Morgunblaðið - 20.03.1969, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1969
21
- SÚTUN
Framhald af bls. 15
málum af hálfu landbúnaðarina
og auðvitað ekki síður viðhorfi
bænda til þessara mála.
— Er ekki augljóst að bænd-
ur fengju hærra verð fyrir ull-
ina ef hún væri hreinni.
— Vörugæði, hvort sem um er
að ræða landbúnaðarvörur eða
aðrar afurðir, fela í sér aukin
verðmæti, því betri sem fram-
leiðslan er og eins hlýtur að
vera um ullina.
— Hvað um aukna útflutnings
möguleika á gæruskinnum?
— Lítt kannað þá virðist vera
mjög góður útflutningsmögu-
leiki á svokölluðum mokka-
skinnum, sem eru notuð í klæðn
að og með virkjun á því sviði
er kominn grundvöllur til að
framleiða ýmsan fatnað svo sem
jakka, kápur, úlpur og fleira úr
s'líkum skinnum. I>á er einnig
mikill möguleiki í að hefja pelsa
framleiðslu, en þá er tvímæla-
laust hægt að flytja út fullunna
fyrir mikið fé, og mikil eftir-
spurn hefur verið eftir pelsum
úr íslenzkri gæru. Líklega
myndi slík flík kosta um 8—10
þúsund krónur. f sambandi við
pélsagerð yrði líklega helzt um
að ræða náttúrulitina, grátt mó-
rautt, svart og hvítt. Ennfrem-
ur væri hægt að hafa fíkur í
öllum mögulegum litum úr gæru
skinnum og myndi það ugglaust
henta áhuga unga fólksins fyrir
fatnaði mjög vel. Að þessu
slepptu er alltaf fyrir hendi ör-
uggt og gott verð fyrir trippa-
húðir sem mest hafa verið
fluttar út sem skrautskinn, en
er úrvalsvara sérverkuð til fata
gerðar. Þá má ekki gleyma kálf-
skinnunum, þau eru alltaf Vin-
sæl, en ekki eins eftirsótt og
þau skinn sem að framan grein-
ir. Þetta sem upp hefur verið
talið lýtur allt að loðskinnum
sem fyrst og fremst eru skemmti
leg skrautvara og ágætis efni
til fatagerðar.
Einnig eru ónotaðir miklir
möguleikar í afulluðum skinn-
Það er úr mörgum ti
um, sem yrðu síðan verkuð til
framleiðslu á vaskaskinnum. Þá
eru afulluð skinn til fatnaðar,
en þar er um að ræða alls kyns
leður. Þau skinn má framleiða í
ýmsum litum.
Það liggur ljóst fyrir að mögu
leikarnir til úrvinnslu á því
skinnamagni sem til fellur hér-
lendis eru miklu meiri en notað-
ir hafa verð nú þegar.
— Telur þú ekk tímabært að
gjörnýta þessa möguleika?
— Að sjálfsögðu verður allt
að hafa sinn aðdraganda, maður
verkar ekki skinn á einni mín-
útu og skinnaiðnaðurinn verður
ekki byggður upp á einu ári.
Reynsla sútunnarverksmiðjunn-
Undir Iokin er gæran klippt í
sérstakri klippivél ’niður í
ákveðna hárlengd.
ar gefur bjartar vonir um fjöl-
breyttari framleiðslu. Er þar
fyrst og fremst að telja miðað
við þá reynslu, sem fengist hef-
ur hjá starfsfólkinu, þá sé ekk
ert því til fyrirstöðu að það
geti tekizt. Þetta þarf allt sam-
an að byggjast upp markvisst og
t.d. er það mjög ánægjuleg þró-
un að nýverið tókum við tvo
unga efndspilta til náms í sút-
un og um þessar mundir er einn
sútari að ljúka námi hér hjá
mér. Þessum piltum er ætlað mik
ið hlutverk síðar á þeim vett-
vangi sem ég hef hér rætt um.
Við íslendingar þurfum að
leggja áherzílu á að mennta unga
íslenzka menn og konur til þess
að vinna við skinnagerð. Fyrst
og fremst þurfa þeir sem vinna
við að verka skinnin að gjör-
þekkja möguleika og gerð ís-
lenzku skinnana og ullarinnar.
Þróunin í dag er sú að þegar
þetta unga fólk er búið að ná
þeim grundvallaratriðum sem
nauðsynlegt er að læra hér heima
er æskilegtast að senda það til
sérnáms erlendis hjá beztu og
viðurkenndustu skinnaframleið-
endum sem völ er á. Við þurf-
um sérfræðinga á mörgum svið-
um í ís’lenzkri skinnaverkun og
vinnslu.
íslendingar eru fljótír að til-
einka sér tækninýjungar erlend-
is og möguleika sem okkar hrá-
efni gefur í því sambandi en
tíminn er naumur og við verð-
um að herða okkur í þessum mál
um ef við eigum ekki að missa
af strætisvagninum á markað-
inn. Því verðum við að leggja
áherzlu á að byggja upp á
grundvelli þess bezta og mesta
sem nú er í hráefnavinnslu á
skinnum og auðvitað yrði að
standast ströngustu kröfur sem
gerðar væru. Það er von og ósk
mín að hérlendis verði hægt í
framtíðinni að gjörnýta þær
afurðir sem til falla og því ber
að leggja áherzlu á að fá unga
menn til starfa á þeim vettvangi
sem svo hljóðlega hefur þróast
á undangengnum árum.
Með stórfelldu átaki í þessum
iðnaði getum við stóraukið út-
flutning á fullunninni skinna-
vöru og aukið þar með gjald-
eyristekjur af þessum hráefni,
sem við að mestum hluta flytj-
um út óunnin nú.
Það er brýn nauðsyn að farið
verði með allri gát að því að
senda út úr landinu lifandi fé
og þess verður að gæta að er-
lendir fái ekki tækifæri til þess
að kaupa búfénað, sauðfé eða
hesta,til þess að rækta stofninn
erlendis og draga þannig úr hönd
um okkar þá einstæðu mögu-
leika, sem við höfum.
— Hvað um önnur íslenzk
skinn eins og til dæmis mink?
— Ég fer ekki í neinar graf-
götur með þá hagsmuni, sem við
getum haft af slíkri framleiðslu.
Það þarf ekki að benda á þær
staðreyndir sem liggja fyrir nú
þegar í sambandi við miknaeldi.
Ef rétt er og skipulega á mál-
um haldið er þar komin enn ein
stoðin undir afurðamikinn at-
vinnuveg í skinnaframleiðslu
hérlendis.
í sambandi við andstöðu gegn
því að hefja aftur minkarækt
hérlendis vil ég segja að það
var ekki minknum að kenna að
hann slapp út úr þeim búrum
sem voru notuð hér áður fyrr í
A lokastigi eru gærurnar settar í sérstakan þurkklefa. Ung
stúlka dittar að skinnunum. Ljósmynd Mbl. Ólafur K. Magnús-
íslenzkri minkarækt heldur tel ég
að skipulagning og gerð minka-
búanna hafi verið mjög ábóta-
vant, svo ekki sé meira sagt.
Ræktun loðdýra þarf að vera
undir stjórn kunnáttumanna.
Minkaskinn tel ég vera mjög
æskilegt hráefni til vinnálu.
Refarækt er einnig arðvæn-
leg loðdýrarækt. Að vísu er
Gæruskinn sett í kembivélina.
hún mun háðari tízkunni í eftir-
spurn á mörkuðum en t.d. mink
urinn. Þrátt fyrir það er ástæða
til að hugleiða þau mál og væri
fróðlegt að kynnast til hlítar
gangi þeirra mála erlendis. Sú
hræðsla sem hefur verið hér-
lendis í sambandi við loð-
dýrarækt byggist á eðlilegum
orsökum. Loðdýrabúum var
tildrað upp hér og hvar af van-
kunnáttu, sem olli því, að dýr-
in sluppu út, en gerð nýjustu
loðdýrabúra er það fullkomin að
dýrin hafa enga möguleika til
þess að sleppa út.
Því meiri fjölbreytni i ís-
lenzkri skinnagerð, því meri vel
sæld.
Fleira mætti nefna. Mér er
ekki kunnugt nákvæmlega hve
mikið getur fallið til árlega t.d.
af selskinnum hérlendis til
finnslu, en líklega lætur nærri
að um sé að ræða 8—12 þúsund
skinn. Að sjálfsögðu er þetta
magn í mismunandi gæðaflokk-
um og ákaflega háð tízkunni,
en mér vitan'lega eru þessi skinn
öll fl'utt út óunnin. Eflaust má
samfara uppbyggingu í ís-
lenzkri skinnagerð almennt vinna
hluta ef ekki öll selskinn hér
heima líka.
Ýmislegt fleira mætti ræða um
í þessu sambandi, eins og t. d.
hvort ekki væri ástæða til að
kanna möguleika á vinnslu og
nýtingu fiksroðs til sútunar. A
árunum fyrir 1950 var gerð til
raun hérlendis til þess að verka
roð af hlýra, en ein'hverra
hluta vegna datt þetta umsjálft
sig. Hygg ég að þar hafi hrá-
efnisskortur eitthvað haft að
segja.
Ef ti'l vill gætum við framleitt
vöru úr roði af til dæmis: stein-
bít, þorski og fleiri fisktegund-
um. Þessa vöru mætti þá ef til
vill nota til margs konar hand-
iðnaðar sem ugglaust yrði eftir-
sóttur af innlendum sem erlend-
um. f þessu efni ræður hug-
kvæmni miklu um.
En hvað sem öllum hugmynd-
um líður liggur beinast við að
gera skinna- og ullariðnaðinum
þau skil að við getum unnið ull-
ar- og skinnamarkaði okkar það
nafn að þar verið um að ræða
eftirsóttavöru hvar sem er á
erlendum skinnamarkaði. á.j.
VðRÐUR HVÚT
1. Spiluð félagsvist.
2. ÁVARP: Dr. Gunnlaugur Snædal.
3. Spilaverðlaun afhent.
4.
5.
Dregið í happdrætti.
Gæsilegir vinningar.
Kvikmyndasýning.
Húsið opnað kl. 20.00. — Sætamiðar afhentir í VALHÖLL, SUÐURGÖTU 39 á venju-
legum skrifstofutíma. SÍMI 15411.
Skemmtinefndin.
SPIL AKVÖLB)
Spilakvöld Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík verður í kvöld kl. 20.30.
í SIGTÚNI.
HEIMDALLUR ÚÐINN