Morgunblaðið - 13.04.1969, Side 20

Morgunblaðið - 13.04.1969, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1969 eina af stærstu bílasölum borgarinnar — góð bllastæði. Mjcg góð 2ja herbergja kjallaralbúð á góðum stað I Túnunum. Hef kaupanda að 5 herb. íbúð I Vesturborginni. JÓN ODSSOIM, HDL., Sambandshúsinu við Sölhólsgötu Sími 1 30 20. SAMKOMUR Boðun fagnaðarerindisins I dag, sunnudag, Austurg. 6, Hafnarfirði kl. 10 f. h. Hörgshlíð, Reykjavik kl. 8 e. h. HðRÐUR ÓLAFSSON hæotaráttarlögmaður skjalaþýðandi — ensku Austurstræti 14 simar 10332 og 35673. Viljum ráða aðstoðarlyfjafræðing eða lyfjafræðing til útbreiðslu- og sölustarfa. Um sjálfstætt vellaunað framtíðarstarf er að ræða. Lysthafendur sendi umsóknir í pósthólf 869, Reykjavík, fyrir 20. apríl. G. ÓLAFSSON H.F. FRAMTÍÐARATVINNA Traust fyrirtæki í Reykjavík vill ráða reglusaman og áreiðanlegan mann á aidrinum 25 — 40 ára til að annast ýmis skrifstofu- og af- greiðslustörf. Framhaldsskólamenntun æskileg. Góð vinnuskilyrði. Mötuneyti á staðnum. Umsóknir sem farið verður með sem trúnaðarmál, sendist afgreiðslu blaðsins fyrir 20. apríl n.k. merktar: „Framtíðaratvinna — 2615“. Vornámskeið Vomámskeið Mímis hefst mánudaginn 21. apríl og stendur til 30. mal. í vornámskeiðinu verða 24 tlmar, fjórir á viku. Kvöldnámskeið fyrir fullorðna: ENSKA, DANSKA, ÞÝZKA, FRANSKA, SÆNSKA. ÍSLENZKA fyrir útlendinga. Kennsla fyrir börn i ensku eftir „beinu aðferðinni". Aðstoð við unglinga fyrir próf. Innritun aðeins þessa viku kl. 1—7 e.h. Slmi 7 000 4 MÁLASKÓLINN MÍMIR Brautarholti 4. N auðungaruppboð sem auiglýst var í 1., 4. og 6. tölublaði Lögbirtingablaðsins 1969 á 1. hæð húseignarinnar Lindarbraut 8, Seltjarnar- nesi, þingl. eign Arnar Haraldssonar, fer fram á eigninni sjálfri, eftir kröfu Arnar Þór, hrl., Skúla J. Pálmasonar, hdl. og Jóns Bjarnasonar, hrl., þriðjudaginn 15. apríl 1969, kl. 4.00 e.h. Sýslumaður Gullbringu. og Kjósarsýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 54., 55. og 56. tölublaði Lögbirtinga- blaðsins 1968 á húseigninni Klapparstígur 6, Sandgerði, þinglesin eign Magnúsar Stefánssonar, fer fram á eign- inni sjálfri, eftir kröfu Innheimtu ríkissjóðs miðviku- daginn 16. apríl 1969, kl. 3.00 e.h. Sýslumaður Gullbringu- og Kjósarsýsiu. 2 LESBÓK BARNANNA LESBÓK BARNANNA 3 „Fuginn heitir ekkert, Doddi. Hvað ætlar þú að kalla hann?“ „Ég verð að hugsa um það“, sagði Doddi. Doddi var í 7 ára bekk. Kennarinn hans hét Jóna tan. „Mér finnst gaman í skólanum“, sagði Doddi. „Og Jónatan er ágætur". „Jæja, Doddi“, sagði pabbi hans kvöld eitt. „Hvað finnst þér skemmtilegast í skólan- um?“ „Frjálsi tíminn“, svar- aði Doddi undir eins. „Frjálsi tíminn?" spurði pabbi hans. ,Hvað gerið þið í frjálsa tLmanum?" „Veiztu það ekki“. sagði Doddi og hló. „Þá eigum við að koma með eitthvað í skólann og segja frá því“. „Fórstu með eitthvað í skólann í dag til þess að segja frá í frjálsa tím- anum?“ spurði móðir hans. „Nei, ég hef ekki farið með neitt ennþá", sagði Doddi. „Ég ætla ekki að gera það alveg strax“. Það var gaman í frjáisa tímanum. Þá gerðist allt- af eitthvað spennandi. Dag nokkurn kom Lóa í skólann með leikbrúðu. Hún lét brúðuna syngja og dansa. Annan dag kom Jóna með fallega pottaleppa Hún sagðist hafa búið þá til og gefið mömmu sinni þá í afmælisgjöf. „Var mamma þín ekki undrandi?" spurði kenn- arinn. „Ó, jú“, sagði Jóna. Svo var það eitt sinn, að kennarinn sagði: „í dag er ég með dálítið, sem ég ætla að sýna ykkur“. Það var stór kuðungur. „Kuðuringurinn kom úr sjónum. Gerið þið svona við hann“, sagði kennar- inn og hélt kuðunghum upp að eymu, Hann leyfði börnunum að hlusta. Doddi hélt kuðungnúm upp að eyranu. „Vá“, sagði hann. „Ég heyri í sjónum". „Er sjór í kuðungnum?" spurði Dóra. ,,Nei,“ sagði kennarinn. „Ykkur heyrist það bara“. Það komu allir með eitthvað í frjálsa tíman- um nema Doddi. Dag nokkurn sagði kennarinn: „Hvenær ætl- ar þú að koma með eitt- hvað skemmtilegt til að sýna okkur, Doddi?“ „Ég kem bráðum með Skemmtilegan", sagðli Doddi. „Doddi”, sagði kennar- inn. „Þú ert eitthvað ruglaður. Þú átt við að þú ætlir að koma með eitthvað skemmtilegt". „Það er eittmitt það sem ég sagði", sagði Doddi. „Ég ætla að koma með Skemmtilegari“. Einn- daginn kom Siggi með lítinn bát, sem hann bjó til. Og Sigrún kom með dá- lítið .þurrt og fallegt. „Þetta var í garðinum mínum“, sagði hún. „Hvað er það?“ „Það er eins og skinn af einhverju“, sagði Jó- hann. „Alveg rétt“, sagði kennarinn. „<Þetta er skinn af höggormi". „Hvar er höggormur- inn?“ spurði Sigrún. „Höggormurinn vex út úr skininu“, sagði kenn- arinn. „Þetta skinn hef- ur verið orðið of lítið. Og svo óx nýtt skinn á höggorminn — alveg eins og hárið vex á ykkur“. Svo var það að kenn- arinn sagði: „Doddi, lang ar þig ekki til að sýna okkur eitthvað skemmti- legt“. „Jú“, sagði Doddi. „Bráðum kem ég með Skemmtilegan“. „Doddi“, sagði kennar- inn, „hvaða vitleysa er þetta í þér. Þú ætlar að koma með eitthvað skemmtilegt, ekki með skemmtilegan“. „Jú“, einmitt, sagði Doddi og brosti út undir eyru. Dag einn kom Birna •með hnetu í skólann. „Hvað er þetta?“ spurði kennarinn. „Veiztu það?“ „Nei“, sagði Birna. „Ég tek þetta oft upp af götunni. Sundum nota ég það fyrir kaffibolla handa dúkkunum mín- um“. „Þessi litla hneta er fræ“, sagði kennarinn. „Vitið þið hvað vex af þessu litla fræi?“ „Rós“, sagði Jóhann. „Tómatur", sagði Sig- ný“. „Nei“, sagði kennarinn. Komið þið hérna út að glugganum". Börnin horfðu öll út um gluggann. En Doddi sá aðeins eitt stórt tré. „Þetta er eikartré", sagði kennarinn. „Og það hefur vaxið út af fræi eins og þessu“. Þegar Birna hafði sýnt honum hnetuna voru all- ir nema Doddi búnir að sýna eitthvað. Stundum horfði kenn- arinn á Dodda eins og hann vildi segja: „Hefur þú ekki eitthvað til þess að sýna okkur í dag?“ En hann sagði ekkert. Dag nokkurn var Doddi ekki kominn þegar hringt var inn. Börnunum var vísað inn í skólastofuna og allir settust. „Hvar er Doddi?“ spurði kennarinn. „Hérna“, sagði Doddi og opnaði dyrnar. „Ég gat ekki flýtt mér í morg un. Ég er nefnilega með svolítið sem ég ætla að sýna ykkur“. „Hvað ertu með, Doddi, spurði kennarinn. „Páfagaukinn minn“, sagði Doddi. ,,Páfagauk!“ Allir vildu fá að sjá. „Sjáðu, alveg alvöru páfagaukur". „Hvers vegna sagðir þú okkur ekki, að þú ætl aðir að koma með páfa- gauk?“ spurði kennar- inn. „En, ég sagði ykkur það“, sagði Doddi. „Hvað 'heitir fuglinn þinn?“ spurði kennarinn. „Viltu ekki spyrja fugl inn?“ sagði Doddi. Kennarinn horfði á páfagaukinn og sagði svo: „Hvað heitir þú?“ „Skemmtilegur," hróp- aði fuglinn. „SKEMMTI- LEGUR". Allir ‘skellihlógu. Mest af öilum hló kenn arinn. „Nú skil ég“, sagði hann. Þú ætlaðir að koma með Skemmtilegan og sýna okkur“. „Ég var dálítið lengi að kenna honum að segja nafnið sitt“, sagði Doddi. „Núna get ég kennt hon- um að segja hvað sem er“. „Hvað ætlar þú að kenna honum að segja næst?“ spurði kennarinn. „Ég ætla að kenna hon um að segja: „Bull og Vitleysa", sagði Doddi og hló. Hvert liggur leiðin? (ráðning úr síðasta blaði) Leiðin liggur til WAS- HINGTON í Bandaríkj- unum. Hvert er takmark ferðarinnar ? (ráðning úr síðasta blaði) Gamla myllan er tak- markið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.