Morgunblaðið - 01.08.1969, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.08.1969, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. ÁGÚST 1360 MAGMÚSAR 4KIPH31TI21 «MAR 21190 eftirlokuntlmi 40381_ BÍLALEIGAN FALI1Rhf car rental service © 22-0*22- RAUDARÁRSTlG 31 Hvérfissötu 103. Siml eftir lokun 31160. LITLA BÍLALEIGAN Bergstaðastræti 13. Sími 14970 Eftir lokun 81748 eða 14970. JÓHANNES LARJSSON, HRL. Kirkjuhvoli, sími 13842. Innheimtur — verðbréfasala. Höfum fyrirliggjandi: HESSIAN fiskumbúDastriga, bindigarn og saumgarn Ólafur Glslason & Co. h.f. Ingólfsstræti 1 A - Sími 18370. Bremsuhlutir: Bedford Hillman Commer Vauxhall Volvo Trader o. fl. teg. Kristinn Guðnason hf. Klapparstíg 27, sími 22675 Háaleitisbraut 12, sími 81755. 0 Ummæli biskups um tunglförina Biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, skrifar eft- irfarandi: „Hr. Velvakandi. í dálkum yðar á sunnudaginn var bjóðist þér til að birta það, sem ég sagði í fréttaauka út- varpsins mánudaginn 21. júli. Ég ætla að þiggja það. Ég á þessi orð hvergi skrifuð, en fréttamaður- inn, sem tók viðtalið, gerði mér þann greiða að taka það upp af bandinu, og fylgir það hér með óbreytt. Ég efast að vísu um, að þeir sem hafa ekki annað en ó- gagn af því, sem þeir heyra, geti haft gagn af því, sem þeir lesa. Við sUku fæ ég ekki gert og læt mér að öllu leyti á sama standa um þá, sem „hneykslast" á þess- um orðum mínum. Þér þurfið þv£ ekki að óttast, að ég leiti frek- ar á yður af þessu tilefni. Sigurbjörn Einarsson.“ „Viðtal við herra Sigurbjöm Einarsson, biskup fslands, sem kom i fréttaauka Ríkisútvarps- ins mánudaginn 21. júll 1969. Spurning: Herra Sigurbjörn Einarsson, biskup íslands. — Hvernig varð yður við, þegar þér fenguð það staðfest, að nú eru menn farnir að ganga um á tungl- inu? Svar: Ég get ekki sagt, að lendingin sjálf hafi komið mér neitt á óvart eða haft neitt djúp áhrif á mig. Ég hygg, að flestir hafi verið bjartsýnir á, að þetta ævintýri myndi takast, og það er búið að tala svo mikið um þetta, menn voru búnir að taka eigin- lega aUt út fyrir fram, og tóku því þess vegna með tiltölulegri ró og jafnaðargeði, þegar manns fóturinn markaði sitt fyrsta spor utan jarðarinnar. Nú, að öðru leyti get ég ekki sagt, að þessi frétt hafi haft gagnger áhrif á mig, og ég get hugsað mér fjarska margt, sem hefði orðið mér meiri gleði að heyra, til dæmis ef ég hefði frétt, að kom- inn væri á friður ag sátt í Víet- Nam eða í Nígeríu eða við Súez, eða ef búið væri að finna lækn- ingu við krabbameini, ég tala nú ekki um, ef maður hefði fengið að heyra það, að búið væri að eyðileggja allar kjarnasprengjur og tryggja, að slíkur ófögnuður væri ekki framleiddur meira hér á jörðinni. En svona á maður auðvitað ekki að hugsa, maður á að gleðjast og reyna að meta jákvætt það, sem er, og auðvit- að er mér ljóst, að hér er um að ræða, getur verið um að ræða tímamótaviðburð, en mér er ekki fært að gera mér neina grein fyrir, hversu stórvægilegur hann er, hvað tunglið kann að hafa upp á að bjóða, né hversu þýðingarmikið þetta skref kann að vera í því að leggja undir sig geiminn, og hvaða ávinning mannkynið kann að hafa af geim siglingum yfirleitt. En á þessari stundu er ekki annað eðlilegra en að samfagna sjálfum sér með að lifa þetta mikla skref á vegi tækninnar og samfagna þeim, sem unnu þetta afrek og óska þeim góðrar afturkomu fyrst og fremst til jarðarinnar og allrar gæfu af frægð sinni og biðja þess, að mannkyn megi, bæði aldir og ó- bornir, hafa giftu af þessum við burði. Spurning: En þér hafið ekki trú á, að þetta afrek þeirra muni breyta lifsviðhorfum manna? Svar: Ég hef ekki verulega trú á því, að minnsta kosti trúi ég alis ekki á neina skyndibreyt- ingu í því. Mannkynið hefur lif- að marga stóra tímamótavið- burði, og það hefur ýmsu verið spáð í sambandi við það. Ég hef lesið það til dæmis, að þegar fyrst var byrjað að fljúga, þá spáðu menn þvi, að það myndi hafa gagnger áhrif á mannkyn í átt til einingar og hjálpa mjög verulega til þess að átta sig á sjálfum sér og koma sínu lífi eðli lega og gæfusamlega fyrir á jörð inni. Svo hefur það nú ekki reynzt.“ 0 Meiri rigning ... og önnur saga Baldvin Þ. Kristjánsson skrifar: „Velvakandi góður! Aftur kný ég á náðardyr þínar, að gefnu nokkru tilefni. Eins og ég sagði Jökli vini mínum Jakobssyni, þegar við mættumst á fömum vegi einn góðviðrisdaginn og hann leiðrétti missögn mína um flutning kvæð- isins „Rigning" eftir Einar Bene diktsson — biðst ég auðmjúklega afsökunar og þykir leitt að hafa mishermt að því leyti. Samt finnst mér þetta furðulegt, því enginn var í bilnum mér til trufl- unar, er ég hlustaði, nema Jök- ull! Ég get nefnilega ekki trúað því með honum, að ég hafi hlust- að á kvæðið án þess að heyra eitt einasta orð! Svo kalkaður er ég nú ekki orðinn! En gaman- laust hlýtur skýringin að vera sú, þótt mér hrökkvi skammt til af- sökunar, að ég mun hafa brugð- ið mér út úr bílnum áður en lest ur kvæðisins hófst, en oft má gera ýmislegt á þeim hægfara tíma, sem flytjendur útvarpsins eru að dunda við að tengja sundurlausa þætti sína úr öllum áttum. Það er stundum fólk, sem dregur and- ann rólega og hefir sama kaup fyrir! Víst er þessi missögn mín dá- lítið atriði í orðaskiptum okkar, en alls ekki mikið — eins og á stendur — og sízt aðalatriðið. Hins vegar lá auðvitað vel við fyrir Jökul að hampa henni og gera sér úr svolítinn mat, enda bæði ofnotar hann hana og mis- brúkar, hvernig sem á því stend- ur, svo ánægður sem hann er með „kynningu" sína á kvæði Einars, er hann nú staðfestir kinnroða- laust í Velvakanda s.l. laugar- dag. Hann um það! Það var kynn- ing Jökuls á kvæðinu, sem máli skipti í athugasemd minni, en alls ekki upplestur þess. Sjálfur þurfti ég ekkert á þeim upplestri að halda til þess að vita, hvað ég ætlaði að segja með rökum, því að ég kann kvæðið. Þar af leiðir að snjallt dæmi hans um drauga og uppvakninga er algjör lega út í hött, og gildir mig einu hvort horn eða tær vísa upp á því fríða liði. 0 Steigurlátir digurbarkar Hvað er þá ósagt? Raunar ekki annað en það, að „fyrr má not rota en dauðrota". Ég skil vel málefnalegan ágrein- ing, hvort sem varðar bókmennt ir eða annað. Hann er eðlilegur og á fullan rétt á sér. En þegar svo keyrir um þverbak, að manni finnst jaðra við guðlast, er ekki óeðlilegt, að þeir, sem hneykslast, kveinki sér. Einu sinni var ungur maður — einn af þessum áberandi steigur- látu digurbörkum, sem finnst ekkert til um neitt eða neinn, nema sjálfa sig — er í útvarpi þjóðarinnar fyrir mörgum árum viðhafði lítilsvirðingarorð í garð Matthíasar Jochumssonar fyrir ó- viðurkvæmilegan bölmóð og nið- urdragandi vælutón, sem hann kvaðst þó geta skilið frá erfiðum eymdar- og niðurlægingarárum, en ættu nú ekki lengur við, er dagur betri tíma hefði runnið yf ir land og fólk. Hann, þessi ungi oflátungur — (það hefir nú samt éinhvern veginn heldur betur lækkað rostinn í þeim góða manni síðan) — tilfærði svo hneykslun- ar — og spillingarorðin, sem hon um fannst hann vera rétti mað- urinn til að fordæma. Þau voru úr hinum alkunna sálmi Matthí- asar, „Faðir andanna", og hljóða svo; bænarorð skáldsins: „ ... vertu oss fáum, fátækum, smáum, líkn í lífsstríði alda.“ Því miður skaut þessari sögu einhvern veginn upp í huga mér strax og ég heyrði umrædd kynn- ingarorð Jökuls Jakobssonar á kvæði Einars Benediktssonar, „Rigning" og er mér þó vel ljóst hvað á milli ber — Jökli í vil. Með alveg tilhlýðilegri virð- ingu, hversu djúpstæð sem hún er. Skrifstofa mín verður lokuð frá 31. júlí til 10. ágúst vegna sumarleyfa. Hrafnkell Asgeirsson, hdl., Strandgötu 1, Hafnarfirði. TIL SÖLU 5 herb. íbúð á 2. hæð við Fellsmúla. Ibúðin er er 3 svefnherb. og tvær stofur. Ibúðin er öll hin vandaðasta. Upplýsingar á FASTEIGNASÖLUNNI, Óðinsgötu 4, sími 15605. VELRITUiRSTULKA OSKAST Opinber stofnun óskar eftir að ráða vélritunarstúlku sem er vön vélritun. Umsóknir sendist blaðinu fyrir 7. ágúst ásamt uppl. um aldur, menntun og fyrri störf merktar: „Ritari — 93". MARY QUANT ® KARNABÆR KLAPPARST. 37. — SlWII 12937. Snyrtivörudeild k NÝKOMIÐ FRÁ M. QUANT „THE NATURE TINT LOOK MAKE-VARALITIR" — LÖKK ■k EINNIG ÚRVAL AF ÖLLU ÖÐRU FRÁ M. QUANT ★ HÁRTOPPAR NÝ SENDING ★ ÚRVAL SNYRTIVÖRUR FRÁ FLESTUM ÞEKKT- USTU MERKJUNUM. Skódeild FRÁ RAVEL OF LONDON. NÝ SENDING SKÓR Baldvin Þ. Kristjánsson." Hlífum hundunum við hundahöldurunum Hundavinur skrifar: „Ágæti Velvakandi! í öllum þessum gauragangi með hundana, langar mig að skjóta þvi inn í, að það væri ekk ert hundavandamál í þéttbýlinu, ef „hundavinir" hefðu ekki tekið upp á því, í trássi við lög, ná- býlisfólk og vilja hundanna sjálfra að halda þeim föngnum og oft bundnum innan húss sem utan. Enda virðist það bera vott um sjálfselsku og tillitsleysi manna. Það hefur því æði oft mátt sjá og heyra hunda niður- dregna af leiðindum, en krakk- ar léku sér með þá eins og tusku. Þess vegna langar mig að segja við þá borgarbúa sem enn hafa ekki „látið þetta eftir sér“: Hund ar, og þá sérstaklega fjárhundar, lifa ekki lífi sínu í borgum, þeirra heimur er í hinu frjálsa strjálbýli. Hundavinur.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.