Morgunblaðið - 17.04.1969, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.04.1969, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 1%'9 3 Þorbjörg Magnúsdóttir fulltrúi ungu kynslóöarinnar 1969 — Hljómar og Flowers valdar hljómsveitir unga fólksins 1969 FULLTRÚI ungu kynslóðar- innar 1969 var kjörinn Þor- björg Magnúsdóttir Bugðulæk 11 í Reykjavík. Kjörið fór fram á skemmtun í Austur- bæjarbíói í fyrrakvöld þar sem einnig var valin hljóm- sveit unga fólksins 1969. Dóm nefnd sem valdi hljómsveit- ina gat ekki gert upp á milli Hljóma og Flowers og eru báðar hljómsveLirnar því í fyrsta sæti. Karnabær og Vlkan hafa staðið fyrir keppni sem þess- ari sl. 3 ár og hafa þær ávallt tekizt með ágætum. Nokkuð bar þó á drykkjulátum fá- einna unglimga á skemmtun- inni í fyrrakvölid og setti það leiðinlegan svip á atihöfnina, en þar var aðeins um a'ð ræða fáeina unglinga af þéttsetnu Austurbæj arbíói. Sex stúlkur tóku þátt í keppninni um fulltrúa ungu kynslóðarinnar, en þær heita: Nana Egilson 15 ára, Þorbjörg Ma.gnúsdóttir 17 ára, Margrét Halldórsdóttir 17 ára, Karen Mogensen 15 ára, Oddný Artbursdóttir 17 ára og Rósa Björg Helgadóttir 15 ára. Sérstök fiirnn manna dóm- nefnd valdi fulltrúa ungu kyn slóðarinnar eftir að hafa rætt við stúlkunar um ýmis mál og kyrinst þeim persónulega og m.a. var rætt yið hverja stúlku á skemmtuninni sjálfri. Hver stúlka sýndi hæfileika sinn á einhverju sviði á skemmtuninni sjálfri og gerðu þær ýmist að dansa eða lesa ljóð. Fóru þær allar mjög vel með þau atriði sem þær völdu. Hljómsveitirnar Hljómar, Flowers og Roof Tops skemimtu á skemmtun ungu kynslóðarinnar og auðheyrt var að þær höfðu la.gt mikla vinnu í hljómflutning sinn, sem tókst með ágætum. Brezkum starfsmanni Bítla- fyrirtækisins Apple var boðið sérstaklega hingað til lands í sambandi við þessa skemmt un og þá aðallega til þess að kynnast hljómsveitunum. Eftir skemmtunina sagði þe&si starfsmaður, sem heitir Tony Branwell, að þessar hljómsveitir væru þær beztu sem hann hefði heyrt á sviði siðustu 6 mánuði og hefði hann þó fari'ð víða um í Bret landi. Dómnefndin sem valdi hljómsveit ungu kynslóðarinn ar gat ekki gert upp á milli hljómflutnings Hljóma og Fkvwers á skemmtuninni og eru því hlj ómsveitirnar Hljóm ar og Flowers báðar í fyrsta Fyrir ofan er hljómsveitin Hljomar á skemmtun unga fólksins og fyrir neðan er hljóm- sveitin Flowers. Þorbjörg Magnúsdóttir full- trúi ungu kynslóðarinnar 1969. Þorbjörg var krýnd af Soffíu Wedholm sem var fulltrúi ungu kynslóðarinnar sl. ár, en þar áður var Kristín Waage. Ljósm. Mbl. Kr. Ben. sæti. Dómnefndina skipuðu Baldvin Jónsson, Jóri Múli Árnason, Þuríður Sigurðar- dóttir, Pétur Steingrímsson og Árni Soheving. Á skemimtuninni í Austur- bæjarbíói var hverri hljóm- sveit aflhentur bikar sem við- urkenning fyrir hljómflutning inn og einnig var Hljómum veittur glæsilegur bikar fyrir mest seldu hljómplötu á ís- landi s.l. ár. Hljómsveitina Hljóma skipa: Gunnar Þórðar son, Erlingur Björnsson, Rún ar Júlíusson, Shady Owens og Engillbert Jensen. Hljóm- sveitina Flowers skipa: Karl Sighvatsson, Björgvin Hall- dórsson, Gunnar Jökull Há- konarson, Arnar Sigurbjörns- son og Jóhann Kristinsson. Við spjölluðum stuttlega við fulltrúa ungu kynslóðar- innar 1969, Þorbjörgu Magnús dóttur, en hún er dóttir hjón- anna Önnu Gestsdóttur og Magnúsar Thorvaldssionar, og er hún næst elzt fjögurra syst kyna. — Ert þú í skóla, Þorbjörg? — Já, ég er í gagnfræða- skóla verknáms. — Hvernig stóð á því að þú tókst þátt í þessari keppni? — í upphafi var hringt í mig og ég beðin að ræ'ða við forsvarsmenn keppninnar oig Framhald á bls. 24 Fyrir 2000 krónur á mánuði og 2000 krónur út ÚRYAL GÆÐI ÞJÓNUSTA. getið þér fengið borðstofusett með 6 stólum. Fyrir 1500 á mánuði og 1500 út, fáið þér borð og 6 stóla. KAUPIÐ STRAX ÞAÐ BORGAR SIG. ,UI ■■■■ ■ ■■ im ■■■ ■HllH !■ ® 22900 LAUGAVEG 26 SIAKSTEIIVAR Biður Framsókn um gott veður? í stjórnmálaályktun aðalfund- ar miðstjórnar Framsóknar- -c flokksins er reynt að hafa eitt- hvað fyrir alla svo sem vera ber í steínuyfirlýsingu flokks, sem ekki veit í hvorn fótinn hann á að stíga. Sérstaka athygli vekja nokkur atriði, sem gætu gefið til kynna, að Framsóknar- flokkurinn biðji nú um gott veð- ur hjá stjórnarflokkunum. Þessi atriði eru nefnilega í mjög góðn samræmi við núverandi stefnu ríkisstjórnarinnar og stúðnings- flokka hennar. Þannig segir t.d. í ályktuninni að „breyta lausa- skuldum atvinnuveganna í föst lán“. úm þessar mundir er unn- ið að því að breyta lausaskuld- um iðnaðarins í föst lán og frv. liggur fyrir Alþingi um breyt- ingu á lausaskuldum bænda. Þá hefur forsætisráðherra vakið at- hygli þingsins á nauðsyn þess að létta undir með verzluninni með því að breyta lausaskuldum liennar á sama veg. Það er því ljóst, að Framsóknarflokkurinn fylgir fast eftir stefnu ríkis- stjórnarinnar í þessum efnum. Þá segir að „auka (þurfi) rekstr- arfjármagn". Forsætisráðherra gerði Alþingi skihnerkilega grein fyrir því fyrir skömmu að víðtækar ráðstafanir hefðu ver- ið gerðar og væri verið að gera í þessu skyni. Framsóknar- flokkurinn vill leggja áherzlu á sparnað á vegum ríkis og opin- berra stofnana. Svo sem kunn- ugt er greip ríkisstjórnin til mjög víðtækra sparnaðarráðstaf- ana á sl. ári. Þá vill Framsóknar flokkurinn takmarka erlendar lántökur þjóðarinnar við „arð- vænlegar framkvæmdir“. Afstaða ríkisstjórnarinnar til erlendrar lántöku hefur einmitt byggzt á þessu meginsjónarmiði. Loks vill Framsóknarfiokkurinn að* •* íikisvaldið hafi „markvissa for- ustu um eflingu og endumýjun atvinnulifs um land allt í sam- starfi við samtök launþega og at- vinnurekenda . . . Þetta er ná- kvæmlega það sem ríkisstjórnin hefur gert með samkomuiaginu um aðgerðir í atvinnumálum og stofnun atvinnumálanefndanna. Hræðsla Því miður er þetta betri hlut- inn af ályktun miðstjórnarinnar. 1 hinum heimingnum er eitthvafr fyrir hina nýju viðmælendur Framsóknarflokksiiis svo og fyr- ir þau sundurleitu vinstri öfl, sem Frainsuknaimenn reyna stöðugt að laða til sin. En það getur varla verið tiiviljun ein að Framsóknarmenn taka með þess- um hætti upp í stefnuskrá sína nokkur atriði úr stefnu ríkis- stjórnarinnar. Öll framkoma Framsóknarmanna um þessar mundir mótast greinilega af hræðslu við það sem framtiðin ber í skauti sér fyrir flokk þeirra. Þeir horfa þvi til allra átta um þessar mundir og vona að einhver bíti á einhvers stað- ar. En hætt er við að þe.-sar von- ir bregðist. Framsóknarmenn þurfa að læra sínar lexíur betur áður en þeim gagnar að gera hosur sínar grænar fyrir stjórn- f arflokkunum og vera má, að þeir ríði ekki feitara hrossi frá samskiptum sínum við hina nýju viðmælendur, en ýmsir aðrir hafa gert á undan þeim. Hollráð þeim til handa er því að fara að öllu með gát. En vissulega er ástandið illt í Framsóknarflokkn um þegar varla líður sá dagur að Framsóknai-menn gangi ekki um klæddir biðilsbuxum — og nú virðasit þeir jafnvel líta hýru auga til stjórnarflokkanna! J

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.