Morgunblaðið - 04.06.1969, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 04.06.1969, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1969 7 LATIÐ BLOMIN TALA! Rabbað við for>- mann og rif- stjóra Carð- yrkjuféfagsins Nú standa yfir vor- og snmar annir í görðum hér í Reykja- vik og víðsvegar út um allt land Okkur þótti því hlýða að spjalla við forsvarsmenn Garð- yrkjufélags íslands og spyrjast fyrir um fyrirætlanir félagsins og um það, sem þeir hefðu til ræktunarmála að leggja. Það hefur löngum verið sagt, að öll ræktun, hæði skógrækt, blómaræktun og túnræktun, væri mannbætandi, og ekki veitir nú af á hinum síðustu og verstu tímum „Er Garðyrkjufélag íslands ekki eitt af elztu félögum lands ins?“ spyrjum við þá Kristinn Helgason, formann félðgsins, og Ólaf B. Guðmundsson ritstjóra Garðyrkjuritsins og Garðsins núna fyrir fáum dögum Kristinn: „Jú, það er komið allnokkuð til ára sinna, var stofnað 26. maí 1885 Helztu hvatamenn að félagsstofnur.inni voru þeir G Schierbeck land- læknir og Ámi Thorsteinsson landfógeti, en I hópi stofnenda voru t.d skáldin Grimur Thoan- sen og Steingrímur Thorsteins- son, svo að einhverjir séu nefndir Markmið félaigsins hefur alit af verið að efla og styhkja garð yrkju hér á landi.“ Ólafur: „Félagið hefur gefið út mörg rit, fyrst og fremst Garðyrkjuritið, sem lengst af hefur komið út reglulega, og óslitið síðan 1938. Þá má nefna Matjurtabókina, Gróðurhúsa bókina og Skrúðgarðabókina. Einnig sendir félagið út Garð- inn, sem er frétta- og fræðslu- bréf til félagstmanna. Ekki má heldur gleyma fræðslufundum félagsins sem hafa verið vel sóttir og einnig hafa verið farnar fræðsluferð- ir.“ „Og hver er svo félagstalan nú?“ Kristinn: „Láta mun nærri, að félagr séu nú um 600 talsins og eykst félagatalan með mán- uði hverjum Hægt er að ger- aist félagi með því að tala við einhvem i stjóminni, og fyrir árgjaldið, sem er lágt, fá menn Garðyrkjuritið og Garðinn ó- keypis. Ég vil taka undir þetta með Ólafi um fræðsiufundina. Þeir hafa ekki verið einskorðaðir við Reykjavik, því að mikill áhugi virðist vema að vakna víða um land fyrir félaginu, og hafa sums staðar verið stofnaðar félagsdeildir. Slíkar félagsdeild ir yrðu lyftistöng fyrir alla, bæði einstaklinga og bæjarfélög in Auk þesis sem hér er um að ræða bráðskemmtilega tóm- stundaiðju (og bráðsmitandi) er þetta framlag einstaklingsins til að fegra sína heimabyggð og sína eigin landspildu.“ „Þurfa menn að uppfylla ein- hver skilyrði til að gerast fé- lagar, kunna td. eitthvað fyrir sér í garðyrkju?" Báði: „Alls ekki Félagið er almenningsfélag fyrst og fremst en félagarair eiga sér auðvitað þetta sameiginlega áhugamál að rækta vel sinn garð Til þess að auðvelda fólki þetta höfum við haldið uppi þessari fræðslu, einn ig höfum við annast um sameig inleg frækaup og ýmislagt ann- að, sem til heilla horfir fyrir félagsmenn." „Eitthvað höfum við heyrt minnzt á Daliuklúbbinn?" Kristinn: ,,Já, Daliuklúbbur- inn var fyrsta sérdeildin okkar og klúbburinn var stofnaður 1967. Ekkert væri á móti því, að fleiri sérdeildir fylgdu í kjölfarið, eins og td, deildir unnenda steinhæðajurta, rósa, ís lenzkra jurta eða trjáræktar- deild. Við höfum nýlega hlýtt á fróðlegt erindi Hákonar Bjarna sonar skógræktarstjóra á fræðslufundi hjá okkur einmitt um skógrækt í görðum- En svo ég haldi áfram að tala um Daliuklúbbinn, þá er meiningin að koma á sýningu með haustinu á dalium deild- arfélaga, sem nú munu vera um 30 talsins Við höldum sameig- inlega fundi til þess að kynnast plöntum og ræktunaraðferðum, og einnig höfum við keypt sam eiginlega lauka til landsins. Við berum saman bækurnar um það, hvaða afbrigði hafa reynst bezt til ræktunar fallin hérlendis Á- stæða er til að benda fólki á að geyma hnýðin, og að, hægt er að skipta laukunum. Það er svo ótalmargt sem kemur til greina" Ólafur: „Ég vil leggja á- herzlu á, að skemmtilegt er að rækta íslenzkar plöntur. Þær eru fjölmargar vel falinar til rækt- unair í görðum. Ég gæti minnzt nokkura tegunda, eins og td. apablómsins, sem vex í sikurði á Kirkjubæjarklaustri, mjög skemmtileg planta, og þá ekki síður Jöklasóley, bióðberg, vetrarblóm, hófsóley, hellu- hnoðri og margar fleiri Lambagrasið smáa er lika ágæt steinhæðajurt." Kristinn: „Ekki má heldur gleyma að minnast á Heiðmerk urreitinn okkar Margar stund- ir hafa farið í hann, en það hafa verið ánægjustundir. Og nú stendur okkur til boða land- svæði hér inni í Laugardal í þeim grasgarði er hugsað að sýna hverjar plöntur er hægt að rækta í görðum hér og bindum við miklar vonix við þetta mál.“ „Hvað er svo helzta efni ný- útkomins Garðyrkjurits, Ólaf- ur ritstj óri?“ Ólafnr: „Þetta er 49. árg, rits ins og er 144 bls að stærð í réttri röð er efni þess þetta: Skrautgrös eftir ritstjórann, ís- lenzkir matsveppir eftir Helga Hallgrímsson, Nokkrar stein- brjótstegundir fyrir steinhæðir, eftir Óla Val Hansson. Tvær ilm jurtir eftir Valdimar Elísson, Daliuþáttuir eftir Kristinn Helga son, Skýringar á plöntunöfnum eftir Ólaf B. Guðmimdsson, Jóla greinar og jólatré eftir Ingólf Davíðsson, Þankar um moldar- blöndur fyrir uppeldi eftir Óla Val, Aldraðar þokkadísir eftir Ó,B,G, Indíánafjaðrir eftir I.D, Rabbað við garðeigendur 11 Sjómerm og garðyrkja (Kr H.) Garðyrkja og Landbúnaðar- sýningin 1968 (Ó,V,H,). Og ýmislegt annað efni og myndir prýða ritið En mér, ritstjóran- um, fenst sjálfsagt ekki að halda þvi mjög á lofti, en þó er ég viss um, að margan fróðleik er þar að finna fyrir garðeig- endur." Kristinn: „Mætti ég svo að lokum segja það, að ég hekl, að margan garðeigandann muni fýsa að gerast félagi hjá okkur Það er þeirra hagur, um leið og það gerir félagið öflugra og betur fært um að inna af hendi þjónustu við félagsmeran." Við kvöddum að sinni þessa blómaáhugamenn, fullvissir um það, að garðrækt er einhver holl usta tómstundaiðja, sem fólk getur fundið sér, og eins og áð ur segir, þarf ekki annað ti'l að kornast I félagið en hringja I einhvern af stjórnarmeðlimum þess, sem sjást á meðfylgjandi mynd, og þeir eru allir I síma- skránni, en auk þess hefur Dal- iudeildin pósthólf 209. Að sið- ustu: Látið blómin og trén sjá um ánægjuraa. — Fr S OKKAR A MILLI SAGT Stjóm Garðyrkjufélags fslands, stödd á stjórnarfundi nú fyrir skömmu. Fremri röð talið frá vinstri: Ólafur B. Guðmundsson, ritari og ritstjóri Garðyrkjuritsins, Kristinn Helgason, formaður, Gunnlaug- ' ur Ólafsson, gjaldkeri. Aftari röð tv, Kristinn Guðsteinsson, varameðstjórnandi, Einar Siggeirsson, með { stjórnandi og birgðavörður. Ragnhildi Björnsson, varaformann vantar á myndina. Minningarspjöld Minningarspjöld Dómkirkjunnar etru afgreidd hjá bókabúð Æskunm- ar Kirkjuhvoli, verzluninni Bmmu, Skólavörðustíg 3, verzlun- irani Reynimelur, Bræðnaborgarstíg 22, Þóru Magnúsdóttu-r, Sólvalla- götu 36, Dagnýju Auðuras, Garða- stræti 42 og Elísabetu Árraadóttur, Aragötu 15 M ■ nningarkort Krabbameinsfé- lags fslands fást á eftirtöldum stöð um: Út um land á pósithúsum, auk þess í Skagafirði hjá Valgarði Bjömssyni héraðslækni, Hofsósi, Þóru Þorkelsdóttur, Fjalli Seylu- hr, og Verzl Þóru Jóhannsdóttur, Sauðárkróki í Raragárvaliasýslu hjá Kristínu Filippusdóttur, Ægis- síðu og Jóni Hjörleifssyni, Skairðs- hlið, A-Eyjafjöllum f Reykjavík: Reykjavíkur-Apó- teki, Ingólfs-, Laugarnes-, Garðs-, Vesturbæjar-, Austurbæjar-Apóteki, Afgreiðslu Tímans, Bankastræti, Verzl Gjafir og Ritföng, Starmýri 2, Pósthúsinu — ábyrgðarbréf, Skrifstofu DAS, Hrafnistu og hjá skrifst krabbameinsfélaganna Suð urgötu 22 — sími 16947 f Hafnarfirði: Hafraarfjairðar-Apó teki og Pósthúsinu f Kópavogi: Kópavogs-Apóteki og Blómaskálamum HUMARTROLL BROTAMÁLMUR sem nýtt til sölu. Annað eídra fylgir með. Uppl. í síma 12778 eftir kl. 5. Kaupi allan brotmákn lerag hæsta verði, staðgreiðsla. — Nóatún 27, sími 3-58-91. VANTAR 2 MENN SUMARBÚSTAÐUR til fiskvinnsKi út á land. helzt vana flökun. Uppl. 1 síma 22280, Framleiðraideild frá kl. 15—17 í dag. við þingvalfavatn er til leigu strax. Veiðiréttindi fylgja. — Tilfa. merkt: „Góð umgengrai" sendist Mbl. PÍANÓKENNSLA GARÐPLÖNTUR Get tekið nokkra nemendur í sumar. Gurtnar Sigurgeirsson, Drápuhlíð 34, sími 12626. Stórar og fallegar garðolönt- ur og kál í úrvali. Hagstætt verð. Plöntusalan, Sogavegi 146. SVEIT Get tekið nokkur börn á aldrinum 6—8 ára tM sumar- dvalar i sveit um mánaðar- tima eða eftir samkomulagi. Uppl. i sima 83796. IDNAÐARHÚSNÆÐI Viljum taka á leigu húsraæði undir húsgagnavinnustofu, 150—200 ferm. Tilb. sendist Mbl. merkt: „Iðnaðarhúsnæði 777". TÆKNIBÓKASAFN IMSI JEPPI ÓSKAST TIL KAUPS Opið alla virka daga frá kl. 13—19. nema laugardaga. Skipholt 37. árg. ‘63—64. UppL { síma 40272 eftir W. 8. BEZT að auglýsa í Morgunblaðinu ÞRÍR JAPANSKIR STÚDENTAR óska eftir einhvers konar vinnu. Allt kemur ttl greina. Tale ensku dáKtið. Hafa bU- próf. Vms.l. skrifið trl Gesta- heimilis ísafj. m.: „Þrír japan- ir". BEZT AÐ AUCLÝSA í MORGUNBLAÐINU Nýtt timbur tilvalið í sumarbústaði og lóðagirðingarefni. selst ódýrt. Upplýsingar í síma 12028 eftir kl. 7. Flugfreyjur Aríðandi fundur verður haldinn 5 Tjamarbúð miðvikudag’mn 4. júní kl. 3 30. Fundarefni: Samningamir. Stjómin. Húsbyggjendur FYRIRLIGGJANDI: — • Undirpappi, breidd 50 og 100 cm. • Yfirpappi breidd 100 cm. • Asfaltgrunnur (Primer) 0 Oxiderað asfalt grade 95/20 • Frauðgler einangrunarplötur • Niðurföll 2}" — 3” og 4" • Loftventlar 0 Kantprófílar. VIÐ HÖFUM SÉRHÆFT OKKUR í FRÁ- GANGI ÞAKA OG HÖFUM í OKKAR ÞJÓNUSTU SÉRHÆFÐA STARFSKRAFTA Á ÞESSU SVIÐI. = Gerum tillögur um fyrirkomulag og endanleg tilboð í framkvæmd verksins. = Leggjum til allt efní tii framkvæmdanna. = Veitum ábyrgð á efni og vinnu. KYNNIÐ YÐUR OKKAR HAGSTÆÐU VERÐ OG GERIÐ RÁÐSTAFANIR UM FRAMKVÆMDIR TÍMANLEGA. T. Hannesson & Co. Brautarholti 20 - Sími 15935

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.