Morgunblaðið - 13.04.1969, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1969
3
sjóður um
Armunn
Sveinsson
STOFNFUNDUR minningarsjóðs
um Armann Sveinsson verður
haldinn mánudaginn 14. apríl í
Átthagasal Hótel Sögu og hefst
kl. 17.15.
Þeir, sem vilja gerast styrktar-
menn sjóðsins, en hafa ekki gert
það raú þegar, eru hvattir tíl að
sækja fundinn eða hafa samband
við Ragnar Kjartansson í sima
18192.
ÞEIR EINIR STANDAST SAMKEPPNI NUTÍMANS, SEM FYLGJAST MEÐ NÝJUNGUM
STÓRA NORRÆNA
RYGGINGARSÝNINGIN
í KAUPMANNAHÖFN
23.-30. APRIL
WORLD FISHING
EXHIRITION
LONDON
28. MAf - 3. JÚNÍ
Eldhúsið í happdrættishúsi DAS.
Vinningaskrá DAS glæsi-
legri en nokkru sinni fyrr
— Reynt að hefja byggingu íbúðar-
húsa handa gömlum hjónum á
á þessu ári eða i byrjun þess nœsta
AÐ GARÐAFLÖT 25 í Garða-1 Pétur Sigurðsson, alþingismað
hreppi er risið stórt og glæsilegt ur, sagði að nú væru 380 vist-
einbýlishús. Það verður aðal-
vinnmgur happdrættis DAS á
náesta ári, og er metið á 2 Vt mill
jón króna. Forstöðumenn DAS
kvnntu húsið og vinningaskrá
síðastliðinn fimmtudag, og sögðu
m.a. að vinningum hefði mjög
verið fjölgað, og vinningaskráin
þvi glæsilegri en nokkru sinni
fyrr.
Bílavinningar verða 100, dregið
verður um íbiíðir fyrir kr. 500
þúsund, mánaðarlega og utan-
landsferðirnar verða 36. Mánað-
arverð miðans hefur verið hækk
að upp í 100 krónur, en tala út-
gefinna miða verður óbreytt.
Heildarverðmæti vinninga er
46.8 milljón krónur.
menn á Hrafnistu, og mikill
fjöldi umsókna lægi fyrir. Fram
undan er nú lokaátak byggingar
húsa fyrir öldruð hjón, en það
hefur greinilega komið í ljós að
mikil þörf er fyrir slíkar íbúðir.
Reiknað er með ðð íbúúr þessara
húsa hugsi sem mest um sig
sjálfir, en njóti að öðru leyti
sömu ábyrgðar, réttinda og
skemmtana, sem aðrir vistmenn
Hrafnistu.' íbúðirnar verða alls
54. Þær verða um 4’2 fermetrar
að stærð: stofa, svefnherbergi,
baðherbergi, lítið eldlhús og
geymsla.
Einbýlishúsið að Garðaflöt er
sem fyrr segir mjög glæsilegt.
Það er með bílskúr, 193 fermetr-
ar, fullgert og að auki er 110 fer-
metra steypt hlað (verönd). Hús
ið verður til sýnis almenningi
frá kl. 6-10 virka daga og 2-10
um helgar. Það er því sýnt með
fullum húsbúnaði og hafa fjöl-
margir aðilar lagt harm til. Það
eru m.a. Valbjörk hf., sem Ás-
björn Ólafsson hefur söluumboð
fyrir, Skeifan, Kjörgarði, Vefar-
ir\n hf., Ljós og Orka, Zeta sf..
Giuggar hf., Ásbjörn Ólafsson,
Véladeild SÍS, Viðtækjavinnu-
stofan Laugavegi 178, Geysir hf.
og Þorvaldur Steingrímsson.
Myndir á veggjum eru eftir Atla
Má, og höggmynd er eftir Jó-
hann Eyfells. Skipulag annaðist
Gunnar Magnússon, húsgagna
arkitekt.
Arkitektar hússins voru Hrafn
kell Thorlacius og Björn Emils-
son, en byggjandi var Breiðlholt
hf. Arkitektarnir tveir unnu
starf sitt þannig að tiltölulega
auðvelt væri að gera einhverjar
breytingar á húsinu, ef væntan-
legur eigandi æs'kti þess. Þannig
má t.d. færa til veggi eða bæta
við dyrum með lítilli fyrirhöfn
og tilkostnaði.
En þótt húsið við Garðaflöt
sé glæsilegt þá er það í rauninni
ekki það sem skiptir máli. Aðal-
atriðið eru minni íbúðir og ekki
eins íburðarmiklar sem eiga að
risa inn við Hrafnistu og gera
bjart og þægilegt ævikvöld
þeirra sem eru að renna sitt
skeið á enda. Vonandi verður
einbýlishúsið fallega til þess að
sú áætlun verði að veruleika
=.em allra fyrst.
Námskeið
fyrir unga
leikstjóra
Námskeið fyrir unga leikstjóra
á Norðurjöndum á vegum Nor-
ræna leikhússambandsins verður
að þessu sinni haldið í Bácka-
skogshöll á Skáni í Svíþjóð 31.
maí til 8. júní.
Aðalefni námskeiðsins verður:
„Menntun leiklistarfólks á Norð-
urlöndum“. Meðal kennara og
fyrirlesara við námskeiðið verða
Kalle Holmberg frá Helsingfors,
Christoffer Fettes frá London,
Andris Blekte frá Málmö og
fleiri.
Umsóknir um þátttöku sendist
Guðl. Rósinkrans, þjó’ðleikhús-
stjóra, fyrir 10. apríl.
Fundur Sum-
bunds ísl.
sveiturfélugu
ÁRLEGUR fundur fulltrúaráðs
Sambands íslenzkra sveitarfé-
laga verður haldinn í fundarsal
iborgarstjórnar Reykjavíkur n.
k. þriðjudag og miðvikudag, 15.
m(g 16. apríl.
Fundinn setur formaður sam-
bandsins Páll Líndal, borgar-
lögmaður, Eggert G. Þorsteins-
'son, félagsimálaráðheirra ávarpar
fiun.dinn, en síðan flytur dr. Jó-
■hannes Nordal, geðlabankastjóri
erindi um fjármálamarkaðinn og
sveitarfélögin.
Aðalverkefni fundarins verð-
ur verkaskipting milli ríkis og
sveitairfélaga og verður lögð
'fram á fundinum skýrsla um
það efni.
Minningur-
Forráðamenn DAS fyrir framan happdrættishúsið — hinn glæsilega vinning. Ljósm. Sv. Þorm.
Dýrlingurinn
kvænlur í
unnuð sinn
London, 12. apríl, NTB.
BREZKI leikarinn Roger Moore,
heimsþekktur sem „Dýrlingur-
inn“, gekk að eiga itölsku leik-
konuna Luisa Mattioli í gær. Þau
hafa búið saman í átta ár og
eiga tvö börn. Moore skildi ný-
lega við fyrri konu sína, söng-
konuna Dorothy Squires, sem er
49 ára. Þegar Moore hélt upp á
brúðkaupið í gær mætti hún
fyrir rétti, ákærð fyrir ölvun
við akstur."
Skoru d heil-
brigðisyfirvöld
FRÁ Sambandi sunnlenzkra
kven.na hefur Mbl. borizt eftir-
farandi:
Stjórn Sambands sunnlenzkra
kve.nna skorar á heilbrigðisyfir-
völd og Alþiingi að afgreiða til-
lögu Bandalags kvenna, seim
s©nd var þingmönnuim á yfir-
standandi þingtímabili, um við-
byggingu við Fæðinigardeild
Landsspítalains, á þann veg, að
framkvæmdir geti hafizt án taf-
ar, og eigi síðar en vorið 1970.
SÝNINGIN „BYGGT FYRIR MILLJARÐA"
er stærsti viðburðurinn á sviði byggingarlistar og tækni á Norð-
urlondum. Á sýningu þessari er kynnt allt það nýjasta í sam-
bandi við vinnubrögð og verktækni í byggingariðnaðinum, ásamt
nýjasta úrvali hvers konar byggingarefna, tilbúinna húshluta og
heimilistækja Þarna er tækifærið til að skyggnast inn í framtíð-
ina og kynnast þeim nýjungum, sem munu ryðja sér til rúms
á næstu árum.
ÚTSÝN ANNAST HÓPFERÐ A SÝNINGUNA 1 SAMVINNU
VIÐ BYGGINGAÞJÓNUSTU ÍSL. ARKITEKTA. ÓDÝRT FAR-
GJALD. — HÆGT AÐ FRAMLENGJA FERÐINA Á HANOVER
MESSE DAGANA 26. apríl tii 4. maí.
DRAGIÐ EKKI AÐ GANGA FRÁ FARPÖNTUN YÐAR.
FÁIÐ ÓKEYPIS EINTAK AF SKRÁ ÚTSÝNAR UM VÖRUSÝN-
INGAR OG KAUPSTEFNUR 1969.
HEIMSSÝNINGIN UM FISKVEIÐAR, FISKVERKUN OG FISK-
SÖLU, SÝNING UM NÝTINGU AUÐLINDA HAFSINS OG
ALÞJÓÐLEG RÁÐSTEFNA UM FISKSÖLUMÁL.
Enn eru fiskveiðarnar undirstaðan í þjóðarbúskap Islendinga.
Hér gefur að líta allt það nýjasta í þessari atvinnugrein, s. s. í
smíði fiskiskipa og tækni I fiskveiðum, nýjustu vélar, stjórn-
tækí, siglingatæki, öryggisbúnað á sjó, veiðarfæri, hraðfrysti-
útbúnað og tæki til fiskvinnslu.
Allir, senr byggja afkomu sína á fiskveiðum, fiskvinnslu og
fisksölu sækia hingað nýjustu tækni og þekkingu á þessu
sviði. Ókeypis aðgangskort að sýningunni og ódýrt fargjald
með leiguflugferð Útsýnar. Dragið ekki að tilkynna þátttöku.
Ferðaskrifstofon ÚTSÝN
Austurstr. 17 — símar 20100/23510.