Morgunblaðið - 08.03.1969, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 08.03.1969, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 8. MARZ 1969. að fá frískt loft inn í stofuna. Svo lokaði hún glugganum aftur og setti rafmagnsofninn á. Öll blómin stóðu i vatni í eld- húsvaskinum. Hún ákvað að láta þau vera þar kyrr eins lengi og hægt væri. En hún tók eftir, að flest þeirra voru hvit o g henni datt í hug, hvort hún hefði haft hvíta litinn of yfirgnæfandi. Hún hitaði sér te og henni fannst blómailmurinn þarna inni of þungur og sterkur. Hún fór i rúmið sitt með bakk- ann og er hún hafði matazt og litið sem snöggvast í dagblað, fór hún í gamlan bómul'arslopp og svuntu og tók að undirbúa veizlu matinn. Þarna voru litlar braúðsneiðar með lifrakæfu og tómötum, stór diskur með sundurskornum harð soðnum eggjum með ansjósum, svínasteik og sperglasnúðum. Að alrétturinn átti að koma úr búð- inni og heitar pylsur og kampa ÁLFTAMÝKI 7 )MAHÖSIÐ simi 83070 Opið alia daga öll kvöld og um helgar. Blómin, sem þér hafið ánægju af að gefa, fáið þér í Blómahúsinu. vín var væntanlegt á hverri stundu. Hún var rétt byrjuð að laga til blómin, þegar dyrabjöllunni var hringt. Hún þerraði sér um hendurnar í snatri og þaut nið- ur. Peter stóð fyrir utan. — Mér datt í hug, að þú þyrft ir á einhverri hjálp að halda, sagði hann, kindarlega. Hún reyndi að hleypa í sig kjarki og vísa honum burt, en er hún sá á honum svipinn, dró hún hann inn fyrir og sagði: — Jæja, hvort viltu heldur sjá um blómin eða þvo upp? - Ég er ágætur að þvo upp — lofaðu mér bara að byrja. Hann virtist ekkert taka eftir þesum einkennilega klæðaburði hennar. — Ég skal taka svunt- una, sagði hann og seildist með hendinni eftir mittinu á henni til þess að finna hnútinn. — Þú þarft hennar ekki til þess að stinga nokkrum blómum í vasa. En svo hikaði hann eitthvað, og roðnaði er hann leit framan í hana. Þá uppgötvaði hún fyrst, að hún var í náttkjólnum, undir þunna sloppnum. Hún dró sig fljótt í hlé, tók af sér svuntuna og rétti honum. Hún flýtti sér að sýna hon- um, hvað hann ætti að þvo, en sjálf tók hún sér nokkur dag- blöð í hönd og bar blómin inn Vymura vinyl-veggfóður ÞOLIR ALLAN ÞVOTT E UTAVER Grensósvegi 22-24 Simi 30280-32262 . • • • •.*• V BYÐUR VBUR HELGARMATINN i kantlkagu n unihiiðum lil að taka HEIM i«*&* - „id sendu* GIjÓÐARST. grísakótelettur GRILLAÐA KJUKIJNGA ROASTBEEF GIJÓÐARSTEIKT LAMB HAMBORGARA IMTjPSTEIKTAN FISK í stofuna. Hún kom þeim ekki fyrir jafn vandlega og hún hafði ætlað sér, en það varð þá að hafa það. Peter var að blístra lagið um „Dansandi Matildu“ með sjálfum sér, og hafði enn ekki lokið upp þvottinum. Hún hálfskammaðist sín og kállaði til hans: — Fáðu þér eitthvað að drekka, þegar þú ert búinn. Ég ælta snöggvast í bað. En þegar hún steig upp í bað- kerið, tók síminn að hringja. Hún greip stórt handklæði, vafði því um sig og kallaði: — Ég skal fara, þegar hún heyrði að Pet- er hljóp til að svara í símann. — Halló, já, þetta er heima hjá ungfrú Brown^ en hún er í baði rétt eins og er. Get ég tekið skilaboð? Hver? Já, já. Fraser hér. Hvernig líður þér? Gott. Já, ég skal segja henni það. Sé þig seinna. Bless. — Hver var þetta? sagði Lísa og opnaði ofurlítið dyrnar á bað herberginu. — Það var bara hann Svarti Mack. Hann segist kannski geta náð hingað í veizluna hennar Joy en kunni að koma með seinna móti. Ég skal bölva mér uppá, að hann brýtur nú heilann um, hvað ég hafi verið að gera hér, og þú í baði. En þér er sama, er það ekki? — O, ætli mér megi ekki vera 50 suðurlandsbraut lj. simi 38550 sama, sagði Lísa, en röddin var hálfkæfð, og hún skellti í lás. Hún stóð fyrir framan gufu- þakinn spegilinn og deplaði aug- unum, til þess að hafa hemil á tárunum. Nei, það var engin sann girni í þessu. Góði guð, láttu hann ekki leggja þetta út á versta veg. Láttu allt verða eins og þegar Símon var veikur —- áður en hann fór. Láttu hann ekki misskilja . . . Peter var farinn að kalla í hana. Hún herti sig upp. Hún þurrkaði sér og lagaði vandlega á sér andlitið. Hraustlegi sólbruninn á henni fór vel við rjómagula ullarkjól- inn. Og með perlurnar og krókó dlíaskóna var hún snyrtileg, án allrar tilgerðar. Dyrabjallan hringdi og hún heyrði að Peter fór niður. Svo hringdi hún aft- ur og hún heyrði að verið var að rogast með kassa og böggla upp stigann. Hún gæti eins vel hvílt sig dálitið. Héðan af gat ekki verr farið en þegar var orðið. Hún lagaði á sér neglurnar og flýtti sér ekkert að því. Hún var ekki fyrr búin að leggja síðustu hönd að skenki- borðinu og glasaborðinu en fyrstu gestirnir komu. Forstjórinn sýnd ist alveg fylla litlu forstofuna. Og glymjandi röddin í honum minnti hana á daginn þegar þau hittust í fyrsta sinn, og nú kynnti hann hana fyrir litiu, íbyggnu konunni sinni. Næstur kom Benny í snyrtilegum ítölsk um fötum og bar gítar í hendi. Og svo heyrðist hlátur um allt sem tilkynnti komu Hamish og eiginkonu hans og amerísku kunn ingjanna hans, sem höfðu verið svaramenn. Þau tróðu sér öll upp stigann, sem kona flugstjórans sagði að væri svo „skrítinn" og inn í setu stofuna. Joy var stórhrifin af því hve blómin væru fín og hún var með tárin í augunum, er hún vafði Lísu örmum og sagði — Æ, þú ert hreinasti engill, elsk- an. Get ég nú tekið ofan þenn- an hatt? Er augnasvertan á mér farin nokkuð að renna? Lísa strauk hárið á Joy og sagði að hún væri í bezta lagi falleg. Fleira starfsfólk frá félaginu og einn gamali vinur Joy — ó- boðinn en ekkert sérlega niður dreginn — komu næst og Peter hafði nóg að gera að opna kampavínsflöskur. Nú var drukkið og skálað og Hamish hélt ræðu, sem var furðanlega viðeigandi og fynd- m. Allir tóku til matar síns og brátt voru allir ánægðir óg skemmtu sér hið bezta. Joy hafði farið úr þröngu skónum og sat nú á bríkinni á legubekknum og lét fæturna á sokkaleistunum hvíla á ristunum á eiginmanni sínum. Frú Craw- ford-Cobb hafði nákvæmlega auga með glasi mannsins síns og lagði höndina yfir það, hvenær sem Peter eða Benny mynduðu sig til að bæta í það. En hún lagði enga hönd yfir sitt eigið glas, tók Lísa eftir, og því meir sem hún drakk þvi meir á- ■berandi varð draftónninn í mál- rómi hennar — Ameríkumönn- •unum þarna til mikillar gleði. Nú var kominn tími til að fá einhverja tónlist. Lísa skauzt nn í svefnherbergið og setti í gang einhverja tóniist. Lísa skauzt inn lágværri salghörputónlist. Dyra- bjöllunni var enn hringt. Benny bauðst til að fara til dyra. Peter kom til hennar og stakk glasi í hönd hennar. — Þú ert alltaf að gleyma glas inu þínu kelli mín, sagði hann. — Sittu nú kyrr og skálaðu við mig einan. Hann tók sitt glas og klingdi við hana. Síðan lagði hann arm- inn um herðar henni og sagði? Okkar skál! Lísa leit upp og yfir gólfið. Blake McCall var að horfa á hana utan frá dyrunum. Hún reif sig lausa frá Peter, og henni féll stórilla, hvernig Blake horfði á þau og var sýnilega að para þau saman. Ég er svo fegin, að þú skyld ir geta komið sagði hún. En röddin var eins og hálfbrostin. Og ennþá vandræðalegri varð hún er hún rétti út höndina. Hann tók í hana, mjög svo form- lega og setti upp þetta neyðar- lega bros sitt. Lísa flýtti sér að gefa honum kampavín og leiða hann yfir til brúðhjónanna. Hún skildi hann þar eftir að tala við þau og læddist fram í svefnherbergið. Hún horfði æðisgengin í spegil- inn og greip greiðu til að laga á endann. Hana hitaði í allt and- litið. Það hlaut að vera kampa- víninu að kenna. En hversvegna hafði hún svona mikinn hjart- slátt? Hún rótaði í hljómplötunum og rakst á „Einskonar bros“ og hálfskammaðist sín er hún setti plötuna á grammofóninn. Hún skrúfaði magnarann ofurlítið upp og gekk síðan inn í mannþröng- ina í stofunni. Allir, sem þar voru inni, töl- uðu eins hátt og hver gat nema Blake McCall. Hann stóð og hall aði sér að gluggakistunni og virt ist horfa meira á húsgögnin en fólkið. Þegar hann sá hana, tæmdi hann glasið sitt og setti það síðan frá sér, kom til henn- ar, gægðist yfir öxlina á henni inni í svefnherbergið, en leit síð an framan í hana. Hafi hann heyrt tónlistina, þekkti hnn hana að minnsta kosti ekki. Og það gerði hana bara ennþá ringlaðri Þau byrjuðu að tala bæði í einu, en snarþögnuðu. Hann hélt áfram: Því miður get ég ekki tafið lengur. En þetta virðist ætla að verða prýðilegasta veizla. En g. MARZ 19S9 Hrúturinn 21. marz — 19. apríl Smáflækjur eru á leið þinni, því að þú ætlar þér um of. Nautið 20. apríl — 20. maí Þessi dagur er líkastur smá hrekk. Njóttu hans, og láttu aðra ráða. Tvíburarnir 21. maí — 20. júní Vinir þínir fylgja þér aftur Krabbinn 21. júní — 22. júií Njóttu helgarinnar með fjölskyldu og vinum, og talið þið eins- og þið mögulega getið afkastað. Ljónið 23. júlí — 22. ágúst Sumir hafa hugmyndir og aðrir hafa nef. Þau geta festst í frystikistum nágrannans, ef ekki er farið að með gát. Meyjan 23. ágúst — 22. september Minningarnar geta sparað þér tíma og erfiði. Vogin 23. september — 22. október Reyndu að láta málefni þín verða dálítið aðlaðandi, einu sinni. Reyndu að fá hjálp til að borga skuldirnar. Sporðdrekinn 23. október — 21. nóvember Reyndu að kynna þér ný málefni Því fastar, sem þú keppir að íettu marki því betur gengur að finna leiðirnar. Bogamaðurinn 22. nóvember — 21. desember Farðu snemma á fætur, og ef þú ert ekki ánægður með, þá skaltu reyna að finna nýjar leiðir. Steingeitin 22. desember — 19. janúar Reyndu að sjá spaugilegu hliðina á allri vitleysunni I dag. Of skipulag sporðrisist, svo að ákvarðanir yfirboðaranna falla um sjálfar sig. Vatnsberinn 20. janúar — 18. apríl Þú hittir einhvern, sem þú hefur ekki séð lengl. Fiskarnir 19. apríl — 20. marz Samvinna setur svip sinn á daginn. Láttu það sem liðið er liggja kyrrt. i

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.