Morgunblaðið - 13.04.1969, Síða 2

Morgunblaðið - 13.04.1969, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1'9Ö9 Rúöur brotnar í húsi Júns Sigurðssonar Af tilefni þess að Tíminn birti frétt um það s.l. fimmtu- dag, að „hippíar hefðu brotizt inn í hús Jóns Sigurðssonar í Kaupmannahöfn og sezt þar að“ sneri Morgunblaðið sér í gær til Gunnars Thoroddsen sendi- herra fslands í Kaupmanna- höfn og spurði hann, hvað gerzt hefði í þessum efnum. — Það sem gerzt hefur, seg ir Gunnar Thoroddsen er að einn morgun fyrir nokkrum vik um frétti sendiráðið að nokkr- ir unglingar hefðu safnazt sam an fyrir utan húsið og hefðu brotið þar rúður. Við höfðum strax samband við utanríkisráðuneytið danska en það er sú leið, sem sendi- ráðið á að fara í slíkum efn- Lík iinnst SJÓREKIÐ lík fannst í Viðey í fyrrakvöld. Að sögn rannsókn- arlögreglunnar er þarna um lík Ólafs Péturssonar, G1 árs, aff ræða, en hann livarf að heiman frá sér, Laufásvegi 20, um miðj- an desember sl. Týndi tösku með 5000 kr. SL. LAUGARDAG týndi ung stúlka svartri leðurtösku neðar- lega á LaugavegL í töskunni ■voru rúmar 5000 krónur. Þeir sem kiunna að hafa fundir þessa tösku eru vinsamlegast beðnir að skila henni á lögreglustöðina gegn fund'arlaunum. um. Þegar íögregla kom á vett vang voru unglingarnir á bak og burt, og engin inrurás var gerð í húsið. Hins vegar má búast við því hvenær sem er þar sem húsið hefur staðið autJt mánuðum saman að eitthvað slíkt gerist. Húsnæðisvandræði eru mikil í borginni og ýms dæmi eru um það að hópar unglinga hafi lagt undir sig auðar íbúðir. En það hefur ekki ennþá skeð um hús Jóns Sigurðssonar sagði Gunnar Thoroddsen að lokum. Eins og kunniugt er gaf Oarl Sæmundsen stórkaupm. Alþingi hús Jóns Sigurðssonar í Kaup- mannahöfn á miðju ári 1967. Var gjöfin þegin með samþykki allrá stjórnmálaflokka. Nokkru síðar óskaði félag íslenzkra stúdenta í Kaupmannahöfn og íslendingafétagið í Kaupmanna höfn þess að fá húsnæði í hús inu fyrir félagsstarfsemi sína. Ennfremur hefur sendiherra fs l'ands í Kaupmannahöfn gert til lögur í sömu átt. Þá hefur verið rætt um að í íbúð þeirri, sem Jón Sigurðs- son bjó í yrði komið fyrir mun um og minjum í sambandi við líf hans og störf. Loks hefur verið rætt um að í húsinu yrði aðstaða til dvalar fyrir íálenzk an fræðimann. Endanleg ákvörð un hefur ekki verið um þetta tekin, þar sem ekki hefur enn náðst samkomulag við gefanda hússins. En óhjákvæmilegt erað mikil viðgerð fari fram á hús- inu. Samkvæmt upplýsingum, sem Morgunbíaðið hefur fengið ann ast sérstakur miaður í Kaup- mannahöfn eftirlit með húsinu. Stúlkurnar sex: (efri röff) Rósa Björg, Oddný og K aren. (Neffri röff) Nanna, Margrét og Þorbjörg. Fulltrúi ungu kynslóðarinnar — kosinn á þriðjudag HIN árlega skemmtun unga fólksins „Vettvangur unga fólks ins — Unga kynslóffin 1969“ verffur haldin í Austurbæjar- bíó nk. þriffjudag og hefst kl. 11.30 e.h. Skemmtun þessi erhald in á vegum Karnabæjar — tízku verzlunar unga fólksins, en viku blaffiff Vikan hefur annast kynn ingru keppenda um titilinn „Full trúi ungu kynslóffarinnar 1969“ en úrslit fara fram á skemmtun- inni sjálfri. Þetta er í þriðja sinn, sem slík keppni fer fram. Á fyrstu skemmtuminni var Kristín Waage kosin fulltrúi ungu kynslóðar- Ráðstefna um gróður- eyðingu og landgræðslu í GÆR kl. 14 hófst í Norræna húsinu 2ja daga ráðstefna um gróðureyðingu og land- græffslu. Fyrir ráðlstefnunni standa Hiff íslenzka náttúru- fræðifélag og Æskulýðssam- band íslands. Tilgangur ráff- stefnunnar er að fjalla um gróður og jarffvegseyffingu og orsakir hennar, framkvæmd- ir .í landgræðslumálum til þessa og hverra aðgerða er þörf til þess að tryggja sem beztan árangur af land- græffslustarfinu. Áhugamenn hafa æ mei'r látið sig landgræðslu skipta hin síðari ár, einkum þó Lions klúbburinn Baldur og Ung- mennafélögin. í tilefni þessa hefur Baldur og ákveðið að hefja hina árlegu herferð sína í landgræðslu og hefja sölu á fræfötum. Fyrir 5 árum skar Lions- klúbburinn Baldur upp herör og hóf uppgræðslu á hálend- inu. Fóru Lionsfélagar með hópa ungs fólks til þess að græða upp landið og hefta uppblástur. Hófst starfið með hópferð að Hvítárvatni. Um þessa för ritaði Jón heitinn Eyþórsson, veðrfræðingur, eitt sinn í MbL: „Þess var nýlega getið í blöðum, að Lionsklúbbur í Reykjavík hefði gert ferð sína inn á Hvítársand og dreift þar grasfræi og tilbúnum áburði til þess að hefta upp- blástur, sem hefur herjað, þessa landspildu að undan- förnu. Mér þótti þetta bæði góð frétt og merkileg, og ég von- ast eftir, að fleiri félög og starfshópar taki sér hana til fyrirmyndar. Það er öllum mönnum gott að láta sér annt um eitthvað og ég er viss um að þeir sem taka sér fyrir hendur að hlú að landspildu í byggð eða óbyggð, taki líka tryggð við hana. Þeir njóta endurfunda gleði í hvert sinn, er þeir líta hana augum og sjá hvað hef- ur á unnizt og hvað stendur til bóta. Á efri árum geta þeir sagt hinum yngri hvernig að- koman var í fyrstunni". Lionsklúbburinn Baldur hefur einkum beitt sér fyrir því að glæða áhuga unglinga á þessari starfsemi. Hefur margur unglingur farið í græðsluferðir með klúbbn- um og haft gaman af. Ráðstefnan, sem fyrr var getið, hófst í gær. kl. 14 með því að Ragnar Kjartansson formaður ÆSÍ setti hana, en því næst ávarpaði Ingólfur Jónsson, landbúnaðarráð- herra ráðstefnuna. Verður nánar sagt frá ræðu ráðherr- ans hér í blaðinu siðar. Þá flutti prófe;sor Sigurður Þór- arinsson erindi um gróður og gróðurnýting á íslandi. Hjalti Gestsson flutti næst erindi um landbúnað og gróð- ur á íslandi og Jónas Jónsson, ráðunautur, flutti erindi um ræktun og gróðurskilyrði á í’slandi. í dag mun ráðstefnunni fram haldið kl. 14. Þá flytur Páll Sveinsson, landgræðslu- stjóri, erindi um starfsemi Landgræðslu ríkisins og Há- kon Bjarnason, skógræktar- stjóri, erindi um starfsemi Skógræktar ríkisins. Þá flytur Snorri Sigurðs- son erindreki Skógræktarfé- lags íslands erindi um þátt- töku í landgræðslu og gróður vernd og Jóhannes Sigmunds- son, formaður Héraðssam- bandsins Skarphéðins, erindi. Steindór Steindórsson, gkóla- mei'Stari, flytur erinái er hann nefnir framtíðarsýn. Að lokum verða umræður, álitsgerð samþykkt og ráð- stefnuslit. Til ráðstefnu þessaxar hef- ur verið boðið rúmlega 100 aðilum frá 32 stofnunum og samtökum. innar, en Soífía þeirri síðari. Wedholm á Keppendur nú eru sex talsins, og eru þær á aldrinum 15—17 ára. Þær eru: Nanna Egilison, Karen Mogesen, Þorbjörg Magn úsdóttir, Rósa Bjöng Heligadótt- ir, Margrét Halldórsdóttir og Oddný Arthursdóttir. Stúlkurnar þurfa að hafa þrjá höfuðkostu: Persónuleika, hæfi leika og fegurð og yndisþokka. Ekki er ætlazt til þess að þaer komi fram í sundbolum, heldur klæddar eftir nýjustu tízku og að framkoma sé sem elðilegust. Stúlkan sem fer með sigur af hðlmi, h'lýtur skóladvöl í Eng- landi í verðlaun. Dómnefnd ræður hver stúlkn- anna sex verður kosin, og er hún skipuð eftirtöldum: Sigurði Hreið arþ ritstjóra, Baldvin Jónssyni, Óla Pál, ljósmyndara og Jónímu Konráðsdóttur og Steinunni Lár- usdóttur. Annar aðalþáttur skemmtunar innar verður, að hljómsveit Ungu kynslóðarinnar 1969 verð- ur kosin. Hafa þrjár hljómsveit ir verið valdar af dómnefnd til keppni: Hljómar, Flowers og Roof Tops. Tony Branwell, einn af framkvæmdastjórum pllötufyr irtækis Bítlanina erusku mun verða viðstaddur hljómleikana og hlýða á leik þeiirra. Krýn- ing hljómsveitanna fer fram á staðnum. Margt fleira verður til skemmt unar, en kynnir verður Svavar Gests. Ákærður fyrir 3ja milljóna kr. tollsvik SAKSÓKNARI ríkisins hefir meff ákæurskjali, dagsettu 9. þ. m„ höfffaff opinbert mái á hend- ur þeim Páli Magnúsi Jónas- syni, stórkaupmanni, Lambastöff- um, S-eltjarnamesi, og Þorbirni Péturssyni, verzlunarmanni, Hrauntungu 13, Kópavogi. Sakargiftir ákæruskjalsins lúta að rangri skýrslugjöf af hálfu ákærðra til tollyfirvalda í sambandi við ýmsan vöruinn- flutning til laradsins á árunum 1962—1966 frá dönskum kaup- sýgllumanni, Elmo Nielsen, og öðrum dönskum fyrirtækjum, fyrir hans milligöngu. Greinir ákæran frá slíkum innflutningi í 70 liðum, þar sem ákærðu eru taldir hafa með röngum skýrsl- um náð að svíkja toll og örunur aðflutningsgjöld um samtals kr. 3.039.927,00, sem saksóknari ger ir kröfu til, að þeir verði dæmd ir til að greiða ríkissjóði. Þá er ákærða Páli Magnúsi og gefið að sök að hafa á fyrrgreindu tímabili gerzt brotlegur við regl ur gjalldeyris- og bókhaldslaga við starfrækslu heildsölu sinn- ar. Af hálfu ákæruvalds gerir saksóknarí þær dómkröfur — auk fyrrnefndrar fjárkröfu —, að ákærðu verði dæmdir til refs ingar vegna fyrrnefndra sakar- gifta, ákærði Páll Magnús svipt ur heildsöluleyfi, og að þeir verði dæmdiir til greiðslu álls sakarkostnaðar. Málinu hefir verið skotið til dóms við saka- dóm Reykjavíkur, sem farið hef ir með raninsókn þess. Aðulíundur Bluðumunnu- félngsins AÐALFUNDUR Blaðamanna- félags íslands verður haldinn í dag að Hótel Sögu og hefst kl. 14.00. KRABBAMEINSLEITARSTÖÐ A VEGUM Krabbameinsfélags Akraness og nágrennis og Krabbameinsfélags íslands verff- ur opin leitarstöff til legrann- sókna fyrir konur i næstu viku. Stöffin verffur staffsett í barna- skólanum á Akranesi. Hefst skoff linin næstkomandi mánudag, 14. apríl og stendur nokkra daga. Þegar hafa 130 konur lát- ið skrá sig. Skoðun þessi er f; ir konuir á aldrinum 25__70 : og sem ekki hafa verið skoðai í leitarstöðinni í Reykjavík s ustu tvö árin. Er skorað á konur á Ak nesi og í nærsveitum að ms vel. Þurfa þær að panta tími síma 1512 kl. 10—12 fyrir 1 degi n.k. mánudag eða þrið dag.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.