Morgunblaðið - 17.04.1969, Page 22

Morgunblaðið - 17.04.1969, Page 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. APRÍL 196® Guðrún Hafliðadótti — Minning — ÁÐ minnast þín, kæra frænka, í einni grein er ógjörlegt, en að rifja upp kærar endurminning- ar á kveðjustund er gamall og góður siður, sem við skulum hálda. Fyrir okkur sem sátum heima hjá þér fyrir nokkrum dögum til að halda hátíðlegan afmælis- daginn þinn er erfitt að skilja að þú skulir ekki vera lengur á meðal okkar. Að þessi kvöld- stund ætti að verða seinasta skiptið sem fjölskyldan safnað- ist saman hjá þér. Föðursystir mín Jónína Kristín Jonsdóttir frá Naustum, andaðist í sjúkraihúsinu á tsa- firði þriðjudaginn 15. þ.m. F. h. aðstandenda, Ólöf Karvelsdóttir. Systir mín Stefanía Björnsdóttir Lindargötu 11, Sauðárkróki, sem andaðist 12. apríl, verður jarðsungin frá Sau'ðárkróks- kirkju laugardaginn 19. apríl kl. 2 e.h. Þorsteinn Bjömsson. Eiginkona mín Svanhvít Björnsdóttir Ytri-Tungu, verður jarðsungin frá Staða- ;stað laugardaginn 19. apríj kl. 2 e.h. Blóm afbeðin. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Staðarkirkju eða félagsheimilið. Ferð frá Umfer’ðarmiðstöðinni kl. 7,30. Jóhannes Kristjánsson, börn, tengdabörn og barnabarn. Jarðarför Mariu Guðmundsdóttur frá Skálanesi við Seyðisfjörð til heimilis að Granaskjóli 23, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 18. april kl. 1.30. Blóm afbeðin, en bent á Krabbameinsfélagið eða aðr- ar líknarstöfnani^ Óli S. Hallgrímsson Valgerður Hallgrímsdóttir Steinunn Hallgrímsdóttir Margrét Hallgrímsdóttir Hallgrímur Hallgrimsson Hólmsteinn Hallgrímsson Sigfrið Hallgrímsdóítir Hulda Hallgrímsdóttir Helga Hallgrímsson Jakobína Hermannsdóttir tengdabörn, barna- og bamabarnabörn. Frá því að ég man fyrst eftir birtist mér hlýlegt heimili þitt að Sólvallagötu 13. Þarna óistu upp dóttur þína og systir þín 5 syni og þegar þau fóru að týnast að heiman lágu allar leið- ir á Sólvallagötuna. Þarna var hjarta fjölskyldunnar og það hjarta yar stórt og hlýtt. Það var sama hvenær var komið, alltaf var einhver heima og tek- ið á móti mönnum með þeirri alúð og gestrisni sem einkenndi þig ,enda var þetta sjómanns- heimili. Þar sem orðin „að koma“ og „að fara“ höfðu sína sérstöku merkingu. Hlýja og alúð eru orð sem sífellt koma upp í huga minn þegar ég minnist þín, hvenær sem eitthvert okkar átti í erfið- leikum, sjúkdómar eða óhöpp börðu að dyrum, var það alltaf víst að þú varst á næsta leiti til að létta okkur erfiðar stund- Eiginmaður minn, faðir okk- ar, sonur og bróðir, Benedikt Vestmann, Vesturgötu 140, Akranesi, sem lézt 10. þ.m., verður jatð- sunginn frá Akraneskirkju laugardagiinn 19. apríl kl. 2 e. h. Hrafnhildur Þorgeirsdóttir Vestmann og börn Einar B. Vestmann og systkinin. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og jarðarför för móður okkar Ástríðar Jónínu Eggertsdóttur frá Haukadal. Börn, tengdabörn og barnabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför Kristjáns G. Sigurðssonar Isafirði. Sérstakar þakkir færum við yfirlækni, hjúkrunarkonum og starfsfólki Sjúkrahúss tsa- fjarðar, ásamt frú Margréti Guðbjartsdóttur fyrir frá- bæra umhyggju í veikindum hans. Guðbjörg Kristjánsdóttir Einar E. Hafberg og dætur. Fórnfýsi þín og hjálpariund kom bezt í ljós, hve vel þú reynd ist systur þinni og sonum henn- ar þegar sorgin og erfiðleikarnir knúðu dyra hjá þeim. Að ævi- kvöldi átti það svo eftir að verða hlutverk þitt, að vera máttarstoð og styrkur dóttur þinnar og barna hennar í þeirra miklu sorg. Það var þungbært hlú1- skipti að létta þéim erfiðar stundir en þar brást þú ekki frekar en endranær. Nú ert þú horfin þeim, en ég vóna að Guð gefí að minningin um þig og það sem þú hefur kennt þeim verði þeim styrkur til að sigrast á érfiðleikum sín- um. Bróðir okkar Guðmundur Ólafsson bifreiðastjóri, Hverfisgötu 114, verður jarðsunginn frá Foss- vogskirkju föstudaginn 18. apríl kl. 10.30. Haraldur Ólafsson Sæmundur Ólafsson. Innilegar þakkir fiyt ég öll- um þeim, sem veittu mér hjáip og auðsýndu mér sam- úð við veikindi og fráfall Ásu dóttur minnar. Sérstakar þakkir flyt ég starfs fólki Múlaiundar. Helga Helgadóttir. Hjartans þakkir fyrir auð- sýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför eigin- manns míns, föður okkar, tengdaföður og afa Þórðar Hjaltasonar Safamýri 59. Kristín Guðmundsdóttir, dætur, tengdasynir og barnabörn. Fyrir okkur sem í dag fylgjum þér hinzta spölinn, eru það þung bær spor, en að frétta af frá> falli þínu I fjarlægum heims- hluta án þess að hafa nokkurn möguleika til þess að kveðja þig er erfitt hlutskiptL Þess vegna færi ég þér hér sérstaka kveðju frá föður mín- um. Ég veit að þakklæti hans til þín fyrir allt sem þú hefur fyrir hann gert og okkur öll á Unnarbraut 16 verður ekki orð- að í neinni setningu. Gunna mín, ég læt hér staðar numið. Kveðjustundin sem eng- inn umflýr er runnin upp. Dauðinn er lífsins saga. Þess vegna á það að vera takmark hvers manns að skilja við heim- inn örlítið betri en hann áður var. Þetta tókst þér og minningarn- ar um fórnfýsi þína og göfug- mennsku er arfur þinn til okk- ar sem eftir lifum. Við skulum vona að okkui takist að varðveita hann og ávaxta fyrir komandi kynsióðir. M.G. Á SUNNUDAGINN var, 13. apríl, andaðist ekkjan Guðrún Hafli'ðadóttir á sjúkraihúsi hér í borg, eftir stutta legu, og verð- ur útför hennar gerð í dag frá Dómkirkjunni. Með Guðrúnu er gengin góð kona, sem öllum vildi gott gera. Hún var vinföst og trygglynd, og munu margir sakna vinar í stað, þegar hún hverfur út í hina miklu móðu, þar sem leiðír skilja að sinni. Guðrún var fædd 26. marz 1901 að Haugi í Flóa. Faðir hennar var Hafliði Jónsson, ætt- aður frá Álfstöðum á Skeiðum, en hann lézt 1930, kunnur ma'ð- ur hér í borg. Móðir hennar var Vilborg Guðnadóttir frá Fram- nesi í Holtum, en hún andaðist 1948. Voru þau af góðu fólki komin og fór Guðrún ekki var- hluta af’ þeim góðu eiginieikum sem því fólki voru í blóð born- ir, Guðrún var lengi í föðunhús- um, og naut ástríkis foreldr- anna, sem mótuðu hana, og gáfu henni veganesti sem henni hef- ur vel dugað. Þegar hún fluttist úr föður- garði, gekk hún að eiga Kristj- án Kristjánsson, mikinn dugnað- armann og aflasælan togaraskip- stjóra. Guðrún hafði sérstakt lag á því að gera heimilið vistlegt og friðsælt fyrir mann sinn sem vafalaust hefur oft þurft á góðri hvíld að haida eftir erfið- ar veiðiferðir og langar vökur á þeim tímum. Það mátti líka sjá það á Kristjáni að heimilið var honum heiiagt vé. Sambúð þeirra var líka til fyrirmyndar, því að hann kunni vel að meta það sem kona hans gerði til að varðveita hið góða heimilislíf. Þar var hún hinn góði andi, sem túlkaði það bezta sem góð hús- móðir getur í té látið fyrir sína nánustu. Mann sinn missti Guð- rún 1958, og var það henni mik- ið áfall. Eina dóttur áttu þau, Vil- borgu, sem greinilega mótaðist í svipað mót og móðirin. Frá fyrstu tíð hefur verið ákatflega mikið og náið samband milii Faðir okkar Arsæll sveinsson, útgerðarmaður, Fögrubrekku, Vestmannaeyjum, andaðist á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja mánudaginn 14. apríl. Jarðarförin fer fram frá Landakirkju í Vestmannaeyjum laugardaginn 19. apríl kl 2 e.h. Elia, Ásta og Lilja Arsælsdætur, Lárus, Leifur og Arsæll Arsælssynir. Hugheilar, hjartans þakkir færi ég öilum sveitungum mínum og grönnum, öðrum vinum mínum víðsvegar og vandamönnum öllum, fyrir einstakan hlýhug, vinsemd og rausn á sextugsafmæli mínu þann 11. þ.m. Ég þakka veglegar og góð- ar gjafir, ég þakka vinhlý or'ð, í bundnu máli og lausu með fjölda skeyta og hér á heimili mínu þá yndisstund sem okkur veittist þetta kvöld með heimsókn ýmissa vina okkar. Hafið öli éinlægar þakkir og lifið heil. — í guðs friði. Guðjón Jósefsson Ásbjarnarstöðum. þeirra í blíðu og stríðu, og hafði Guðrún mikinn andlegan styrk af dóttur sinni þegar jíristján féll frá, en Vilborg var þá orð- in fulltíða kona. Og þó Vilborg giftist hélzt samheldnin órofin, og amman varð amman góða í bezta skilningi þess orðs. Á sl. ári steðjaði óvenjuleg sorg að heimili Vilborgar, og þá reyndist Guðrún dóttur sinni sú styrka sto’ð, að ekki verður með orðum lýst. Þó Guðrún bærist ekki mikið á, var hún á slíkri stund sterk, fómfús og stór. Manngæzka hennar þar kom líka vel fram, en það var ef til vill stærsti þátturinn í skaphöfn hennar. Þetta kom líka sterklega fréun, þegar systir hennar missti mann sinn frá fimm drengjum og sá yngsti á fyrsta ári. Ungu drengirnir fundu hvað að þeim sneri. Þeir fundu vináttuna, fórnfýsina í huga frænku sinnar, þegar pabbinn var horfinn fyr- ir fuilt og allt. Síðar hafa þeir sagt, að þeir hafi litið á Guð- rúnu sem sína aðra móður. Til hennar gátu þeir snúið sér, við hana gátu þeir rætt dagsins vandamál, sem eðliléga voru oft mörg. Þannig var Guðrún, til- búin a’ð hjálpa þeim sem bágt áttu, ef það var mögulegt. Guðrún var að eðlisfari glað- lynd kona, og naut þess að gleðjast með glöðum. Hún var vönd að vinavali, og tryggðin sjálf, við alla þá sem henni bund ust vináttuböndum. í eðli sínu yar hún félagslynd, þó hún tæki ekki mikinn þátt í félagsstörf- um, en hug hennar áttu alltaf Slysavarnafélag íslands og Ald- an. Það vom félög að hennar skapL Undirritaður sem skrifar þessi fátæklegu ort5, átti marga ánægjulega stund á heimili Guð rúnar, og náut hins yndislega heimilislífs, sem þar ríkti í léttri glaðværð, þó undir hatfi slegið trúarleg atvara þegar til þess kom. Að leiðarlokum eru henni þakkaðar þessar stundir og minningamar geymdar. Þungur harmur er nú kveð- inn að Vilborgu dóttur hennar, og hjá henni er skammt stórra högga á milli, og sárt mun ömm- unnar saknað, sem svo oft gat huggað og þrýst hendurnar með áinni miklu hlýju. En þótt söknuðurinn sé sár, er það huggun að geyma minn- ingar um góða möður og ömmu, og hamingja að geta sótt styrk í þær þegar á móti blæs. Um leið og ég kveð þessa ágætu konu, bið ég góðan guð að gefa dóttur hennar styrk og kraft til að standa stöðug I trúnni á það, að öll él birti um síðir. Frímann Helgason. GUÐRÚN Hafiiðadóttir er horf- in úr hópi þeirra, sem kunna af eigin reynslu að segja frá iffinu í Vesturbænum í Reykjavík f byrjun þessarar aldar. OkfcuT, sem heyrðum hana lýsa því hve Vesturgatan var sár undir fæti á sauðskinnsskóm og sem hún með litríkum frásögnum frá fyrri dögum kenndi að skilja hve heimurinn hlýtur að hatfa stækk- að og breytzt í hugum þeirra, sem fæddust hér um aldamótin, —| okkur fannst hún ermiþá svo ung, og nógur tími væri trl stefnu. Við höfðum efcki nærri lokið við að spyrja hana um allt Þakka ykkur ölium innilega, sem glödduð mig með gjöfum, sikeytum og annarri vinsemd á áttræðisafmælinu, Kærar kveðjur. Auðunn frá Vatnsleysu.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.