Morgunblaðið - 04.05.1969, Page 2

Morgunblaðið - 04.05.1969, Page 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MAÍ 196® Afli Sandgerðisbáta nær 20 þúsund tonn SANDGERÐI 3. mai. — Alls ihafa borizt hér á land 19.090, 8 tonn í 2025 sjóferðuan. Heild- anafli í fyrra á sama tima var 14.649, 3 tonn í 1775 róðrum, stvo aflinn er orðinn góður hér. AJ þorski .hafa borizt á land '14.850 tonn í 1777 róðrum, af loðnu 6793,9 tonin í 45 sjóferðum og af síld 111,8 tonn í 3 sjóferð- um. Aflahæstu blátarnir hér nú eru Náttfari með 785 tonn og 245 kg. og Anidri með 784 tonn oig 30 kg. í gæir var sæmilegur afli. Bát- amir komu mieð uipip í 20 tann, lÁsgedr Maignús&on II hafði 19,8 tonn. Trollbátarnir höfðu 13'—14 tonn. — P.P. Rússneskt olíuskip bíður í Reykjavík — Fœr ekki að landa olíunni RÚSSNESKT olíuskip liggur nú á ytri höfninni í Reykjavík og getur ekki losað vegna verkfalls ins. Er skipið með 11 þús. tonn af gasolíu. Það kom til Reykja- víkur 1. maí og hefur beðið síð- an. En verkfallið á losun olíu er ótímabundið. ísjoki reif togaiunn ÍSAFIRÐI 3. maí. — Brezki tog- arinn Primella kom inn til ísa- fjiarðlar til að fá viðgerð á rifu, sem komið hafði á togarann rétt aftan við formiastrið stjórnborðs- megin, er skiipið rakst utan í ís- Ijaka út af Dýrafixði, þar sem skipið var að toga. Va<r um mietralöng rifa á fcogaranum, sem soðið var í og er hann að fara aftur út á veiðar. Þetta gerðist snemima í gaer- mor.gun og fylgdi annar brezk- ur togairi, Chrisella, togaranum inn til öryggis. — J.P. 46 biantskióðii fió Iðnskólannm I Keflavík Keflavík, 2. maí: — SKÓLASLIT Iðnskólans í Kefla VÍk fóru fram 30. apríl í Ung- mennafélagshúsinu. Þetta var 28. starfsár skólams, og voru nem endur alls 104. Skólastjóri, Her- mann Eiríksson, rakti sögu skól- ans og lýsti starfi síðasta árs. Að þessu sinni voru brauitskráð ir 46 nemendur úx 6 námsgrein- um iðnaðarmana. Flestir voru úr byggingaiðnaði-num, smiðir, múrarar og rafvirkjar. Skólastjóri rakti nokkuð fram tíðarhorfur skólans og áframhald andi nám í tæknifræði og þær kröfur, sem til þess eru gerðar. 11 kennarar störfuðu við skól ann, sem var síðdegis- og kvöld- skóli. Hæstu einkunni við burt- fararpróf hlutu Eiður Vilhelms- son, 9,29 og Anton Jónason, 9,27. Sigurður Erlendsson fiulltrúi Iðnaðarmannafélag3 Suðurnesja var mættur við skólaslit, flutti þar ræðu og afhenti verðlaun, m.a. fyrir bezita tímasókn á skóla árinu, og hlutu þau Guðmundur AðaLsteinsson og Þórður Hall- dórsson. Á liðnum árum hafa 309 nem- endur verið brautskráðir frá skól anum. Áhugi er nú mikill á að bæta aðstöðu skólans með bættu húsnæði og breyttu skipulagi. Hermann skólastjóri sagði að ekki mætti dragast lengiur að gera nokkrar úrbætur. Að lok- um vax nemendum afhent próf- akírteini sín og var athöfnin öll hin virðulegasta. — h-sj. Mbl. hafði oamiband við Vil- hjálm Jónsson, framkvæmdastj. Olíufélagsins og spuxðist fyrir um hve mikið væri til af gas- olíu og hvort um skort á henni yrði að ræða ef skipið ekki los- aði og héldi á brott. Villhjálmur kvaðst búa®t við að til væru viku til 10 daga birgðir í landinu, svo að fljótlega yrði skortur á gas- olíu. Ekki mætti koma fyrir að skipið sneri við, því svo lang- an tima tekur að fá gasolíu alla leið frá Svarta/hafi. En hann hafði ekkert heyrt frá skipinu um að skipverjar væru orðnir ó rólegir. Von er á tveimur olíuskipum. Þann 6. maí kemur skip með fueLohu og 10. maí annað með benzín og ga'soMu. Auk þess sem löndun úr skip um hefur verið stöðvuð, er fluitn ingur á oMu út á land með smá skipum líka stöðvaður. Hafa ekki orðið vandræði af því enn, því yfirleitt voru góðar birgðir úti á landi, að því er Vilhjálmur sagði. UngviSið leikur sér á vorin (Ljósim. Sv. Þonm.) Nýtt svæði undir kartöf lugarða fyr- ir Reykvíkinga á Korpúlfsstöðum NÝTT SVÆÐI verður tekið und- ir kartöflugarða fyrir þá Reyk- víkinga, sem vilja fá garðholu og rækta sjálfir kartöflur. Þetta svæði, sem á að undirbúa í vor, er i landi Korpúlfsstaða við bakka Úlfarsár. Mikil eftirspurn er nú eftir garðiöndum, fleiri á biðlista en nokkru sinni fyrr. Þó þetta land verði tekið á Korpúlfstöðum gerir það ekki meira en að fullnægja eftirspurn inni, því 150 voru á biðlista nú Þær eru sýnilega góðar vinkonur hún Valgerður lita í Grinda- vík og Píla hennar. Ljósmyndari blaðsins hitti þær er hann átti lelð um Grindavík fyrir skömmu og festi þær á mynd. um helgina, sagði Hafliði Jóns- ion garðyrkjustjóri. En nú er út runninn fresturinn til að greiða aif garðlöndum, sem fólk hefur haft á leigu, og því má búast við að eldri garðlönd Losni. — Leigan, sem er 350 kr. af landinu átti að greiðast fyrir 1. maí Á sl. ári voru öll garðlönd í leigu, en þau eru í Borgarmýrið ofan við Jörfa, og svo í Skammadal og í Reykj aihUðarlandi. ÆtLunin er að taka nýju garð- löndin á Korpúlfsstöðum í notk un í sumar. Klaki er að visu enn í jörðu, aðeins skóflustunga nið ur á klakann enn; sagði Hafliði, en strax og hægt er verðuT farið í að vinna landið undir garða. Ef næsta vika verður góð, ætti það að breyta miklu. Fegrunarvika í Reykjavík FEGRUNARNEFND ákvað ný- lega að efna til fegrunarviku í sumar, og yrði þá sérstaklega rek inn áróður til fegrunar í borg- inni, þó allar vikur ársins eigi auðvitað að vera fegrunarvikur, eins og Hafliði Jónsson, fram- kvæmdastjóri Fegrunarnefndar orðaði það, er Mbi. spurðist fyrir um störf nefndarinnar. Þá hefur verið gent sérstakt rrterki Fegrunarnefndar, sem Gísli Björns.on hefur teiknað, en það er táknrænt fyrir verkefni nefndarinnar og er á því mynd af þremur laufblöðum innan í húsmynd. f fyrra skrifaði Fegrunarnefnd fjölda fyrirtækja og benti á á- galla í umgengni og snyrti- m-ennsku við hús fyirirtækjanna og á lóðum. Víða hefur verið bætt úr, en sumir hafa látið til- mæli um betri umgengni sem vind um eyruin þjóta Veiður haldið áfram að reyna að hvetja þá til úrbóta. Veturinn hefur ekki verið erf- iður trjágróðri og runnium, en slæmur fyrir fjölærar jurtir vegna frostanna. Hefur mikið af þeim farið forgörðum, sagði Haf liði. Gravfletir koma víða slæmir undan vetri vegna þess að hol- klaki hefur verið í jörðu. Og ekki síður vegna allrar umgengni ibúa bæjarinS. Er það eitt af verkefn um Fegrunarnefndar að reka á- róður fyrir betri umgengni í skrúðgörðum og á grasiflötum borgarinnar. Eldur í skógræktar- giröingu á Selfossi Selfossi, 3. míd: — SÍÐASTIAÐINN miðvikudag kviknaði eldur í skógræktargirð ingru á Selfossi. Barst lögreglunni tilkynning um eldinn lau:st fyrir ki. 14.00, en þá var kominn mik- ill eldur í sinu og mosa. Slökkvilið Selfoss fór á stað- inn auk lögreglu og fjölda sjálf- boðaliða, og tókist að hefta út- breiðslu eldsins á rúmri klukku stund. Þá hafði brunnið á að gizka einn hektari af skóglendi. Að vísu brunnu ekki trén sjálf, en talið er vafalaust að þau munu ekki hafa þolað eldinn. — Eldur hefur fyrr, eða nær því árlega kviknað í þessa'i skógræktargirðingu, og hefur sú orðið raunin, að trén hafa ekki þolað eldinn, þótt ekki sæi á þeim í fyrstu. Grunur leikur á að óvitabörn hafi tendrað eldinn í íánunni við skógræktargirðingu-na, en allmik ið hefur verið um það að börn hafi kveikt í sinu á Selfossi, og hefur þá stundum orðið að kalla til slökkvilið, til að ráða niður- Lögum eldisins. — Tómas.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.