Morgunblaðið - 13.04.1969, Qupperneq 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 13. APRÍL 1069
andvíg, að ég fari að þiggja pen
inga af John, en það æt'la ég
svo sannarlega að gera. Þú skil
ur, að ég er ekki eins og þú. Ég
þrái hóglífi og falleg föt. Ég
hata þessa eilífu sparsemi, sem
við höfum orðið að sæta. Og svo
er ég orðin hundleið hjá Stour-
ton. Og, án þess að ég vilji
móðga þig, þá er ég líka orðin
hundleið á að eiga hérna heima.
Ef mig iangar að fljúga úr
hreiðrinu og mér gefst tækifæri
til þess, hversvegna ætti ég þá
ekki að nota mér það?
Ég stóð upp af rúminu. Mér
leið illa. Ég gat varla trúað
því, að þetta væri Kay, sem tal-
aði svona. Það var alveg ótrú-
legt að heyra hana halda því
fram, að hún vildi fara að heim-
an. Við höfðum alltaf verið svo
samrýmd fjölskylda, einkum þó
eftir að við misstum foreldra
okkar.
Kay lagðist aftur á koddann
og sneri sér frá mér.
— Ef ég þarf ekki að gera
nein sérstök húsverk, ætla ég að
sofa svolítið lengur. Mér veitir
víst ekki af því.
— Það er allt í lagi, þú ert
víst svefns þurfi.
Þessu var ekki svarað nema
með einhverju umli. Ég fór inn í
herbergið mitt og bjó um rúmið.
Ég hafði verið áhyggjufúll út af
Nick, en nú var Kay mér engu
minna áhyggjuefnii.
Hvað átti ég að gera, ef hún
tæki boði Johns? Enda þótt ég
væri ákveðin að láta hana ekki
gera það, þá gat ég illa hindrað
það, ef hún sjálf væri kannski
ennþá ákveðnari.
6.
Nokkrum dögum seinna heyrði
ég Luey kalla til mín, þegar ég
var að hita te í eldhúsinu, og
segja, að Bob væri að koma og
maður með honum.
— Höfum við nokkra köku,
ef þeir skydu vija te, lMelissa?
—- Já, nógar kökur. Ég er ný
búin að baka. Ég reif af mér
svuntuna, sem ég var alltaf með
í eldhúsinu, og leit snöggvast á
sjálfa mig í speglinum. Ég var
kafrjóð af hitanum frá vélinni. En
augun í mér ljómuðu afþví að
Bob var að koma, svona óvænt.
Hann kom að vísu oft, en allt-
af sló hjartað í mér hraðar og
augu mín ljómuðu. Stund.um var
ég að spyrja sjálfa mig, hvort
hann mundi taka eftir því. Og
19
skyldi hann vita, hvernig hans
eigin augu ljómuðu hvenær sem
hann sá mig? Eitthvað fékk mig
til að trúa því, að hann væri
ekki búinn að gleyma því, þeg-
ar hann kyssti mig forðum, þrátt
fyrir það, að harun segðist ætla
að gleyma því.
Hann kom með gestinn að fram
dyrunum.
— Ertu heima, Melissa? kall-
aði Bob.
— Þú kemur á réttri stundu,
sagði ég. — Ég héf te tilbúið.
Það stendur vel á því. Þetta
er Rupert Briggs — Melissa
Grindly.
Ég rétti komumanni höndina.
— Sælir, hr. Briggs. Gerið
þið svo vel að koma inn. Og um
leið og ég vísaði þeim inn í setu-
stofuna, sagði ég: — Þetta er
hún Lucy systir mín. Lucy mín,
talaðu við hann hr. Briggs með-
an ég kem með teið.
— Ég skal hjálpa þér, sagði
Bob og elti mig fram í eldhús.
— Hér er góður ilmur, bætti
hann við.
— Já, ég var rétt að baka fá-
einar kökur.
— Þú ert nú líka alveg dá-
samleg eldabuska, sagði Bob.
— Það m1 nú varla meira en í
meðallagi, er ég hrædd um. Ég
leit út um gluggann. Himinninn
var dimmur af skýjum, og ti'l
skamms tíma hafði verið regn,
enda þótt nú væri stytt upp. —
Það er leiðinlegt, að við skulum
ekki geta drukkið teið úti í garð
Reiðskóli Fóks
er tekin til storio
Þar er veitt tilsögn í meðferð hesta.
Kennari er Kolbrún Kristjánsdóttir.
Nánari uppl. í síma 30178 eða 37962.
Hestmannafélagið Fákur.
Amaryilis 4 tegundir frá kr. 295.—
Begóníur 8 tegundir frá kr. 27.— til 32.—
Dahliur frá kr. 38.— til 46.—
— Decorative 10 tegundir.
— Cactus 10 tegundir.
— Pompon 4 tegundir.
Gladíólur, 6 tegundir kr. 10.—
Iris Germanica 4 litir kr. 46.—
Liljur 8 tegundir frá kr. 42.— til 65.—
Paeoníur (Bóndarósir) 2 tegundir kr. 75.— til 95.—
Gloxínía 4 litir kr. 48.—
Anemónur 2 tegundir kr. 6.— •
Fleiri tegundir af smálaukum, einnig garðrósir, margar
tegundir kr. 95.—
Póstsendum. Adr.: Alaska, Reykjavík,
Gróðrarstöðin v/Miklatorg — Sími 22822.
Gróðurhúsið v/Sigtún — Sími 36770.
Gróðrarskálinn v/Hafnarfjarðarveg — Sími 42260.
— Mamma er svo spennt að sjá frimerkjasafnið þitt.
gæti ekki litið á aðra karlmenn
ef því væri að skipta.
Og ég sá brátt, að Rupert
Briggs átti sér eitthvað sameig-
inlegt með John, sem mundi að
sjálfsögðu ganga í augun á Kay.
Sem sé peninga. Enda þótt hann
bæri það ekki á neinn hátt ut-
an á sér, þá þóttist ég viss um,
að hann mundi vera vel efn-
aður. Ýmisieg orð, sem hann lét
falla bentu til þess og ég þótt-
ist líka viss um að Kay tæki
eftir því.
Þau voru að tála um veðreið-
ar. Rupert Briggs sagðist fara á
öll helztu kappmótin, ef hann
væri í landinu. Mér skildist hann
eiga veðhlaupahesta og væri
stundum knapi sjálfur.
— Það hlýtur að vera dásam-
legt! sagði Kay með öfund
í rómnum. — Ég hef svo gaman
af hestum, en hef bara aldrei
fengið tækifæri til að koma á
hestbak.
Rupert Briggs brosti.
— Komdu þá einhverntíma yf-
ir til mín og þá skal ég lána þér
hest.
Augun í Kay ljómuðu.
— Virkilega? En líklega dett
ég strax af baki.
— Nei, nei. Ég skal láta þig
hafa einhvern þægan hest og sjá
um, að þú gerir það ekki. Hann
brosti til Lucy. — Hvernig er
það með þig, Lucy, heldurðu
ekki, að þér þætti gaman að
koma á Jiestbak?
Ofurlítill roði steig upp í kinn
Hrúturinn, 21. marz — 19. apríl
Einhver órói er í fólki í kringum þig, en það er ekkert til að hafa
áhyggjur af.
Nautið, 20. apríl — 20. maí
Þótt allt gangi ekki að óskum, skaltu ekki láta hugfallast.
Tvíburarnir, 21. maí — 20. júní
Þér vegnar æ betur, svo að þér er óhætt að taka Ufinu með ró.
Krabbinn, 21. júní — 22. júlí
Þótt nndarlegt kunni að virðast, ert þú ómissandi einhvcrjum
félagsskap.
Ljónið, 23. júlí — 22. ágúst
Félagslyndi þitt togast á við heimilisáhyggjur þinar.
Meyjan, 23. ágúst — 22. sept.
Það eru margir, sem vilja, að þú takir þér eitthvað annað fyrir
hendur, en skeyttu þvi engu.
inum. Það hefði verið svo miklu
skemmtilegra.
— Vitleysa! Ég held það sé
sama, hvar við drekkum það,
sagði Bob. Ég vona, að þér falli
það ekki miður, að ég skuli
koma svona formálalaust með i
hann Rupert. Hann er góður
vinur minn, sem ég þekkti vel.
hér áður fyrr, en svo urðurn við
viðskila hvor vi'ð annan og höf-
um ekki hitzt aftur fyrr en rétt
nýlega.
— Vitanlega eruð þið velkomn
ir. Á hann heima hér nærri?
— Það er í Headcorn. Það er
um það bi'l fimmtán mílur héðan.
Ég hitaði upp tekönnuna og
náði í hettuna uppi á árinhill-
unni og bjó síðan til te. Ég áttaði
mig á því, að þetta var í fyrsta
sinn, sem ég hafði hitt nokkurn
kunningja Bobs, eða heyrt hann
minnast á nokkurn slíkan. Það
var eins og Kay hafði einhvern
tíma sagt: hann var hálf-dular-
full persóna.
Ég kunni vel við Rupert
Briggs. Meðan við vorum að
skrafa saman, datt mér í hug,
hve auðvedt væri að umgangast
hann. Og hann var afskaplega al-
mennilegur við Lucy. Og Kay
kunni sýnilega ágætlega við
hann, gat ég séð, þegar hún
kom til okkar um það leyti sem
tedrykkjunni var lokið. Ég sá
augnatillitið, sem hún sendi hon-
um um leið og ég kynnti þau, og
ég var fegin, að hún skyldi ekki
vera svo hrifin af John, að hún
ÆSKUR>|
VDUR
GíjÓÐARST. GRÍSAKÖTELETTUR
GRILLAÐA KJUKLINGA
ROAST BEEF
GI/JÐ.VRSTEIKrI' LAMB
HAM BORGARA
DJÚPSTEIKTAN FISK
kvdurhiml'íbraul /J
simi 38550
Vogin, 23. sept. — 22. okt.
Það hljóta að vefa einhver takmörk sett hefnigirni þinni. I.áttu
það sjást.
Sporðdrekinn, 23. okt. — 21. nóv.
Nú er aftur mál að hcfjast handa, þar sem frá var horfið.
Bogmaðurinn, 22. nóv. — 21. des.
i»ótt einhver hafi haft horn í síðu þinni fyrir gamlar yfirsjónir,
ætti það ekki að vera þér áhyggjuefni lengur.
Steingeitin, 22. des. — 19. jan.
Þú hefir áorkað einhverju, sem þér var umhugað um að koma i
framkvæmd. Láttu þar staðar numið i bili.
Vatnsberinn, 20. jan. — 18. febr.
Ef einhver vlll vita meira, en þú hefur sagt, skaltu bíða þess, að
hann spyrji.
Fiskarnir, 19. febr. — 20. marz
Nú fer að ganga betur hjá þér, og ertu þá ekki feginn að hafa
hlustað á vini þína?