Morgunblaðið - 20.03.1969, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 20.03.1969, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 1969 Sölumcaður Viijunn ráða mann til sölu á byggingarvörum. Skriflegar. umsóknir sendist fyrirtækinu. Fyrirspurnum ekki svarað í síma. T. HANNESSON OG COMPANY Brautarholti 20, Reykjavík. L E S 0 N A L BÍLALAKK Lesonal bílalakk, grunnur og spartl. Litaval. litablöndun. Hagstætt verð Póstsendum. mAlarabúðin Vesturgötu 21, sími 21600. Fromhvæmdastjórastarf Skipasmíðastöð Stykkishólms h.f. Stykkishólmi, óskar að ráða framkvæmdastjóra. Upplýsingar um menntun og fyrri störf fylgi umsókninni. Umsóknir sendist til Skipasmíðastöðvar Stykkishólms h.f., Stykkishólmi fyrir 10. apríl næstkomandi. Kvihmyndahússrekstur Þar sem bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur ákveðið að taka upp breytt fyrirkomulag við rekstur Bæjarbíós er hér með aug- lýst eftir manni til að taka að sér rekstur biósins ð eigin ábyrgð. — Þeir sem kynnu að hafa hug á að taka að sér um- ræddan rekstur, hafi samband við undirritaðan sem veitir nánari upplýsingar Bæjarstjórinn i Hafnarfirði. Nauðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Ránargötu 13, þingl. eign Ewalds Berndsen o. fl., fer fram á eigninni sjálfri, þriðju- daginn 25. marz 1969, kl. 11.30. Borgarfógetaembættið i Reykjavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 72., og 74. tbl. Lögbirtinigablaðsins 1968 og 2. tbl. þess 1969 á hluta I Efstasundi 56, þinigl. eign Jóns Hjörleifssonar, fer fram eftir kröfu Arnar Þór hrl., o. fl. á eigninni sjálfri, þriðjudaginn 25. marz 1969, kl. 10.30. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Nauðungaruppboð Eftir kröfu Brunabótafélags íslands, Björns Sveinbjöms- sonar, hrl., og Hauks Jónssonar, hrl., verður Síldarsölt- unarstöð Reykjaness h.f. á Sigluifirði, Helgareitur, þing- lesin eign Reykjaness h.f., Siglufirði, seld á naiuðungar- uppboði, sem sett verður í dómsalnum í Gránngötu 18, þriðjudaginn 25. marz 1969, kL 14. Uppboð þetta var auglýst í 8., 10. og 12. t!bl. Lögbirtinga- blaðsins 1965. Bæjarfógetinn á Siglufirði. Sextíu og fimm dra: Viggó Nathanaelsson íyrrverandi íþróttakennari ÉG VAR að bíða eftir að ein- hver mér færari, léti til sin heyra í tilefni að því að Viggó varð 65 ára 11. okt. 1968, en hafi einhver skrifað hefir það farið framihjá mér. Ég var einn af mörgum nem- endum Viggós á Núpsskóla og hreyfst af fimi hanis og drengi- legri framkomu, við hlökkuðum alltaf til tíma í fimleikum, glímu eða sundi, því þá leið tíminn of fljótt. Tveggja vetra samvera er stuttur tími, en þó hefir hún enzt mér yfir 30 ár. Viggó Nathanaelsson er fædd- ur 11. okt. 1903 á Þingeyri við Dýrafjörð, sonur Nathanaels kaupmanns og konu hans, Krist- ínar Jónsdóttur. Móður sína miss ir Viggó 3 ára og tók þá við bú- stjórn amma hans, Metta Þor- steinsdóttir, og síðar réðst ráðs- kona til Nathanaels, Björg Jóns- dóttir frá Granda, og reyndist hún Viggó sem sönn móðir. Ungur að árum bar fljótt á íþróttaáhuga Viggós, enda íþróttalíf á Þingeyri, hjá íþrótta félaginu Höfrungi, og svo fór að hann fór þá braut, að verða íþróttaleiðtogi. Ég hef leitað upp lýsinga um starf Viggós hjá eldri Dýrfirðingum og mun án efa margt verða ósagt. 1924 fer Viggó á íþróttanámskeið ÍSÍ er stóð í 5 mánuði, 1. nóvember 1924 til 1. apríl 1925. Þá fer Viggó í glímusýningarferð til Noregs á vegum Glímufélagsins Ármanns, undir stjórn Jóns Þor- steinssonar, íþróttafiömuðar, og að því loknu hóf hann kennslu í sundi i sjó á Þingeyri og fimleik- um um haustið hjá iþrótta- félaginu Höfrungi. Þá varð íþróttabylting á Þingeyri; kenndi Viggó unglingum fimleika, eldri konum, stúlkum og piltum, 5 flokkum og 2 æfingar á viku hjá hverjum flokk og var vel mætt. Áhugi var svo almennur að með tíðindum má telja. f eldri flokk karla l'étu sig aldrei vanta læknirinn Gunnlaugur Þorsteins- son og prófasturin séra Þórður Ólafsson og Smiðjumenn, eftir langan vinnudag, og var Ólafur R. Hjartar þar fremstur, enda er hann mikill félagsmaður. 1926 fer Viggó í glímusýningarferð til Danmerkur með Glímufélaginu Ármanni, undir stjórn Jóns Þor- steinssonar, og í þeirri ferð bauð Niels Buck, íþróttafrömuður, Viggó að koma i skóla sinn OHerup, en Viggó kenndi með sama krafti á Þingeyri 1926, en hafði nú bætt við sig kennslu í barnaskólanum. En um haustið fer Viggó til Ollerup til Nielsar Buck og er þar í góðu yfirlæti hjá þeim ágæta íþróttafrömuði. Buck fékk Viggó til að kenna glímu við skólann, og heyrði ég Viggó segja skemmtilega frá þeim kafla í starfi sínu. Viggó ílengdist á Ollerup sumarlangt og var valinn í sýningarflokk, er sýna átti á stórri hátíð á Dyböll í ágústmánuði. Komu íþrótta- menn á laugardögum og sunnu- dögum frá íþróttafélögum víða um Danmörku; próifdómarar komu frá Danska íþróttasam- bandinu til að velja 13 menn í sýningarflokk, og þegar matur var á borð borinn, lá bréf til þátttakenda og þeim þökkuð koman til Ollerup, og það þýddi að þeir voru ekki valdir, er bréf féngu. Gekk svo til í þrjár vik- ur, að eftir urðu 290 og skyidi nú lokaþáttur verða um manna vel. Var byrjað árla daga, kl. 8 á laugardegi og er dagur var að kveldi kominn, voru 25 menn enn eftir og áttu þeir að mæta eftir hádegi á sunnudag. Þá var enn haldið til fimleikasalarins og var nú spenna í loftinu hjá þeim er enn voru eftir og svo í áhorfendum, sem voru margir að venju. Svo fór að Viggó var valinn; einn af 13, og mun það hafa þótt mikill heiður. Nú er Buck boðið að koma með fimleikaflokka til Japan 1928 um haustið og ákvað þá Buck að fara kringum jörðina með tvo fimleikaflokka. Hóifst nú undirbúningur að þeirri ferð og var Viggó einn af 13 piltum, er í flokknum voru, þá voru og 33 stúlkur. Var nú æft af kappi ig um helgar sýnt á útisamkomum víSsvegar um Danmörku. Nú var tekið til við að bólu- setja hópinn við hitabeltissjúk- dómum, malaríu o. fl. Mun það Þ0LIR ALLAN ÞV0TT Grensásvegi 22-24 Sl'mi 30280-32262 HÆTTA Á NÆSTA LEITI —effir John Saunders og Alden McWilliams Systir yðar hefur hleypt kettinum úr sekknum herra Athos, og það er eng- inn smáræðis köttur. Axtella er fífl, Raven. (2. mynd). Ég hafði margar góð- ar og gildar ástæður fyrir að halda dauða föður míns Ieyndum. Nefnið eina. (3. mynd) Peningar herra Troy. Auð- æfi sem hann gat ekki hreyft við með- an Axtel Athos var á lífi. Auðæfi sem með réttu tilheyra mér. ekki hafa verið sælustundir með an yfir gekk, með hita og vanlíð- an, en þegar 10 dagar voru til stefnu, kom skeyti frá Japan, um að þar væru óeirðir og þeir treystust ekki til að tryggja að öryggi flokksins yrði í lagi og óskuðu eftir frestun á ferðinni. Það varð svo að vera og þótti öllum illt. Buck ákvað nú að fresta förinni í eitt ár. Var nú farið í nokkrar sýn- ingarferðir með báða hópana og var Viggó með í þeim ferðum. Heldur nú Viggó heim til Dýra- fjarðar og kennir á Þingeyri, með auknum áhuga og þátttaka almenn. 1929 fer Viggó enn í sýningar- ferð með Glímufélaginu Ár- manni og er nú förinni heitið til Þýzkalands. Fararstjóri var Lúð- vík Guðmundsson skólastjóri, en Jón Þorsteinsson stjórnaði glímuflokk. Úti í Þýzkalandi tóku á móti flokknum Reinhard prins og frú Nora kona hans. Hefir Viggó sagt að sú ferð hafi orðið sér ógleymanleg. Að þeirri ferð lokinni er enn haldið til Þingeyrar og er nú Viggó ráðinn kennari við Núps- skóla í Dýrafirði, en þá kemur boð frú Niels Buck um Japan- ferðina, og á hún nú að standa í 6 mánuði og fara kringum jörð- ina, yfir Rússland og Ameríku. En þar eð Viggó var nú ráðinn kennari að Núpi, gat hann ekki farið, og hefst nú kennsla hans að Núpi, sem stendur til 1939, að hann flytur til Reykjavíkur. 1936 fer Viggó á Olympíuleik- ana í Berlín með kennaraflokk, undir stjórn Jóns Þorsteinsson- ar o. fl. Þá kenndi Viggó á námskeið- um, fimleika, sund og frjálsar íþróttir í Önundarfirði, Súg- andafirði, Reykjanesi við ísa- fjarðardjúp 3 sumur og á F’.at- eyri. Ég var svo heppinn að vera nemandi Viggós á Núpi og eru það mér kærar minningar. Viggó var sérlega lipur kennari og er hann stjórnaði fimleika- flokki á þjóðhátíð í Framnesi 1930, gerði það mikla lukku hjá áhorfendum. Þá mun hann einn- ig hafa sýnt fimleikaflokk í Geirþjófsfirði á fjölmennrí úti- hátíð þar og þótti mikið til koma. Nokkrum sipnum mun Viggó hafa sýnt áhaldalelkfimi á skemmtisamkomum og voru itökk hans útfærð í stíl og af mýkt þeirri er langþjálfaðir eru og dýnustökk hans þóttu frá- bær. Oft var með honum í þess- um sýningum Höskuldur Steins- son er einnig hafði verið á Olle- rup. 1930 tók Viggó þátt í íslands- glímu á Þingvöllum og var ann- ar bóndinn í bændaglímunni. Þá var hann og í hópfimieikaflokkn um þar, og fleira mætti eflaust tína til, en þetta er orðið mikið og lengra en ég ætlaði. Viggó hefir verið formaður í íþrótta- félaginu Höfrungi, Ungmenna- félagi Mýrahrepps og er suður kom einn af hvatamönnum um stofnun Dýrfirðingafélagsins og formaður þess um skeið. Kvænt- ur er Viggó Unni Kristinsdóttur frá Núpi og eiga þau 2dætur giftar í Reykjavík. Ég þakka svo Viggó liðnar stundir, sem ég mun ávallt minn- ast með gleði, og óska honum og ættingjum alls góðs á ókomnum árum. Gamall ncmandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.