Morgunblaðið - 20.03.1969, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 20.03.1969, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1909 Kvikmyndahátíð Eddu-film í Háskólabíói: Salka Valka, 79 af stööinni og Rauða skikkjan — sýndar á nœstunni ÍSLENZKA kvikmyndafélagið Edda-film hóf starfsemi sína fyr- ir 20 árum. Á þessu tímabili hef- ur félagið látið gera 3 kvikmynd ir, sem sýndar hafa verið hér- lendis og víða erlendis. Edda-film efnir til nokkurs konar kvikmyndahátíðar í sam- bandi við 20 ára afmælið og verða kvikmyndir félagsins sýnd ar í Háskólabíói fyrst á föstu- dag n.k. og síðan á hverjum degi í viku til tíu daga. Kvik- myndahátíðin hefst n.k. föstudag með sýningum á Sölku Völku í Iláskólabíói og verður sú kvik- mynd sýnd í 3 daga í röð. Þá kemur röðin að 79 á stöðinni og verður hún sýnd i tvo daga. Síð- ast verður svo sýnd nýjasta kvik mynd Eddu-film, Rauða skikkj- an, en þess má geta að Rauða skikkjan var kjörin önnur bezta erlenda kvikmyndin í Bandarikj unum árið 1968. Á blaðamannafundi, sem Guð- laugur Rósinkranz hélt í tilefni þessarar kvikmyndalhátíðar, gat hann þess, að þó að það lægju ef til vill ekki margar kvikmynd ir eftir starf Eddu-film, þá hefði aðstaðan til kvikmyndagerðar verið mjög erfið og hver mynd kostaði geysilegt fjármagn. Fyrstu stjórnarmenn Eddu-film voru: Prófessor Alexander Jó- hannesson, Bjarni Jónsson, Guð- mundur Jensson, Hörður Bjarna- son, Ármann Snævarr og Pétur Þ. J. Gunnarsson. Núverandi for- maður Guðlaugur Róslnkranz var kjörinn 1952. Guðlaugur gat þess að árið 1953 hafi hafizt gerð kvikmyndarinnar Salka Valka, eftir samnefndri sögu Halldórs Laxness. Töku myndarinnar lauk á íslandi 1954 og var hún sýnd sama ár og vakti mikla athygli. 32 þús. manns sáu Sölku Völku og myndin borgaði sig fjárhags- lega. Næsta verkefni Eddu-film var 79 á stöðinni eftir sam- nefndri bók Indriða G. Þorsteins sonar, en Guðlaugur Rósinkranz skrifaði kvikmyndahandritið. 79 á stöðinni var fyrsta kvikmynd- in sem gerð var á íslandi með íslenzkum leikurum eingöngu og íslenzku tali. Sýningar á 79 á stöðinni sóttu alls 62 þúsund manns, en kvikmyndin var tek- in með aðstoð Nordisk film. 79 á stöðinni hefur verið sýnd á Norðurlöndum, í Hollandi, Belg- íu, Þýzkalandi, Tékkóslóvakíu og víðar. Einnig kvikmyndin 79 á stöðinni borgaði sig fjánhagslega, en allur ágóðinn fór í greiðslu á skemmtanaskatti. Nýjasta verkefni Eddu-film var gerð í samvinnu við ASA- film í Kaupmannahöfn. ASA- film lagði fram mest allt féð til kvikmyndunarinnar, en Edda- film átti að fá tvö eintök af film unni og allan gróða, sem kynni að falla til hérlendis. 35 þúsund manns sáu Rauðu skikkjuna hér lendis. Myndin fékk slæma dóma á Norðurlöndum yfirleitt, en við urkenningar og góða dóma í Frakklandi og Bandaríkjunum. Rauða skikkjan hefur verið sýnd mjög víða og m.a. í Japan og Suður-Afríku. íslenzkt tal var sett inn á Rauðu skikkjuna og er það í fyrsta sinn sem það hefur verið gert hérlendis. Þess má geta að Rauða skikkjan þótti mun betri í Danmörku, þegar búið var að setja íslenzkt tal við myndina. f umræðum á blaðamannafundin um kom það fram að t.d. Danir borga 10% af skemmtanaskatt- inum danska til þess að styrkja danska kvikmyndagerð og einn- ig var rædd sú spurning hvort ekki væri ástæða til að stofna kvikmyndasjóð til þess að styrkja íslenzka kvikmyndagerð og hægt væri að gera íslenzkar kvikmynd ir. T.d. Edda-film hefur sannað að það er hægt. Ekki er enn ákveðið hvað verð ur næsta verkefni hjá Edda-film en þess má geta að tilbúið er kvikmyndahandrit, sem Guðlaug ur Rósinkranz gerði úr sögunni Útnesjamenn eftir Jón Thorar- ensen og einnig hluti af kvik- myndahandriti um Njálssögu, sem Guðlaugur hefur einnig unn ið. Edda-film er nú að atlhuga möguleika á samvinnu við er- lend kvikmyndafyrirtæki, en í því efni er allt laus í reipun- um að sinni. í stjórn Eddu-film eru nú: Guð laugur Rósinkranz formaður, Friðfinnur Ólafsson og Óiafur Þorgrímsson. Indriði G. Þorsteinsson höfund ur 79 af stöðinni var á blaða- mannafundinum og taldi hann það mjög ánægjulegt fyrir Edda- film að geta haldið upp á 20 ára afmælið með þessum sýningum. Indriði taldi næga möguleika á efni fyrir kvikmyndun úr ís- lenzkum bókmenntum og hann taldi það tímabært að höfundar kynntu sér það hvernig gera ætti Framhald á bls. 27 T.v. Gunnel Broström í hlutverki Sölku Völku. Ljósm. Ól.K.M. Stýrimannafélag íslands heldur félagsfund að Bárugötu 11 kl. 17 í dag. Fundarefni: Kjaramálin. STJÓRNIN. Kristhjörg Kjeld og Gunnar Ey jólfsson í 79 af stöðinni. PHIUPS til FERHUGJUtGMFfl 20—30 gerðir útvarpstækja. 15 gerðir af stereo- og mono- plötuspilurum. 8 gerðir rafmagns- rafvéla- og raf- hlöðurakvéla. 20 gerðir ferðaútvarps- tækja með og án bátabylgju. FYRIR FERMINGARRARNIÐ AÐEINS ÞAÐ REZTA PHILIPS TRYGGIR ÞAÐ heimilist æki sf. 3 - sim' 20455

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.