Morgunblaðið - 20.03.1969, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 20.03.1969, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1969 Opið hús Félagsheimili Heimdallar verður opið fimmtudagskvöld kl. 20,00. Sýndar verða 2 bandarískar úrvalskivkmyndir. Heimdallarfélagar eru hvattir til þess að Irta inn. FÉLAGSHEIMILISNEFND. Hefir Framsókn heppnazt aö láta efnahagsdæmið ganga upp? ÚTBOÐ Tilboð óskast í að leggja hitaveitulagnir utanhúss í einbýlis- og raðhúsahverfi svo og hluta af fjölbýlishúsahverfi í Breið- holti I, hér í borg. Útboðsgögn eru afhent í skrifstofu vorri gegn 3000 króna skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 2. apríl n.k. kl 11.00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR VONARSTRÆTI 8 - SÍMI 18800 Utboð Þær skipasmiðjur, sem hug hafa á að gera tilboð í innrétt- ingu í hásetaklefum B.v. Hallveigu Fróðadóttur, geta vitjað útboðsgagna á skrifstofu Bæjarútgerðar Reykjavíkur Hafnar- húsinu. — Tilboðum skal skilað á skrifstofu Bæjarútgerðar Reykjavíkur miðvikudagsmorguninn 2. apríl 1969 kl. 11.30. BÆJARÚTGERÐ REYKJAVlKUR. Kæri Þórarinn! Þakka þér fyrir opið bréf þitt til mín í Tímanum frá 9. marz. Er mér sönn ánægja að svara því með fáeinum athugasemdum, þar sem þú gerir mér þann sóma að birta all langan kafla úr kennslubók minni í hagfræði, sem kom út árið 1'952. í kafla þessum er í stuttu máli gerð grein fyrir þeim ráðstöfunum, sem til greina koma til þess að vinna bug á kreppuástandi. Þó að umrædd bók þurfi nú með tilliti til aldurs síns, all mikilla endurbóta við, tel ég, að það sem í þeim kafla stendur, er þú vitn- ar í, standi enn í megin atriðum óhaggað, svo langt sem það nær. En úrræði þau sem þar er bent á til þess að vinna bug á at- vinnuleysi eru: 1) vaxtalækkun eða aðrar aðgerðir til rýmkunar lánakjara, 2) aukning opinberra framkvæmda og 3) allsherjar stjórn á fjárfestingu. Ennfremur er þjóðnýtingarleiðin nefnd, en ég er því sammála, sem þú seg- ir um hana, þó að í bókinni sé HÖRÐUR EINARSSON HÉRAÐáDÓMSLÖGMAÐUR MÁLFLUTNINGSSKRIFSTOFA LOFTUR H.F. LJÓ3MYNDASTOFA Ingólfsstræti 6. Pantið tíma í sima 14772. Pí !Þ fch'; m m ns r'ý\: :f'*y xþ m m ’.'k-.ý. HUSBYGGJENDUR SPARI0 TIMBURKAUP'TÍMA, FÉ 0G FYR/^HÖFN JÖN LÖFTSSON h/f hringbraut I2I,sími é600 HLAÐIÐ HÚSIÐ FLJ') TT 0C ÖRUC CLEGA U ? MAT HELLUM EOA MÁTSTEINI FRAMLEIJDUM ÚR SEYDISHOL ARAUVAMÖL. EITT BEZTA OG ÖDÝHASTA BYCCINGAREFHl SEM VÖL ER Á. HÖFUM EINNIG FLE:ifAR AÐRAR BYGCINt: lovhpilR. y • /< 'r: r'.f, * - • >’*•/ ■„> ~~lnvÉGUM VERZLIÐ S TADLADAR TEIKNINCAR, T/EKNIÞJÖNUSTA. i*AR SEM ÚRVALID ER MEST OG KJÖ ' v/V'' - R/NBEZT. -í>. rS: DAMAS Nýjar gerðir af DAMAS kven- og karlmannaúrum. Höggvarin með 17, 21 & 25 steinum. — Vatnsþétt. Svissnesk gæðavara, kær- komin fermingargjöf. HERMANN JÓNSSON, úrsm., Lækjargötu 4. ekki tekin afstaða til þess, hvort þjóðnýting sé af því góða eða illa, eins og vera ber í hlut- lausri kennsdubók. Að öðru leyti telur þú, að með þessum úrræð- um og nánari greinargerð minni fyrir því hversu þeim megi beita, felizt einmitt það sama og Fram- sóknarmenn hafi að undanförnu boðað fyrir daufum eyrum ríkis- stjórnarinnar og stuðningsliðs hennar, sem fylgt hafi annarri og Óheilbrigðari stefnu í þessum efnum sem öðrum. Nú er það svo, að þó að hin almennu sannindi, sem skýrð eru í kennslubókum og öðrum fræði- ritum, komi vissulega að gagni við lausn raunhæfra viðfangs- efna, verður slíkt aldrei einhlítt. Þó að ég sé ekki læknisfróður, held ég að sú sámlíking við lækn isfræðina eigi við, að ég hygg ekki, að nokkur læknir teldi sig rækja skyldu sína á fullnægj- andi hátt þannig að hann, að fengnum upplýsingum, sem hann teldi fullnægj andi til ákvörðun- ar þess, hvaða sjúkdóm væri um að ræða, fletti upp í handbók eða kennslubók um meðferð hinna ýmsu sjúkdóma, og símsendi síð- an fyrirmæli um það hvaða með- ferð skyldi við hafa. Hann teldi sig auðvitað þurfa að skoða sjúklinginn, kynna sér gang sjúk dómsins í þessu sérstaka tilviki og allar þær aðstæður, sem ein- kenndu það. Þetta stafar af því, að hin almennu sannindi, sem er að fá úr kennslubókum og öðrum fræðiritum, byggjast að jafnaði á „standard" tilvikum, sem talin eru þau algengustu. Sama máli gegnir auðvitað um það, sem í minni bók stendúr um kreppuráðstafanirnar. Þegar tal- að er þannig um vaxtalækkun og auknar opinberar framkvæmdir er afla þyrfti þá fjár til með lántöku, t.d. í Seðlabankanum, sem ekki ylli samdrætti annars staðar, sem ráðstafanir til at- vinnuaukningar, þá er í fyrsta lagi gert ráð fyrir því, sem venjulega á við á krepputímum, að verðlag sé stöðugt eða jafn- vel lækkandi. í öðru lagi er byggt á þeirri forsendu, þótt það sé ekki beinlínis tekið fram, að Tökum oð okkur VEIZLUR Fermingarveizlur, brúðkaupsveizlur og veizlur við öll tækifæri. Höfum 40 manna sal. Kaidur og heitur matur. Smurt brauð og snittur, brauðtertur og kalt borð. Sendum heim. CAFETERIA STRANDGATA 1 - HAFNARFIRÐI SIMI 51810-52502 .... Til sölu: 4ra herb. íbúðir tilbúnar undir tréverk og málningu. Beðið eftir láni húsnæðis- málast j. Fokheldar sérhæðir með bílskúr í Kóp. Útb. kr. 370 þús. Beðið eftir láni hús- næðismálastj. Fokhelt raðhús í Fossvogi. Útb. kr. 650 þús. Góð lán fylgja. ÍBUÐA- SALAN SÖLUMAÐUR: GÍSLI ÓLAFSS. INGÓLFSSTRÆTI GEGNT GAMLA BÍÓI SÍMI 12180. HEIMASÍMI 83974. Fokhelt einhýllshús í Garðahr. Útb. kr. 500 þús. Hagstæð lán fylgja. Skipti á 3ja—4ra herb. koma til greina. óskum eftir: 2ja herb. íbúð í Rvík eða Kóp. Útb. kr. 600 þús. 3Ja herb. íbúð f Rvík. Útb. kr. 700 þús. 4ra—5 herb. íbúð. Útb. kr. 800 þús. gjaldeyrisstaða viðkomandi lands þoli slíkt. Hvorugu skilyrðinu er sem kunnugt er fullnægt í ís- lenzku efnahagslífi nú, og myndi því vaxtalækkun og/eða aukning opinberra framkvæmda, er aflað væri fjár til með greiðsluhalla á fjárlögum, skapa meiri vanda en hægt væri að leysa með slíkum ráðstöfunum. Stjórn fjárfestingar með það fyrir augum að tryggja jafnvægi í þjóðarbúskapnum við sem hæst atvinnustig, er skynsamleg ráð- stöfun, þótt um hitt megi deila, hversu víðtæk hún skuli vera, hverjir skuli hafa hana með höndum og hvernig hún skuli skipulögð í einstökum atriðum. Það sem er þó aðalatriðið með tilliti til núverandi viðhorfa, er að allar slíkar ráðstafanir, hversu skynsamlegar sem þær kynnu að vera í sjálfu sér, myndu aðeins vera til þess falln- ar að leysa vandamál framtíðar- innar, en leysa ekki þann vanda, sem við er að etja nú. Með því marki sýnist mér líka allt brennt í öllum þeim tillögum um hitt og þetta, sem þið Framsóknar- menn hafið lagt fyrir þetta þing. Það sem í þeim er nýtilegt, getur komið að gagni við lausn vanda- mála einhvern tímann í framtíð- inni, en leysir ekki vandann sem nú er við að etja, heldur jafnvel hið gagnstæða. Og hvað snertir úrræði ykkar, ef því nafni skyldi nefna, til lausnar dægurvanda- málunum, þá einkennast þau í stuttu máli af því, að dæmi efna- hagsvandans gengur ekki upp, ef þeim ætti að fylgja. Við stöndum nú gagnvart þeirri staðreynd, sem ekki er vé- fengd af neinum, að þjóðin hefir 15—20% minna af verðmætum til ráðstöfunar en var árið 1966. Samt viljið þið halda nokkurn veginn óbreyttum kaupmætti launa, þ.e. óbreyttri neyzlu frá því sem þá var, og gerið í því efni meiri kröfur en verkalýðs- hreyfingin hefir nokkru sinni gert. Þið viljið einnig auka fjár- festingu bæði á vegum opinberra aðila og einkaaðila, en hafnið þó afdráttarlaust einu leiðinni, sem hugsanlegt væri að fara til þess að brúa bilið, þeirri, að taka erlend lán. Sízt situr á mér að lasta það, að þú birtir í blaði þínu valda kafla úr hagfræðiritum eftir mig eða aðra. En svo gagnlegt sem slíkt getur verið út af fyrir sig, væri hitt þó óviðjafnanlega nyl- samara framlag til lausnar þeim vanda sem nú er við að etja, ef þú og þínir flokksbræður settust niður við það að gera tillögur um eitthvað, sem fengi dæmið til að ganga upp. Hver sú lausn, sem fullnægði því skilyrði hlyti að verða óendanlega miklu betri en það sem þið nú látið frá ykkur fara, og framlag til þess að um þessi mál yrði rætt á meira mál- efnalegum grundvelli en nú er því miður gert. Með beztu kveðju, Ólafur Björnsson. Suðurlandsbraut 10. VALD. mm H.F. Símar 38520 og 31142. Ávallt fyrirliggjandi: Rafmagns- og handverkfæri FENNER V-reimar boltar - skrúfur - rær kranar alls konar og m. fl.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.