Morgunblaðið - 12.03.1969, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 12. MARZ 1969
JRttgtutHfðfr
"Últgeíandi
Pramicvæmdastj ói’i
'Ritstjóraí
Ritstj ómarf ulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsing'astjóri
Ritstjórn og afgreiðsla
Auiglýsingar
Asfcriftargjald fcr. 160.00
1 lausasiöltt
H.f. Árvafcuir, IReykjiaiviiik.
Haraldur Sveinssion.
Si'gurður Bjarnason frá Vigtur.
Matth'ías Jolianness'en.
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Þiorbjöm Guðmundsson.
Björn Jóíhannsson'.
Árni Garðar Krisitbisson.
AðaJstræti 6. Sími 10-100.
Aðalstræ'ti 6. Síml 212-4-09.
á mánuði innanlamds.
fcr. 10.00 eintakið.
EIN VEIK TRU
ER OG TRÚ
17" raftmesti ræðuskörungur á
íslenzka tungu spurði
eitt sinn: „Hvernig fékk Joab
metorðum sínum haldið,
nema með reiðinni?“
Hann bætir því við að reið
in sé <,einn almennilegur böð-
ull allra skamma og ódyggða".
'Síðan lýsir Jón Vídalín reið-
inni af alkunnri snilld og
koma lýsingar hans algjörlega
heim við hugarfarið að baki
forystugreinarinnar, sem Al-
þýðublaðið birti í gær um
skólamálin, í tilefni af skrif-
um Morgunblaðsins. Reiðin
segir hann „lætur manninn
gnísta með tönnunum, fljúga
með höndunum, æða með fót
unum.“ Líkir svo afleiðingun
um við úthafið, blásið og bólg
ið af stórviðri.
Ekkert er þó fjarri lagi en
líkja forystugrein Alþýðu-
blaðsins í gær við úthaf,
heldur er hún stöðu-
pollur, sem ekkert hefur runn
ið í, hvað þá úr. En það sem
kannski er verst við skrif
Alþýðublaðsins og biskupinn
'"Varar við er — að blaðið lét
sólina undirganga sína reiði,
og því er nú nauðsynlegt að
ræða menntaskólafrumvarpið
við Alþýðublaðið á öðru og
lægra plani en æskilegt hefði
verið.
Eins og aUir vita hafa skóla
málin verið mjög til umræðu
hér á landi undanfarin ár, og
í hvert skipti er þau hafa sætt
alvarlegri gagnrýni hefur
þetta málgagn menntamála-
ráðherra rokið upp og hleypt
fram reiði sinni af þvílíkum
fítonskrafti og viðkvæmni að
venjulegt fólk er furðu lost-
'ið. En kannski upphafsgrein
menntaskólafrumvarpsins
skýri það atriði lítiUega, þar
segir: „Menntaskólar skulu
vera svo margir sem þörf er á
að dómi menntamálaráð-
herra“.
„Að dómi menntamálaráð-
herra“ — þar liggur hundur-
inn grafinn.
En lítum málefnalega á
nokkur atriði frumvarpsins,
skrif Alþýðublaðsins og for-
ystugrein Morgunblaðsins
síðast liðinn sunnudag. Al-
þýðublaðið virðist hneykslast
hvað mest á því, að Morgun-
blaðið túlki ekki skoðun Sjálf
stæðisflokksins í skólamál-
um. Morgunblaðið hefur haft
fastmótaða og ákveðna stefnu
í mennta- og fræðslumálum
undanfarin ár, og kostað
kapps um að umræður færu
fram um þennan þýðingar-
mikla málaflokk, sem um
þarf að fjalla af raunsæi.
Vafalaust eru ýmsar skoðan-
ir uppi í Sjálfstæðisflokkn-
um um fræðslulögin og fram-
kvæmd þeirra og telur Morg-
unblaðið sér ekki skylt að
gera þær allar að sínum,
hvað þá að Sjálfstæðisflokk-
urinn beri ábyrgð á skrifum
blaðsins. Hins vegar er á-
stæða til að benda á, að Sjálf
stæðisflokkurinn, og þá ekki
sízt ungir Sjálfstæðismenn,
hafa flutt margar merkar til-
lögur um skólamál, og færi
betur að þeim væri sinnt.
Annað atriði í forystugrein
Alþýðublaðsins hljómar ein-
kennilega. Þar er fullyrt að
Morgunblaðið krefjist þess í
fyrrnefndri forystugrein, að
landspróf verði afnumið.
Þeir einir, sem verða fyrir
því slysi, sem meistari Jón
Vídalín lýsir í pistlum sínum,
geta mistúlkað svo hrapa-
lega skrifað mál. Morgun-
blaðið sagði einungis um
landsprófið að það væri
„óumdeilanlega stíflan í ís-
lenzka skólakerfinu og gerir
það að verkum að mun færri
unglingar með góða, en mis-
jafnlega þroskaða hæfileika
leggja fyrir sig háskólanám
en tíðkast í nálægum löndum
og æskilegt væri, með tilliti
til þarfa íslenzks þjóðfélags
í framtíðinni á sérmenntuð-
um mönnum.“ Auðvitað geta
menn túlkað þessi orð eins og
þeir vilja, en hér er einungis
bent á, að brýnasta verkefnið
í skólamálum nú er að end-
urskoða framkvæmd lands-
prófsins, taka þarflausa stíflu
úr, svo að straumur æskunn
ar geti haldið áfram að settu
marki: meiri og betri mennt-
un. Vitað er að mikill meiri-
hluti þjóðarinnar er þessarar
,sömu skoðunar. Landsprófið
í núverandi mynd er þyrnir
í flestra augum, hvað sem
Alþýðublaðið segir, og fram-
kvæmd þess í andstöðu við
æskilega þróun íslenzkra
menntamála. Vegna þessarar
skoðunar kallar Alþýðublað-
ið Morgunblaðið „vettvang
ábyrgðarlausustu og um leið
vanhugsuðustu sjónarmiða,
sem sett eru fram um skóla-
mál.“ Segir málgagn mennta-
málaráðherra að Morgunblað
ið sé ekki aðeins í andstöðu
við „allan þorra íslenzkra
skólastjóra og kennara, sem
og nemenda, heldur einnig í
andstöðu við sinn eigin
flokk.“ Ekki er að undra, að
enn skuli ekki hafa farið
fram sú djarfa og karlmann-
lega endurskoðim á fræðslu-
lögunum, sem Morgunblaðið
hefur fjallað um undanfarin
ár, meðan sá hugsunarháttur j
Minnzt 100. ártíðar
Samuels Laings —
föður norrænna rannsókna á ensku
Á ÞESSU ári er minnzt í Eng-
landi hundruðustu ártíðar Sam-
uel Laings, sem var borgarstjóri
i Kirkwall á Orkneyjum og um
Þri&gja áratuga skeið driffjöður
menningarlífs eyjanna. Laing lét
ekki aðeins tii sín taka hags-
munamái Orkneyinga, hann var
einnig mikilvirkur brautryðjandi
norrænnar menninjgar í enska
heiminum. Ber þar hæst þýðingu
hans á Heimskringlu á enska
tungu.
f grein, sem Ernest W. Mar-
wick ritar í The Orcadian 18.
apríl sl,, segir hann, að Samuel
Laing hafi verið áhugamaður um
landbúnað og verzlun. í starfi
sínu á Orkneyjum hafi hann ætíð
verið reiðubúinn að gefa svör
við ýmsum vandamálum atvinnu
lífsins frá degi til dags. En fáum
hafi verið kunnugt um, að Laing
var einnig rithöfundur og fræði-
maður. Úr glugga sínum á Pap-
dale House, þar sem Laing bjó,
gat hann horft yfir strandlengju
Orkneyja á margra mílna svæði,
þar sem hver vogur, hver hæð,
ver akur og bóndabær, bar nor-
rænt nafn. I>að hafj því verið
mjög eðlilegt, að áhugi á nor-
rænum efnum vaknaði með La-
ing og árið 1834 fór hann til
Noregs og dvaldist þar í tvö ár.
Þar sökkti hann sér niður í nor-
ræn fræði og kynntist ýmsum
Framhald á hls. 27
Papdale House, heimili Samuels Laings í Kirkwall á Orkneyjum.
ríkir hjá þeim, sem þessum
málum stjórna — að allir séu
ánægðir. Eða heldur Alþýðu-
blaðið að allir séu ánægðir
með þá ákvörðun mennta-
skólafrumvarpsins að meina
Kvennaskólanum, einni elztu
og merkustu menntastofnun
landsins, að útskrifa stúdenta
— og það á úreltum forsend-
um? Eða álítur málgagn
menntamálaráðherra að allir
séu ánægðir með fram-
kvæmd landsprófsins og
tengslin milli lægri skólastiga
og menntaskólastigsins og
háskólans? Ef svo er, þá virð
ist nauðsynlegt að upplýsa,
að nefnd sú sem t.d. athug-
aði tengsl menntaskóla við
lægri skólastig og hverra
breytinga væri þörf á því,
segir í skýrslu sinni m.a.:
„Þeim verkefnum, sem bíða
úrlausnar og óhjákvæmilegt
virðist að verði a.m.k. að ein
hverju leyti leyst í sambandi
við endurskoðun skólakerfis-
ins, hafa hér ekki verið gerð
nein fullnægjandi skil“ — og
er þó bent á fjöldamörg
atriði, sem úrbóta er þörf. í
þessari nefnd eru engir auk-
visar, heldur sumir helztu
forystumenn kennarastéttar-
innar. Eða heldur Alþýðu-
blaðið að allir nemendur,
eins og það segir, séu ánægð-
ir með framkvæmd fræðslu-
laganna? Hefur afstaða lands
prófsnemenda, menntaskóla-
.nemenda og stúdenta, um-
ræður þeirra, fundir, mót-
mæh, algerlega farið fram
hjá yfirstjórn íslenzkra
menntamála? Ef dæma á af
þeim fullyrðingum, sem
fram koma í skrifum Alþýðu
blaðsins er varla hægt að
ímynda sér annað.
Alþýðublaðið segir að það
hafi tvímælalaust verið mik-
ið framfaraspor, þegar lands
próf sem inntökupróf í
menntaskóla var lögtekið
fyrir meira en 20 árum. Auð-
vitað var það mikið fram-
faraapor og jafnaði rétt nem-
enda í landinu til inngöngu
í menntaskóla. Það var helzti
kostur prófsins. Aftur á móti
er ekki alltaf nauðsynlegt að
horfa aftur. Stundum er
ástæða til að horfa fram, ekki
sízt þegar menn eiga að
stjórna því, hvort íslenzk
æska kemst til þess þroska,
sem ætlazt er til og hún á
skilið. Hví að einblína aftur
sínkt og heilagt? Það sem var
gott fyrir 20 árum, úreldist
með tímanum. Við eigum
betri kosta völ eftir þá
reynslu, sem landsprófið hef-
ur fært okkur undanfarna
áratugi. Og ekki trúir Morg-
unblaðið því, fyrr en það tek-
ur á, að allur þorri kennara,
nemenda, skólamanna, fylki
sér um þau afturhaldssjónar-
mið, sem Alþýðublaðið lætur
sér sæma að predika. Meðan
fátækt ríkti hér á landi var
kannski nauðsynlegt að lappa
upp á gamlar flíkur, en ætli
æskilegt sé að það verði
stefnan í framtíðinni.
Kannski lýsir ekkert vinnu-
brögðunum í menntamálun-
um betur en eftirfarandi orð,
tekin úr menntaskólafrum-
varpinu, þau eru a.m.k. eink-
ar athyglisverð: menntaskóla-
nefndin var boðuð á fund
til menntamálaráðherra til
að ræða störf hennar og
gerði formaðurinn stutta
grein fyrir þeim en ráðherra
skýrði síðan frá því, „að
hann hefði að undanförnu
hugleitt, hvort ekki væri
ástæða til að efna til víð-
tækrar endurskoðunar á fyrri
skólastigum samhliða því, að
fjallað væri um nýskipan
menntaskóla. Kvaðst hann
hallast að því, að hentugast
mundi vera að fela sérfróð-
um mönnum, t.d. einum fyr-
ir hvert skólastig, að vinna
verkið í fullu starfi, en að
bakhjarli hefðu þeir tiltölu-
lega fjölmennar nefndir, er
kæmu saman öðru hverju til
að fjalla um greinargerðir
sérfræðinganna... . Spunnust
síðan nokkrar umræður um
það, hvernig skyldi háttað
sambandi sérfræðinganna og
nefndanna, en ekki var kom-
izt að neinni niðurstöðu“!
HVERNIG VÆRI
AÐ HORFA
FRAM?
E
n ekki var komizt að
neinni niðurstöðu.“ Þessi
orð geta verið einkunnarorð
þeirra, sem eiga að beita sér
fyrir endurskoðun skóla-
kerfisins alls og færa það í
manneskjulegri og nútíma-
legri búning, en raun hefur
verið á. Tilraun Alþýðublaðs-
ins til að setja Morgunblað-
ið í hrafnakrókinn mistekst
af augljósum ástæðum.
Morgunblaðið virðir þá
menn, sem störfuðu að
menntaskólafrumvarpinu og
hrósaði ýmsu af því sem þeir
hafa sett fram til hagsbóta,
enda mátti margt betur fara.
Sumt af þessu hefur verið
sett fram, bæði í forystu-
greinum og annars staðar hér
í blaðinu og fagnar Morgun-
blaðið því, eins og væntan-
legri skipan bókavarðar,
námsráðunautar og félags-
ráðunautar við menntaskól-
ana, nemendaráði, frjálsum
valgreinum, nýjum náms-
brautum innan menntaskól-
anna, svo að dæmi séu tekin.
Þessar nýjungar verða áreið-
anlega til góðs. í þeim birt-
ist frjálslyndi. En Morgun-
blaðið hélt því jafnframt
fram, að með þessu frum-
varpi væri engan veginn lögð
sú undirstaða, sem leggjaþarf
að nýrri skólalöggjöf og
framkvæmd hennar. Eftir
henni bíður þjóðin. Helzt
megum við engan tíma
missa. Þeim sem gerðu
menntaskólafrumvarpið úr
garði, benda.einnig á, að þeir
eigi óhægt um vik, meðan
heildarstefnan sé ekki mörk-
uð. En það er þessi heildar-
stefna, sem virðist vera eit-
ur í beinum Alþýðublaðsins
og menntamálastjórnarinnar.
Vegna þess að Morgunblaðið
hefur krafizt hennar, ætlar
Alþýðublaðið að dæma það
úr leik, segir Morgunblaðið
„einangri sig frá öllum, sem
hugsa og tala af viti um
skólamál.“ En mundi ekki
þessi setning kalla aðra setn-
ingu fram í hugann: „En sá,
sem reiður er, hann er vit-
laus“, segir meistarinn í
postillu sinni.
Og hann bætir einnig við,
að „ein veik trú er og trú.“
Sú veika trú þarf ekki að
vera trú allrar þjóðarinnar.