Morgunblaðið - 20.03.1969, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 20.03.1969, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. MARZ 19S9 „Fullvinnum íslenzk skinn á lslandi“ „ Vinnum fjölbreyttari vöru fyrir vaxandi markað " Rætt við Ásgeir Nikulásson verksmibjustjóra sútunar verksmiðju Sláturfélags Suðurlands íslenzk gæruskinn verða með hverju árinu sem Hður vinsælli til útflutnings og jafnframt hef ur verkun skinnanna fleygt fram hérlendis. Vaxandi áhugi virðist vera fyrir fjölþættari og viðameiri skinnaiðnaði enda ær- in ástæða til að efla til muna nýtingu innanlands á því verð- mæta hráefni sem íslenzk gæru- skinn eru. Þá er væntanleg minkarækt hérlendis á ný og ýmis skinn önnur hafa verið unnin með góðum árangri. Sút- unarverksmiðja Sláturfélags Suð urlands áætlar vinnslu 65 þús- und gæruskinna á þessu ári. Um 90prs af skinnum sútunar- verksmiðjunnar s.l. ár voru seld jtil Bandaríkajna, en verksmiðj an hefur lagt áherzlu á vinnslu skinna til skrauts. Ásgeir Nikulásson sútari er verksmiðjustjóri hjá sútunar- verksmiðju Sláturfélags Suður- lands og við ræddum við hann um starf verksmiðjunnar, hug- myndir um framtíðarveýkefni í skinnavinnslu og reynslu harts af sútun og gæðum íslenzkra skinna. Fer viðtalið hér á eftir: — Hvenær hóf sútunarverk- smiðjan rekstur sinn? — í apríl í vor er sútunar- verksmiðja Sláturfélags Suður- lands búin að starfa í 4 ár. Verksmiðjan hóf starfsemi sína strax í upphafi í nýbyggðu verksmiðjuhúsi við Grensásveg 14. Til að byrja með unnu við verksmiðiuna um 10 manns. en nú vinna liðlega 20 manns við verksmiðjuna. Nokkur vandræði urðu í upphafi við rekstur verk smiðjunnar, því að ákveðið hrá- efni hafði verið tekið til vinnslu en vélum verksmiðju'nnar seink- aði um 6 mánuði. En úr þessu rættist þegar allt komst í gang. ýmis ljón voru svo sem einnig á veginum í upphafi markaðir voru lítt kannaðir og erfiðleik- ar voru á útvegun starfsfólks þar sem eftirspurn eftir vinnu- afli var þá mjög mikil. Má geta þess að aðeins einn af þeim 10 sem ráðnir voru í upphafi var vanur störfum í sútunarverk- smiðju. Á fyrstu 8 mánuðum verksmiðjunnar komu og fóru alls 47 starfsmenn, svo mikið var flöktið á vinnumarkaðinum. Þá voru sölumöguleikar á þess um tíma fyrir þessa vöru nánast í lágmarki. Markaðurinn hafði byrjað að falla árið 1962 og hélzt lágmarkið sem kom upp úr því alveg til ársloka 1965, en þá fór að breytast til batnaðar o« hefur sú breyting verið stöð ug og vaxandi. Það má segja að árið 1968 hafi verksmiðjan vart getað annað eftirspurn. —: Hver hefur framleiðslan að alllega verið og hver eru helztu einkenni hennar? — Frá upphafi var aðalfram- leiðsluvaran loðgærur til skrauts litaðar og ólitaðar. Um tíma var töluverð framleiðsla á lituðum gærum í alls 17 litum mest og höfðum við hugsað okkur að gefa viðskiptavinunum kost á sem mestu litaúrvali. En reynslan hefur sýnt að lituð skinn eru háð avo snöggum tízkuduttlung- um sem vara svo skamman tíma að mjög varasamt er að standa í slíku. Ennfremur hefur verksmiðjan frá upphafi framleitt kálfskinn tii skrauts og húsgagnaáklæðis og hafa þau skinn ávallt verið vinsæl. Trippahúðir má segja að séu gullið okkar og ræður þar hve magnið er lítið, en eftir- spurn góð. — Hver eru venjuleg afköst verksmiðjunnar á ári? — Fyrsta framleiðsluárið voru unnar 15. þúsund gærur og auk þess nokkuð af kálf- skinnum og trippahúðum. f ár er framleiðslan áætluð um 65 þúsund gæruskinn og auk þess kálfskinn og trippahúðir. Árshráefnið sem til féll af gæruskinnum á íslandi s.l. ár var um 856 þúsund gærur. Ég gæti ýmyndað mér að á Akur- eyri séu unnin árlega bæði loð- sútuð og afulluð eitthvað um 100 þúsund skinn. Aðrar verksmiðj ur vinna líklega um 30 þúsund skinn. Afgangurinn eða um 650 þúsund skinn eru flutt út óunn- in til ýmissa landa. Síðasta ár var mest selt af þessum óunnu skinnum til Svíþjóðar, Póllands, Vestur-Þýzkalands og Finn- lands. — Hvað fellur mikið til í það heila hjá Sláturfélaginu af þessu heildarmagni? — Það eru u.þ.b. 165 þúsund skinn sem féllu til s.l. ár en áætl að er að vinna af því magni um 65 þúsund skinn. — Hvernig hráefni er ís- lenzka gæran? — Ákaflega misjöfn. Með til- liti til reynslunnar er ekki nema lítill hluti af því gærumagni sem til fellur ákjósanlegur til skraut skinnaframleiðslu. — Hvers vegna ekki? — Því gætu eflaust svarað bet ur forráðamenn í sauðfjárrækt- armálum, en mín niðurstaða í þessu sambandi er sú að allt of lítið hafi verið gert eða ekkert kannski, af hálfu bænda til þess að rækta fé sitt með tilltiti til aukinna afurðargæða í sam- bandi við ullina. Það hlýtur' að liggja augljóst fyrir að ef á ann að borð er verið að hugsa um holdafarssauðkindarinmar, því ekki einnig að leggja áherzlu á aukin ullargæði, þar sem vax- andi möguleikar og markaðir eru fyrir hendi í vinnslu og sölu ullarinnar. Annars verð ég að segja að ég er mjög undrandi á þeim sem hafa hagsmuna að gæta ekki síð- ur en við hvað ull áhrærir, hvað þeir hafa verið hlédrægir í þess um málum. Það verður að gera stórátak í þessum efonum með skipulögðu starfi á vísindaleg- um og verklegum grundvelli. Bændur, ráðamenn, sérfræðing- ar og yfirleitt þeir sem hafa af- skip«ti af þessum málum verða að leggjast á eitt til þess að ár- angur náist. — Hvaða u'llarlag telur þú hentugast? — Æskilegast ullarlag fyrir okkar framleiðslu, sem mest er í gerð skrautskinna, er togmik- ið hár. Einmitt þetta togmikla hár gerir íslenzku gæruna óve- fengjanlega sérstæða og eftir- sótta um allan heim. Jafnframt hefur hreinleiki ullarinnar ákaf. lega mikið að segja þ.e.a s. að svart sé svart og hvítt sé hvítt, ef svo má að orði komast. fs- lenzkum bændum ber skylda ti'l að íhuga þessi mál alvarlega því að það er í þeirra höndum hvort árangur næst í bættum gæðum ullarinnar, en fyrsta sporið í þá átt er að þeir fari eftir upp- lýsingum ráðunautanna í þess- um efnum. — Telur þú alvarlegustu hlið ima á þessu vera gula féð? — Það sem mestu máli skipt- ir frá mínu .sjónarmiði í þessu efni er lagðsíddin og að feldur- inn sé sem mest jafnul'laður, en ekki eins og stór hluti af gæru- skinnunum er ennþá. Mikið magn af þeim er líkast snarrót fram eftir öllum hryggmum á gærunni og það er allt of stutthært, en þó er hér ekki átt við svoköl'l- uð skógslitin skinn, sem slitnað hafa á fé, sem gengið hefur í skógi, eða sandslitin skinn af fé sem nuddað hefur sig mikið á moldarbörðum. í því fyrst nefnda tel ég vera um að ræða órækt, sem hægt væri að laga með réttri meðferð, en þessi gall.i kem ur he'lzt í ljós þegar gæran er klippt. Eitt stærsta vandamálið er þó gula hárið á hvíta fému og brúna hárið í svörtu fé. Hvernig endurbótum í þessum máum er bezt fyrirkomið í fram kvæmd er að sjáfsögðu í hönd- um þeirra sem stjórna þessum Framliald á hls. 21 Skinn tilbúin undir kembingar borin út úr þurrkklefa. I' >a fallegu kápu saumaði St :inar Júliusson, feldskeri, úr S uskinnum frá sútunarverks miðju Sláturfél. Suðurlands. Myndin var tekin hjá einu llstaverki Ásmundar. Ásgeir Nikullásson verksmiðjustjóri handfjatlar og athugar full unnin skinn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.