Morgunblaðið - 20.03.1969, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 20.03.1969, Blaðsíða 11
MORGUNBLABIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1««9 11 MSnnSngi Baldur Tryggvason, framkvæmdastjori Fæddur 23. maí 1931. Dáinn 13. marz 1969. VTÐ fráfall Baldurs Tryggvason- ar, einhvers nánasta vinar míns fyrr og síðar, eru þær tilfinning- ar, sem að mér sækja, raunveru- lega persónulegri en svo, að til- hlýðilegt sé að bera þær á torg. Fjarri mér er það líka að ætla, að mér verði auðið að reisa hon- um í þessum minningarorðum einhvérs konar bautastein, enda er nú runnin upp ein þeirra stunda, er umkomuleysi orðanna verður meira en nógu ljóst. Flestir hafa sjálfsagt gert sér grein fyrir því, hversu mjög líf okkar bvers og eins er beint og óibeint miðað við aðra menn, til- vera þeirra er þáttur í tilveru okkar og forsenda þeirrar lífsfyll ingar, sem við sækjumst eftir. Þá er ekki einungis um að ræða nánustu aðstandendur okkar, heldur og vini og félaga og jafn- vel ýmsa, sem við höfum ekki bein samskipti við. Ef þeir hverfa af sjónarsviðinu og við vitum ekki lengur af þeim nærri eða fjarri, er eins og þagni nóta í hljómbprðinu, okkur finnst að einhverju leyti tilgangsminna. áð lifa í veröldinni eftir en áður. Mér er engin launung á því, að þessi tómleikakennd hefur ekki fyrr komið að mér eins óþyrmi- leg og nú, þegar Baidur Tryggva- son er ekki lengur í kallfæri. Baldur fæddist í Reykjavík 23. maí 1931, sonur hjónanna Tryggva Magnússonar, póstfull- trúa, og Dórótheu Halldórsdótt- ur, elztur þriggja barna þeirra. Vorið 1950 lauk hann stúdents- prófi úr stærðfræðideiid Mennta skólans í Reykjavík og hóf um haustið nám í verkfræðideild Há- skóla íslands. Að nokkrum mán- uðum liðnum tók hann þá ákvörðun að hverfa frá háskóla- náminu og taka við starfi, sem honum hafði þá verið boðið hjá Samvinnutryggingum. Fór hann síðar sama vetur til Stokkihólms til að afla sérihæfingar fyrir það starf og dvaldist þar að nýju drjúgan hluta árs 1952. Hann starfaði síðan sem fulltrúi í brunadeild Samvinnutrygginga þar til 1957, er hann gerðist full- trúi forstjóra Sambands _ ís- lenzkra samvinnufélaga. Árið 1960 tók hann við stöðu fram- kvæmdastjóra Dráttarvéla h.f., og því starfi gegndi hann síðan til dauðadags. Hann lézt í Borg- arspítalanum 13. þ.m. eftir skamma sjúkrahúsvist. Vorið 1952 kvæntist Baldur Björgu Ágústsdóttur. Þau eign- uðust fimm börn: Tryggva, sem nú er 17 ára og nemandi í Menntaskólanum við Hamrahlíð, Valgerði, 15 ára, við nám í lands- prófsdeild Kvennaskólans í Reykjavík, Stefán, 13 ára, Har- ald, 10 ára, og Magnús 6 ára. Um starfsferil Baldurs hjá fyrirtækjum samvinnumanna munu aðrir verða til frásagnar, sem betur þekktu til. Þó veit ég fullvel, að hann rækti öll sin störf með miklum dugnaði og prýði, enda var honum stöðugt sýndur vaxandi trúnaður. Kunningsskapur okkar Bald- urs Tryggvasonar hófst fyrir tæpum 25 árum, þegar við hóf- um nám í menntaskólanum. Ég var marga vetur næstum dagleg- ur gestur heima hjá honum og tel mig hafa kynnzt öðrum mönnum betur. Það er vegna þeirra kynna, að mér þykir nú sem næsta torveit muni verða að sætta sig við að eiga hann ekki lengur að. Ég ætla ekki að gera • hér neina tilraun til rækilegrar mannlýsingar, en þeir eiginleik- ar Baldurs, sem mér eru nú efst i huga, eru e.t.v. einlægni hans og rósöm gláðværð, greind hans og skilningur og einnig óhvikul hjálpsemi í smáum og stórum vanda. Mér þykir ótrúlegt, að nokkur sem þekkti Baldur, telji ofmælt, að hann hafi verið óvenju vel gerður maður. Mér varð það oft aðdáunarefni, hversu auðvelt honum veittist að átta sig á erfiðum viðfangsefn- um, bæði í námi og á öðrum svið um, með því að beita þeim skýr- leik í hugsun, sem honum var eiginlegur. Hann var einharður í skoðunum, en laus við óbilgirni, og því var ekki þreytugjarnt að eiga við hann samræður. Baidur var líka manna vinsælastur í fjölmennum hópi bekkjarsyst- kina í menntaskóla, og ég heyrði þers ekki getið, að hann eignað- ist óvildarmenn þá eða síðar á ævi. Hann var glæsilegur á velli, glaður í bragði og sviphlýr. Hann hafði djúpan og hreim- sterkan málróm, og sízt skyldi ég gleyma, hversu söngrödd hans, hljómmikil og falleg, stytti okkur marga stund. Baldur stofnaði ungur heimili og átti snemma fyrir stórri fjöl- skyldu að sjá. Hann tókst þá ábyrgð á herðar með gleði og var alla tíð traustur og um- hyggjusamur heimilisfaðir. Það er óþarft að fara mörgum orð- um um hvílíkur harmur er nú fyrirvaralítið kveðinn að Björgu konu hans og börnunum þeirra og einnig foreldrum hans og systur, sem verða nú öðru sinni að þola missi sonar og bróður í blóma lífsins. Hér fá málaleng- ingar lítið úr bætt, en óskandi væri, að ástvinum Baldurs mætti verða nokkur styrkur að þeirri vitneskju, að við erum mörg, sem tökum þátt í ®org þeirra og hyggjum jafnframt gott til að eiga með þeim minningarnar, bjartar og hlýjar. Þeirri kveðju vil ég sérstaklega skila frá bekkjarsystkinunum úr Mennta- skólanum í Reykjavík. Þessa síðustu daga hafa tvær ljóðlínur úr sígildu minningar- ljóði Tómasar Guðmundssonar hvað eftir annað komið upp í huga minn: „Svo ungur varstu, er hvarfstu út á hafið, hugljúfur, glæstur, öllum drengjum betri“. Hugljúfur, glæstur, öllum drengjum betri — þannig mun Baldur Tryggvasn ætíð standa okkur æskuvinum sínum fyrir hugskotssjónum, jafnvel þótt ár kunni að færast yfir unz að okk- ur kemur að hverfa á eftir hon- um út á hafið. ■ Árni Gunnarsson. Ekki hvarflaði að mér, er ég ræddi við vin minh, Baldur Tryggvason, fyrra sunnudag, að hann ætti aðeins fáa daga eftir ólífaða. Hann hafði þá legið á að hverju myndi stefna. Ekk- ert lét hann þó á því bera, að hann ætti vísan ósigur í barátt unni við dauðann, heldur virt- ist hann taka þessari hinztu bar áttu með þeirri hugdirfð og því raunsæi, sem honum var ætíð svo eðlilegt. Baldur var fæddur í Reykja- vík 23. maí 1931, sonur Tryggva Magnússonar, póstfulltrúa, og konu hans, Dórótheu Halldórs- dóttur. Magnús bróðir hans drukknaði á síldveiðum fyrir nokkrum árum tæpra 18 ára að aldri. Sár harmur er nú kveð- inn að eftirlifandi systur og for- eldrum, sem nú hafa orðið að sjá á eftir báðum sonum yfir móðuna miklu. Baldur lauk stúdentpsrófi frá stærðfræðideild Menntaskólans í Reykjavík vorið 1950, en í' des- ember það ár réðst hann til Samvinnutrygginga, sem þá var ungt og ört vaxandi fyrir- tæki. Störf Baldurs voru í því fólgin að leiðbeina tryggingar- tökunum um brunavarnir og hvernig þeir gætu bezt komið í veg fyrir eldsvoða. Þessi starf- semi var nýjung í rekstri trygg ingafélags hér á landi, og dvaldist hann tvívegis á vegum félagsins hjá sænska trygginga fé'laginu Folksam til að kynna sér þessi mál þar. Baldur starf- aði síðan sem fulltrúi í Bruna- deild Samvinnutrygginga þar til árið 1957, að hann réðist full- trúi forstjóra Sambands ísl. samvinnufélaga, en í september 1960 var hann ráðinn fram- kvæmdastjóri Dráttarvéla h.f., og því starfi gegndi hann, þar til hann veiktist, fyrir um það bil mánuði. Öll sín störf rækti Baldur af dugnaði og stakri sam vizkusemi. Baldur Tryggvason var svo fjölþættum kostum búinn, að fá- títt er. Góðar gáfur, skarp- skyggni, glaðværð með raunsæi, og einarðleg framkoma hans, samfara glæsilegu útliti og hug- ljúfu viðmóti gerðu hann eftir- sóttan til starfa og leiks. Hann var músikalskur og hafði fagra söngrödd og í vinahópi var oft tekið lagið með Baldri eða hlust- að á góða hljómlist. Þegar hann fór til seinni kynn isdvalar sinnar í Svíþjóð, sém áð ur er getið, fylgdi honum eigin- kona hans, en hann var kvænt- ur Björgu Ágústsdóttur, Jóns- sonar frá Varmadal. Á þessum árum voru Samvinnutryggihgar manna en tíðkast nú í stærri fyrirtækjum. Við, starfsfélagar Baldurs frá þessum árum, kynnt umst því honum og konu hans vel. Baldur var framúrskarandi ástríkur og umhyggjusamur heimilisfaðir, enda voru þau Björg samhent um velferð og uppeldi barna sinna. Nokkrum árum eftir að þau komu að utan tókst þeim af litlum efnum, en með elju og atorku, að byggja sér gott hús að Sogavegi 54, þar sem þau bjuggu síðan á annan áratug. En fjölskyldan stækkaði og fyrir tveimur árum hóf hann að byggja nýtt og glæsilegt hús, við hæfi og þarfir sinnar stóru fjölskyldu, að Bjarmalandi 20. Þangað fluttu þau seint á síð- astliðnu ári, og vann Baldur heitinn að því að ljúka bygg- ingunni, þegar hann kenndi þess lasleika sem reyndist forboði dauðans. Þau hjónin eignuðust fjóra syni og eina dóttur, Val- gerði, sem stundar nám í Kvenna skólanum. Elzti sonurinn, Tryggvi, stundar nám í Mennta- skólanum við Hamráhlíð. Öll eru börnin hin mannvæniegustu og verða þau elztu þeirra vissu- lega þær stoðir, sem móðir þeirra þarfnast nú svo mjög. Hugðarefnl Baldurs heitins voru hin margvíslegustu, en sá, sem þetta ritar, veit, að hann hafði einlægan áhuga á sálar- rannsóknum og fullvissu um líf að þessu loknu. Ungur kynntist hann jafnaðar stefnu og hreifst af hennar fögru hugsjón, sem hann sá aldrei ástæðu til að yfirgefa, þótt hann væri ekki alltaf á- nægður með framgang mála í þjóðfélaginu. Hann var Alþýðu- flokksmaður til dauðadags. Síð- astliðið vor, í eina skiptið, sem hann lét til sín taka opinberlega, vakti glæsileg og einarðleg framkoma hans athygli, og marg ir vpknuðu þá til umhugsunar um, hvort hann myndi ekki eiga erindi á vettvang stjómmálanna. Ég býst við, að hann hefði get- að náð langt á því sviði, ef hon um hefði orðið lengra lífs auðíð, en held hins vegar að umhyggj- an fyrir konu og börnum og mat hans á verðmætum lífsins hefðu komið í veg fyrir, að hann hefði farið að hasla sér völl á þeim vettvangi. Hann hafði unun af ferðalög um og útilífi. Sannfærður er ég um, að Björg og bömin geyma margar hugljúfar endurminn- ingar um ferðir þeirra á vit landsins, þar sem hann kenndi bömunum að njóta útivistarinn ar. , Með sviplegu fráfaUi Baldurs Tryggvasonar er stórt skarð fyr ir skildi í margra röðum. Stærst- ur er þó missirinn eftirlifandi konu og börnum. Ég bið guð að gefa þeirn trúna, sem allt sigrar. Ein er huggun harmi gegn: Lát- inn lifir. Jón Rafn Guðmundsson. Að morgni þess 14. sl. flaug helfregn. Baldur er dáinn. Við- brögð vina og samherja, ást- vina og ættingja voru áreiðan- lega í flestum tilvikum vantrú — eða veik tilraun til þess að bægja frá sér sannleika, sem alla sló djúpum harmi. Mér var starfs míns vegna, og þess, að ég fylgd ist með honum síðustu sporin, ó-# þyrmilega Ijóst að hann var all- ur. Þótt þessir síðustu dagar hans væru mér vanmáttugum sárs- aukafyllri en orð fá lýst, get- ég ei annað sagt, að þar við bættist enn ein minning, og jafn vel sú bjartasta, við allar hinar sem ég á um hann af tæpra 25 ára viðkynningu og vináttu. Slík var karlmennska hans og hug- rekki augliti til auglitis við skapadóm. Friður sé með honum. Eigin- konu og börnum, foreldrum og systur bið ég þann almáttuga að styrkja nú og þar til þau aft- ur sameinast honum. Sigurður Þ. Guðmundsson. Enn er vegið, illa er vegið, miskunnarlaust og í tilgangs- leysi í hóp okkar skólasyst- kina. „Enginn má sköpum renna“ „Eitt sinn skal hver deyja“ Oss reynist oft erfitt og sár-. saukafullt að viðurkenna þessi fornu lögmál mannlegs lífs. Þó neyðumst við til á stund- um, að viðurkenna og jafnvel að reyna að sætta oss við lát aldraðra að lokinni langri starfs æfi — og jafnvel voðaslys ungra. En ég verð að játa að mig brestur hugarþrek og þroska til þess að geta sætt mig við að þróttmikið, hæfileikaríkt, gæfu- samt og gæfuveitandi líf fjari út — langt fyrir aldur fram — hverfi eiginkonu, börnum, systr- ur, foreldrum — og okkur sam- ferðafólkinu. Er þetta réttlæti? Margar minningar leita fram í hugann. Minningar frá skóla- árunum, frá samverustundum í föðurhúsum og síðar á okkar eig' in heimilum — hérlendis og er- lendis. Það var oft kátt á hjalla og hávaðasamt á Hringbrautinni hjá Baldri, á yndislegu heimili for- eldra hans Dorotheu og Tryggva Magnússonar, póstfulltrúa. Þar var jafnvel reynt að lesa skóla- bækur á stundum, einkum ef við þurftum aðstoðar Baldurs við. En Baldur átti óvenjulétt með nám og þolinmæði til að miðla öðrum. Að ioknu stúdentsprófi kvænt ist Baldur unnustu sinniBjörgu Ágústsdóttur, sem lifir mann sinn ásamt fimm börnum þeirra. Það var birta og reisn yfir þeirra hamingjusömu fjölskyldu og þangað gott að koma; Baldur réðist til S.f.S. til starfs og fór utan með fjölskyldu sína til menntunar þaraðlútandi. Hann átti skjótan frarrra í starfi og varð framkVæfndastjóri Dráttavéla hf. áðeins tæplega þrítugur. Traust hafði Baldur allra sem honum kynntust og voru þvi fal- in margvísleg trúnaðarstörf í vax andi mæli:' Fratnhalú á bls. 16 sjúkrahúsinu skamman tíma, en víss'i, *hvað að hónúm gékk og fámennt fyrirtæki og þess vegna mieiri satngangur rnilli starfs- M.R. 50 r I minningu Baldurs Við áttum saman sói við jökultind og sumardag sem hlátur vatns í lind, svo heiðan dag með hvísl við sund og vik, og haf og fjöll sem voru engu lík. Og borgin okkar vin í veröld hans, sem vakti okkur gleði þessa lands — á sama hátt og sólargeisli fer um svellað hjarn með grös i fangi sér. Sem rísi jörð og setjist sól á hlein og syngi fugl einn dag á hljóðri grein, við áttum saman aðeins skamma stund þá æsku er kallar vor um borg og sund — en, æ, svo hvikul — gjálp við grjót og stein sem gamalt úthaf kallar á sinn fund. Matthías Johannessen.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.