Morgunblaðið - 30.07.1969, Side 12

Morgunblaðið - 30.07.1969, Side 12
12 MORGUNBLAÐIÐ,. MIÐVIKUDAGUR 30. JÚLÍ 106« JtoigMttHiiftfr "Últgieílandi H.f. Árvafcut', Reykjavik. Fxamfcvæm,dastj óri Haraldur Sveinsaon. •Ritstjórax* Siguröur1 Ejaœason frá Yigluir. Matthías Johannesslen. Eyj ólfur Konr áð Jónsson. Eitstj ómarfulltrúi Þorbjörn Guð'naundsson, Fréttaiatjóri Bjiöirn Jóhannsson’. Auglýsingastj óri Árni Garðar Kristinsson. Eitstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6. Sími 10-100. Auiglýsingaii? Aðalstræti é. Sími 22-4-80. Ásfcriftargjald kr. 150.00 á mánuði innanlands. í lausasölu fcr. 10.00 eintakið. AD BREGÐAST Á ÖRLA GASTUND U egar nú hefur gefizt hlé í þeim stórviðrum, sem geisað hafa í íslenzku efna- hagslífi, fá menn tóm til að líta yfir farinn veg, hyggja að frammistöðu manna og flokka meðan á mestu erfið- leikunum stóð. Slíkir tímar eru oft prófraun á manndóm og heilindi og því ástæða til að fólk geri nú upp hug sinn til þeirra manna, sem með málefni þess fóru, þegar boðar og brim stefndu þjóð- arfleyinu í bráðan voða. Þegar menn líta til baka er það deginum ljósara, að einn flokkur sker sig úr um mann- dómsleysi og ógæfulega af- stöðu á örlagastundum. Þessi flokkur er Framsóknarflokk- urinn. Þegar þjóðinni var það lífsnauðsyn að beita upp í vindinn hljóp forysta Fram- sóknarflokksins út undan sér, sat í sínu horni og kyrjaði sín sígildu öfugmælavers. Á haustmánuðum, ér hinir yfirþyrmandi erfiðleikar út- flutningsatvinnuveganna blöstu við sjónum, viður- kenndi Framsóknarforystan í öðru orðinu, að við mikla og óhjákvæmilega erf- iðleika væri að etja. Rík- isstjórnin tókst á við vand- ann með efnahagsráðstöfun- um og þeirri gengisfellingu, sem gera varð, ef horfast átti í augu við raunveruleikann. En Framsóknarforystan stakk höfðinu í sandinn þegar á átti að herða og hefur ásakað rík- isstjórnina fram á þennan dag fyrir „óþarfa skerðingu gjaldmiðilsins“. í vaxtamálum hefur Fram- sóknarflokkurinn rekið ein- hverja undarlegustu stefnu, sem getur norðan Alpafjalla. í öðru orðinu er fjargviðrazt yfir verðbólgunni, en í hinu er heimtuð vaxtalækkun, er virka myndi sem hvati á verðbólguna. Hækkun for- vaxta er í öllum löndum eitt fyrsta ráðið, sem gripið er til gegn verðbólgu. Nægir þar að nefna Bretland og Danmörku, en þar voru forvextir þjóð- bankanna nýverið hækkaðir úr 6% í 9%, en almennir vextir eru mun hærri. Ef Framsóknarmenn fengju nokkru ráðið myndu þeir með vanhugsaðri „stefnu“ sinni kynda stórum undir verðbólgunni. í lánamálum er sama uppi á teningnum. Framsóknar- menn halda því fram, að rík- isstjórnin beiti sér fyrir fjár- magnsfrystingu, en þegar þeir eru spurðir að því hvar taka eigi fjármagnið til auk- inna útlána, verður þeim svarafátt. Helzt hefur mönn- um skilizt að bæta eigi úr fjár magnsskortinum með því að prenta fleiri peningaseðla. Þessi prentstefna Framsókn- ar gæti þó riðið íslenzkum gjaldmiðli að fullu og væri sannarlegt óðs manns æði. í kjaramálum sl. vetur op- inberaðist tvískinnungur Framsóknar þó betur en oft- ast áður. Það var viðtekin regla Framsóknarmanna á Alþingi að eyða fyrri hlutan- um af ræðutíma sínum í að útmála erfiðleika atvinnufyr- irtækjanna, en hinum síðari var eytt í óábyrgari kaupkröf ur heldur en nokkrir aðrir höfðu uppi. Þegar í odda skarst hvarflaði það hins veg ar ekki að Framsóknarmönn- um að láta samvinnufyrir- tækin gera orð sín að veru- leika, sem þeir höfðu þó fyllstu aðstöðu til, ef hugur fylgdi máli. Þóttust kommún- istar vera illa sviknir af þess- um orðræðum Framsóknar- forystunnar, þegar til kast- anna kom. FRAMSÓKN OG HEILBRIGÐ SKYNSEMI ll/|eð þennan ófagra feril Framsóknarflokksins í huga, þarf sannarlega engan að undra þótt ástandið í her- búðum hans sé upp á það versta. í nærri áratug hefur flokkurinn hamazt eins og naut í flagi án nokkurs sýni legs árangurs og stöðugt hallar undan fæti fyrir flokksforystunni. Flokknum hefur aldrei tekizt að höggva inn í raðir stjórnarflokkanna, en þegar bezt lét tókst hon- um með hentistefnu sinni að reyta nokkur atkvæði frá kommúnistum. Vinstra dað- ur maddömunnar hefur þó ékki borið meiri árangur en það, að forystunni þótti tryggast að bjóða þeim Hannibal og Bimi Jónssyni snarlega til sængur, áður en þeir stofnuðu enn eitt vinstra flokksbrotið. Allt ber því að sama brunni. Framsóknarflokkur- inn hefur á engan hátt reynzt THOR Heyerdahl og sex æv- intýramanna áhöfnin hans af „Ra“ er komin á þurrt land í Barbados. Þar tóku eigin- kona Heyerdahls, og þrjár dætur, Bettina, Marian og Annette á móti þeim. Norsfci vísindamaðurinn og áhöfn hans urðu, sem kunn- ugt er að hætta við tilraun síns til þess að sigla yifir Atl- antslhafið á papyrusbátnum. í þá tvo mánuði, sem ferð- in stóð yfir, hrepptu þeir óveður og hvers kyns óhöpp. Þeir reyndu að gera við skemimdir, sem þeir höfðu orðið fyrir um borð í fylgi- slkipi sínu, en urðu að lokum að yfirgefa bátinn vegna ágangs hákarla. Heyerdahl og áhöfn hans um borð í fylgiskipinu Shenandoah. F. v. rússneski læknirinn Yuri Senkenevitch, Egyptinn Georgge Sourial, Heyerdahl, Mexíkaninn Santiago Chabes, ftalinn Carlo Mauri, siglingafræðingurinn Norman Baker og Abdullyae Djilrima frá Chad-Iýðveldinu. Heyerdahl ásamt konu sinni og dætrum á Barbados. Siglingafræðingur hans til hægri. - TUNGLLENDING Framhald af bls. 3 hefði of mikið að giara. Ástæð una fyrir þesisium mismium er að finraa í sérstöku rafeinida- lagu fyrirbrigðd sem befur truiflandi áihráf á störtf töliv- unmar. Ef til hefði koimíð, að töivain hefði bruigðiat, mynidi hún haifa spóiað tiil baka og byrjað aftur á upplhafjmu og hefði þá aliit farið út uim þúf- ur. Bftir að létt baifðii verið á tölvunni senidi hún áfram öðru hverj'u aðvöiruiniairmierki, en stjóiriniuniairmönmum tókst að halda öliu í horifimu þann- ig, að töiivan gat haldi'ð áfram að senda tungferjun.a í átt að yfirborði tunigteinis unz hún loiks lenti öllum til mikils létt- is. Eiginkonur geimfaranna voru glaðar í bragði, er þær hittu menn sína við komuna til Houston, þó að þar væri þykkur giuggi á milli og þær yrðu að taia við þá í síma. megnugur að valda lýðræðis- legu hlutverki sitærsta stjórn arandstöðuflokksinis. Hann hefur reynt að tæla þjóðina fram af hengibrún með villu ljósum sínum. Málflutningur hans er margþvælt og þver- sagnakennt slagorðaskvald- ur. Framsókniarflokkurinin hefur fallið á prófraun sinni, hann misbauð heilbrigðri skynsemi.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.