Morgunblaðið - 08.03.1969, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 08.03.1969, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1969. Sundrung í kommúnistaflokki Pðllands Samsœristilraun gegn Comulka Dregið úr Cyðingaofsóknum vegna flótta menntamanna BRUXELLES, 1. MARZ Nýlega birtist í einu virt- asta blaði Belsríu, „La Libre Belgique", grein um stjórn- málaástandið í Póllandi. Þar eð greinarhöfundur, en nafns hans er ekki getið af örygg- isástæðum, virðist hafa mikla þekkingu á þess» efni og skýr ir glögglega erfiðleika Gom- ulka og annarra fiokksieiðtoga Póllands, birtist greinin hér í lauslegri þýðingu: Mikil spenna virðist ríkja í stjórnmálalífi Póllands um þessar mundir. Flokksforyst- an virðist helga krafta sína innri baráttu, þar sem einsk- is er svifizt og öllum vopn- um beitt í því skyni að auka eigin vold. Stuðningsmenn þriggja valdamestu manna flokksins, Gomulka, Mozzar og Gierk auk stuðnings- manna annarra minni spá- manna heyja innbyrðist harð- vítuga leynilega baráttu svika og undirferlis. Á flokksþingi kommúnistaflokksins í nóv- ember s.l. var engum jákvæð- um tillögum sinnt. Starf þings var raunverulega lam- að og í stað þess að sinna efnahagsmálum landsins var þingstörfum stöðugt spillt, ann ars vegar vegna andúðar ó- trúlegs meirihluta almennra flokksmanna og borgara og hins vegar vegna minnkandi baráttuvilja þeirra, en síðast og ekki sízt vegna þess, að flokksleiðtogarnir sátu allir á svikráðum hver við annan og þeir áttu nóg með að sinna einkaóvinum sínum í flokks- ráðinu. Samkvæmt þrálátum orð- rómi í Varsjá undanfarið var nýlega stofnað til samsæris gegn Gomulka og fylgismönn um hans. Gomulka aðalritari flokksins og forseti stjórnar- innar, Kloszko, nánasti sam- starfsmaður hans, auk fjölda annarra háttsettra flokks- manna, eru sagðir hafa getað haldið völdum með því að neyta aflsmunar. FALDIR HLJÓÐNEMAR Raunar komst upp um sam- særið, þegar faldið hljóðnem- ar fundust í einkaíbúðum Gom ulka, Kliszko og annarra fylg ismanna þeirra. Mál þetta Björn Bjarnason skrifar frá Brtissel minnir nokkuð á Rankovitch málið fræga í Júgóslavíu. Ran kovich, sem var annar æðsti maður stjórnarinnar í Belg- rad, nánasti samstarfsmaður Títos, marskálks, og fyrrver andi yfirmaður hinnar valda- miklu leyniþjónustu landsins, var eitt sinn bendlaður við mál af þessu tagi. Að rann- sókn lokinni var hann svipt- ur ö'llum virðingarstöðum og féll við svo búið í gleymsk- unnar dá. Rannsókn sú, er framkvæmd var í Varsjá eftir fund hljóð- nemanna, leiddi til hinnar furðulegustu niðurstöðu. Það kom í ljós, að hljóðnemarnir höfðu verið settir á framan- greinda staði samkvæmt bein- um fyrirmælum Szlachcic, að stoðar-innanríkisráðherra landsins. En hann er náinn vinur Moczars, leiðtoga „Part isan“ (föðurlandsvina) hreyf ingarinnar innan kommúnista flokksins, sem nú er í forsæt- isnefnd flokksins og var áður um langt skeið innanríkisráð- herra og yfirmaður leynilög- reglunnar. Hann varð aðsegja af sér þeim embættum er hann var fulltrúi í forsætisnefnd- inni, en þrátt fyrir það er talið, að hann hafi enn haft nokkur ítök í þesaum valda- miklu stofnunum. Og um langt skeið hefur hið nána vináttu samband milli Moczars og Szla chcic, sem raunverulega stjórn ar innanríkisráðuneytinu, enda þótt hann sé aðeins að- stoðarráðherra, verið lýðum ljóst. Rannsókn sú, sem Kliszko ásamt sérstaklega skipaðri • nefnd, leiddi til þeirrar niður stöðu, að raunverulega hefði Gomulka verið um samsæri gegn Gom- ulka að ræða. Þá taldi rann- sóknarnefndin, að á bak við samsærið stæðu fjö'lmargir áhrifamenn úr „partisana“- fylkingu Moczars, hátbsettir embættismenn öryggisþjónust unnar, nokkrir herforingjar og einnig einhverjir forystu- fanna hinnar frægu hálf- kaþólsku hreyfingar, sem nefnist „Pax“. Jafnskjótt og þessu hafði verið ljóstrað upp greip Gom ulka til harkalegra gagnráð- stafanna. Moczar, hershöfð- ingi var sviptur öllum ítök- um í valdamiklum stofnunum leyniþjónustunnar. f innan- ríkisráðuneytinu fóru fram víð tækar hreinsanir. Hafnar eru refsiaðgerðir gegn Szlachicic Nokkrum öðrum háttsettustu starfsmönnum ráðuneytisins hefur verið sagt upp störfum, Walichnowski, nokkurn sem má þar t.d. sérstaklega nefna var einn höfuðpaurinn í þeirri ofsókn gegn Gyðingum, er undanfarið hefur geisað í Pól- landi: Gontarz, trúnaðarmann Moczars í málefnum blaða, sjónvarps og útvarps, og Maj chrzycki. En rétt er að geta þess, að má'lið virðist aðeins vera á byrjunarstigi nú. TIL ÞESS Að HEMJA GYðlNGAOFSÓKNIRNAR. Það virðist þannig hafa ver ið gripið til harðra ráðstaf- ana gegn „partisönum" Moz- ars, hershöfðingja, en það voru þeir, sem hófu og stjórn uðu gyðingaófsóknunum í Pól landi. Eftir að til þessara ráð stafana kom hafa ofsóknir- nar ekki verið jafn ákafar og áður. Raunar eru ekki meira en 20.000 Gyðingar í Póllandi nú.Milli fimm og tíuþúsund yfirgáfu landið vegna síðustu ofsókna í þeirra garð. Nú er hins vegar farið að bera á því, að stjórnarvöld leggi sig fram um að reyna að sannfæra þá Gyðinga, sem enn eru í landinu, en þó eink- um menntamenn, um að þeirra sé mikil þörf í Pollandi og þeim verði ekki gert nokkurt mein, heldur metnir að verð- leikum með velvild og bróður hug. Og það hafa jafnvel verið stigin nokkur spor í þá átt, að biðja menntaða Gyð- inga, sem nýlega hafa flúið land um að snúa aftur til baka, þar sem þeim er ekki aðeins heitið sömu embættun- um og þeir áður höfðu held- ur jafnvel boðnar skaðabætur fyrir það tjón er þeir hafa orðið fyrir. Þegar allar aðstæður eru kannaðar vekur þetta enga Framhald á bls. 18 Dansar af öryggi og léttleika — Helgi Tómasson fœr hrós í New York HELGI TÓMASSON, ballett- dansari dansaði nýlega í nýjum dönsum með Hark- ness-ballettinum á Broadway i New York í þrjár vikur, og fékk frábæra dóma. Nú er ballettflokkurinn á ferðalagi um miðhluta Bandaríkjanna og til Florida með sömu sýn- ingarskrá. Helgi hefur undan- farin ár dansað með Harkness- ballettinum sem hóf sýning- ar i Music Book leikhúsinu um miðjan janúar. Af New York blöðunum sést að ball- ettinn hefur fengið einstak- lega góða dórna, og er Helgi alls staðar talinn annar aðal- dansarinn í karlhlutverkum. I 40 gagnrýnis'greinum, sem við höfum séð, og sem birtust frá 15. janúar og út mánuðinn er Helga hrósað. Sex sinnum þennan hálfa mánuð skrifa gagnrýnendur stórblaðsins New" York Times t. d. um Harkness- ballettinn og bera lof á Helga og með fyrstu greininni er mynd af honum og dansmeynni Elisa- beth Carroll, sem dansar á móti honum í ballettinum „Canto Indio“, þar sem fjall- að er um mexikanska indíána. Segja gaignrýnendur New York Times dans þeirra glæsi- legan. Og um dans Helga í „Sylvia Pas de Deux“, sem uppfærður var 24. janúar seg- ir annar af gagnrýnendum N. Y. Times, að hann og mót- dansmær hans geri þessum ballett einstaklega góð skil. Þó þau dansi af hógværð, þá sé sýning þeirra yndisleg frá upphafi til enda. Helgi hafi leyst „cabriolurnar“ mjög hreinlega af hendi og hann hafi haft hinn rétta klassíska dansmáta, fína tástöðu og haifi haft stökkin og „pirúett- urnar“ fullkomlega á valdi sínu. Og daginn eftir segir gagnrýnandi sama blaðs, þar sem hann hrósar dönsurunt Harkness-ballettsins, að allir hafi dansað vel, þó einkum Helgi Tómas'son, sem nú hafi yfir sér nokkurs konar hreystiljóma, sem sé svo sjald fundinn hjá karlmönnum í ballettdansi. í þeirri grein, er ræðir um Harkness ballettinn í heild og velgengni hans, segir, að flokkurinn hafi á þeim fjórum árum, síðan hann kom fyrst fram, fært upp 50 balletta. og séu nú 16 á sýningarskrá. Þeg- ar gagnrýnandinn sá flokkinn fyrst í Cannes fyrir 4 árum, varð hann stórhrifinn af aðal- döntsoruinum sex, og nefnir hann Helga þá strax einn í þeirra hópi. Þeir séu enn á- kaflega góðir dansarar, eink- um þó Helgi Tómasson. í öðrum blöðum er gerð nokkur grein fyrir þessum ballettflokki og uppruna hans í sambandi við frumsýning- una í New York og nýju sýn- ingarskrána. Stofnandinn, og sú sem enn rekur ballett- flokkinn, er Rebekaih Hark- *' ♦ * J Helgi Tómasson í dansi. Báðar myndirnar eru úr nýrri sýningarskrá Harkness ballettsins. Helgi Tómasson. ness, sem áður var stuðnings- maður ballettflokks Joffreys, en stofnaði svo sinn eiginn ballettflokk fyrir fjórum ár- um. Helgi Tómasson hafði þá dansað með Joffrey, en flutt- ist nú yfir í þennan nýja dansflokk. Rebeckah Harkness er auðug kona og listaunn- andi. Hún fæst sjálf við tón- smíðar og höggmyndalist, og hefur eytt milljónum dala í ballett, segir blaðið The Record, Hún sé ákveðin í að koma á framfæri því bezta sem til sé í ballett, þó það kunni að kosta hana fleiri milljónir. Ekki sé vafi á því að henni hafi tekizt með Harknes's ballettflokknum að skapa einn af beztu ballett flokkum Ameríku. Helgi Tómasson fór. sem kunnugt er fyrst til náms í Danmörku eftir að hann fór að heiman og dansaði þá í Tívolí á sumrin, en eftir að Jerome Robbins sá hann dans'a í Reykjavík, fékk hann skólavist í New York, og síðar komst hann í hinn kunna flokk Roberts Joffreys, þar sem hann varð sólódansari. Með þeim flokki dansaði hann Framhald á bls 'S

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.