Morgunblaðið - 20.03.1969, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.03.1969, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1969 hann gæti nú verið ástfanginn af mér, þrátt fyrir allt og allt. — Það er vel boðið. Það vildi ég gjarna. Að minnsta kosti ilm- ar maturinn hjá þér Vel. Mikið geturðu alltaf verið iðin, Melissa. — Ég kemst nú ekki vel hjá því, með allan þennan hóp að sjá um. En er ekki veðrið yndis- legt fyrir hátíðina? Þú ætlar þangað, er það ekki, Bob? Við skulum fara saman! — Þið viljið öll fara fyrr en ég get verið laus. Líklega kemst ég þangað ekki fyrr en um fimmleytið. Ég verð að ljúka möltunum fyrst. — Það er allt í lagi. Hin geta larið á undan mér. Nick getur ekið Kay og Lucy, og ég ætla að bíða og verða þér samferða. ' — Ég var nú að láta mér detta í hug, að hann John Frin- ton mundi kannski sækja þig í þcssum ný;a Bentley sínum. — Nei, alls ekki! sagði ég, og ég fann, að ég roðnaði um leið og ég sagði þetta. Því að John hafði einmitt hringt til mín kvöld inu áður og spurt mig, hvort hann mætti koma og flytja okk- ur öll á hátíðina, en ég hafði afþakkað það. Við gætum sem bezt komizt þangað af eigin ramm leik, hafði ég sagt, enda þótt 'þessi nýi Bentley hans Johns hefði verið ólíkt þægilegra far- artæki en þessi litli Mini okkar. Einkum þó fyrir Lucy. En ég hafði bara ekki viljað fara með John. Ef Nick hefði ekki unnið hjá honum, hefði ég bitið hann frá mér fyrir fullt og allt. John hafði um nokkurt skeið verið ástfanginn af mér. Öðru hverju hafði hann verið að biðja mín, en ég hafði alltaf gefið honum afsvar. Og þá hafði hann látið vanþóknun sína í ljós. Líklega hefur hann verið hissa á því, að ég skyldi afþakka annað eins tækifæri til lifnaðarhátta, sem voru svo ólíkir því, sem ég hafði átt að venjast. Sem kona Johns hefði ég náð í ákjósanlegasta piparsvein í margra mílna fjar- lægð, og flestar stúlkur hefðu verið fljótar að bíta á þá beitu. Því að auk þess að vera ríkur, var hann allra laglegasti mað- ur. Allar mæður með gjafvaxta dætur þarna í nágrenninu ósk- uðu sér einskis fremur en að ná í hann fyrir tengdason. En ég var ekkert hrifin af honum. Að mínu áliti var hann eigingjarn og hafði óþarflega há ar hugmyndir um sjálfan sig, og ég vorkenndi hverri þeirri stúlku, sem kynni að giftast hon um. Og ég var ennþá minna hrif- in af honum síðast þegar hann bað mín, en það var fyrir rétt- um þremur vikum. Ég gat ekki fyrirgefið honum, að hann sagði í reiði sinni, að ég væri víst að hryggbrjóta hann vegna Bobs. — Þú ert skotin í honum, er það ekki, Melissa? hafði hann sagt. — Það er þessvegna, sem þú vilt ekki giftast mér. Mikið geturðu verið vitlaus að vera að gera þér rellu út af manni, sem ekki vill einusinni líta á þig. Ég hafði orðið bálvond við 3 hann fyrir að hafa getið sér til um leyndarmál mitt. Mér datt í hug, að jafnvel þótt hann hefði getið sér til um það, hefði hann að minnsta kosti getað þagað yf ir því. Og ég hafði neitað því með ákafa, en vissi hinsvegar, að kafrjóðar kinnar mínar höfðu sannað honum, að þetta væri ekki nema satt. Stundum datt mér í hug, að þetta væri nú ekki nema einhver sérvizka í mér að vera svona andvíg John. Nick, Kay og Lucy kunnu öll prýðilega við hann. Einkum þó Kay. En reyndar vissi ég, að Kay mundi kunna vel við hvaða mann, sem væri nógu ríkur. Nú var kakan tilbúin að fara inn í ofninn, en þá tók ég eftir því að mig vantaði eldivið. Ég tók upp stóru kolabyttuna, til þess að fylla hana aftur, en Bob tók hana af mér. — Þetta skal ég gera fyrir þig. Hann brosti þegar hann setti hana aftur við eldavélina. — Ég ætti alltaf að vera við höndina til að gera annað eins og þetta fyrir þig, Melissa. X.:; Teppabútar — góð kaup Eigum ennþá nokkra poka af teppabútum 5 ferm. í poka, verð kr. 750.— Tilvalið í búta. 4T ■ Alafoss Þingholtsstræti 2. , karlmannaskór, frœgasfa merkið fyrir [ gœði — Svartir og brúnir — Gott verð Þjóðmálafundur á Akureyri Sjálfstæðisfélögin á Akureyri halda ALMENNAN ÞJÓÐMÁLAFUND í Sjálfstæðishúsinu laugardaginn 22. marz kl. 14.00. Framsöguræðu flytur MAGNÚS JÓNSSON fjálmálaráðherra. Sjálfs'tæðisfélögin á Akureyri. — Vitleysa! sagði ég. En ann- ars ertu svo sem alltaf við hönd- ina, Bob, svo er guði fyrir að þakka. Ég gæti aldrei rekið þenn an búskap án þín. Hann hló ofurlítið. — Þú þarft þess heldur ekki. Þú ert ágætis húsbóndi, jafnvel þó þú sért bara stúlka. — Þú skalt nú ekki líta á mig sem húsbónda þinn. Nú, en það ertu nú samt. — Það veit ég ... en ... Ég fann, að ég roðnaði og ég vissi, að augu mín ljómuðu. Snögglega var mér alveg sama þó Bob vissi, að ég var ástfangin af honum. Kannski vissi hann það þegar. Allir aðrir virtust sjá það. Nú var hann kominn nær mér. Og ég fann hendurnar á honum á öxlunum á mér. Þær runnu niður eftir handleggjunum á mér og gripu um hendurnar. — Melissa, elskan ... Það var eins og hjartað í mér hætti að slá. — Melissa, elskan . .. Hann hafði aldrei áður kall- að mig elskuna sína. Og nú hélt hann mér í faðminum og kyssti mig eins og mig hafði svo lengi dreymt um að hann mundi gera. Væri mig að dreyma núna, óskaði ég þess heitast að vakna áldrei aftur. En þetta var raunverulegt og enginn draumur. Við stóðum þarna saman í eldhúsinu og þetta var sælasta stund lífs míns. Því að nú vissi ég að Bob var eins ástfanginn af mér og ég var af honum. Hversvegna var hann ekki búinn að segja mér það j fyrir löngu? Áreiðanlega mundi ; hann biðja mín? ! En þess í stað sleppti hann mér snögglega. — Fyrirgefðu, sagði hann. — Ég ætlaði alls ekki að gera þetta. Reyndu að gleyma því. Ég starði á hann. — Gleyma því? át ég eftir, eins og utan við mig, og velti því fyrir mér, hvort hann mundi telja slíkt hugsanlegt. — Já. Ég bað þig fyrirgefn- ingar. Hlustaðu á, Melissa. Ég meinti ekkert með því. Ég skil ekki hvað getur hafa hlaupið í mig. Ég fann tárin koma fram í augu mér og mig verkjaði í kokið. Ég gat beinlínis ekki trú að því, að hann væri að segja þetta við mig. En hvað sem öðru leið, gæti ég að minnsta kosti komizt að raun um stöðu mína hjá honum. Líklega fengi ég aldrei tækifæri til þess fram- ar. — Var það þá ekki vegna þess, að þú værir ástfanginn af mér? sagði ég, til þess að þreifa fyrir mér. Hann leit á mig, rétt eins og honum hefði aldrei getað dottið slíkt í hug. — Vitanlega ekki. Þrátt fyrir þessa fullyrðingu hans, efaðist ég um, að honum gæti verið alvara. Ég hefði get- að svarið, að Bob væri ekki þannig maður að kyssa stúlku, eins og hann hafði kysst mig, nema því aðeins hann væri ást- Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl Byrjaðu snemma því að mikið liggur fyrir. Nautið, 20. apríl — 20. maí Þú hefur áhyggjur af heilsufari einhvers nákomins. Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní Vertu viðbúinn töfum, og hafðu eitthvað annað til ígripa, meðan þú verður að bíða. Krabbinn, 21. júní — 22. júlí Það eru takmörk fyrir því, hve fljótt er hægt að vinna verk ein- samall. Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst Þótt þú fáir ekki sérlega góðar fréttir, skaltu reyna að laga þig eftir aðstæðum. Meyjan, 23. ágúst — 22. sept. Allt gengur betur í samvinnu, og breytir afstöðu annarra til þín. Vogin, 23. sept. — 22. okt. Láttu vinina um að gera uppsteyt og notaðu svigrúmið í eigin þarfir. Láttu síðan til skarar skríða. Sporðdrekinn, 23. okt. — 21. nóv. Ef þú beitir þér rétt, geturðu komizt hjá öllum töfum. Bogamaðurinn, 22. nóv. — 21. des. Leggðu áherzlu á vinnu þína og hugmyndir. Biddu um fjárhagslega aðstoð, ef nauðsyn krefur. Steingeitin, 22. des. — 19. jan. Reyndu að greiða úr einhverjum flækjum og hlauptu ekki að neinu meiri háttar. Taktu lífinu með ró og reyndu að slaka á. Vatnsberinn, 20. jan. — 18. febr. Vertu þoltnmóður, þótt allt gangi öðru visi, en þú bjóst við. Fiskarnir, 19. febr. — 20. marz I>að er ekki fjármagn fyrir hendi, þótt þú fáir ágætar hugmyndir. Eitthvað ieggst þér samt til; notaðu þér það.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.