Morgunblaðið - 20.03.1969, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 20.03.1969, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1009 19 Matthías Ásgeirsson garðyrkjumaður vi'ðkynningu og allt hans snurðu lausa samstarf gegnum árin. Eftir að Erlendur hætti sjó- mennsku, vann hann um árabil hjá h.f. Hamar hér í borg, og að endingu, þegar heilsa fór að bila, vann hann að innheimtu- störfum hjá verzl. Geysi h.f., og enn var það heilsan sem hrakaði og nú um þriggja ára skeið hefur hann átt við heilsu- leysi að stríða og sem nú hefur sett endapunktinn á hlutina. Erlendur var tvíkvæntur, en fyrri kona hans og hann slitu samvistum. Þeim varð ekki barna auðið, en ólu upp bróð- urson Erlendar. Síðar kvæntist Erlendur eft- irlifandi konu sinni, Láru Krist- insdóttir frá Hafnarnesi. Þau eiga einn son, Gunnar Erlends- son. Áður en Erlendur kvæntist eigna’ðist hann son, Guðmund Ellert. Nú að leikarlokum votta ég ástvinum hans öllum mína fyllstu samúð og þakka honum allt okkar samstarf og bið Guð að leiða hann til hinztu friðar- hafnar. Nikulás Kr. Jónsson. - ERLENT YFIRLIT Framhald af bls. 10 Breytingar Nixons á Sentiu- elkerfinu munu sennilega valda að vafasamt sé að gagnflauga- kerfið þjóni tilgangi sínum, fái minni hljómgrunn en áð-ur. ANDÚÐ Á HERFORINGJUM Margir þekktir þingmenn eru eindregnir andstæðingar igagn- flaugakerfisins, þeirra á meðal báðir leiðtogar demókrata í öld- ungadeMdinni, Mike Mansfield og Edward Kennedy, en á hinn •bóginn eru formenn þeirra nefnda í báðum deildum þings- ins, sem fjalla um málið, hlynnt- ir ákvörðun forsetans. Umræð- urnar um málið á þingi verða harðar, og það sem gerir aðstöðu Nixonsf erfiða er, að andstæðing- ar hans, sem er að finna í báðum flokkum og eru yfirleitt hófsam- ir, halda því fram, að því fé, sem rennur til eldflaugavarna, yrði betur varið til innanlandsmála. Þar við bætist, að í báðum deildum þingsins hefur traust þingmanna á varnarmálaráðu- neytinu og yfirmönnum herafl- ans beðið mikinn hekki vegna Víetnam-styrjaldarinnar. Áður en Nixon skýrði frá ákvörðun sinni gerðist sá einstæði atburð- •ur, áð öldungadeildin neitaðl í fyrsta skipti á gíðari tímum að taka miark á ti'Högum varnar- málaráðuneytisins og hermála- nefndarinnar. Greinilegt er, að Víetnam-stríðið hefur leitt til þess að þingmenn telja að þing- inu sé ekki nógu mikil virðing sýnd og skoðanir þess virtar að vettugi. Þetta sést meðal annars á því, að utanríkismálanefnd öld- ungadeildarinnar hefur sam- þykkt ályktun, þar sem skorað er á stjórnina að takast ekkf á herðar neinar skuldbindingar er- lendis án samþykkis þingsins. Þannig bendir ýmislegt tii þess, að samvinna Nixons og þingsins geti orðið erfið í framtíðinni, en hér er fyrst og fremst um að ræða hreyfingu, sem miðar að þvi að auka áhrif þingsins, frem- ur en andstöðu gegn gagnflauga- kerfinu, þótt þetta tvennt fari að mörgu leytf saman. Fæddur 3. október 1902 Dáinn 26. febrúar 1969 FRÁ Dómkirkjunni í Reykjavík var 6. marz sl. gerð útför Matt- híasar Ásgeirssonar, garðyrkju- manns, sem andaðist 26. febrúar sl. í Landakotsspítala eftir erf- iða sjúkdórmslegu. Með nokkrum orðum vil ég minnast Matthíasar, frænda míns, sem ég hafði góð kynni af allt frá barnsárum. Foreldrar hans voru Ásgeir Eyþórsson, verzlunarmaður í Reykjavík og Jensína Björg Matthíasdóttir, kona hans. Ásgeir var sonur Eyþórs Fel- ixionar kaupmanns í Reykjavík og Vesturlandipósts, Sveinssonar bónda á Neðri-Brunná í Saurbæ í Dalasýslu, Sveinssonar bónda að Galtarnesi í Víðidal, Jónsson- ar, bónda að Lækjamóti í Víði- dal, tvinnara við Innréttingarnar og fyrsta næturvarðar í Reykja- vík. Sveinn í Galtarnesi var óskilgetinn og var móðir hans Guðrún Þorkelsdóttir, og rakti hún ætt sína til Jóns bónda á Söndum í Miðfirði, sem Rauða- brotaætt er kennd við, en hann var jafnan nefndur Jón rauð- broti. Kona Eyþórs Felixsonar og móðir Ásgeirs, var Kristín dóttir séra Gríms Pálssonar prasts á Helgafelli, Magnússonar prests í Stóradal og á Ofanleiti í Vest- mannaeyjum, en móðir Gríms var Guðrún ljósmóðir, dóttir séra Hálfdáns Gíslasonar prests á Eyvindarfhólum undir Eyja- fjöllum og Margrétar Jónsdóttur, merkiskonu, dóttur Jóns Þor- steinssonar sýslumanns í Skafta- fellssýelu. Kona Gríms prests var Þórunn, dóttir séra Ásgríms Vigfússonar prests á Laugarbrekku, en kona hans var Sigríður, dóttir séra Ásgeirs Jónssonar prests á Stað í Steingrímsfirði Pálseonar prests á Stað. Jensína Björg, móðir Matthías- ar, var dóttir Mattlhíasar Markús sonar smiðs og verzlunarmanns í Vestmnneyjum og í Holti í Reykjvík, en kona hans var Sol- veig Ijósmóðir, dóttir séra Páls Jónssonar prests á Kirkjubæ í Vestmannaeyjum Eyjólfesonar verzlunarmanns í Vestmannaeyj um. En kona Jóns ríka var Hólm fríður, dóttir séra Benedikts Jónssonar prests á Ofanleiti í Vestmannaeyjum Vigtfúsisonar prests í Sólheimum. Solveig ljós- móðir sinnti læknisstörfum í Vestmannaeyjum, þegar þar var læknislaust, sem iðjulega bar við, og þá laun fyrir úr ríkis- sjóði. Faðir Mattthíasar smiðs í Holti var séra Markús Þórðar- son prestur í Álftamýri í Arnar- firði Ólafssonar stúdents, bónda í Vigur, Jónssonar lögréttumanns á Eyri í Seyðisfirði við Djúp. Ólafur átti margt barna og varð mjög kynsæll. Móðir séra Mark- úsar var Valgerður dóttir séra Markúsar prests í Flatey, Snæ- bjarnarsonar, Pálssonar Torfa- sonar sýslumanns að Núpi í Dýra firði. Kona Mála-Snæbjarnar var Kristín, dóttir Magnúsar digra í Vigur, Jónssonar prests í Vatnsfirði Arasonar sýslumanns í Ögri Magnússonar prúða. Allt eru þetta kunnar ættir og merk- ar. Á fyrri árum bar fundum okk- ar Matthíasar sjaldan saman, enda áttum við aldrei heima á sömu slóðum. En mér eru minn- isstæðir samfundir okkar haust- ið 1916 austur á Eskifirði. Ég hafði róið frá Karlsskála um sumarið hjá Árna frá Útstekk. Ég beið nokkra daga ferðar heimleiðis inni á Eskifirði og var til húea hjá Páli Bóassyni. Einn daginn varð mér reikað um kauptúnið. Sá ég þá unglinga, sem mér sýndist ekki betur en væru Matthías og Kormákur, bróðir hans, en ég hafði ekki séð þá síðan 1911. Það sumar áttu foreldrar mínir heima í Reykjavík, og var þá að sjálf- sögðu samgangur milli fjöl- skyldna okkar. Móðir mín var •systir Ásgeirs, föður Matthíasar. Ég gaf mig á ta’l við piltana og reyndist tilgáta mín rétt. Við Matthías vorum þá á fjórtánda ári, en Kormákur ári yngri. Þeir höfðu verið á Skriðuklaustri um sumarið og hafði Halldór Benediktsson, húsbóndi þeirra, sagt þeim að leita gistingar hjá kaupmönnunum Jóni Arensen og og Friðgeir Hallgrímssyni. Matt- hías fór til Jóns, og stóð ekki á því að húsa hann, en Kormákur fékkst ekki til þess að fara tU Friðgeirs, og fékk ég þá leyfi til að láta hann sofa hér mér. Héldum við síðan hópinn og fór vel á með okkur. íslandið kom þá daga og tókum við okkur far með því, en áður en haldið var suður á bóginn var fyrst farið til Norðfjarðar og Seyðisfjarðar, og legið eina nótt á hvorum stað, svo að ferðalagið varð lengra en við höfðum gert okkur grein fyr- ir. Veturinn 1919-1920 skutu þeir bræður skjólshúsi yfir mig, eina veturinn, sem ég var í Mennta- skólanum. Hofðu þeir herbergi á Skólavörðustig 25, en foreldrar þeirra bjuggu þá á Skólavörðu- stig 17, í lítilli risíbúð. Kom ég þann vetur oft til Ásgeirs og Jensínu. Það var gott að koma. Jensína var einihver svipmesta og tígulegasta kona, sem ég minnist að hafa séð, og svo hlý- leg, að maður fann að maður var alltaf velkominn. Jensína var margt til lista lagt, og lík- iega er hún einhver fyrsta kona á íslandi, sem málaði með olíu- litum. Nokkur æskuverk hennar eru varðveitt og furðar mann, hve litameðferðin er skemmtileg. Um þessar mundir veiktist Matthías af berklum og átti hann lengi í þeim veikindum og raun- ar alla ævi. En nokkur bata fékk hann og upp úr því stund- aði hann nám í Samvinnuskól- anum. Síðar fór hann ti!l Dan- merkur og var þar um eins árs skeið í garðyrkjuskóla. Eftir það vann hann lengst við garðyrkju- störf í Reykjavík, annaðist skrúð garða í einkaeign, og fórst það vel úr hendi, sakir þess að hann var smekkmaður. Um eitt skeið var hann garðyrkjuráðunautur Rey kj a víkurborgar. Ekki alls fyrir löngu leitaði Matthías sér lækninga til Banda- ríkja, og fékk þar góða lækn- ingu á fótarmeini, sem lerjgi hafði þjáð hann. Þá heimsótti hann bræður sína, Árna og Kor- mák, sem lengi höfðu átt heima í Boston. Á árunum eftir 1930 var Matt- hías iðulega hjá okkur hjónum í Vestmannaeyjum, eina til tvær vikur að haustlagi. Þá urðu néin- ari kynni okkar. Þá komst ég að raun um hversu barngóður hann var og laginn að hæna að sér börn. Fór hann iðulega göngu- ferðir með syni okkar Rögnu og undu þeir sér vel í fylgd með honum. Um sivipað leyti var hann oft hjá Kristni, bróður mínum, á Norðfirði og var með þeim góð vinátta og fjölskyldu hans Matthías var greindur maður og hafði áhuga fyrir öllum lands málum og fylgdist vel með þeim þeim. Hann kvæntist árið 1963 Rósu Bjarnadóttur verzlunarstjóra. Hún bjó honum fagurt heimili og var honum góð og hugulsöm eiginkona. Á síðari árum hrakaði heilsu hans, enda hafði hann aldrei gengið heill tiil skógar. Þessi fáu orð áttu ekki að verða nein æviminning, heldur aðeins ti'I þess gerð, að minnast gamalla samverustunda og rifja upp hverjir að honum stóðu. Það er mikil þrekraun að standa af sér langvarandi veikindi, og sýn ir það hvern mann Matthías hafði að geyma, hversu honum tókst það. Jóhann Gunnar Ólafsson. Er gamlir fjötrar falla og Fögruheimar kalla f. 10/5. ’42 — fórst með m.b. Dagnýju 7/3. ’69. Kveðjur frá tengdaforelðrum . og eiginkonu. „Aldrei er svo bjart yfir öðlinigsmanni, að eigi geiti syrt eins sviplega og nú. Og aldrei er svo svart yfir sorgarranni, að eigi geti birt fyrir eilífa trú.“ (Matth. Jooh.) ENGAR ljóðlínur vitum við bet- ur tilheyrandi hinu skyndilega fráfalli ástvinar okkar, sem við •minnumst í dag. Sannarlega var hann állt í senn, bjaritur, fagur og öðlingsmaður í orðsins fyllstu merkingu. Og engan veginn megnum við að rísa undir svo þungum raunum, ef við ættum akki þá trú að bæði líf og dauði sé í guðs hendi og hafi sinn til- gang. Gunnar Þorbergur Þórðar- son fæddist í Hergilsey á Breiða firði 10/5. ’42, næstyngstur 16 barna þeirra hjónanna Þor- bjargar Sigurðardóttur og Þórð- ar Benjamínssonar, mikils sóma- og ágætisfólks. Dóttur okkar Guðbjörgu kvæntist hann 25. desember 1961, og eiga þau þrjú börn, 7 ára, 3ja ára og eins árs. Gunnar var Okkur sem sannur og ástríkur sonur, sem vildi ævin lega allan vanda leysa, ef með þurfti. Þótt aðalstarf hans væri sjó- mennskan, var hann slíkur haig- leiksmaður að af bar, og svo að segja jafnvígur á öll störf. Til hans var alltaf gott að leita, því að hjálpfýsi bans var viðbrugð- þá fellur mörgum ver. Að lokum okkur alla til andans furðuihalla hið æðsta lögmál ber. Þér varð ei frestur fenginn þín för lá beint í strenginn. En föst var lund og hljóð. Þú vissir vel að enginn sem virðist héðan genginn er vikinn iífs af slóð. Þú undir dauðadómi og Drottins hlýddir rómi. — Þá dáði ég þinn kjark. Hinn dýpsti dýrðarljómi hann dylst í hverju blómi þótt dauðans beri mark. En hér ég vöku vaki og vona að engan saki þótt vitni ég í trú: Ég sé að sortans baki í svip — í andartaki hvar sál þín dvelur nú. Um stund þú hvílist hljóður við hjarta bliðrar móður sem hverja bæn þér gaf. Og hann er hreinn og góður sá hugans duldi gróður sem hretið lifði af. Hvað varði grös þín grandi er gekk hinn mikli vandi um götu dauðlegs manns? Það senn mun sjá þinn andi — Hans sól yfir nýju landi á sumri kæhleikans. Úlfur Ragnarsson. ið. Nú að leiðarlokum, færum við tengdaforeldrar og allt hans venzlafólk honum hjartans þakkir fyrir allt, sem hann var okkur á þessari alltof stuttu samleið. Eiginkona hans og börnin hafa þó mest að þakka fyrir yndis- legu hamingjuríku árin, sem urðu svo sorglega fá. En það er svo miklu hægt að fá áorkað á stuttri ævi þegar góðvild og göfugmennska ráða ríkjum. Þótt sorg og söknuður sé nú sár þegar horft er fram, er samt dásamlegt að líta til baka til þess fagra vegarspotta sem genginn er. Margar sjómannsikonur eiga nú um sárt að binda, þær einar vita hvernig það var á efans- og andvökunótt þegar ástin, vonin og þráin hvísluðu: „Hann kemur — en hræðslan kvað nei“. F. G. Stúlka óskast til afgreiðslustarfa nú þegar. — Uppl. á Mat- stofu Austurbæjar Laugavegi 116, sími 10312. Röskur sendisveinn óskast strax á skrifstofu okkar. H/f Ölgerðin Egill Skallagrímsson. Gunnar Þorbergur Þórðarson — Minning

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.