Morgunblaðið - 12.03.1969, Síða 27

Morgunblaðið - 12.03.1969, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUiR 12. MARZ 1969 27 - BIAFRA Framhald af bls. 11 og áræði fólks. „Það er alltaf verið að leggja áherzlu á að sleppa „billega“, þetta hörmulega orð „billega", sagði Sverrir. „En það á bara en.ginn að sleppa „billega“ það hefur enginn neitt út úr því“. Sverrir sagðd í lokin á spjall- inu að það væri feykilega skemmtilegt að starfa með þess- um krökkum. Við spjölluðum einnig við krakkana, sem voru að teikna og t. d. spurðum við eina stúlkuna, önnu ól. Björnsson. Anna sagði að þegar hún væri byrjuð að teikna þá kæmi þetta bara svona, en eiginlega væri þetta of sorg- legt til að teikna. - ALÞINGI Framhald af bls. 12 álagningar. Þrátt fyrir mikinn mismun í álagningu útsvara hjá sveitarfélögum, heyrðist ekki talað um ranglæti á því sviði. Frumvarp þetta gerði aðeins ráð fyrir breyttum heimildarákvæð- um, en eftir sem áður gæti mis- munur aðstöðugjalda í hinum ýmsu sveitar- og bæjarfélögum verið mikill. Hannibal kvað það sína skoðun, að ekki væri hægt að umturna svo veigamiklu máli fyrir sveitarfélögin, án þess að hafa við þau samráð, og fyrir lægi að stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga legðist gegn þessu máli. Halldór E. Sigurðsson sagði, að lögin um álagningu aðstöðu- gjalda væru mjög sveigjanleg og til þess ætlast að hvert einstakt bæjar- og sveitarfélag gæti met- ið aðstæður hverju sinni og hag- að álagningu sinni eftir því. Frumvarp þetta næði alls ekki þeim tilgangi sem því væri ætlað að þjóna og því styddi hann hina rökstuddu dagskrá. Umræðu um málið var síðan frestað. - SAMUEL Framhald af bls. 14 helztu fræðimönnum í þeirri grein, m. a. þjóðfræðingnum víð kunna, P. Chr. Asbjörnsen, sem Laing átti s’íðan bréfaskipti við um tíma. í bréfi, sem Mbl. hefur borizt frá Ernest W. Marwick, Kirkwall, Orkneyjum, segix að á þessu ári fari fram fjársöfnun til minning ar úm Samuel Laing, sem hafi verið nefndur faðir norrænna rannsókna í enskumælandi heimi. Sé fyrirhugað að gera heimili hans á Orkneyjum, Pap- dale House, að minjasafni og í því skyni hafi verið leitað til vel viljaðra manna í Englandi, Nor- egi og á íslandi. - TITO FORSETI Framhald af bls. 3 ■opnu bréfi „til júgóslavneskra vina“, að það styður stjórnar völdin í Júgóslavíu fullkomlega. CTK, opinbera fréttastofan í Tékkóslóvakíu, skýrði frá því í dag, að miðstjórn kommúnista- flokks landsins hefði sent flokks- þinginu í Belgrad hjartanlegar kveðjur á mánudag. CTK gerði hins vegar ekki grein fyrir því, hvers vegna sendinefnd var ekki send til Belgrad til þess að flytja flokksþinginu þar árnaðaróskir og sitja þingið. NÁNARI tengsl VIÐ RÚMENIU Sem að framan greinir sendir sovézki kommúnistaflokkurinn ekki fulltrúa á flokksþingið í Belgrad, og er ástæðan talin sú fyrst og fremst, að Sovétríkin myndu þá hafa mátt sæta harðri gagnrýni fyrir innrásina í Tékkó- slóvakíu líkt og á flokksþingi ítalska kommúnistaflokksins. Rúmenía hefur hins vegar not- að tækifærið til þess að tjá Tito forseta og stjórn hans stuðning sinn með því að senda sendi- néfnd, 9em í eru háttsettir menn úr flokki og rikisstjórn undir fararstjórn Emil Bodnaras vara- forseta, „ Rúmenski kommúnistaflokkur- inn hefur haldið fast við sjálf- stæða og þjóðlega stefnu sína undir forystu Nicolae Ceausescus og hefur að undanförnu tekið upp stöðugt nánari samvinnu við Júgóslavíu. Þanndg hafa þeir Tifo og Ceausescu átt fundi með sér sex sinnum undanfarin tvö ár. Þá leiðir það í Ijós enn aukna sundrungu milli rúmenskra stjórnarvalda og sovézkra, er Rúmenar einir allra Varsjár- bandalagsríkjanna sýna slíka smstöðu með Júgóslövum. — Iðnaðarbankinn Framhald af bls. 28 Hér fer á eftir fréttatil- kynning um aðalfund Iðnað- arbankans ásamt kafla um starfsemi Iðnlánasjóðs um starfsemi hans á sl. ári, sem birtur er í ársskýrslu Iðnað- arbankans: Fundarstjóri var kosinn Tóm- as Vigfússon, húsasmíðameistari, og fundarritari Ástvaldur Magr- úsion, útibússtjóri. Formaður bankaráðs, Sveinn B. Valfells, flutti ítarlega skýrslu um starfsemi bankans sl. ár. Kom fram í henni, að útibú Iðn- aðarbankans í Hafnarfirði flutti í október sl. í eigið húsnæði bankarns að Strandgötu 1. Bragi Hannesson, bankastjóri, las upp og skýrði reikninga bank INNLÁN Heildarinnlán Iðnaðarbankans með útibúum námu í árslok 1968 um 692.3 millj. kr. og höfðu hækkað um 59.8 millj. kr., eða um 9,46%. Til samanburðar má þess geta, að meðaltal innláns- aukningar hjá bönkunum er 8,9%. Aukning í sparisjóðsreikning- um var 28 millj. kr. og í hlaupa- reikningum 31.8 millj. kr. Innistæðúr við bankann skipt- ast þannig milli aðalbankans og útibúanna: Aðalbankinn 536.7 millj. kr. Grensásútibú 21.6 — — Útibúið í Hafnarf. 56.3 — — Útibú á Akureyri 77.7 — — Skipting sparifjár eftir reikn- ingum var þannig í árslok: Alm. sparisjóðsbækur 49.84% Ávísanabækur 5.36% 6 mánaða bækur 18.86% 1 árs bækur 28.50% W ára bækur 0.42% Fjöldi stofnaðra reikninga á sl. á’■> var samtals 2.197, bar af 1.012 samtals 33.8 millj. kr. Þetta skipt ist þannig: Aðalbankinn 15.2 millj. kr., húsnæði útibúsins á Akureyri 4 millj. kr., húsnæði Grensásútibús 3.2 millji kr., hús- næði útibúsins í Hafnarfirði 9.7 millj. kr. og lóðirnar Lækjargata 12A og 12B 1.6 millj. kr. ÞJÓNUSTA Starfsemi innheimtudeilda óx á árinu og voru samtals inn- 1.000 „Svíþjóö er ekki hlutlaus" og verður á bandi kommúnista í framtíðinni, segir blað foringja í norska hernum Ósló (NTB) „OFFISERBLADET", mál- gagn foringja í norska hem- um, hélt því fram í forustu- grein á laugardaginn, að segja mætti með réttu að Svíþjóð væri ekki lengur hiutlaust land. — Það liggur beint við að draga þá ályktun, segir í grein inni, að sænska stjórnin verði í framtíðinni á bandi komm- únista. Við getum ekki lengur treyst á Svía í öryggismálum okkar. Þetta hlýtur að hafa áhrif á stefnu okkar í örygg- ismálum og skipulagningu landvarna okkar. Blaðið harmar, að þannig hafi verið vegið að rótum þess gagnkvæma trúnaðartrausts er ríkt hafi með Norðurlönd- unum. f forustugreininni er bent á dæmi þess að flóttamenn frá Eystrarsaltslöndunum hafi verið framseldir Rússum, þátt töku Olof Palmes ráðherra í mótmælaaðgerðum gegn þátt töku Bandaríkjanna í Víet- nam-stríðinu, flótta banda- rískra liðhlaupa frá Þýzka- landi og Víetnam til Svíþjóð- ar og þá stefnu sænskra yfir- valda að veita þeim hæli og viðurkenningu sænsku stjórn- arinnar á stjórn Norður-Víet- nam. Óslóarblaðið „Dagbladet“, sem hefur endurbirt forustu- grein „Offisersbladets" í heild, gagnrýnir túlkur. blaðsins og kallar ásakanir þess fáránleg ar. „Dagbladet", sem er frjáls ly»t, sakar „Offiserbladet" um rangtúlkun og segir að grein- in sé morandi af alröngum upp lýsingum. I Hagræð- ingalán 153 Kr. 74.200 millj. kr. Útlán Iðnlánasjóðs í árslok voru sem hér segir: 685 Vélalán kr. 103.937 millj. kr. 3>tj6 Bygginga- lán —162.885 — — 51 Lausa- skuldalán — 48.317 — —. 6 Hagræð- ingalán — 9.500 — — II Veiðar- færalán — 4.960 — —. 1119 Kr. 329.589 millj. kr. Pétur Sæmundsen, bankastjóri. í aðalibanka, 428 í Grensásiútibúi, 483 á Akureyri og 324 í Hafnar- firði. ÚTLÁN Heildarútlán Iðnaðarbankans námu í árslok 594,3 millj. kr. og eru þá meðtalin endurseld fram- leiðslulán 13.1 millj. kr. Víxlaeign bankans í heild óx um 49 millj. kr. og útlán í hlaupa reikningum um 2.2 miilj. kr. Verðbréfaeign hækkaði um 15.5 mil'lj. kr. Þar af eru 8.6 millj. kr. vegna breytinga á lausaskuld um í föst lán, en eftirstöðvarnar stafa að mestu af þátttöku Iðn- aðarbankans eins og annarra banka í fjáröflun til fram- kvæmdaáætlunar ríkisstjórnar- innar, en 10% af innlánsaukn- ingunni fóru í þessi verðbréfa- kaup sl. ár eins og árið áður. Samtals nam útlánaaukning 66.7 millj. kr. eða 12.81%. Fjöldi keyptra víxla í aðal- banka og útibúum var samtals 40.548. FASTEIGNIR Lokið var við endurbyggingu aðalibankans á sl. ári og nýbygg- ingu útibúsins í Hafnarfirði. Bókfært verð fasteigna hækk- ar um 10.4 millj. kr. og nemur Bragi Hannesson, bankastjórL heimtir víxlar, skuldabréf og aðrar fjárskuldabindingar að fjárhæð 183.1 millj. kr. Fjöldi innheimtuvíxla var samtals 20.328, þar af innheimtir víxlar í aðalbanka 12.626. Ábyrgðir vegna viðskipta- manna hækkuðu um 5 millj. kr. og voru samtals í árslok um 49.8 millj. kr. Iðnaðarbankinn annast um- sjón og rekstur Iðnlánasjóðs og er hér á eftir gerð grein fyrir starfsemi hans. IÐNLÁNA S JÓÐUR Pétur Sæmundsen, banka- stjóri, skýrði frá starfsemi Iðn- lánasjóðs: Tekjur Iðnlánasjóðs árið 1968 voru: Iðnlánasjóðsgjald kr. 20.05 millj., framlag ríkissjóðs kr. 10.0 millj. og vaxtatekjur og þóknun kr. 22.36 millj. eða samtals kr. 52.41 millj. Gjöld voru: Vaxja- gjöld kr. 15.28 millj. rekisturs- kostnaður kr. 2.14 millj„ fram- lag til F.Í.L. og L.f. kr. 1.06 millj., lántökugjöld og afskr. 0.33 millj. Tekjuafgangur sjóðsins var því kr. 33.6 millj. og eigið fé í árslok tæplega kr. 173 millj. Lán frá bankakerfinu á vegum Framkvæmdasjóðs til sjóðsins námu á árinu kr. 29.5 millj. kr. Útlán Iðnlánasjóðs á árinu voru sem hér segir: 68 Vélalán kr. 21.845 millj. kr. 65 Bygginga- lán — 36.980 8 Lán til breytinga á lausa- skuldum — 9.926 11 Veiðar- færalán — 4.950 Sérskuldabréf lausaskuldalána seldust upp á árinu. Hefir því verið sótt um og fengizt sam- þykkt að gefa út nýjan flokk að upphæð kr. 40 millj. og Al- þingi samþykkti breytingu við 1. gr. laga um vaxtabréfalán Iðn- lánasijóðs að því leyti að felld eru burt ákvæði um tímatak- mörkun þeirra framkvæmda, sem lán eru veitt út á. Þessi nýi flokk ur er til 7 ára. Veiðarfæradeildin, sem stofn- uð var á árinu 1967 fékk bráða- birgða fyrirgreiðslu hjá Seðla- bankanum, svo að henni var kleift að veita 11 lán á árinu að upphæð kr. 4.950 þús. Þá sam- þykkti Alþingi lög um heimild til ríkisstjórnarinnar um að greiða deildinni allt að kr. 1.5 millj. kr. til þess að bæta inn- lendum veiðarfæraiðnaði það tjón, sem hann, að mati Iðnlána- sjóðs, hefir beðið vegna ákvarð- ana stjórnarvalda um breytingu á möskvastærð fiskineta 1963 og 1964 og var sú upphæð greidd í bætur á árinu. Á árinu samþykkti Alþingi breytingu á lögum um Iðn.lána- sjóð þess efnis að verja megi allt að 10% af árlegu iðnlánasjóðs- gjaldi frá 1. jan. 1968 til að greiða fyrir hagrannsóknum í þágu iðnaðarins og aðgerðum, sem stuðla að þjóðhagslega hag- kvæmri iðnþróun í landinu. Er stjórn sjóðsins í samráði víð Félag íslenzkra iðnrekenda og Landssamband iðnaðarmanna fal ið að ráðstafa þessu fé. f þessu skyni voru greiddar á árinu kr. 1.06 millj. kr. Stjórn Iðnlánasjóðs skipa þeir Tómas Vigfússon, formaður, til- nefndur að iðnaðarmálaráðherra, Gunnar J. Friðriksson, tilnefnd- ur af Félagi ísl. iðnrekenda og Helgi H. Eiríksson, tilnefndur af Landssambandi iðnaðarmanna. í bankaráð voru kosnir: Sveinn B. Valfells, Sveinn Guð- mundsison og Vigfús Sigurðsson. Iðnaðarmálaráðherra skipaði þá Guðmund R. Oddsson og Eyþór Tómasson í bankaráðið. Endur- skoðendur voru kosnir þeir Þor- varður Alfonsson og Ottó Schopka. 0TLÁN og innlán IÐNAÐARBANKA ÍSLANDS KF 500 400 100 1953-1968 JVISL0K I MILLX KRÖNA HH HNLÍN I I OtiAn n a Æ 1953 ‘64 ‘55 *66 ‘67 *58 ‘59 1960 ‘61 ’62 ‘63 '64 '65 ‘66 '67 1968

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.