
Leggjum peim lið
ganga þeirra gæti haldið áfram
. . . og áfram.
Hann kom í sjúkrahúsið næstu
sex kvöld í röð. Þetta var bezti
tími dagsins, þegar hver trjá-
grein stóð hreifingarlaus út
í lygnt loftið. Fuglar með
þanda vængi létu sig svífa í
silfurglitrandi loftinu. Allur
veruleiki var víðs fjarri.
Heil vika leið, án þess að vera
talin, og hafði ekkert inni að
halda nema daglegar tilkynning
ar sjúkrahússins og svo hina
lífgandi nærveru Blakes, hvort
sem hann var hjá henni eða
ekki. Minningin um það sem
hann hafði sagt nægði til
að fylla upp í þær stundir, sem
hann var hvergi nærri.
Einn morguninn hringdi sím-
inn hjá henni óvenju snemma.
Systir Darby var glöð í bragði
næstum hlæjandi.
— Ég verð að hringja í yð-
ur. En þér athugið, að þetta er
einkamál, og Bromley læknir
hringir seinna. Ég vil, að þér
vitið að í morgun var Símon
Við viljum iöggjöf
um aðstoð
við fðtœku pjóðirnar
Herferð gegn hungri Æskulýðssamband íslands
» ÁLFTAMÝRI 7
OMAHUSIÐ
simi 83070
Opið alla daga öli kvöld og
um helgar.
Blómin, sem þér hafið ánægju
af að gefa, fáið þér í Blóma-
húsin.u.
ftFUNA
VARI
ELDUARNAR
MALNING
FUNAVARI er plastbundin eldvarnarmálning,
er blæs upp við hita og myndar frauö, sem
logar ekki en einangrar vel gegn hita.
FUNAVARI tefur því mjög fyrir íkviknun í eld-
fimum vegg- og loftklæðningarefnum og hindr-
ar þannig lengi vel útbreiðslu elds. Á sama hátt
einangrar FUNAVARI stálbita og járnhurðir og
vajnar því að málmurinn hitni og leiði hita til
reiðslu elds.
MALNIIMG í
KÚPAVOGI Sími 40460
— Það var komið með eplakassa meðan þú varst úti, mamm.
orðinn eins hress og hægt er að
búast við af barni á hans aldri.
Fyrir nokkrum mínútum, þegar
ég fór að líta til hans, stóð
hann á höfði í fótendanum á rúm
inu og var að reyna að ná til
lampaskermsins með fætinum . .
— Hvað sagði hann .. . ?
— Hann sagðist vera glorsolt
inn og nú er hann að tæma stór
an disk af hafragraut. Hún sagði
síðustu orðin næstum hlæjandi.
— Hvað þetta var dásamlegt,
og ég þakka yður, systir. Þetta
eru beztu fréttir, sem ég hef
fengið á ævinni. Get ég komið
út til ykkar srtax?
— Það getið þér, ef þér vilj-
ið, en ég mundi nú ráðleggja
yður að tala fyrst við Bromley
lækni. Því að ég verð að taka
fram, að það, sem ég hef sagt
yður, er algjörlega óformlegt.
Ég veit bara, að héðan af fer
hanrij að verða plága á okkur,
þessi litli oróðir yðar! lauk
systirin máli sínu.
— Viljið þér segja Símoni, að
ég fari alveg að koma.
Lísa var frá sér numin af feg
inleik við þessar huggunarríku
fréttir. Þegar hún hafði klætt
sig varð hún að setjast á rúm-
stokkinn, vegna svima yfir höfði.
Skárri var það nú vitleysan,
þegar allt var bjartara útlits,
en þá varð hún þess vör, að
hún hafði ekki bragðað mat 1
meira en sólarhring. Hún fór
fram í eldhús og fékk sér heljar
mikla brauðsneið og þegar hún
hugsaði til Símonar og matar-
lystarinnar hans jókst henni mat
arlyst að sama skapi.
Símon sat uppi í rúminu sínu,
óeðlilega hreinn og horaður, en
augun ljómuðu. Hann veifaði til
hennar handan við rúðuna og
deplaði augunum en hjartað
í henni hoppaði. Hjúkrunarkon-
an sagði, að hún mætti fara inn
í stofuna en bara ekki snerta
barnið.
Hún kyssti á fingur til hans
og brosti.
— Þú hefur verið nokkuð
lengi á leiðinni, sagði Símon. —
Get ég farið á fætur í dag?
— Það veit ég ekki. Við verð-
um að spyrja lækninn. Kannski
ekki í dag en mjög bráðlega,
sagði Lísa. — Hvað á ég að
færa þér? Einhverjar Orlando-
bækur eða byggingarkubba?
— Komdu með eina Orlando-
bók — þessa um sveitabæinn,
og svo litina mína. En ég er
bara orðinn svo þreyttur á að
liggja í rúminu. Mig langar mest
til að fara í fimleika. Ég er far-
inn að geta snert lampasnúr-
una með fætinum. Á ég að sýna
2. MARZ 1969
Hrúturinn 21. marz — 19. apríl
Vera má, að kvöldið verið ekki sem rólegast Vinir þínir
færa þér fréttir, sem koma óþægilega við þig. Leggðu við hlust-
irnar þvi að það er miklu flóknara mál, en í fyrstu virðist.
Nautið 20. apíi — 20. maí
Reyndu að stilla þig, er þú færð óvæntar fréttir Hugsaðu ráð
þitt með kvöldinu.
Tvíburarnir 21 maí — 20. júní
Farðu til kirkju á réttum tíma í dag. Þú verður því feginn
eftir á. Allskonar tilviljanir verða á vegi þínum í dag, en láttu
það ekki glepja þig.
Krabbinn 21. júní -— 22 júlí
Kirkjuferðir og fleiri samkomur eru ofarlega á baugi Gættu
eigna þinna og fjármuna.
Ljónið 23. júlí — 22. ágúst
Það borgar sig að hafa munninn fyrir neðan nefið Vertu
einangraður, en ofgerðu þér ekki á mælsku. Hafðu vaðið fyrir
neðan þig, og mundu umgengnisvenjunar.
Meyjan 23. ágúst — 22 september
Það er óborganlegt að kunna að þegja, þótt þig blóðlangi til
að láta í ljós álit þitt á fólki. Gættu heldur heilsunnar.
Vogin 23. september — 22 október
Ef þú ferð ekki gætilega, taka allir eftir því Allt, sem þú
ætlar að leita til annarra með í trúnaði, verður misskilið. Rólegt
yfirbragð þitt gefur betri raun, en þú átt von á.
Spoððrekinn 23. október — 21. nóvember
Þú fréttir leyndarmál, en ekki nærri alla söguna Farðu varlega.
Bogamaðurinn 22 nóvember — 21. desember
Því skyldari sem málin eru þér, því líklega er, að fólk finni
allt til foráttu. Rex og rifrildi eru ofarlega á baugi.
Steingeitin 22. desember — 19 janúar
Þennan sunnudag verðurðu fegin því að hafa haldið þig heima
við Forðaztu dómhörku í kjaftasögum, sem kunna að berast
langt að, eða sleggjudóma hægindastólasérfræðinganna.
Vatnsberinn 20. janúar — 18. febrúar
Margir eru þeir, sem hafa allt aðra skoðun en þú á því,
hvernig nota beri fjármuni þína Haggaztu ekki, heldur bíddu
átekta. (í næstu viku). Láttu svo sparifé þitt í friði.
Fiskarnir 19. febrúar — 20. marz
Ávinningur þinn er mikill í því að neita þér um að rífast
við fólk. Þetta getur fært þér mikla gleði síðar meir. Þegiðu
og sittu á þér, þar til þú hefur hugsað þig um, að minnsta
kosti.