Morgunblaðið - 04.06.1969, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 04.06.1969, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIB, MIÐVIKUDAGUR 4. JÚNÍ 1&69 19 - SJONARMIÐ Framhald af bls. 17 málanefndim'ar sjálfar að veru- legu leyti kippt fótunjum undan því starfi sem þeim var ætlað þ.e. að spoma við atvinnuleysi í landinu. Það er vissulega mannlegt að reyna þannig að losna frá mestu erfiðleikunum, en stórmannlegt er það ekki og vandséð hvort þessar nefndir eiga tilverurétt eftir slíka ákvörðun a.m.k. bera þær ekki nafn sitt með rentu. Nú er það svo, að með þeim miklu byggingaframkvæmdum sem unnið hefur verið að und- anfarin ár hefur húsnæðisskort- ur vemlega minnkað í bili og réttlætir það því nokkurn sam drátt á þessu sviði. Hins ber líka að gæta að svona mikill samdráttur hlýtur að hafa í för með sér geysilega spennu í húsnæðismálum áður en mjög langt um líður og skapa þá aftur ástand sem vissulega er ekki til bóta. Á ég þar við margskonar óheillaþróun sem of mikil spenna á vinnumarkaðn- um skapaði. Það er alkunna að meðan mest var hér byggt komu upp margskonar vandamál og ó- þægindi sem vel er hægt að kom ast hjá, ef um skipulag væri að ræða á þessum sviðum. Gildir það bæði um óeðlilegan byggingakostnað vegna yfirborg ana sem vöntun á vinnuafli Skapaðí og miklar tafir fram- kvæmda af sömu ástæðu að ekki sé minnst á lóðabrask og leigu- okur sem húsnæðisvandræðin sköpuðu jafnframt. Þá erum við komin að spurn- ingunmi um það hvort bygging- ariðnaðurimn hafi getað annað þörfinni á mestu veltiárunum. Að mínum dómi er svarið neit- andi, en þess ber þó að gæta að með hverju ári hefur bygging- ariðnaðurinn í heild getað auk- ið afköst bæði vegna aukins mannafla og tækja. Stefnt hefur verið að því að geta afkastað þeirri þörf sem reiknað hefur verið með að væri eðlilegt á- stand, þessvegna hafa æ fleiri hafið nám og störf við þennam iðnað. Hvað eiga þeir menn að gera sem gert hafa þessi störf að lífs- starfi sínru, þegar slíkt hrun á sér stað sem nú? Það er auðvit- að ódýr lausn að segja þeim að fara í aðra vinmu. Eru það eðli- leg viðbrögð manna sem reynt hafa að sérhæfa sig til ákveð- inna starfa. Nei svarið hefur reyndar þegar orðið alþjóð ljóst. Nú nýlega héldu yfir sjötíu húsasmiðir til starfa í Svíþjóð. Þau störf musnu þó ekki taka nema sex til átta vikur að því er sagt er en hvað tekur þá við. Staðreyndin er að þetta er að- eins byrjunin. Nú þegar eru um- ræður hafnar ufh að fleiri iðn- aðarmenn fari til starfa erlend- is og sá straumur mun ekki minnka ef ástandið í þessum efn um batnar ekki hér heima. Og hverjar eru líkurnar á að það batni? Gengisfellingar sem stórhækka verð byggingarefnis og minnk- andi fjármagn húsnæðismála- stjómar vegna minnkandi vininu í landinu, en meðal tekjuliða hennar er launaskattur og sala sparimerkja sem hefur stór- minnkað vegna vinn-uskorts unglinga. Það er talað um að auka greiðslur atvinnuleysistrygginga sjóðs m.a. til skólafólks sem ekiki fær vinnu í suimar. Það virð ist jafnvel stundum að vandræðd þess séu alvarlegri en þeirra heimilisfeðra sem enga vinnu hafa a.m.k. er meira um það tal- að um þessar mundir. Eru þetta eðlileg viðbrögð? Var ekki talað um við stofnun atvinnuleysistryggingasjóðs að hann skyldi ekki síður notaður til atvinnuau'kmingar, en greiðslubóta? Væri ekki vert að athuga vel hvort ekki mætti nota þetta fé sem nú er ætlað skólafólki í atvinnuleysisbætur til aukningar lána og þar með atvinmu til byggimga sem svo aft ur gæti þýtt vinnu fyrir uirmrætt Skólafólk ásamt öðrum þeim sem nú að undanförnu hafa orðið að lifa af slíkum bónbjörgum vegna úrræðaleysis valdhafa? Það kæmd kannski sjóðnum líka að haldi með því að fækka þeirn sem samkvæmt núverandi skipulagi munu þurfa að lifa á slíku næsta vetur, en þá mun ástandið stórversna frá því sem var s.l. vetur, nema sérstakar ráðstafanir, eða stórfelldur út- flutningur iðnaðarmanna, komi til. Það hrun sem nú hefur átt sér stað í þessum greinum er ekki aðeins vandamál þeirra manna sem þessi störf vinna heldur allrar þjóðarininar. Lítil þjóð hefur ekki efni á að missa neitt af sínu fólki til ann- ara landa heldur er henni lífs- nauðsyn að nota hverja vimnu- fúsa hönd til hins ýtrasta. Þetta virðist þjóðin hafa skilið á und anfömum árum, en nú er engu líkara en sá skilningur fari þverrandi. Það hefur stundium heyrzt að þegar þjóðarbúskapurinn eigi I erfiðleikum, eins og nú er, þá sé nauðsynlegt að minnka fjár- festingu sem allra mest, og er þá gjaman átt við húsbygging- ar. Það er vissulega vert að hug- leiða hversu mikill hluti bygg- ingakostnaðar er raunveru- leg fjárfesting frá sjónarmiði þjóðfélagsins. Því er gjaman slegið fram að allur sá kostn- aður sé fjárfesting. Það er rétt frá sjónarmiði byggjandans. En kemur það sama út ef það er at- hugað frá sjónarmiði þjóðfélags ins í heild. Auðvitað er hluti kostnaðar- ins hrein fjárfesting t.d. öll er- lend byggingarefni þ.e. inn- kaupsverð. En er flutningskostin aðurinn fjárfesting, ef flutt er með innlendum flutningatækjum, eru innlendu efnin að öllu leyti fjárfesting, eru vinnulaunin fjár festing, eru skattar þeirra sem vinna við þennan iðnað fjárfest ing, eru tollar af byggingarefni fjárfesting, frá sjónarmiði þjóð- félagsins? Ef hugsað er út í þesisa hluti kemur í ljós að mjög stór hluti kostnaðarins er ekki fjárfesting heldur tilfærsla fjármuna sem er jú það sem allt viðskiptalíf bygg ist á. Það er nauðsynlegt að ráða- menn og þjóðfélagið í heild geri sér grein fyrir að byggingariðn- aðurinn má ekki og þarf ekki að vera homreka í íslenzku at- vinnulífi. Til að koma í veg fyr- ir það þarf að au’ka fé til bygg- ingariðnaðarins að miklum mum, það þarf að gera áætlanir um byggingaþörf á hverjum tíma með rannsóknum og ekki sízt stórauka rannsóknir til hag- kvæmni og lækkunar bygginga- kostnaðar. Þar á ég við raun- verulegar rannsóknir á vegum opinberra aðila t.d. Rannsóknar- stofnun byggingariðnaðarins eru ekki tilraunahús einstakra arki- tekta á kostnað einstaklinga sem alltof mikið hefuir verið um. Með aukinmi hagræðingu og jafnara fjármagni má stórbæta aðstöðu þessa iðnaðar og jafn- framt lækka kostnaðinn að vem- legum mun. Sérstaklega er nauðsynlegt að vinnan jafnist meira en nú er þannig að byggingaraðilar hafi möguleika á að bæta tækjakost sinn og auka skipulag fram- kvæmda. Það er eimmitt for- senda þess að einhver áran-gur náist í lækkun byggingarkostn- aðar í landimu og næst ekíki nema hægt sé að gera áætlanir mokkuð fram í tímann sem byggð ar séu á traustum grundvelli. Við höfum eignast iðnaðar- menn sem standa starfsbræðrum sínum í öðmm löndum fyllilega á sporði. Við þurfum að skapa þeim jafna og örugga atvinnu sem og öðram landsmönnium. Það er eitt af mannréttindum hvers eimstaklimgs að hafa vinnu og þau manmréttindi verð ur þjóðfélagið að skapa hverj- um vi-nimufærum manmi. Sé það ekki hægt þá mun það þjóðfé- lag sem þetta land byggir ekki kemba hærurnar sem frjálst og fullvalda ríki meðal siðmennt- aðra þjóða. Berklavörn Reykjavík heldur aðalfund sinn fimmtudaginn 5. júni kl. 20.30 að Bræðraborgarstig 9. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf. STJÓRNIN. LÖGTÖK Að kröfu gjaldheimtustiórans f.h. Gjaldheimtunnar í Reykjavík og samkvaemt fógetaúrskurði, uppkveðnum 2. þ.m. verða lög- tök látin fara fram fyrir ógoldnum fyrirframgreiðslum opin- berra gjalda, samkvæmt gjaldheimtuseðli 1968, sem féllu f gjalddaga 1. febrúar, 1. marz, 1. apríl, 1. mai og 1. júní 1969. Gjöldin eru þessi: Tekjuskattur, eignarskattur, námsbókagjald, kirkjugjald, kirkjugarðsgjald, slysatryggingagjald atvinnurekenda skv. 40. gr. alnv trygqingalaga, lífeyristryggingagjald atvinnurekenda skv. 28. gr. sömu laga, atvinnuleysistryggingagjald, alm. trygg ingasjóðsgjald, tekjuútsvar, eignarútsvar, aðstöðugjald, sjúkrasamlagsgjald, iðnlónasjóðsgjald, launaskattur og iðnaðar- giald. Lögtök til tryggingar fyrirframgreiðslum framangreindra gjalda, ásamt dráttarvöxtum og kostnaði, verða hafin að 8 dög- um liðnum frá birtingu þessarar auglýsingar, verði tilskyldar greiðslur ekki inntar af hendi innan þess tíma. Reykjavík, 2. júní 1969. Borgarfógetaembættið. ÞETTA GERDIST í FEBRÚAR 1969 ALÞINGI Alþingi kemur saman eftir jóla- leyfi þingmanna (8). Lagt fram stjórnarfrumvarp um yfirráðarétt yfir landgrunninu og auð æfum þess (11). Stjórnarfrumvarp um mikla hækk- un á bótum almannatrygginga (12). Frumvarp um að minkarækt verði leyfð í Vestmannaeyjum (12). Fjármálaráðherra upplýsir, að fram kvæmdir við Vestfjarðaáætlun muni kosta 210 milljónir kr. (14). Bætur almannatrygginga hækka um 200 millj. kr. samkv. frumvarpi rík- isstjórnarinnar (15). Ríkisstjórnin leysir deilu yfir- manna á bátaflotanum og útgerðar- manna með löggjöf (18). Iðnaðarmálaráðherra upplýsir, að rannsóknum á perlusteinsvinnslu verði haldið áfram (20). Forsætisráðherra gefur skýrslu um efhahagsmálin (22). Utanríkisráðherra flytur skýrslu um utanríkismál (25). Samgöngumálaráðherra flytur skýrslu um framkvæmd vegaáætlun- ar fyrir árið 1968 (28). VEÐUR OG FÆRÐ Hlýnandi veður og batnandi færð á vegum (9). ís á fjörum við Horn (12). Sigling erfið fyrir Hom (13). Hafís lokar siglingaleið við Geir- ólfsgnúp (14). Fært norður, en víða hláka á veg- um (19). Allmikill hafís út af Hornbjargi (21). Mikil hálka á vegum víða um land (23). Hvammsfjörður lagður þykkum fs út fyrir eyjar (26). ÚTGERÐIN Bolungarvíkurbátur fær mokafla af hörpudiski (9). Mikill afli Patreksfjarðarbáta (9). Meðalhækkun fiskverðs 8% (14). Reytingsafli um allt land hjá bát- um, sem róið hafa (15). Útflutningsverðmæti sjávarafurða SH 1300 millj. kr. árið 1968 (15). Róðrar hafnir eftir verkfall (19). Sjöstjörnunni í Keflavík veitt út- flutningsleyfi á fiskflökum og humar til USA (19). 2500 lestir af saltfiski seldar til Portúgals (20). Síldar- og loðnuverð ákveðið (22). Bátar streyma með fullfermi af loðnu til lands (22). Úthaf h.f. safnar fé til kaupa á verksmiðjutogara (25). SH segir ,að tap frystihúsanna í ár muni nema 160 millj. kr. að óbreyttu markaðsverði (26). 750 lestir af loðnu seldar til Jap- ans (26). Fiskafurðir seldar til Sovétríkjanna fyrir um 530 millj. kr. (25). Mokafli hjá Hornafjarðarbátum (28). FRAMKVÆMDH Prjónastofa stofnuð á Egilsstöðum Cl). Gleriðja, nýtt fyrirtæki 1 Sand- gerði (2). Nýr 49 lesta bétur, Hásteinn ÁR 8, kemur til Stokkseyrar (4). Eimskip vill reka tollvörugeymslur í Reykjavík og á Akureyri 6). 478 íbúðir í byggingu í Kópavogi (9). Nýtt heimavistarhús tekið í notkun að Varmá í Mosfellssveit (9). Guðuaflsstöðin í Námaskarði og di- eselstöðin á Akureyri teknar í notk- un innan skammi (11). Vinna við hitaveitu í Árbæjarhverfi að hefjast (11). Bv. Gylfi seldur bræðrum í Hafn- arfirði (14). Siglfirðingar stofna hlutafélag til kaupa á nýju skutskipi og frystihúsi (14). í ráði að verja 77 millj. kr. til nýrra hitaveituframkvæmda í Reykjavík (21). Netaverksmiðja stofnuð á Eskifirði (21, 22). 297 háspennulínustaurar reistir milli Búrfells og Straumsvíkur (26) Nýjum báti, Helgu Guðmundsdótt- ur BA, hleypt af stokkunum á Akra- nesi C28). MENN OG MÁLEFNI Launum úthlutað til 94 listamanna (1). Halldóri Laxness veitt Sonning- verðlaunin (2). Friðrik Ólafsson í 5. sæti á stór- móti í skák í Beverwijk (4). Guðmundur Óskar Ólafsson ráðinn farprestur þjóðkirkjunnar (5). Stefán Júlíusson, rithöfundur, skip- aður bókafulltrúi ríkisins (11). Bankarnir sjá ekki ástæðu til að- gerða að lokinni rannsókn á skilum sjávarafurðadeildar SÍS (12). Erling Aspelund ráðinn hótelstjóri hjá Loftleiðum (14). Svanbjöm Frímannsson settur seðlabankastjóri (15). Frú Else Aga flytur hér fyrirlestra um afbrigðileg börn (16). 15 ára drengur strýkur norður yfir Þorkafjarðaheiði (18). Vilhjálmur Þór kemur heim eftir að hafa átt sæti 1 stjórn Alþjóðabank- ans í 4 ár (18). Dómsmálaráðherra og frú fara í op- inbera heimsókn til Kanada (22). Franska sjónvarpið lætur gera kvikmynd hér (23). Ellen Mageröy ver doktorsritgerð um jurtaskreyti í íslenzkum tréskurði (23). Jón Kristinsson skákmeistari Reykja víkur 1969 (25, 28). FÉLAGSMÁL. Leikfélag Skagfirðinga stofnað. Freysteinn Þorbergsson formaður (1). Einar Sæmundsson endurkjörinn formaður KR (1). Myntsafnarafélag íslands stofnað (1). Fundur forsætisráðherra Norður- landa haldinn í Stokkhólmi (2). Ályktun atvinnumálaráðstefnu Verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins (5). Gunnar Helgason kosinn formaður V erkalýðsr áðs S j álf stæðisflokksins (5). ....BSRB hafnar boði um launahækk- un háskólamenntaðra kennara (5). Ágreiningur milli Æskulýðsráðs og og borgarráðs um nafn á nýju æsku- lýðsheimili (6, 7). Guðmundur H. Garðarsson endur- kjörinn formaður VR (7). Fiskimálaráð á fyrsta fundi sínum (7). 5368 skráðir atvinnulausir á land- inu (7). Nær 30 þátttakendur í fyrsta nám- skeiðinu í blaðamennsku (8, 11). Verkalýðsfélög efna til útifundar í Reykjavík (8). Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar af- greidd (9). Sigurður M. Þorsteinsson endur- kjörinn formaður Flugbjörgunarsveit arinnar í Reykjavík (9). Vélstjóraverkfallið í Þorlákshöfn dæmt ólögmætt (9). Hafísráðstefnunni lokið (11, 12). 4,4 millj. kr. greiddar í atvinnu- leysisbætur í Reykjavík í janúar (11). Verkfalli sjómanna, annarra en yfirmanna, lýkur (13, 14). Landsprófsnemendur efna til ráð- stefnu (13, 15, 25). Nemendur í æðri skólum efna til kröfugöngu og útifundar um fræðslu- mál (16). Menntaskólanemar halda fjölmenn- an fund um fræðslukerfið (18, 19). Félag áhugamann um sjávarútvegs- mál stofnað. Gunnar Friðriksson kos- inn formaður (18). Búnaðarþing sett í Reykjavík (18). Mannfræðingafélag stofnað. Dr. Jens Pálsson kosinn formaður (18). Hilmar Guðjónsson endurkjörinn formaður Múrarafélags Reykjavíkur (18). Samstarfsnefnd í orkumálum held- ur fyrsta fund sinn (20). Kristinn Helgason kjörinn formaður Garðyrkjufélags íslands (20). F.H.K. mótmælir misbeitingu BSRB á lögboðnum samningsréttl (21). Umræður um togaraútgerð í borgar stjórn Reykjavíkur (21). Stúdentar efna til kröfufundar varðandi þátttöku þeirra í rektors- kjöri (21, 22). Vinnuveitendur ákveða að greiða sömu laun og verið hefur frá 1. marz (21). Um helmingur félagsmanna segir skilið við Alþýðubandalagsfélagið á Akureyri (22). ASÍ heldur ráðstefnu um kjaramál (22). Jón I. Bjarnason endurkjörinn for- maður Átthagafélags Ingjaldssands (25). Samningunum við verkalýðsfélögin vísað til sáttasemjara (25). Sundurþykkja með fulltrúum Al- þýðubandalagsins 1 bæjarstjórn Ak- ureyrar (26). Atvinnuleysi minnkandi við lausn verkfallsins (27). Pop-messa haldin i Langholtskirkju (27). Geysifjölmenndur borgarafundur um mjólkursölumál (27, 28). Ágreiningur við BSRB um verðlags uppbót til sáttasemjara (28). Pétur Sigurðsson endurkjörinn for- maður Kaupmannasamtakanna (28). BÓKMENNTIR OG LISTIR. ASÍ heldur listaverkasýningu (1). Ruth Little Magnússon og John Mitchinson syngja með Sinfóníuhljóm sveitinni (5). íslandsklukkan verður sýnd í ts- lendingabyggðum vestan hafs (12). „Glataðir snillingar" (De fortapte spillemænd), eftir William Heinesen framhaldsleikrit hjá Útvarpinu (12). Grænlenzk listsýning í Norræna hús inu (20). Wodiczko stjórnar Sinfóníuhljóm- sveitinni (20). Listasafn tslands sýnir gömul verk í eigu safnsins (22).

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.