Morgunblaðið - 13.04.1969, Qupperneq 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1'969
- NÝ-STALINISMI
Framhald af bls. 11
fór í sumarleyfi í júlí í fyrra.
Þegar hann kom aftur til
Moskvu var honum sagt, að
hann hefði misst stöðuna. Flokks
fulltrúinn í deild hans, alræmd
ur Stalinisti, sagði hnoum glott
andi hver ástæðan væri: hug-
sjónalegur óáreiðanleiki — og
átti þá við að hann hafði í
heyranda hljóði látið í ljós and
úð sína á meðferðinni á Sinya
vski og Daniel. Samstarfsmenn
hans litu undan Og mæltu ekki
orð á meðan hann tók saman
föggur sínar af skrifborðinu.
Efnafræðingi á rannsóknar-
stofu var sagt upp starfi síðla
kvölds. Hann fékk ekki aðgang
að bréfum sínum og plöggum,
þegar hann kom næsta dag að
vitja þeirra. Fimm ára starf
hans var unnið fyrir gíg.
Ruddalegir KBG-foringjar
brutust inn í herbergi
Ijóðskálds nokkurs. Fjöldi hand
rita var tekið traustataki og
skáldinu sagt að hann mundi
ekki sjá þau aftur.
Maður á áttræðisaldri sem
gekk í bolsévikkaflokkinn árið
1921 var skyndilega rekinn úr
flokknum með skömm og haft
hefur verið í hótunum við börn
hans. Sjálfur er hann ekki heill
heilsu. Eftirlaun hans hafa ver
ið skorin niður um helming svo
þau nægjahvergitilnauðsynja.
Honum er þó sagt að slíkt hlut
skipti sé fullgott fyrir svik-
ara — og hann muni komast
að raun um, hvað í því felist,
ef hann heldur sér ekki saman
framvegis.
Þannig er nýja krafan um
rétttrúnað í framkvæmd. Vissu
lega birtist hún ekki í eins
hroðalegri mynd og á dögum
Stalins, en hún er áhrifarík
engu að síður.
KGB STJÓRNAR LANDINU
Rússar telja að 1500—2000
manns hafi skrifað undir náð-
unarbeiðni og mótmælaskjöl við
rithöfundaréttarhöldin og eftir
innrásina í Tékkóslóvakíu. Ekki
hefur þó refsingum verið beitt
við þá alla. Sumir t.d. listdansar
ar við Bolshoi-leikhúsið og ýms
ir kunnir kjarnorkufræðingar
njóta verndar þess, að nöfn
þeirra eru þekkt víða um heim.
En flestir hafa orðið fyrir refsi
aðgerðum og hafa veið kallað
ir til yfirheyrslu í bækistöðv-
ar KGB. Þó er sú skoðun út-
breidd á Vesturlöndum, að mót
mælaskjölin séu greinilegur vott
ur um vaxandi frelsi.
Ýmislegt er athyglisvert við
þessar kúgunaraðferðir. í
fyrsta lagi hversu rækilega er
gengið til verks. Mun þar aðal-
lega koma til að sama stofn-
unin hefur fullt eftirlit með
hvar hver Rússi á heima og
hvar hann vinnur, jafnframt
fullkomnum upplýsingum hvað
hann les eða segir í viðurvist
annarra. Hið gífurlega skrif-
stofubákn sem rekið er í Sovét
ríkjunum gæti leitt til þeirrar
ályktunar að mál sem þessi
fengju yfirleitt seina afgreiðslu.
En öll slík mál heyra undir
eina og sömu stofnun, sem bæði
er áhrifa og afkastamikil, nefni
lega KGB. „Þessu landi er
stjórnað af KGB“, segja menn
mér æ ofan í æ. „Auðvitað ann
ast starfsmenn leyniþjónustunn
ar ekki allan rekstur. En þegar
skipun kemur um það frá bæki
stöðvum hennar að nú skuli
gengið milli bols og höfuðs á
tilteknum manni, þá láta allar
aðrar stjórnardeildir það af-
skiptalaust. Þannig er málum
háttað í lögregluríki."
í öðru lagi er það athyglis-
vert að þessi kúgunaraðferð
byggist mikið á framkvæmdum
með leynd. Aðgerðirnar allar
einkennast af leyniráðstöfun-
um. KGB-menn óttast almennt
umtal og starfa nafnlaiust og
leynilega á öllum sviðum þjóð-
lífsins. Ef til vill mætti telja
það góðs vita, ef þessi leynd
stafaði af slæmri samvizku. Má
vera að svo sé, sú kennd er
þá falin djúpt í undirvitund
þessara manna. En leyniþjón-
ustan óttast mest illt umtal um
starfsemi hennar á Vesturlönd
um og meðal hlutlausra þjóða.
Óvinveitt grein í bandarísku
tímariti veldur KGB-mönnum
meiri hugarangurs en umhugs-
unin um lögmæti eða réttlæti
aðgerðanna.
Þess vegna fá fórnarlömbin
skýr fyrirmæli: Haldir þú þér
ekki saman, verður refsingin
tvöfölduð. Og aðvörunin er
áhrifarík. Þagað er yfir órétt-
lætinu. Og þegar sá „seki“ loks
leysir frá skjóðunni við trygg-
an vin sinn, þá er það gert í
hálfum hljóðum og að undan-
gengum margendurteknum lof-
orðum um að nefna engin nöfn.
í þriðja lagi vekur það at-
hygli að hvorki fórnarlömbin
né aðstandendur þeirra gera
nokkru sinni minnstu tilraun
til að rétta hlut þess „seka“.
Þeir vita nefnilega að öll mót-
mæli gegn óréttinum leiða af
sér nýjar refsingar og engar
bætur fyrir þann „seka“.
Það væri rangt að halda því
fram, að þessar nýju kúgunar-
aðferðir vektu mikla og al-
menna reiði í Rússlandi. Öðru
nær. Almenningi er ekki kunn-
ugt um þær eða leiðir þær hjá
sér. Meiri hluti bænda og verka
manna horfir jafnvel á það með
velþóknun að þessum svoköll-
uðu frjálshyggjumönnum sé sagt
til syndanna. Og þeir fáu, sem
sjá hvert stefnir eru einskis
megnugir.
VERJANDI GINGSBURGS
f fyrra var röðin komin að
Boris Zolotukhin. Hann er lög-
fræðingur og var verjandi Al-
exanders Ginsburgs við réttar
höldin alræmdu yfir honum.
Zolotuklhin er miðaldra maður,
formaður í einu af félögum lög
fræðinga í Moskvu. Hann var
kommúnisti (auðvitað, því það
er skilyrði til þess að komast
í embætti) en mannúðlegur heið
arlegur og virtur. Hann hafði
orð á sér fyrir að hvika aldrei
frá settum reglum í málflutn
ingi og lét hvorki tilmæli frá
lögregluvaldi né lögsókn breyta
sannfæringu sinni. Að því leyti
var hann einstakur.
Mistök hans voru þau að
hann tók að sér vörn í máli
Ginsburgs. Og flutti síðan málið
með þeirri málsnilld, ákafa og
ráðvendni, sem honum var eig
inleg. Hann mótmælti því til
dæmis harðlega hvernig vitnum
í málinu var ógnað af dómara
og saksóknara. Lokaræða hans
var hreint snilldarverk frá lög
fræðilegu sjónarmiði, en í henni
varpaði hann Ijósi á stjórnmála
legar og siðferðilegar rangtúlk
anir við réttarhöldin og benti
á hvílíkt afskræmi þau væru
frá lagalegu sjónarmiði. í tvo
mánuði gekk ræða hans mann
frá manni leynilega í Moskvu.
Þá var hún birt í franska blað-
inu „Lo nouvelle Ebservateur“
en það varð til að steypa hon-
um í glötun, segja menn í
Moskvu.
Hann var rekinn úr flokkn-
um. Um leið missti hann auð-
vitað formannsstöðuna í lög-
fræðingafélaginu. Til þess að
bragð væri að var hann líka
rekinn úr félaginu, og þar með
glataði hann réttindum til að
flytja mál fyrir rétti. Nú vinn-
ur hann sem lögfræðilegur ráðu
nautur við fyrirtæki í Moskvu.
Þar fær hann í laun um það
bil einn fjórða af því sem hann
áður hafði. Nóg til nauðþurfta
— en er að öðru leyti dæmdur
úr leik.
Allir lögfræðingar í Moskvu
þekkja þessa sögu (mér sagði
hana reyndar lögfræðingur í
Leningrad) Um þetta er talað
sem harmleik, ekki aðeins vegna
þess að hann hefur verið mis-
rétti beittur fyrir það eitt
að vilja halda fram embættis-
legum rétti verjanda, heldur
einnig vegna manngildis hans.
„Hann var okkur „lyubimets"
(eftirlæti), færasti lögfræðing
urinn í Moskvu. Þetta var mik
ið tjón fyrir lögmannastétt So-
vétríkjanna'. En ekki hreyfir
einn einasti lögfræðingur and-
mælum. Hvers vegna? „Vse bay
atsa za svoyu shkuru" (Allir
óttast um sjálfan sig) Þetta var
ákveðið í Miðstjórninni. And-
mæli mundu koma andmælenda
í koll. Það er vonlaust að gera
nokkuð“. En ef allir lögfræð-
ingar í Moskvu tækju saman
höndum og skrifuðu undir mót-
mælaskjal? „KGB væri orðið
kunnugt um það áður en 100
lögfræðingar hefðu undirritað.
Ef 500 skrifa undir, verður 500
refsað. Heilu lögfræðingafélög
in yrðu leyst upp, ef þörf
krefði." Er þá ekkert hægt að
gera? „Jú, reyna að hugsa ekki
um þetta.“
En skaðinn af þessarri kúg-
unarstefnu kemur ekki ein-
göngu fram við einstaka lög-
fræðinga heldur réttvísina í
heild. Þessar aðgerðir hafa
svift rússneskan lagarétt þeim
litla vaxtarbroddi sem hann
hafði öðlast síðustu 15 árin
(eftir dauða Stalins).
ENGINN RÆDDI INNRÁSINA
Fyrir nokkrum árum var tal
að mikið og hátt um glæpi Stal
ins og loforð stjórnvalda að
rjúfa aldrei lög sosíalistaflokks
ins. Þá hefðu frjálslyndir lög-
fræðingar getað varað opinber
lega við nýjum lagabreytingum.
En nú eru lögfræðingar kúgaðir.
Og sovézk blöð hafa nú tekið
þá stefnu að afsaka gerðir Stal
íns frekar en fordæma þær.
(Skipanir hafa verið gefnar út
til dagblaðanna um að hætta
að skrifa um glæpi Stalins. Nú
er varla minnst á ofsóknir og
hreinsanir á dögum hans. f
þess stað eru birtar lofgreinar
um framkvæmdir í iðnaði og
hervæðingu undir hans stjórn)
í kjölfar refsiaðgerðanna
gegn þeim fámenna hópi sem
skrifaði undir mótmælaskjölin,
hefur leyniþjónustan hert tök-
in í hvívetna. Vitundin um
njósnara á hverju strái gerir
það að verkum að menn eru
varir um sig. Óskráð lög um að
ræða ekki „viðkvæm mál“ voru
komin í fullt gildi alllöngu fyr
ir innrásina í Tékkóslóvakíu.
„Daginn eftir innrásina hinn
21. ágúst“, sagði eðlisfræðingur
nokkur við mig, „var ekki
minnst einu orði á Tékkósló-
vakíu á vinnustofunni hjá mér.
Það var engu líkara en þetta
hefði aldrei gerzt. Ég sagði
heldur ekki orð. Þú verður að
skilja, að við vitum ekki hvað
verður næst. Við erum allir
hræddir“. Og enn eru gildar
ástæður fyrir þessari auknu
varúð. Á öllum sviðum athafna
lífs í Sovétríkjunum, hvort sem
er á stjórnmála eða efnahags-
sviðinu, eru formenn, flokks-
foringjar og deildarformenn
reknir úr starfi og rétttrúaðir
línumenn settir í þeirra stað.
„Hreinræktaðir Stalinistar
hafa aftur fengið byr undir
báða vængi“, var mér sagt.
„Þeir bíða með óþreyju eftir
því að leggja hendur á frjáls-
lyndari menn bæði til að jafna
persónulegan ágreining og til
að koma á aftur sömu skipan
og var á dögum Stalins". „Þeir
hafa ekki náð yfirhöndinni á
öllum sviðum, en þeim gerist
þess heldur ekki þorf. Aðalat-
riðið er að stefnubreytingin
nái fram að ganga. Nú finnst
fólki jafnvel frelsi hafa ríkt á
dögum Khrushevs, þótt undar-
legt megi virðast. Ykkur kann
að finnast lítil breyting hafa á
orðið. En við finnum til þess
með hryllingi."
BARÁTTUMÁLIÐ AÐ
HALDA VÖLDUM
Erfitt er að segja til um
hverjar eru beinar orsakir þess
HVERS VEGNA
BRIDGESTONE
VÖRUBÍLADE
Það lœtur nœrri að 7 af hverjum 10 vöruhílstjórum, sem
við höfum haft samband við hafi á urdanförnum árum
ekið meira eða minna á BRIDGESTONE dekkjum, og ber
þeim saman um að jafnbetri endingu hafi þeir ekki
fengið á öðrum hjólbörðum
Þess vegna eru BRIDGESTONE
mest seldu dekk á íslandi
BRIDGESTONE