Morgunblaðið - 20.03.1969, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 20.03.1969, Blaðsíða 18
18 MOBGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1969 Guðbrandur Halldórs- son — Minningarorð F. 22. jan. 1919. D. 24 febr. 1969. ÞEGAR ég hugsa til þín, bróðir minn, þá finn ég hvað lítill og smár ég er Þú varst aðeins 11 ára, er þú axlaðir sjúkdóms- kross þinn og losnaðir aldrei fullkomlega við hann þau 49 ár, sem ævi þín varð. Þá kom lausn ardagurinn er Drottinn tók þig frá öllum þjáningum þínum inn í dýrð sína á himni. Þú varst alltaf dulur, me'ð veikindi þín, ekki gefinn fyrir að tala um þau. Þó að þú værir glaður í vina- hóp, og hefðir ánægju af tónlist, opnaðír þú ekki huga þinn til að ræða um þá þjáningu, sem þú barst ávallt. Þú kaust heldur að ganga einn með þinn sjúk- dómskross. En varst þú einn? Snemma á veikindagöngu þinni kynntist þú þeim sæmd- arhjónum, Sigríði Sigurðardótt- t Móðir mín og tengdamóðir Anna S. Guðjónsdóttir lézt í Landspítalanum 19. marz. Helgi J. Sveinsson Sigríður Sigurðardóttir ur og Tómasi Jónassyni, sem nú er látinn, í Sólheimatuhgu í Borgarfirði. Eftir það var þetta gæðaheimili alltaf opið fyrir þér. Og þangað lá leið þín á milli þrálátrar dvalar á sjúkra- húsum. Með hljóðlátri og hógværri framkomu þinni áyannstu þér vináttu annarra manna, jafnt i sveitinni sem meðal hinna sjúku, er þú varst meðal þeirra. Ég sé það í huga mér, þegar vór- fn voru að koma í Borgarfirði og vaxtarbroddamir fóru að springa út á trjánum um breiða byggð, eftir snjóa og frostharða vetur, hversu þú hefur þráð það heitt, að finna þetta lífmagn fara um heilsuþrotinn líkama þinn. En það var þitt hlutskipti, að ganga aldrei heili til skógar. En samt sem áður, eða kannski einmitt þess vegna, fagnaðir þú vorinu með innilegri gleði. Lík- lega var það vegna þess, að í þinni fyrstu gerð áttir þú: „Sumar innra fyrir andann, þótt ytra herti frost og kyngdi snjó.“ Þegar þú nauzt vordýrðarinn- ar þannig og sást fénaðinn með ungviði sínu breiðast um haga og hlíðar, þá hefur ef til vill þinn hljóði hugur, minnzt 23. sálms Daví'ðs: Drottinn er min hirðir, mig mun ekkert bresta. Á grænum grundum lætur hann mig hvílast, t Hjartkær eiginmaður minn og faðir Leó Jónsson síldarmatsstjóri Rauðarárstíg 20 andaðist á Landspítalanum 18. marz. Unnur Bjömsdóttir og Jón Leósson. t Lúther Guðnason Eskifirffi, sem andaðist 15. þ.m. verðuT jarðsunginn frá Eskifjarðar- kirkju laugardaginn 22. þ.m. kl. 2 e.h. F.h. barna og tengdabarna. Sigríffur J. Tómasdóttir. t Eiginmaður minn, faðir, fóst- urfaðir og afi Jóhannes Eiríksson, vélsmíffameistari, Hjarffarhaga 56, lézt aðfaranótt 18. marz. Clara Nielsen Harry Jóhannesson Kornelía Ingólfsdóttir Krístján Bernhard og bamaböm. t Faðir minn Einar Th. Maack Eskihlíff 81 andaðist í Borgarspítalanum aðfaranótt 19. marz. Jarðarförin ákveðin síðar. Vera Maack. t Móðir okkar Sóldís Guðmundsdóttir Asgarffi 109, andaðist að Elliheimilinu Grund 18. marz. Börnin. t Eiginmaðtu- minn Guðjón Vilhjáhnsson húsasmíffameistari Úthlíff 11, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Dóm- kirkjunni föstudaginn 21. marz kl. 1.30 síðd. Blóm vin- samlegast afþökkuð, en þeim sem vildu minnast hins látna er bent á líknarstofnanir. Guffrún Rósantsdóttir böm, tengdabörn og bamaböm. t Hjartkæra móðir okkar Lára Jóhannesdóttir Merkigerffi 12, Akranesi, sem andaðist 13. marz verð- ur jarðsett frá Fossvogskirkju föstudaginn 21. marz kl. 13.30 e.h. Kveðjuathöfn fer fram frá Akraneskirkju fimmtu- daginn 20. marz og hefst kl. 2.00 síðdegis. Blóm vinsam- legast afþökkuð, en þerm sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Sjúkrahúá Akraness. Börain. hann leiðir mig að vötnum, þar sem ég.má næðis njóta. Hann hressir sál mína. Leiðir mig um rétta vegu fyrir sakir nafns síns. Jafnvel þótt ég fari um dimman dal óttast ég ekkert illt, því að. þú ert hjá mér, sproti þinn og stafur hugga mig. Þú býr mér borð frammi fyrir fjendum mínum, þú smyrð höfuð mitt með olíu, bikar minn er barmafullur. Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. þá sem nokkuð væri í því, er þú, einmitt í þeirri ferð, baðst syst- ur okkar að ganga frá kistunni þinni að þér látnum, ef eitthvað henti með þig innan tíðar. í sömu ferð sóttir þú um legu- pláss á Vífilsstöðum. Þar vildir þú fá þann undirbúning, er þér fannst þú þurfa, áður en þú gengir undir stærri, alvarlegri aðgerð. Þú komst svo að Vífils- stöðum um miðjan desember. Þótt við systkini þín þ ykjumst vita nú, að þig hafi jafnvel þá gruna’ð að hverju draga mundi fyrir þér, þá var bróðurkær- leikur þinn svo sterkur, að þú tókst þér góðan tíma til þess að vitja mín þar sem ég lá fyrir dauðanum á Borgarsjúkrahús- inu. Þá ræddum við oft saman um einkamál okkar. Við rædd- um um það, hve gleðilegt það væri, ef læknisaðgerðin á þér tækist svo vel að þú fengir fulla heilsubót og gengir nú loksins móti björtum framtíðar- vonum. En kannski leyndir þú því í þínum meðfædda hljóð- leika, að þú eignaðist aðra heil- brigði en ég sá fyrir augum mín um, þótt þú vildir ekki láta það í ljós er þú sást hve veikindi mín voru alvarleg. En það er svo satt sem segir einhvers stað- ar: „Vort líf er í frelsarans hönd.“ Sú höndin tók þannig um líf okkar beggja, að daginn eft- ir að Guði þóknaðist að taka þig heim til dýrðar sinnar, 24. febr. síðastliðinn, leyfði hann mér að fara út af sjúkrahúsinu: „Hversu órannsakandi dómar hans og órekjandi vegir hans." En í ljósi náðar Guðs, efast ég ekki um að þinn lausnardagur hafi verið mínum meiri, því að ég trúi að hann hafi Ieit* pig í himin sinn, þar sem enr^i þján- ing er eða tár, og (■ .ginn ér sjúkur, þar sem enéji nótt er en eilífur dagur. Drottinn blessi minningu þína í hjörtum systkina þínna, ætt- ingia og vina. Eg lýk svo þess- úm fátæklega vitnisburði með því að birta eftirfarandi sálm, sem bæði við þessa jarðarför og oft endranær hefur borið svo mikinn vitnisburð til aðstand- enda þeírra, sem burt hafa ver- ið kallaðir: Þegar ég leystur varð þrautun- um frá, þegar ég sólfagra landinu á. Lifi og verð mínum lausnara hjá. — Það verður dásamleg dýrð handa mér. Kór: Dásöm það er :,: dýrð handa mér :,: Er ég skal fá Jesú auglit að sjá, Það verður dásamleg dýrð handa mér. Og þegar hann, er mig elskar svo heitt, indælan stað mér á himni hef- ur veitt. Svo að hans ásjónu ég augum fæ leitt. — Þáð verður dásamleg dýrð handa mér. Ástvini sé ég, sem unni ég hér, árstraumar fagnaðar berast að mér. Biessaði frelsári, brosið frá þér. Það verður dásamleg dýrð handa mér. Eiríkur Halldórsson. Erlendur Helgason — Kveðjuorð — í þessari afstöðu trúi ég að þú hafir verið, bæ'ði í því er viðkom veikindum þínum og að- komu dauðans. Ég minnist þess er þú komst suður seint á síð- astliðnu hausti til þess að vera við jarðarför föður okkar, sem lézt 28. nóv. þá 79 ára gamall. Okkur systkinum þínum fannst t Útför eiginmanns míns Ingvars Eiríkssonar Efri-Reykjum fer fram frá Torfastaða- kirkju laugardaginn 22. marz kL 2 eJi. Bílferð verður frá Umferðarmiðstöðinni kl. 10 f. h. Sigríffur Ingvarsdóttir. t Alúðarþakkir færum við öll- um þeim, er auðsýndu okkur vináttu og hlýhug við andlát og jarðarför eiginkonu, móð- ur og systur Þórdísar Pétursdóttur Vestnrgötu 30. Gísli Guðmundsson Guðmundur Gíslason og systkini. 1 DAG fimmtudaginn 20. marz verður gerð frá Fossvogskirkju útför Erlendar R. Helgasonar. Hann lézt eftir langvarandi vanheilsu í Landsspítalanum 12. marz. Erlendur var fæddur 8. ágúst 1894 að Klapparstíg 16 í Reykja vík, sonur hjónanna Ástríðar Erlendsdóttir og Helga Runólfs- sonar steinsmiðs. Erlendur fór snemma að basla eins og drengjum var títt í þá tíð, og unguT að árum fór hann að læra járnsmíði hjá Gísla Finnssyni, eins þekktasta járn- smiðs í Reykjavík á þeicm tíma. t Innilegar þakkir færi ég öll- um, sem sýndu mér samúð og vináttu við andlát og jarðar- för sonar míns Sigurbjarnar Ketilssonar Gesthúsum, Alftanes. Sérstakar þakkir færi ég for- ráðamönnum Bæjarútgerðar Reykjavíkur, skipstjóra og skipshöfn b.v, Hallveigar Fróðadóttur. Fyrir hönd aðstandenda. Sigríffur Sigurffardóttir. Að því námi loknu fór hann í Vélstjóraskóla íslandg og lauk þaðan prófi 1921. Lá nú leiðin til sjós á togar- ana, fyrst sem annar vélstjóri og siðan fyrsti vélstjóri. Hann var nýorðinn fyrsti vélstjóri á togaranum Agli Skallagrímssyni í byrjun febrúar 1925, er hann lenti í hinu margumtalaða Hala- veðri og fékk hann þar þá eld- skírn, sem vel hefði getað bug- að óreyndan mann, en svo varð þó ekki með Erlend. Ég sem þessi fátæklegu kveðjuorð skrifa, þekkti Erlend nær æfilangt, okkar fundum bar fyrst saman í barnaskólan- um, en það var löngu seinna að ég kynntist dugnaði og skyldu- rækni hans, er hann varð fyrsti vélstjóri með mér, óslitið í 15 ár. Allan þann tíma vann hann allt sem hann mátti mér til geðs og þakka ég honum af alhug alla samveruna og hans góðu t Innilegar þakkir færum við öllum, sem sýndu okkur sam- úð og vináttu við andlát og jarðarför bróður okkar Magnúsar Þorsteinssonar frá Eyvindartungu. Sistkin hins látna. t Innilégar þakkir til allra fyrir auösýnda samúð við fráfali Matthíasar Ásgeirssonar. Rósa Bjarnadóttir Ásta Asgeirsdóttir Asgeir Asgeirsson Ragnar Asgeirsson Kormákur Asgeirsson. t Innilegar þakkir sendurn við öllum er sýndu okkur samóð og vináttu vegna hins snögga fráfalls eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa ÞORKELS SIGURÐSSONAR vélstjóra. Anna Þ. Sigurðardóttir, Ingibjörg Þorkelsdóttri, Guðni Þorgeirsson, Salome Þorkelsdóttir, Jóel Jóelsson, Sigurður Þorkelsson, Jóhanna Guðbrandsdóttir, Kristin Þorkelsdóttir, Hörður Daníelsson, og barnaböm.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.