Morgunblaðið - 30.11.1969, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 30.11.1969, Blaðsíða 7
MQRjGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 30, NÓVEMBER 10®9 7 9? Sölvi var um margt kynlegur kvistur” „Halló, er þetta Sverrir Krist insson"? „Já, það er hann. „Er það rétt, sem við frétt- um, að þú værir búinn að gefa út 3 eftirprentanir af málverk- um Sölva Helgasonar"? „Jú, rétt er það. Mér fannst Sölvi karlinn hafa legið svo lengi óbpettur hjá garði, að kom inn væri tími til þess að kynna verk hans þjóðinni. Sölvi var sannarlega kynjakvistur, Sólon íslandus er orðin eins konar þjóð sagnapersóna. Ég hafði séð þessar myndir hans hanga i Þjóðminjasafninu, kem þar oft, — og þá datt mér í hug, að gefa þær út. Þór Magnússon þjóðminjavörður var mér mjög vinsamlegur og valdi þær með mér. Þetta eru 3 myndir, á þeim eru alls konar blóm, manna- myndir og skraut og stafir eru á þeim, hreinasta „krúsidúll" Lithopnent hefur prentað þær og vandalð sig mjög mikið. Myndirnar eru gefnar út í mjög litlu upplagi, og þær verða ekki prentaðar fleiri. Það er sú stefna, sem ég aðhyllist með svona eftirprentanir, og ég held að fólk vilji það. Þjóðminja- vörður er mér líka sammála um þetta atriði". „Hvar getur fólk svo keypt myndirnar“? „Hjá Eymuindsson, Máli og Menningu og íslenzkum heimil isiðnaði, einnig hjá Oliver Steini í Hafnanfirði, og ég held ég megi segja, að verðinu sé stillt í hóf“. „Hefurðu lengi haft áhuga á Sölva Helgasyni, Sverrir"? „Já, nokkuð svo. Ég hef les- ið bækur Davíðs og Elínborgar, þótti karlimn skemmtileg per- sóna og skrýtim, og mig lamg- ar, ef ég má, tilfæra hér til gamans, lokaorð í bréfi Sölva til Briems, sýslumanns Skag- firðinga, þegar Sölvi dvaldist í Sléttuhlíðinni, eins og þau orð eru prentuð í bók Davíðs Stef- ánssonar um Sólon íslandus: Fel ég yður svo mál þetta, venerabilis domine, og væntt yðar háttvirta svars ið fyrsta. Með lotningarfyllstu kveðjum. Til staðfestu nafn mitt og innsigli. Sölvi Helgason Guðmundsen Sólon Islandus Sókrates Platon Caesar Melanchton Newton Spinoza Kant Leonardo da Vinci Vasco da Gama. Málverkasnillingur og skáld. íslandspostuli. Andaheimayfirstórspekingur. Prófessor og meistari í tölvísi og bókmenntum, stjömufræði, málfræði, sálfræði, stálfræði, sagn- fræði, stjórnfræði og öllum alhliða vísindúm og listum. Silfur- smiður, gullsmiður, bartskeri, gjörtlari, dröjari m. m. Á Yzta- hóli í Sléttuhlíð. Næst slógum við á þráðiim til Þórs Magnússonar þjóðmiinja- varðar til að spyrja hann álits á þessari útgáfu. „Góðan daginn, þjóðminja- vörður. Hvað segið þér um eft- irprentanirnar af verkum Sölva Helgasonar"? „Mér lízt nokkuð vel á þær, og finnst þetta vera skemmti- leg tilraun.. Hér á safninu eig- um við nokkrar myndir eftir Sölva, og ég held að þessar hafi verið beztar til útgáfu. Ég er hlynntur stefnu Sverris að láta ekki prenta allt of mörg ein- tök af þedm. Það er miklu skemmtilegra fyrir kaupendur að vita það, að myndirnar verði ekki í öðru hverju húsi. Sölvi var um margt kynleg- ur kvistur, og vist er um það, að hann hefur verið drátthag- ur, þótt hans undarlega hugs- un hafi hindrað allt lisitnám hans, listin hafi aldrei getað brotizt út til fulls. Samtíðin kunni ekki að meta Tveggja mínútna símtal Eftirprentanir af 3 myndum Sölva Helgasonar hann, en það virðist sem nú- tímamönnum þyki gaman að myndum hans. Þess vegna finnst mér skemmtilegt, að myndir þessar komast nú fyrir augu margra, og tilraun þessi er gerð með fullu siamþykki okkar á safninu og í samráði við okkur, og mér finnst prent- un þeirra hafa tekizt mjög vel“. „Ég þakka upplýsingarnar, Þór, og kveð að sinni". Og þar með lauk þessum tveimur tveggja mínútna slm- tölum um Sölva Helgason og myndir hans. — Fr. S. GET TEKIÐ HÚSG0GN til sölu börn í. gæztu á aMininium 2ja Svefnsófais©tt (2ja ára) og til 6 ána frá k'l. 1—6 á dag- ainnað eldra, einniig Hamsa bnin. Uppl. í síma 10077. skemkiur. U p pt. í síma 81947. NÝTT — NÝTT —NÝTT Komið og skoðið hin glæsi- legu nýtízku sófasett, mod. 1970 ásamt mörgu öðru, yfir SlLD Við kaupum síld, stærð 4—8 í kílóið, Fyrir 1 kr. hvert kíló, afgreitt i Fuglafirði. P/f. Handils & Frystivirkið 100 litir ul'lardralons og SF, Fuglafjörður — Fþroyar, nælonáklæða. Húsgagnaverzl, simi 125- 126-44. Hverfisgötu 50, sími 18830. PYLSUPOTT AR Eigum á lager örfáa tvöfa'lda 2JA TIL 3JA HERBERGJA IBÚÐ pylsupotta till að fella ofan í borð. Ath: Þetta eru síðustu ósikiaist til leigu. Upplýsingar pottairmir er við muinum hafa á boðstól'uim. H. Óskarsson ! síma 40364. s.f. Umiboðs- og heldverzkm- Sími 33040. CONTINENTAL KÍLREIMAR Það tilkynnist hér með viðskiptavinum vorum að Fálkinn hf. Suðurlandsbraut 8 hefur tekið að sér innflutning, sölu og þjónustu fyrir CONTINENTAL KÍLREIMAR Sturlaugur Jónsson & Co. sf. ARABIA - hreinlætistæki Stórkostleg nýjung Hljóðlaus W.C.-kassi. nýkomið: W.C. Handlaugar Fætur f. do. Bidet Baðker W.C. skálar & setur. Fullkomin varahlutaþjónusta. Clœsileg vara. Verð hvergi lœgra Einkaumboð fyrir island HANNES ÞORSTEINSSON heildv., Hallveigarstíg 10, simi 2-44-55. Blöð og tímarit 4. tölublað 29. árgangs Sveitar- stjórnarmála tímarits Sambands ís lenzkra sveitarfélaga er nýkomið út. Meðal einis í þessu hefti er grein eftir Pál Líndal um björgun menn ingarverðmæta, grein eftir Aðal- steiin Guðjohnsen, rafmagnsstjóra, um hlutdeild sveitarfélaga og rík- jsins í raforkuiðnaði, grein eftir Gunnlaug Fmnsson, oddvita, um þátttöku sveitarfélaga í atvinnu- rekstri og grein eftir dr. Jóhannes Nordal, seðlabankastjóra, er nefn- ist: Sveitarfélögin mikilvægur þátt ur í efnahagskerfinu. Þá er birt samtal við Sigurð Þórisson odd- vita Skútustaðahrepps og Véstein Guðmundsson, forstjóra Kísiliðj un.nar, og frásögn er af fundi full- trúaráðs sambandsins er haldinn var 28. og 29. ágúst s.l. að Reyni- hlið við Mývatn. Ennfremur eru birtar fréttir frá sveitarstjórnum og stjóm sambandsins. Heftið er 36 síður að stærð, prent •8 á vandaðan pappír og prýtt mörgum myndum. Næga bírtu en ékhi of hjart! Þér getið sjólf temprað birtu dags og sólar í hýbýlum yðar. Vér bjóðum yður tvær gerðir sóltjalda fyrir gluggana. BALASTORE GLUGGATJÖLDIN Balastore gluggatjöldin eru fóonleg í breiddum frá 40 cm til 260 cm (einingar hlaupa á 10 cm). Uppsetning er auðveld og einfalt að halda þeim hreinum. Balastore gluggatjöldin eru í senn þægileg og smekkleg. Margra ára reynsla merkir — margra ára ending. VINDUTJÖLD vwwnnii’)i>n]niuiiV]iW’iiTTi Vindutjöld fyrir glugga. Framleidd í öllum stærðum eftir máli. Lítið inn, þegar þér eigið leið um Laugaveginn! HÚSGAGNAVERZLUN KRISTJÁNS SIGGEIRSSONAR HF. LAUGAVEG113, SÍMI 2587»

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.