Morgunblaðið - 25.10.1969, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 26. OKTÓBER 196«
11
undur gekk á fund Krístins
Guðbrandssonar forstjóra Björg
unar og bað hann að skýra
gang málsins frá sjónarmiði fyr
irtækisins. Er eftirfarandi
frásögn byggð á samtali við
Kristin.
9 Björgun ht.
Það var fyrir röskum áratug,
að Björgun h.f. var sett á iagg-
irnar. Markmið félagsins var að
taka að sér björgun skipa af
strandstað og önnu-r verkefni
svipaðs eðlás. Með þetta í huga
keyptii fyrirtækið lítið upp-
gjafa fiskiskip, Leó, og lét út-
búa það með sanddælum. Næstu
árin tók fyrirtækið að sér ýmiss
konar björgunarstörf, en jafn-
frairnt var Leó leigður til sand-
dælinga víða um land.
Kristinn Guðbrandsson segir,
að það hafi fljótlega komið í
ljós að sanddæla sú, sem Vita-
og hafnamálaskrifstofan hafði
þá yfir að ráða, var ekki sam-
keppnisfær við Leó. Fyrsta árið
hafði Leó þó ekkert verkefni
fengið við hafnardýpkanir,
„þráfet fyrir mun lægra dæling
arverð“. Sá tími rann þó upp,
að Leó var ráðinn í verkefni
við hafnardýpkun. Stóð svo í
tvö ár og dældi skipið víða um
land fyrir lægra verð en áður
hafði þekkzt.
• Sandey
Árið 1926 festi Björgun h.f.
svo kaiup á Sandey, þúsund
tonna flutningaskipi fná Þýzka
landi og lét útbúa það með öfl-
ugiuim sanddælum. Skipið sem
nefnt var Sandey, varð því
fyrsta sanddæluskip í eigu ís-
lendinga.
Dæling fer þannig fram, að
út um þar til gert op á hlið
Sainideyjar er reminit diæiuút-
búnaðinum (sjá skýringar-
mynd). Efninu er því næst dælt
aif sjávarbotni inn í lest skips-
ins með 24 tommu dælu, sem
knúið er 1050 hestafla dieselvél.
Lestin rúaniar edtlt þúauind toinin
af sandi eða um 550 rúmimetra.
Þegar lestin er full, er efninu
dælt á land, þar sem það er
notað til uippfyl'liingar eða í
steypu. Að öðrum kosti flytur
skipið sig úr stað og dælir sand
iniuim í hafið.
Kristinn skýrir svo frá, að
næstu árin eftir að skipið kom
til landsins hafi það haft nokk-
ur verkefni við hafnardýpkaniir
svo og á dælingu skeljasands
fyrir Sementsverksmiðjuna á
Aknanesi.
Sandey kom víða við á þessum
árum, þ.á.m. dýpkaði hún á Pat
reksfirði, Rifi, Ólafsvík og
Hornafirði. Leitað var tilboða
í dýpkanir og unnu Sandey og
Leó liangflest þeirra verka, sem
unnin voru á tímabilinu fram
tdl 1967.
• Föst tilboð
Kristinn segir, að öll hafi
verkin verið unnin eftiir föstum
tilboðum. Hafi það gert höfn
unum auðveldara að gera fjár
hagsáætlanir til lengri tíma.
Sandey hafi í hvívetna reynzt
hið bezta skip og dýpkanir
heppnazt vel.
En hvað um verð, sem upp
var sett? Þótt hæpið væri að
segja, að Björgun h.f. nyti ein-
okunaraðstöðu á þessum árum
(1962—1967) hafði fyrirtækið
yfir að ráða stærsta og afkasta
mesta atvinnutækinu í þessari
grein. Sú staðreynd hlýtur
vissulega að hafa komið fyrir-
tækinu í aðstöðu til að vera
Prá Ólafsvík. Þar er eina
höfnin, sem Sandey hefur feng
ið verkefni á, síðan Hákur
kom til sögunnar. Heimamcnn
segjast hrósa happi.
leiðandi um verðlag. Þegar
Kristinn forstjóri var inntur eft
ir ágóðanum á þessu tímabili,
svaraði hann:
— Ég held því hiklaust fram,
að við höfum ævinlega stefnt
að því marki að gera tilboð um
lágmarksverð. Stundum fór
svo, að við höfðum góðan hagn
að af dýpkunum, en það skal
ennfremur fúslega viðurkennt.
að fyrir kom að við dýpkuð-
um með milljón króna tapi. Oft
er erfitt að gera sér fyrir fram
ákveðna grein fyrir því, hversu
dýpkun reynist auðunnin. Þar
getur brugðið til beggja vona,
eftir því hvemig verkið vinnst.
Aldrei varð ég þess var, að
hafnirnar teldu okkur hafa
hlunnfarið sig fjárhagslega.
Þvert á móti held ég, að ríkt
hafi gagnkvæmt traust milli
hafnanna og fyrirtækisins, og
báðir aðilar yfirleitt unað vel
við sinn hag eins og v'era ber
um góð viðskipti.
• Hátt verð
Forráðamenn H.st. virtust þó
hafa aðra skoðun á þessu máli.
Þeir töldu okkur áreiðanlega
halda uppi of háu verði á
kostnað hafnanna og ríkisins
Þetta kom m'a. fram í útvarps-
viðtali við yfirverkfræðing H.
st. sem hljóðritað var á Aust-
fjörðum haustið 1966. í viðtal-
inu var skýrt frá því, að H.st.
hefði afráðið að kaupa dýpk-
unarpramma, sem mundi stór-
lækka dýpkunarkostnaðinn.
Um þetta leyti hafði Björgun
gert tilboð í dýpkun á Nes-
kaupstað og Eskifirði, og var
veæðið á rúmmetrann milli 30—
50 krónur. í útvarpsviðtalinu
var fullyrt, að með þeim
pramma sem H.st. ætti von á
yrði hægt að koma þessu verði
niður í 15 krónur rúmmetrann.
— Greinarhöfundur spurði
vitamálastjóina, hvort líklegt
væri að einkaaðilinn (þ.e.
Bjöngun) hefði notað aðstöðu
sína til að halda uppi óeðlilega
háu verði áður en Hákur
(prammi H.st.) kom til skjal-
anna. Vitamálastjóri svaraði:
— Við tókum tilboðum þessa
aðila, áður en við eignuðumst
Hák. Um verðið er það eitt
víst, að þegar stofnunin hafði
fengið Hák í þjónustu sína,
hljóðuðu tilboð sama aðila upp
á álíka verð, eða jafnvel lægra
heldur en hann hafði áður tek
ið fyrir sömu eða samsvarandi
verk. Skýringin kann að vera
sú, að þetta fyrirtæki hafi þá
verið búið að borga niður sitt
skip, og því getað lækkað verð
ið eða látið það standa í stað.
Verðtilboð hækkuðu í það
minnsta ekki, þrátt fyrir aukna
dýrtíð.
• Útilokaðir
Hvað sem verðlaginu nú leið,
þá gerðist það vorið 1967, að
H.st. bættist dýpkunarpramm-
inn Hákur í tækjakost sinn.
Frá og með þeim degi, er Hák-
ur hóf dælingu, er það stað-
reynd, að Björgun hf. hafa
ekki verið falin nein verkefni
við hafnardýpkanir utan Ólafs
víkurhafnar.
Um skipti H.st. við Björgun
h.f. sagðist Kristni Guðbrands
syni svo frá:
— Það er ekki langt mál að
segja frá því. Frá því að Hák-
ur kom til landsins höfum við
ekki fengið nein verkefni við
hafnardýpkanir fyrir Sandey.
f þau skipti em við höfum
sent tilboð til hafnanna hefur
það komið á daginn að verð
okkar hefur verið mun lægra en
reikningar H.st. hljóðuðu upp á
að lokinni dýpkun.
Sá háttur, sem Vita- og hafna
málastofnunin hefur á í
þessum viðskiptum er einfald-
lega að beita ákvæðum hafna-
laganna, sem veita henni heim-
ild til að taka sjálf að sér verk
efni, ef ríkið styrkir fram-
kvæmdina að ákveðnu marki.
Útboð eru engin gerð í verk-
ið, og ef hafnirnar afla sér til-
boða frá okkur og vilja taka
þeim, getur stofnunin komið í
veg fyrir það í krafti laganna.
Mun það gert á þeirri forsendu
að Hákur geti unnið verkið ó-
dýrar. Um það held ég að hafna
yfiirvöld úti á lamdá sóu efltíki
jafn sannfærð
Um útboð á hafnardýpkun-
um sagði Aðalsteinn Júlíusson
vitamálast j óri •
— Dýpkanir eru ekki boðn-
ar út, en í einstaka tilvikum
hafa aðrir aðilar verið látnir
vinna verkið. Hafnamálastofn-
unin hefur um langt árabil geirt
út dýpkunarskipið Gretti og
átti að auki litla sanddælu.
Fyrir þremur árum festi stofn
unin kaup á sanddælupramman
um Háki, og hefur síðan getað
annað meginhlutanum af hafn-
ardýpkunum. Hefur því ekki
komið til kasta annarra aðila
nema í undantekningatilvikum,
því að Hákur og Grettir geta
tæknilega framkvæmt þær
dýpkanir, sem til greina koma.
Hákur var keyptur á grund-
velli útreikninga, sem sýndu
að með honum væri hægt að
dýpka fyrir hagkvæmara verð
en þau tilboð, sem áður þekkt-
ust, gáfu til kynna.
• Afskriftir
og samkeppni
Þá verður einnig að hafa í
huga, að tæki H.st. verða að
hafa einhvar verkefni, ef þau á
að afskrifa með eðlilegum
hætti Ef hafnimar em styrkt
ar með ríkisfé til framkvæmd-
anna, þannig að hann nemi 75
prs. af kostnaði er það rétt, að
höfnunum er óheimilt að ráða
aðra verktaka til dýpkana eða
hafnargerða upp á sitt eins-
dæmi. Ef aðrir eiga að vinna
verkið, verður það að vera í
fullu samráði við stofnunina og
með hennar leyfi. Að öðmm
kosti hafa hafnirnar ekki
tryggingu fyrir því, að ríkis-
styrkurinn fáist.
Um reynsluna af rekstri
prammans svaraði vitamála-
stjóri:
— Hákur hefur reynzt ágæt-
lega, þar sem útbúnaður hans
á við. í sumar hefur reksturinn
gengið mjög vel. Að vísu
er dýpkunarkostnaðurinn
nokkm hærri en áætlað hafði
verið. Það efni, sem pramman-
um er ætlað að dæla, hefur leitt
til meira slits á dælum og öðru
þess háttar heldur en gert var
ráð fyrir. f sumar hefur dæl-
ingin gengið snuðrulaust án
tafa.
• Lœgri tilboð
— Eins og kemur hér fnam
að framan telur einkaaðilinn
sig hafa gert lægri tilboð um
dýpkanir en sem samsvaraði
verði H.st. Getur þetta stað-
izt? Vitamálastjóri svaraði:
— Það er erfitt að fullyrða
nokkuð um þetta. í flestum til-
vikum eru þessi tilboð ekki
sambærileg og óvíst, hvort þau
væru jafn lág, ef þessi aðili
hefði enga samkeppni. Þessi til
boð fela ekki í sér allan kostn-
að og erfitt er að gera sér grein
fyrir raunverulegum tækja-
kostnaði á rúmmetra, því að
verð einkaaðilans er miðað við
efniið mælt í skip. Þannig skap
ast ónákvæmni því að efnið
verður fyrirferðarmeira þegar
það &r komið um borð í skipið
heldur en á sjávarbotni. Hjá H.
st. er þessu öðru vísi farið, því
áður en Hákur dælir eru gerðar
mælingar á efninu, sem dæla a
upp. Er verðið miðað við efnið
eins og það kemur fyrir á sjáv
arbotni. Þegar dælingu er lok-
ið er svæðið mælt á nýjan leik,
þannig að frávikin eiga ekki að
verða jafn mikil og hjá einka-
aðilanum.
9 Hákur og Sandey
— En er þá einhver grund-
vallarmunur á dæluaðferðum
Háks og sanddæluskipsins, sem
áður er getið? Munur, sem get
ur haft áhrif á dælingarverð?
— Já, það er mikill munur
á þeim, sagði vitamálastjóri.
Þetta sanddæluskip, Sandey,
er smíðað fyrir ákveðna notk
un og dýpi, það dælir sandin-
um í lest, flytur sig til og dælir
sandinum aftur út. Fyrir slíka
notkun er skipið vel úr garði
gert. En ef grafa á í nokkuð
hörðum botni og dæling á að
vera nákvæm, þá hentar Sand-
ey ekki jafn vel og Hákur.
Pramminn þarf heldur ekki að
dæla sandinum tvisvar sinnum,
því að við hann er tengd flot-
leiðsla, sem sandurinn rennur
jafnóðum út um, Sandey og
Hákur eru því í rauninni ekki
sambærileg.
Hákur er þannig smíðaður,
að honum er ekki ætlað að sigla
fyriir eigin afli. Þegar flytja
þarf prammann milli hafna taka
varðskip eða önnur ríkisskip
hianm í tog. Áhiöfnin, 7 mieim,
fer þá uim borð í dináttarakiipið,
flýgur eða ferðast landveg eft-
ir atvikum
— Hefði ekki verið hagkvæm
ara að gera Hák þannig
úr garði, að hægt væri að sigla
honum milli hafna?
— Hákur er í rauninni að-
eins vinnutæki, áhöfnin hefur
hvorki íveruklefa né matsal um
borð og prammanum verður
Framhald á bls. 23