Morgunblaðið - 12.03.1969, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1969
3
VERZLUNARRAÐ-
STEFNA Sjálfstæðis-
manna hófst í Víkingasal
IBátel Loftleiða í gær og
var fundarsalurinn þétt-
skipaður þátttakendum,
atvinnurekendum og laun-
þegum úr verzlunarstétt
og áhugamönnum um
verzlunarmál.
Hörður Einarsson, for-
maður Fulltrúaráðs Sjálf-
stæðisfélaganna í Reykja-
vík setti ráðstefnuna með
ávarpi og skipaði Pétur
Sigurðsson, formann Kaup
mannasamtaka íslands,
fundarstjóra. Þá flutti
Haraldur Sveinsson, for-
maður framkvæmdanefnd-
arinnar ávarp, skýrði frá
Bjarni Benediktsson, forsætisráðhera. flytur ræðu sína á Verzlunarráðstefnu Sjálfstæðismanni,
sem hófst í jær. T. v. er fundarstjóri, Pétur Sigurðsson, formaður Kaupmannasamtakanna, en
t. h. sitja Hörður Einarsson, formaður Fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík og Har-
aldur Sv,einsson, forraaður Verzlunarráðs íslands, sem er formaður framkvæmdanefndar ráð-
stefnunnar.
flokksins í viðskiptamálum
og rakti nokkuð þróun þeirra
mála undanfarna áratugi og
afskipti Sjálfstæðisflokksins í
þeim málum.
Að lokinni ræðu Bjarna
Benediktssonar voru flutt
tilhögun ráðstefnunnar og
ræddi nokkur helztu hags-
munamál verzlunarinnar.
Bjarni Benediktsson, for-
sætisráðherra, flutti siðan
ræðu um stefnu Sjálfstæðis-
þrjú erindi. Sveinn Snorrason
hrl. ræddi um verðlagsmál
verzlunarinnar og opinber af-
skipti af þeim málum og gerði
ítarlega grein fyrir þróun
þeirra mála fram á þennan
dag. Síðan flutti Sigurður
Magnússon, framkvæmda-
stjóri Kaupmannasamtakanna
erindi um stöðu smásöluverzl
unarinnar og Björgvin
Schram, formaður Félags ísl.
stórkaupmanna ræddi um
stöðu heildsöluverzlunarinn-
ar.
Að loknum þessum ræðum
og erindum var gert kaffihlé
en síðan hófu umræðuhópar
störf.
I dag hefst ráðstefnan með
hádegisverði á Hótel Loftleið-
um en að honum loknum tal-
ar Ólafur Björnsson, prófess-
or um verzlunina og neytend-
ur. Magnús L. Sveinsson,
frámkvæmdastjóri VR talar
um viðhorf launþega í verzl-
unarstétt. Höskuldur Ólafsson,
bankastjóri flytur erindi um
fjárhag og fjármögnun verzl-
unarinnar. Önundur Ásgeirs-
son forstjóri ræðir um skatta-
mál verzlunarfyrirtækja og
umræ’ðuhópar starfa. Verzl-
pnarmálaráðstefnan heldur
síðan áfram á fimmtudag en
þá er gert ráð fyrir að fundi
ráðstefnunnar verði frestað
til miðvikudagskvölds í næstu
viku og verði þá gengið end-
anlega frá ályktunum ráð-
stefnunnar.
Fundarsalurinn var þéttskipaður þátttakendum og sést hér um helmingur þátttakenda.
Engan rétt til þess að
segja öðrum fyrir verkunt
Tito forseti gagnrýnir Sovétstjórnina
fyrir innrásina í Tékkóslóvakíu. Rúmenar
senda einir Varsjárbandalagsþjóðanna
fulltrúa á flokksþingið r Belgrad
BELGRAD 11. marz — AP-NTB.
Tito, forscti Júgóslavíu, lajgði í
dag ítrekað áherzlu á sjálfstæði
lands síns og lýsti því yfir, að
enginn kommúnistaflokkur hefði
rétt til þess að segja öðrum
kommúnistaflokkum fyrir um
stefnu. Án þess að hann nefndi
Tékkóslóvakiu á nafn eða Sovét-
rikin, fordæmdi hann innrásina
í Tékkóslóvakíu í ágúst í fyrra,
sem Sovétrkin stóðu fyrir. —
t nafni æðri hagsmuna sósalism-
ans, að því er sagrt er, eru gerðar
tilraunir til þess að réttlæta
jafnvel hreina skerðingu á full-
veldi sósíalistisks ríkis og her-
valdi er beitt til þess að hindra
sjálfstæða sósíalistíska þróun
þess, sagði Tito.
Tito sagði þetta við setningu
9. flokksþings kommúnistaflokks
Júgóslavu. í ræðun.ni ræddi Tito
einkum um hálfrar aldar afmæli
flokks-ins og sögu hans.
Hann minntist aðeims litillega
á, að þeir kommúnistaflokkar
Austur-Evrópu, sem lúta stjórn-
arvaldi í Moskvu, hafa farið að
fyrirmælum þaðan og ekki sent
neina fulltrúa á flokksþingið,
þar á meðai kommúnistaflokkur
Tékkóslóvakíu. — Við hörmum
það mjög, að þess'ir kommúnista-
flokkar frá sósíalistalöndunum,
þar á meðal kommúnistaflokkur
Tékkóslóvakiu hættu við að
koma, sagði forsetinn, Kommún-
istaflokkur Tékkóslóvakíu var
eini flokkurinn, Sem hann nefndi
með nafnL
Tito gat þess í ræðu sinni, að
það hefði verið einn erfiðasti
tírninn í sögu kommúnistaflokks
Júgóslavíu, er Stalin hefði látið
reka flokkinn úr kommúniista-
hreyfingunni 1948. að hefði gerzt
„sökum þess að Stalin vildi ekki
viðurkenna, að sérstök viðhorf
félagslegs og stjórnmálalegs eðl-
is voru fyrir hendi í landi okk-
ar“, sagði Tito
ÓÁNÆGJA í PRAG
Prace, málgagn verkalýðshreyf
ingarinnar í Tékkóslóvakíu, sem
er í senn mjög öflug og fram-
farasinnuð, lýsti yfir óánægju
sinni í dag með, að kommúnista-
flokkur Tékkóslóvakíu skyldi
ekki senda fulltrúa á flokks-
þingið í Belgrad heldur aðeins
kveðjubréf.
Prace sendir sínar eigin hjart-
anlegu kveðjur til flokksþings-
ins og ber lof á stjórn Titos fyrir
að hafa fylgt réttri stefnu jafn-
vel þegar hvað mest bar á milli
við stjórnarvöldin í Moskvu á
Stalins-timabilinu.
Án þe9S að minnast nokkuð á
þann orðróm, sem mjög er á
kreiiki, að kommúnistaflokkum i
Austur-Evrópu, er lúta Sovét-
stjórninni, hafi verið bannað að
senda fulltrúa á flokksþingið í
Belgrad, kallar Prace fjarveru
sendinefndar frá Tékkóslóvakíu
„staðreynd, sem við vonum ekki,
að sé afleiðing neins djúp'stæðs'
ágreinings en stafi aðeins að
sinni vegna þess óljósa ástands,
sem nú ríkir, en finna verður
leið út úr ti'l víðfeðmari og ein-
lægari sameiningar framfara-
hreyfingarinnar“. Prace gaf það
greinilega í skin í grein og í
Framhald á bls. 27
STAKSTEIIVAR
Beitir Framsókn
skynsemi?
Framsóknarblaðið kemst að
þeirri athyglisverðu niðurstöðu
í forustugrein sinni í gær, að
atvinnurekendur verði að beita
skynsemi í þeirn kjarasamning-
um, sem nú standa yfir. í þess-
ari forustugrein er lagt til, að
Citvinnurekendur fallist í einu
og öllu á kröfur verkalýðssam-
takanna. Að loknum lestri henn
ar er ekki ólíklegt, að atvinnu
rekendur velti því fyrir sér,
hvort Framsóknarblaðið og skrif
finnar þess beiti skynsemi í skrif
um sínum. A.m.k. sjást þess eng
in merki í umræddri forustu-
grein blaðsins. Framsóknarmenn
hafa um langt skeið haldið því
fram, að atvinnuvegirnir væru
á heljarþröm. Nú bregður
skyndilega svo við, að Fram-
sóknarmenn telja að atvinnuveg
irnir geti tekið á sig verulegar
kostnaðarhækkanir. í þess stað *
segja þeir að lækka eigi vexti
og auka útlán. Ef innlánsvextir
verða lækkaðir frá því sem nú
er má telja víst, að innlán í við
skiptabankana muni minnka
verulega. Það þýðir að við
skiptabankarnir hafa enn minna
fé til útlána. Er ekki tími til
kominn að Framsóknarmenn
beiti skynseminni í skrifum, og
umræðum um þessi mál?
Hvað segja
SÍS-menn
Jafnframt væri ekki úr vegi,
að Framsóknarmenn ræddu við
forráðamenn Sambands ísl. sam-
vinnufélaga um það, hvort at-
vinnureksturinn geti tekið á sig
auknar byrðar. Þeir eiga hægt
um vik, þar sem Eysteinn Jóns-
son er einn af stjórnarmönnum
í SÍS og Helgi Bergs, ritari
Framsóknarflokksins er einn af
framkvæmdastjórum SÍS. Fram-
sóknarmenn gætu t.d. rætt við
framkvæmdastjóra sjávarafurð
ardeildar SÍS og spurt hann um
afkomu frystihúsanna og hvort
þau séu þess megnug að taka á
sig verulegar kostnaðarhækkan-
ir vegna hærri launa. Framsókn
armenn gætu líka snúið sér til
Véladeildar SÍS og rætt við
framkvæmdastjóra hennar, sem
nýlega hefur lýst því yfir í við
tali við tímarit, að hagsmunum
verzlunarinnar hafi verið fórn-
að í samningum við verkalýðs-
samtökin á undanförnum árum.
Enginn vafi er á því, að það
væri mjög lieilsusamlegt fyrir
Framsóknarmenn að eiga slíkar
viðræður við forustumenn þess
arar fyrirtækjasamsteypu, sem
Framsóknarmönnum hefur verið
svo handgengin á undanförnum
árum. Kannski yrðu þær upplýs-
ingar sem Framsóknarmenn
fengju í slíkum viðtölum til þess
að eitthvað rofaði til í skynsem-
isátt hjá Framsóknarmönnum.
Tökumst á við
erfiðleikana
Framsóknarblaðið kemst þrátt
fyrir allt að þeirri niðurstöðu
að það væri mikil þjóðargæfa
ef samvinna tækist milli stétt-
anna um bætt kjör atvinnuveg- M
anna. Og það eru vissulega orð
að sönnu. Reynsla undanfarinna
ára á að hafa kennt okkur að
það leiðir einungis til ófarnaðar
að sliga atvinnufyrirtækin með
byrðum, sem þau geta ekki stað
ið undir. Þess vegna skiptir
höfuð máli nú að gefa atvinnu
fyrirtækjunum kost á að rétta
við eftir áföll síðustu tveggja
ára. Þá mun þess ekki langt að
bíða, að þau geti bætt kjör starfs
manna sinna — en fyrr ekki.