Morgunblaðið - 13.04.1969, Page 1
32 síður
Nixon Bandaríkjaforseti á 20 ára afmœli NATO:
NATO vill rétta fram hönd til sátta þótt
það hafi orðið að kreppa hnefann til varnar
Nixon Bandaríkjaforseti fagnar Willi Brandt með lófataki, þegar hann hóf ræðu sína á 20 ára
afmælisfundi NATO í Washington. Bjarni Benediktsson, forsætis ráðherra, er fyrir miðju.
Husak sakar Dubcek
Símamyndir
frá Washington
Ánœgjulegasti atburður í stjórnmála
lífi mínu að eiga þátt í aðild Islands að
Atlantshafsbandalaginu, sagði Bjarni
Benediktsson, forsœtisráðherra á
afmœlisfundi NATO
Washington.
Frá Eyjólfi Konráð Jónssyni,
ristjóra Morgunblaðsins.
FUNDIR NATO síðastliðinn
fimmtudag og föstudag, „ein
kenndust af miklum samhug
um meginmarkmið banda-
lagsins og það er mikill mis-
skilningur að bandalagið sé
að gliðna í sundur eða leysast
upp eins og stundum er hald
ið fram“, sagði Bjami Bene-
diktsson, forsætisráðherra við
fréttamann Mbl., er leið að
fundarlokum í Washington
síðastliðinn föstudag.
Nixon Bandaríkjaforseti flutti
aðalræðuna á hátíðafundi NATO
og ttiinntist þess í uppihafi naáls
sins, að fyrir 20 árum hefði
Atlantsihafssáttmálinn verið und
irritaður í þeim sömu salarkynn
um, þar sem hann nú talaði.
Nokkrir þeirra, sem sáttmáiann
undirrituðu voru viðstaddir og
bað hann þá um að rísa úr sæt-
um, svo að gestir gætu hyllt þá
fyrir framsýni þeirra. Dr. Bjarni
Benediiktsson var sá eini meðal
ráðfherra nú, sem imdirritað
hafði samninginn, en aðrir fjór-
ir voru viðstaddir sem gesitir.
Það voru þeir Paul Henri
Spaak, Dirk Stikker, Halvard
Lange og Dean Acherson. Var
fimmmenningunum fangað með
dynjandi lófataki.
Nixon lagði áherzlu á það í
ræðu sinni, að Atlantshafsbanda-
lagið væri reiðubúið til að rétta
fram höndina til sátta, þótt þa'ð
hefði fram að þessu þurft að
kreppa hnefann til varnar.
Bjarni Benediktsson flutti
ræðu á lokuðum fundi ráðsins á
fimmtudaginn. Er Mbl. spurði
hann um gang mála, sagði hann
að umræ'ðurnar hefðu einkennzt
af tilraunum til leita leiða til
að tryggja varanlegan frið og til
aö draga úr spennu milli austuns
og vesturs. ,,Þegar ég nú er hér
20 árum eftir undirskrift Atlants
hafssáttm.'ilans er mér efst í
huga þakklæti yfir þyí að hafa
átt þátt í því að Islendingar
mörkuðu sér rétta utanríkismála
stefnu með þátttöku í NATO. Ég
gat þess í ræðu minni, að ég liti
ekiki til baka til neins atburðar
í stjórnmálaiífi minu með meiri
ánægju en þess, þegar ég stuðl-
aði að aðild íslands að Atlants-
hafsbandalaginu. Nú hefur sann-
azt, að sú stefna var rétt og starf
semi bandalagsins hefur í öllu
því sem mestu máli skiptir borið
árangur, en ef bandalagið sundr
a'ðist nú væri þetta allt unnið
fyrir gíg. Þess vegna verða allir
að leggja siltt af mörkum til þess
Framhald á bls. 14
um eftirlátssemi
Prag 12. apríl NTB-AP
Leiðtogi Kommúnistaflokks
Slóvakiu, Gustav Husak, gagn-
rýndi harðlega í gær leiðtoga
Kommúnistaflokks Tékkóslóvak
íu og ríkisstjórnina fyrir lin-
kind við „andsósíalistísk öfl“
Hann sagði að „óábyrg öfl“
hefðu verið látin íeika lausum
hala og að þau hefðu notað
Nýr Ieiðongur
á Mount Everest
Katmandu, 12. apríl. NTB.
ALÞJÓÐLEGUH leiðangur
hyggst reyna að klífa Mount
Everest árið 1971 og hefur valið
erfiðustu leiðina upp á tind
þestsa hæsta f jalis heimsins: suð-
vesturleiðina. Hér er ef til vill
um að ræða erfiðustu fjallgöngu
leið heimsins er ekki hefur verið
reynd til þessa. Meðal þátttak-
enda verður svissneska fjall-
göngukonan Vette Vaucher. For-
ingi leiðangursins verður Banda-
rikjamaðurinn Norman Dhyren-
furth, sem stjórnaði bandarísk-
um leiðangri er kleif vesturhlið
Mount Everest árið 1963.
f jölmiðlunartæki til að reka ár
óður fjandsaml-egan stjórninni.
Husak sakaði stjórnina um að
hafa brugðizt í baráttunni gegn
stjómleysi og upplausn.
Husak, sem eir talinm standa
mitt á milli Novotnysinna og
framfarasinma, sagði að rnótmæla
aðgerðirnar gegn Rússum á dög
um hefðu fært landið á barm
hörmuna. Tai'ið er, að,ræða Hus-
aks geti boðáð nýja baráttu
gegn.frjálslyndum 'leiðtogum eins
og Alexander Dubcek og Josef
Smrkovsky á væntanlegum fundi
miðstjórnarkmar. Spuirningin er
aðeiins sú, hversu langt hægri-
sinnar eru reiðubúnir að ganga,
þar eð almennt er viðurkennt
að verði reynt að bola frjáls-
lyndum leiðtogum frá völdum
muni aftur koma tii alvarlegra
óeirða.
Þrátt fyrir þær hömlur sem
ríkisstjórnin og flokksforystan
hafa gripið til og hótanir Rússa
um alvadlegar hefndarráðstafami
ir, hyggjast stúdentar í Prag
efna til fjöldafumdar á mánu-
daginn og bjóða 30 fulltrúum í
miðstjórninni að taka þátt í um-
ræðum. Þar sem stúdentum hef
ur verið leyft að hálda slíkan
opinberan fund er það talið
Framhald á bls. 21
k
Nixon Bandarikjaforseti ávarpar hátíðafund Atlantshafsbandalag sins í Washington, sem haldinn
var á 20 ára afmæli bandalagsin s. Bjarni Benediktsson, forsætis ráðherra, er þriðji frá vinstri.
ff •