Morgunblaðið - 18.05.1969, Síða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. MAÍ 1909
19
- LOKAÞÁTTUR
Framhald af bls. 14
við síkvíðna ráðherra og aðra
samstarfsmenn var hann hlutlaus
og fjarræn/n: hann virtist standa
utan við valdakerfið og sá allt-
af broslegu hliðarnar. En að
sjálfsögðu stóð þetta ekki lengi:
að tveim árum liðnum tóku sam-
starfsmenn hans eftir því, að
hann var kominn á kaf í valda-
stritið og líktist sífeilt meir öll-
um öðrum áhyggjufullum stjórn
má'lamönnum.
Um leið þroskaði hann aftur
með sér hæfileika til að
mæta nýjum raunum. —
Hann lærði öruigga fram-
komu í sjónvarpi, og áður en
langt um leið stóðu fáir honum
á sporði í kappræðum í þing-
inu. Hann tók að sér umsjón
með þeim málum stjórnarinnar,
sem de Gaulle hafði engan sér-
stakan áhuga á. A skömmum
tíma náði hann öruggri fótfestu
á stjórnmálasviðiniu.
Þessi nýi Pompidou steig fyrst
fram á sjónarsviðið í desember
1965, þegar hann tók við stjórn
kosningabaráttunnar eftir að de
Gaulle hafði beðið ósigur í fyrri
umferð forsetakosninganna. Þótt
þessi sigur væn ekki yfirgr.æf-
andi gerði hann de Gaulle skuld
bundinn Pompidou. í umrótinu
í maí og júni 1968 varð hers.
höfðinginn ennþá skuldbundnari
honum. Þá nafði Pompidou
tryggt sér öruggan sess sem næst
ráðandi de Gaulles og var oft-
ast nefndur þegar rætt var um
h ver taka ætti við af de Gaul’le.
Smám saman hafið myndazt
milli de Gaulles og Pompidous
svipað samband og er með feðg-
um, það er að segja í þeim gam-
aldags skilningi er auðkennist af
djúpri virðinigu sonar í garð föð
urs. Pompidou er eir.n þeirra fáu
manna, sem de Gaulle ávarpar
með fornafni. Pompidou hefur
aldrei orðið á sú skyssa að kalla
de Gaulle „Charles”. En í júní
í fyrra náði Pompidou fullum
pólitískum þroska. Samkvæmt
skoðanakönnunum höfðu vinsæld
ir hans aukizt, en vinsældir de
Gaull'les minnkað. Ef hann hefði
haldið áfram í embætti, hefði de
Gaulle átt það stöðugt meira á
hættu að á hann yrði litið sem
aflvana forseta. Það sem meira
var: þegar gauragangurinn var
hvað mestur í maí voru á kreiki
sögusagnir um, að Pompidou
hefði vakið máls á þeirri hug-
mynd, að de Gaulle ætti að segja
af sér. Fyrir þessu eru engar
áreiðanlegar heimildir, og það
hefði ekki verið líkí Pompidou,
sem sjálfur neitaði þessu harð-
lega fyrir örfáum mánuðum.
ÚT ÚR SVIÐSLJÓSINU
Eftir brottviknirnguna starfaði
Pompidou um tíma í tómlegum
skrifstofum við Boulevard de
Latour Maubourg (sem nú eru
aðalstö'ðvar gaullista í baráttunni
fyrir forsetakosningarnar) og
hélt sig utan sviðsljósanna. Þótt
hann væri í raun réttri leið-
togi gaullista, hafði hann lítið
samband við hershöfðingjann
sem háði erfiða baráttu við þá
fjárhagserfiðleika, sem stöfuðu
af hinum gífurlegu kauphækik-
unum sem Pompidou hafði veitt
verkamönnum til þess að binda
enda á verkföllin í júní.
í nóvember brá aftur fyrir
gömlum gaullistaglæsibrag, þeg-
ar hershöfðinginn neitaði öllum
ti'l mikillar furðu að fella gengi
frankans, og um tíma virtist al-
þjóðagjaldeyriskerfiö riða til
falls. En allan þennan tíma sótti
sífellt á hann sú hugsun, að
hann yrði að komast aftur í sam
band við Frakkland drauma
sinna. Hann taldi sig verða að
til þess að afmá öll merki veik-
leika er hann hefði sýnt í maí
og hleypa af stokkunum stór-
kostlegri nýskipan ti‘1 þess að
bjarga áliti stjórnar, sem á sá-
ust greinileg hnignunarmerki.
Hann spurði Pompidou ekki ráða
en vísaði kaldranalega á bug öll
um mótbárum þeirra ráðherra,
sem höfðu nógu mikið hugreikki
til þess að draga opinskátt í efa,
hvort ráðlegt væri að þvinga
þjóðina að kjörborðinu enn þá
einu sinni.
Pompidou skrifaði hershöfðingj
anum langt bréf í lok desem-
ber og fór þess á leit að hann
rétti hjálparhönd til þess að
kveða niður sögusagnir um, að
bæði hann og frú Pompidou
væru viðriðin óþverralegt morð
mál, sem kennt var við Marko-
vio (júgóslavneskan lífvörð leik
arans Alain Delon). Orðrómur-
inn var svo þrálátur, að ýmis-
legt benti til þess að hann mætti
rekja til stjórnarinnar eða und-
irdeilda hannar. De Gaiulle brást
við þessu þannig að hann kvaddi
Pompidou opinberlega á sinn
fund í Elyséehöll 9. janúar. Ekki
er vitað hvað þeim fór á milli,
en nokkrum dögum síðar sagði
Pampidou við franska blaða-
menn, þegar hann var í svokal'l-
aðri einkaheimsókn í Rómaborg,
að hann mundi gefa kost á sér
til forsetakjörs, þegar de Gaulle
drægi sig í hlé.
Þeirri tilgátu, að de Gaulle
hefði hvatt Pompidou til að taka
af skarið, var fljótlega vísað á
bug, þegar forsetinn gaf út stutt
Foreldrar athugið
Þeir sem ætla að hafa börn í leikskólum Sumargjafar næstu
haust- og vetrarmánuði sækji um þá til forstöðukonu viðkom-
andi barnaheimilis (viðtalstími kl 9—10 daglega) fyrir 15.
júni næstkomandi.
Stjórn Sumargjafar.
Sumarrýmingarsalan
byrjar á mánudaginn 79 maí í
Vinnufatakjallaranum
Gallabuxur (margar gerðir) 150,—
Köflóttar drengjaskyrtur 150,—
Drengjaúlpur 350,—
Terylenebuxur drengja frá 250,—
Stuttbuxur frá 65,—
Sokkar frá 25,—
Vinnubuxur karlmanna frá 200,—
Vinnuskyrtur herra frá 195,—
Vinnupeysur frá 275,—
Vinnusloppar 495,—
Terylenebuxur herra frá 600,—
Vinnubuxur kvenna 250,—
Kvenregnjakkar 350,—
Notið þetta einstæða tækifæri. þegar þið útbúið
börnin í sveitina.
Vinnufatakjallarinn
BARÓNSSTÍG 12
orða yfirlýsingu, þar sem hann
kvaðst alls ekki hafa í hyggju
að segja af sér fyrir árið 1972.
En Markovic-málið varð afbur
til þess að gera hið raunveru-
lega samband de Gaulles og
■Pompidous tvírætt. 12. marz
snæddu Georges Pompidou og
kona hans kvö'ldverð með de
Gaulle-hjónunum. Biöðunum var
greinilega frá því skýrt, að boð-
ið hefði verið sent 4. marz, sama
dag og Pompidou hjónin voru í
fyrsta skipti nefnd opinberlega
í sambandi við Markovic-málið.
Að því er sagt var,
þá var andrúmsloftið ó-
þægilegt og kuldalegt í
kvöldverðarveizlunni. Hér var
vissulega um táknrænt boð að
ræða í þeim tilgangi að kveða
niður hneyksli. Vafasamt er
hvort með þessu hafi de Gaulle
viljað gefa í skyn, að hann hefði
þégar valið eftirmann sinn. Hann
vi’ldi aldrei viðurkenma, að hann
ætti sér fyrirrenr.ara. Hann hef-
ur varla átt auðvelt með að trúa
þeim möguleika, að hann gæti
átt sér sannan eftirmann.
Hann mun fylgjast með Pompi
dou úr kyrrðinni og þögninni í
Colombers, en ekki er búizt við
því að hann lýsi yfir stuðningi
við hann í forsetakosningunum.
Samband hershöfðingjans við
Frakkland er á enda. Hann hef-
ur valið einveru, sem hann hef-
ur lýst sem „freistingu sinni. Nú
er hún vinur minn. Hvað annað
getur veitt manni ánægju, þcg-
ar hann heifur átt stefnumót við
söguna?“
Styrktarfélag lamaðra og fatlaka,
kvennadeild
Aðalfundur fimmtudaginn 22. mal kl. 8.30 að Háaleitisbraut 13.
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Lagabreytingar.
STJÓRNIN.
Raftækjaverzlunin Lampinn
LAUGAVEGI 87 — SÍMI 18066.
Vanti yður heimilislampa hvort
heldur til vinagjafa eða eigin
nota er vandinn leystur með því
að koma í Lampann, þar er
úrvalið mest og verðið hag-
stæðast
Innlend framleiðsla sem stenzt
allan samanburð.
Eiginn innflutningur á alls konar
lömpum og Ijósakrónum í ný-
tízku og hefðbiindnum stíl.
Mikið af raftækjum hentugum
til tækifærisgjafa.
UTIÐ inim í lampann.
CANADA DRY
’JA, AUÐVITAÐ
SKALLAGRIMSSON