Morgunblaðið - 20.03.1969, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 20.03.1969, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1900 13 ... t 5>.,- M Frá hinum fjölsótta borgaiafundi í Garða- hreppi. framlög til ýmsra sjóða 850 þús kr., en þeir sjóðir sem sveitarsjóður styrk- ir eru Hjálparsjóður Garðasóknar, Byggingasjóður Garðakirkju og Orlofs- sjóður húsmæðra, auk þess eru svo lög- bundin framlög til opinberra sjóða. Framlög til félagsstarfsemi eru áætluð 374 þús. kr. og skiptast þau milli Kirkjukórs Garðasóknar, Norræna fé- lagsins, Bókasafns Garðahrepps, Tón- listarskóla Garðahrepps, Golfklúbbsins Keilis og fl. LEIKVELLIR Þá er liðurinn leikvellir, sem er áætl- aður kr. 800 þús. Nú eru fjórir leikvell- ir reknir hér í Garðahreppi. Það er leikvöllurinn í Silfurtúni, leikvöllur á Fitjum, leikvöllur á Flötum og leikvöll- ur í Setbergshverfi. Þeir tveir siðast- töldu voru opnaðir á s.l. ári, en þar hefur ekki verið tekin upp gæzla enn. Gert er ráð fyrri að gæzla verði tekin upp á leikvellinum á Flötum nú á þessu ári, en xil þess þarf að byggja hús eða gæzluskýli. Geta ber þess að Kvenfélag Garðahrepps hefur gefið meg in hluta léiktækjanna á þessa velli og sýnt með því lofsvert framtak, sem ber að þakka. ÆSKULÝÐSSTARF Þá er liðurinn æskulýðsstarf 690 þús. kr. Þar er um að ræða rekstur á æsku- lýðsheimilinu að Goðatúni 2, og styrkir til félaganna: Skátafélagið Vífill, Æsku lýðsfélag Garðakirkju, Ungmennafélag- ið Stjarnan og il. Þarna er einnig undir rekstur skólagarðanna sem er áætlað- ur 100 þús. kr. Ennfremur er tekinn upp nýr liður, unglingavinna, en ákveð ið hefur verið að koma á stofn ungl- ingavinnu hér í sumar. LÖGGÆZLU- OG HEILBRIGÐISMAL Til löggæzlu eru áætlaðar 500 þús. kr., en Garðahreppur greiðir laun tveggja lögregluþjóna í sameiginlegu lögreglúliði Hafnarfjarðar, Gullbringu- sýslu og Garðahrepps. Til hreinlætis- og heimbrigðismála er áætlað að verja 1,3 millj. kr. Aðalliður þeirrar tölu er sorphreinsun um 1 millj. kr. Nokkuð hefur verið kvartað yfir sorp hreinsuninni í hreppnum á s.l. ári. Á- standið mun þó vera betra hjá okkur en í flestum sveitafélögum öðrum, en rannsókn á þessum málum er stjórn Sambands ísl. sveitarfélaga gekkst fyrir s.l. ár, leiddi í ljós að í öllum þétt- býlissvæðum landsins er eitthvað at- hugavert við sorphreinsunina. Garðahreppur hefur verið með sorp- hreinsunina í útboði um margra ára skeið og haft samvinnu við Seltjarnar- neshrepp og Mosfellshrepp. Fuliyrði ég að þessi háttur er mun hagkvæmari fyr- ir sveitarélagið, heldur en ef það ræki sorphreinsunina að öllu leyti sjálft. REKSTUR BARNASKÓLANS 2,7 MILLJ KR. Þá kem ég að liðnum fræðslumál, sem sundurliðast í barnaskóla og gagn- fræðaskóla. Rekstur Barnaskóla er áætla'ður að frádreginni þátttöku rík- issjóðs kr. 2.7 millj á þessu ári. All verulegar breytingar verða á þess um lið frá fyrri árum þótt niðurstöðu- talan sé svipuð vegna nýrra laga um skólakostnað. Sé ég ekki ástæðu til að rekja ítarlega hvernig fjárhæð þessari verður varið, en get um það að tekin er nú upp nýr liður, sálfræðiþjónusta, er hann áætlaður 100 þús. kr. Á döf- inni er nú samstarf milli sveitarfélag- anna í Reykjaneskjördæmi um sálfræði- þjónustu, og kemur þá þessi tala til að lækka án þess að þjónustan minnki. Aðrir stórir liðir eru rafmagn og hiti 350 þús. kr. og ræsting og hreinlætis- vörur sem áætlaður 700 þús. kr. Er fyr- irhugað að gera nokkra breytingu í ræstingu skólanna og gæti við það spar ast nokkurt fé. HÚSNÆÐISMAL GAGNFRÆÐA- SKÓLANS Sveitarstjórinn vék síðan að húsnæð- ismálum Gagnfræðaskólans og rekstri hans og sagði: Gert er ráð fyrir að rekstrarkostn- aður Gagnfræðaskólans verði 2,3 millj. kr. Þar er hið sama að segja og um barnaskólann að stærsti útgjaldaliður- inn er ræsting, eða 200 þús. kr. Inn á rekstrarreikning er tekin fjár- veiting að upphæð 1 millj. kr. til inn- réttinga á nýju húsnæði. Ég tel rétt að fara hér nokkrum orðum um hús- næðismál Gagnfræðaskólans vegna þess að þar hefur orið vart við nokkurn misskilning. Árið 1965 ákvað hreppsnefndin að til- lögu skólanefndar að stofnaður skyldi gagnfræðaskóli hér í hreppnum að fengnu samþykki menntamálaráðuneyt- isins. Áður en þessi ákvörðun var tek- in þurfti að vera fyrir hendi vissa um húsnæði fyrir skólann haustið 1966, en þá skyldi skólinn taka til starfa. Fjár- magn var ekki fyrir hendi þá til að hefja byggingarframkvæmdir við nýjan skóla hvorki hjá sveitarsjóði né ríkis- sjóði. Er rétt að taka það fram í því sambandi að hreppurinn hefur frá árinu 1963 varið 17 millj. kr. til byggingu Barnaskólans. Þar sem hægt var að fá húsnæði til leigu fyrir Gagnfræðaskólann var ákveð ið með samþykki ráðuneytisins að taka á leigu 600 rúmm. húsnæði að Lyngási 7. Þótt vitað væri árið 1965, að ekki yrði fé fyrir hendi árið eftir til bygg- ingar gagnfræðaskóla voru þó fleiri ástæður sem mæltu með þvi, að fremur yrði tekið á leigu húsnæði fyrir skól- ann. Hreppsnefndinni þótti þá, og þykir raunar enn, réttara að næsta fram- kvæmd í byggingamálum verði bygging íþróttáhúss. Síðan gagnfræðaskóli. Leiguhúsnæði það sem gagnfræðaskól inn er í, er 2160 ferm. Árið 1966 var kostnaður pr. rúmmetra skólahúsnæðis talinn vera frá 4—5 þús. kr. og allt upp í 5.500 kr. Ef reiknað er með 4.500 hefði sambærileg bygging kostað 9.7 mill kr. Hefði sú apphæð fengist að láni hefðu vextir af henni verið 972 þús. kr. Þessi kostnaður hefði fallið allur á sveitarsjóð, að minnsta kosti fyrsta ár- ið. Rétt er að taka það fram, að ríkis- sjóður greiðir 50prsi í stofnkostnaði skóla, að undanskildum vöxtum af lán- um, sem sveitarsjóðir kunna að taka. Hefði ríkissjóður innt sitt framlag af endi á einu ári, sem þó er óhugs- andi, þó hefði kostnaður sveitarsjóðs orðið 4,8 millj. kr., eða vextir af þeirri upphæð kr. 486 þús. Og það er sú lægsta phæð, sem hægt var að reikna með, sem framlag úr sveitarsjóði, en er þó óraunhæf tala, eins og áður segir. Greidd leiga til leigusala er .60 kr. fyrir fermetra, eða 432 þús. á ári'fyrir allt húsnæðið. Af þeirri upphæð greið- ir ríkissjóður 50 prs. þannig að hlutur sveitarsjóðs í leigunni er 216 þús. kr. En það vérður einnig að taka með í reikninginn, að af allri leiguupphæð- inni greiðir 'leigusali í útsvar til sveitar sjóðs, um 28% og. reyndar svipaða upp- hæð til ríkissjóðs, eða úm kr. 121. þús., — eftir stánda þá 95 þús. kr. sem raunveruleg greiðsla úr sveitarsjóði til leigusala. ÁFORM UM SKÓLABYGGINGU Árið 1967 var hafinn undirbúningur að byggingu gagnfræðaskólahúss, með því að ráðnir voru arkitektar. Voru frumtillögur þeirra lagðar fram í októ- ber 1967. Teikningar að skóláhúsínu hefur ekki veríð unnt að fullgera, fyrst og fremst vegna þess a'ð beðið hefur verið eftir regiugerðum, sem fylgja eiga hinum nýju skólakostnaðarlögum. Verða þær væntanlega tilbúnar á næstu vik- um. Varía verður um það að ræða að teikningum verði lokið fyrr en það seint á þessu ári, að tími verður ekki nægur til að afla tilskilinna leyfa ríkis- valdsins og koma, skólabyggingunni inn á fjárlög ársins 1970. Miðað við það sem ég nefndi áðan, að skynsamlegra væri að byggja hér íþróttahús á undan gagnfræðaskóla er ekki hægt að reikna með að hafist verði handa um byggingu gagnfræðaskóla fyrr en 1971 og 1. áfangi vart kominn í notk- un fyrr en haustið 1972. Gagnfræðaskólinn starfar nú í 9 deildum og eru 203 nemendur í skólan- um. Komið hafa fram eindregnar ósk- ir um það, að stofnuð verði landsprófs- deild við skólann nú á næsta hausti. Slíkt mundi þýða að bætast mundu við 2 dei'ldir og nemendatala er þá áætl- uð 258. Nauðsyn er því á meira hús- næði og standa nú yfir samningaum- leitanir við eiganda hússins um viðbót- arhúsnæði, en gert hefur verið ráð fyrir að húsið stækkaði um helming. SKIPULAG FYRIR 7—8 ÞÚSUND MANNA BÆ Næsti liður á fjárhagsáætluninni er brunamál, sem er áætlaður 625 þús. kr. Er þar um að ræða þátttöku í reksturs kostnaði Slökkvistöðvarinnar í Hafnar firði, en nú er í gildi samningur milli þessara staða á jafnréttisgrundvelli. Þá er liðurinn rekstur fasteigna, sem er áætlaður 375 þús. kr., landbúnaður 38 þús. kr. og skipulagsmál og korta- gerð 532 þús. kr. Segja má að tiltölu'lega stutt séð síðan að menn fóru að gera sér ljóst mikil- vægi skipulagsmála. Hafa ýmsir staðir á landinu liðið fyrir það sinnuleysL Þetta kom ekki svo mjög að sök í Garðahreppi, vegna þess að sveitar- stjórnin stóð gegn því að hér yrði byggt áður en skipulag væri fyrir hendi sýndi með því mikla framsýni. Áætlanir hafa verið gerðar um þró- un byggðar á hinu svonefnda höfuð- borgarsvæði og ná þær til ársins 1983. Þetta svæði nær yfir Hafnarfjörð, Garða hrepp, Bessastaðahrepp, Kópavog, Reykjavík, Seltjarnarneshrepp, Mosfells hrepp og hluta Kjaiarneshrepps. Þessi sveitarfélög eiga tvo fulltrúa hvert í svonefndri svaéðaskiþulagsnefnd, en nefnd þessi hefur starfað frá árinu 1961 og rætt á Sundum sínum skipulagsmál þessa svæðis. Á 20 ára tímabili 1963—1969 er gert ráð fyrir að íbúum höfuðborgarsvæðis- ins fjölgi um 80 þúsund. Af þeirri fjölg- u,n tekur Reykjavík við 35 þúsundum, en 45 þúsund skiptast milli hinna sveit- arfélaganna. Hlutur Garðahrepps er áætlaður 7—8 þúsund. Við þessar áætlunargerðir er ein- göngu horft til þess, hvar eðlilegast er talið að byggð rísi, vegna, legu lands- ins, tíðarfars, samgönguæða og fl. en að sjálfsögðu ræður hver sveitarstjórn, hvaða afstöðu hún tekur, hvort hún stuðlar að hinni eðl legu þróun byggðar innar, eða reynir að standa gegn henni. Að sjálfsögðu kemur svo sá þáttur inn í þetta hvort sveitarfélagið sjálft hefur umræðarétt yfir því landi sem skipulagt er. Hreppsnefnd Garðahrepps hefur tek ið þá afstöðu að henni ber ð gera sitt til að byggð megi þróast með sem eðli- legustum hætti. Aðalskipulag Garðahrepps gerir ráð fyrir að byggð þróist í 5 aðalsvæði: Flatir, Arnarnes, Hofstaðaland, Miðbær og Iðnaðarsvæði. Stærð svæðisins sem aðalskipulagið nær yfir er um 550 ha. Sá hluti, sem fær beint undi;- bygging- arlóðir yrði um 400—450 ha. Gert er ráð fyrir 20—40 íbúum á ha. þannig að á Garðahverfis- og Setbergssvæðunum yrðu íbúar um 5000—7500. Megin hluti þessa svæðis er bæði mjög fallegt og heppulegt byggingarland fyrir íbúðar- hús, Var því nokkur tregða á að ákveða iðnaðarsvæði stað. Nauðsynlegt var þó að gera það og voru valdir 25 ha. í Lyngholtslandi og 25 ha. í hrauninu. Framhald á bls. 17 Fallegt einbýlishús við Smáraflöt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.