Morgunblaðið - 08.03.1969, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 08.03.1969, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1989. 17 Sjóprófin vegna Hallveigu FróÖadóttur SJÓPRÓF vegna slyssins um borff í Hallveigu Fróffadóttur hófust í gær og mætti þá Guff- björn Jensson, skipstjóri fyr- ir dóminum. Guðmundur Björnsson, verkfr., og Kristj- án Flygenring, verkfr., hafa veriff skipaffir til aff rannsaka upptök eldsins og sérstaklega kynditækiff, sem er aftan viff vistarverur hásetanna frammi í togaranum. Dómforseti er Emil Ágústsson, borgardóm- ari. í sjóprófunum í gær var lögð fram dagbók togarans og skipstjórinn gaf skýrslu sína. Hann kvaðst hafa gengið til hvílu um hálf eitt um nótt- ina og þá var allt með eðli- legum hætti um borð. Laust eftir kiukkan fjögur var hann vakinn og honum sagt, að eld ur væri kominn upp frammi í skipinu. Klukkan tíu mín- útur yfir fjögur kom skipstjór inn í brúna og lagði þá mik- inn reyk upp úr lúkarnum. Mestöl'l skipshöfnin var þá kominn upp á þiljur og sá Skipstjórinn tvo menn koma út úr reyknum, þá síðustu, sem upp komust. Litlu síðar heyrði skipstjór inn kæfandi hvell, eins og rétturinn orðaði það, og sá eidsúlu rísa upp um lúkars- dyrnar og fylgdi henni gífur- Séff inn í kyndiklefann viff íbúff háseta. Dýnan, sem á er minnzt í fréttinni frá sjópróf unum sést greinilega. Ljósm. Mbl. Ól. K. M.) Guffbjöm Jensson, skipstjóri kemur til sjóprófsins í gær. legur svartur reykjarbólstur. Slökkvistarfinu var einfcum hagað á tvennan máta, ann- ars vegar var sjó dælt niður um lúkarsdyrnar og hins veg- ar var farið gegn um neta- lestina og sprautað upp um l'úgu í stigaganginum í neðri lúkar. — ítrekaðar tilraunir voru gerðar til að komast að mönnunum, en reykurinn og eldurinn koxhu allitaf í veg fyrir, að þær tækjust. Skipstjórinn kvað engin eld Efri lúkar, stjórnborðsmegin fim efni hafaverið geymd í lúkarnum. Að öðru leyti var frásögn Skipstjórans sam'h/Ijóða frétt Morgunblaðsins í gær. Dómsforseti gait þess, að dýna, sem fannst íkyndiklef- anum við hásetaíbúð, hefði ver ið sett þar eftir að togarinn kom til Reykjavíkur í fyrra- kvöld og skiptir hún því engu máli í rannsókninni um upp- tök eldsins. Nokkrar umræður urðu um olíu á gólfi kyndiklefans og kvaðlst skipstjóri ekfci geta geif ið skýringu á henni. Olíutank ur er aftan við keðjuikassann og hæðardunkur undir hval- bak út í síðu bakborðsmegin. Ekki rak skipstjóra minni til þess, að hafa gefið fyrirskip- un um að loka fyrir rennslið úr hæðardunknum og í Skýrslu rannsóknarlögreglunn ar var þess ekki geitið, hvort leiðslan frá hæðardunkmiim niður í kyndinguna var at- huguð. — Aðspurður um ástand á- hafnarinnar, þegar lagt var úr höfn, svaraði skipstjóri því til, að vín hefði sést á nokkr- um mönnum en hvað það snerti, hefði ástandið verið betra en oft gerist. Sjóprófunum verður háldið áfram í dag. Fjórir danskir rithöfundar um viðbrögð Halldórs Laxness Gróf orð i marz — Lit á Laxness sem heiðursmann — Öfundin sterk hvöt i Danmörku — Danir likir öðrum, þegar um peninga er að ræða SEM kunnugt er, hafa orffiff talsverð blaðaskrif í dönskum blöðum undanfama daga vegna Sonning-bókmennta- verfflaunanna, sem aff þessu sinni vom veitt Halldóri Lax- ness. f „Ekstra Bladet“ var sú spurning lögff sl. fimmtu- dag fyrir fjóra kunna danska rithöfunda, hverju þeir myndu svara, ef þeim yrffu veitt þessi verfflaun. Jafn- framt voru rithöfundarnir spurffir um álit þeirra á af- dráttarlausum viðbrögðum Halldórs Laxness gagnvart áskorun stúdentaráffs Kaup- mannahafnarháskóla um að taka ekki við verfflaununum og afdráttarlausum ummæl- um skáldsins um Dani yfir- leitt. Hér fara á eftir svör dönsku rithöfundanna fjögurra viff spurningum Ekstra Bladet: GFÓF ORÐ f MARZ R i th öf undu r i nn Halfdan Rasmiusiseni: •— Ég myndi ekki Framtiald á bls. 31 Leif Panduro. Hilmar Wulff. Anders Bodelsen. Haifdan Rasmussen. Afmæliskveðja til Bjarna Snæbjörnss. í DAG á áttræðisafmæli, heið- ursborgari okkar Hafnfirðinga, Bjarni SnæbjÖrnsson, læknir, en hann er fæddur í Reykjavík, 8. marz 1889, sonur hjónanna Mál- fríðar Bjarnadóttur og Snæbjam ar Jakobssonar. Árið 1917 fluttisd Bjarni til Hafnarfjarðar, þá útskrifaður úr læknadeild Háskóla Íslands og að lokinni tveggja ára dvöl á sjúkra húsum í Danmörku. í rúma hálfa öld, eða þar til um síðustu áramót, hefur hann því stundað læknisstörf sín við óvenju miklar vinsældir og hef- ur hans æfinlega verið vitjað og hann vitjað sjúklinga laogt út fyrir sitt umdæmi. Þrátt fyrir miklar annir við læknisstörf sín hefur Bjarni Snæ björnsson ekki látið félagsmálin afskipt. Af hálfu Hafnfirðinga hafa honum verið falin fjölmörg trúnaðarstörf á sviði félagsmála og alls s'taðar reynst hinn ákjós- anlegasti félagi. Hann átti sæti í Bæjarstjórn Hafnarfjarðar í mörg ár og var alþingismaður Hafnfirðinga 1931 tii 1934 og aftur 1937 til 1942 af hálfu Sjálfstæðismanna, enda einn aðalforystumaður þeirra um langt árabii og ötull baráttumað- ur fyrir sj-álfstæðisstefnuna. Þegar Bjarna lækni eru sendar afmæliskveðjur og þakkir í dag, eru konu hans, frú Helgu, ekki síður siendar kveðjur og þakkir, Bjarni Snæbjörnsson. en hún hefur með einstökum hætti staðið við hlið manns síns og stutt hann í starfi með ráðum og dáðum. Ég veit, að ég mæli fyrir munn Hafnfirðinga og reyndar fjöl- marga annarra, sem notið hafa starfa Bjarna læknis Snæbjörns- sonar, þegar ég árna honum og fjölskyldu hans allra heilla í til- efni dagsins og þakka þeim hjón um heilladrjúg störf um rúmrar hálfrar aldar skeið. Matthías Á. Mathiesen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.